Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
27
28
4
0
2/
20
05
Netsmellur
Alltaf ód‡rast til Evrópu á netinu
Verð frá 15.900 kr.*
*N
et
sm
el
lu
r
til
G
la
sg
ow
. I
nn
ifa
lið
: F
lu
g
og
fl
ug
va
lla
rs
ka
tt
ar
.
NÆR íslaust ætti að verða á hafsvæð-
um í kringum Ísland á þessu ári og
allar líkur á að hafís liggi skemur en
hálfan mánuð við land, að mati Páls
Bergþórssonar, veðurfræðings og
fyrrverandi veðurstofustjóra.
Að sögn Páls var lofthiti á Jan
Mayen í ágúst til janúar 0,85 stigum
hærri að þessu sinni en á hlýinda-
skeiðinu 1931–1960. Árshiti þar hafi
alla jafna verið um og í kringum 0° en
hafi hækkað undanfarin ár og komst
hæst í 1° 2002, auk þess sem hann var
hár í fyrra.
Veðurmælingar hafa farið fram á
Jan Mayen frá 1921 og segir Páll að
eftir reynslunni að dæma ætti að
verða svo til íslaust hér við land á
þessu ári, sem fyrr segir. Að sögn
hans benda hitatölur á þessum slóð-
um almennt til hlýinda um allt norð-
urhvelið.
Þrjú síðustu ár þau hlýjustu
frá upphafi mælinga
Jan Mayen liggur tiltölulega ná-
lægt Íslandi og það tekur hafstrauma
hálft ár að berast til landsins. Sé hlýtt
þar að hausti má búast við að sjórinn
verði hlýr hér að vori þegar ísatíminn
stendur yfir.
Páll segir ómögulegt að segja fyrir
um hvort hitatölur á Jan Mayen muni
halda áfram að hækka. Undanfarin
þrjú ár séu hins vegar þau langhlýj-
ustu frá því mælingar hófust þar
1921. Þannig hafi veginn meðalhiti á
tímabilinu ágúst–janúar verið 0,7
stigum hærri á Jan Mayen undanfar-
in ár en 1931–1960. Eftir því að dæma
ætti árshiti í Stykkishólmi að verða á
bilinu 4–5 stig en var 4,2 stig 1931–
1960. Þess má geta að árið 2003 var
árshiti í Stykkishólmi 5,4 stig og 4,9
stig árið 2004 og hefur hann aldrei
verið hærri í tvö ár samfellt frá því
mælingar hófust þar árið 1845. Til
samanburðar var árshiti þar árin
1859 og 1866 0,9 gráður, að sögn Páls.
Hafís- og árshitaspá Páls Bergþórssonar veðurfræðings
Nær íslaust kring-
um Ísland 2005
Morgunblaðið/Golli
FYRSTI sunnudagurinn í febrúar er fyrir
suma eins og fyrsti dagurinn í sumarfríinu,
enda hefur sú hefð skapast að ferðaskrifstof-
urnar senda frá sér sumarferðabæklinga sína
þennan dag, og er gjarnan handagangur í öskj-
unni þegar sólarþyrstur almenningur gerir sér
ferð á ferðaskrifstofurnar til að kynna sér
möguleika á ferðum frá landinu.
Morgunblaðið tók leit í heimsókn í ferða-
skrifstofur í gær og kynnti sér hvað var um að
vera. Minni örtröð var en sum undanfarin ár,
enda ferðaskrifstofurnar sumar búnar að
dreifa bæklingum sínum inn á heimili fólks, í
stað þess að fólk komi til að sækja bæklingana
á skrifstofurnar.
Hjónin Ólöf Waage og Helgi Loftsson fara
árlega með vinum sínum Sigmundi Tómassyni
og konu hans Önnu Sigríði Jensen í ferðalög.
Oftast fara þau á haustin, og verður Spánn
gjarnan fyrir valinu. Ólöf segir að þeim finnist
nauðsynlegt að ferðast saman, enda skemmti-
legra að hafa félagsskap þegar farið er út að
borða og í ýmsar ferðir.
„Við erum að spá í að fara til Costa del Sol í
júní. Ég kom þarna árið 1966, þá voru engir Ís-
lendingar þar, og mér fannst staðurinn alveg
meiriháttar. Síðan hef ég ekki komið til Costa
del Sol, en hef verið alls staðar annars staðar á
Spáni,“ segir Ólöf, þar sem hún og Anna sitja
og fara yfir möguleikana með Jónu Marín Haf-
steinsdóttur, starfsmanni Úrvals-Útsýnar.
Ólöf segir að eflaust hafi allt breyst óskap-
lega mikið síðan hún var þar síðast fyrir tæp-
um 40 árum, þá hafi þetta eiginlega verið fiski-
mannabær, nú sé frekar gert út á ferðamenn.
„Ég ætla samt að gá að þessu litla húsi sem ég
var í, það var alveg rosalega huggulegt.“
Eyjan Krít hefur aðdráttarafl
„Við erum að hugsa um að fara til Krítar, ef
við förum eitthvað,“ segir Sóley Elíasdóttir, en
hún situr og skoðar sumarbæklinginn ásamt
Helgu Einarsdóttur vinkonu sinni. Þær velta
upp ýmsum möguleikum á sumarferðum fyrir
fjölskyldur sínar. „Við fórum saman til Krítar
síðast fyrir fjórum árum, og það er kominn
tími á það aftur,“ segir Helga.
Það er ýmislegt við Krít sem virðist vera í
þann mund að draga þær aftur til sín, þó að
þær séu ekki búnar að ákveða endanlega að
fara. „Það er góður matur þar, það er nú aðal-
atriðið. Svo er mjög hreint þar, og manni
finnst maður vera mjög öruggur, fólki er ofsa-
lega vinalegt og mjög gestrisið,“ segir Sóley.
„Ég hef prófað að fara í sólarferðir á nokkra
staði, og mér finnst Krít standa algerlega upp
úr. Þegar maður er með börn og er ekkert að
ferðast, vill bara vera kyrr á sama stað, þá
finnst mér Krít vera algerlega málið.“
Bjarni Hrafn Ingólfsson, markaðsstjóri
Heimsferða og Terra Nova, segir að framboðið
af ferðum á árinu sé með mesta móti, bæði á
klassíska áfangastaði eins og Costa del Sol,
Mallorka, Rimini, Benidorm o.fl., en einnig sé
boðið upp á ferðir á óhefðbundnari staði eins
og Króatíu. Heimsferðir buðu fyrst upp á ferð-
ir til Króatíu í fyrra, og segir Bjarni að eft-
irspurnin hafi verið gríðarleg, og mikil ánægja
með ferðir til þessa nýja áfangastaðar.
Rúmur mánuður er síðan sala hófst í ferðir
sumarsins hjá Heimsferðum. „Við erum að fá
alveg fantagóð viðbrögð, búið að vera mikið
um bókanir, miklu meira heldur en í fyrra.“
Bjarni segir að flestir kjósi að fara í sólar-
landaferðir eða í borgarferðir, en þó séu alltaf
einhverjir sem kjósi að nýta sér bein flug á
vegum Heimsferða til Barcelona á Spáni og
Bolognia og Trieste á Ítalíu, og skoða sig um á
eigin vegum. Einnig séu siglingar með
skemmtiferðaskipum vinsælar, og ekki megi
gleyma skíðaferðum nú þegar snjórinn á Ís-
landi sé á bak og burt.
Segja má að fólk kaupi ferðir fyrr í ár en
undanfarin ár, og segir Bjarni að þegar séu
ákveðnar vikur á vinsælum áfangastöðum upp-
bókaðar. „Þeir sem panta fyrst fá bestu verðin,
og eru að ráða því mest hvenær þeir fara þar
sem þeir geta valið um ódýr sæti á sem flestum
tímum, enda seljast þau að sjálfsögðu fyrst
upp.“
Mikið að gera á ferðaskrifstofum um helgina þar sem fólk kynnti sér möguleika á sumarferðum
Eyjan Krít lokkar vinkonurnar Helgu Einarsdóttur (t.v.) og Sóleyju Elíasdóttur, eftir vel heppn-
aða ferð fyrir fjórum árum, og þær voru að hugsa um að skella sér með fjölskyldunum í sumar.
Það var ys og þys á ferðakynningu sem haldin var í Kringlunni á laugardag, en þar kynntu Ice-
landair og ferðamálaráð ýmsar borgarferðir sem verða í boði fyrir ferðalanga í sumar.
Meira bókað en á
sama tíma í fyrra
Morgunblaðið/Þorkell
Anna Sigríður Jensen (t.v.) og Ólöf Waage ætla að fara með mönnum sínum á sólarströnd á
Spáni í sumar, eins og undanfarin ár, og segja þær miklu skipta að fara saman í ferðirnar.
brjann@mbl.is