Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 17 háskólar. Aðalatriðið er að starf þeirra sé metið á mælikvarða sömu gæðaviðmiðana og deildir Háskóla Íslands og að þær séu í miklu og nánu samstarfi við alhliða háskóla eins og Háskóla Íslands eða sam- bærilega háskóla erlendis. Að sjálfsögðu er eðlilegt að sumar námsgreinar séu kenndar í fleiri en einum skóla, sérstaklega þegar um er að ræða almennar námsleiðir sem höfða til breiðs hóps nemenda. Í þeim tilfellum er þó rétt að hugað sé að ákveðinni verkaskiptingu milli skóla sem sérhæfa sig á ákveðnum sviðum og að því að háskólar hafi samstarf á sama tíma og heilbrigð samkeppni ríkir á milli þeirra. Sam- starfið getur til dæmis falist í gagn- kvæmu mati á námskeiðum, nem- enda- og kennaraskiptum þar sem leitast er við að gefa nemendum tækifæri til að fá sem allra besta menntun. Án samráðs og samstarfs er hætta á neikvæðri togstreitu milli skólanna. Í fámennu landi eins og Íslandi höfum við ekki efni á því ef okkur á að takast að nýta krafta okkar og fjármagn vel og standast alþjóðlegan samanburð og sam- keppni. Stjórnun háskóla Eins og fram hefur komið verður stefna háskóla að eiga rætur sínar hjá skólunum sjálfum. Árangur í há- skólastarfi mótast öðru fremur af frelsi í hugsun og svigrúmi til að fræðistörf og kennsla geti dafnað og þróast. Þetta þarf umfram allt ann- að að hafa að leiðarljósi við stjórnun háskóla. Á sama tíma og fagleg stjórnun innávið er skólunum mik- ilvæg er ekki síður nauðsynlegt að skapa skólunum svigrúm til sterkr- ar stjórnunar útávið, ekki síst í ljósi aukinnar alþjóðasamkeppni og auk- inna tækifæra til fjármögnunar og uppbyggingar í nútímasamfélagi. Þessi atriði voru reifuð í greinum nokkurra rektora í Morgunblaðinu nýlega og sú umfjöllun undirstrikaði mikilvægi þess að huga að þessum þáttum. Í þessu sambandi vil ég leggja ríka áherslu á að þeir sem stjórna háskólum þurfa að hafa sterka sam- eiginlega sýn á markmið þeirra og framtíð. Og stjórnkerfi háskólanna þarf að gefa þessari sýn svigrúm til að þroskast og dafna. Ég hvet leið- toga í háskólastarfi til að rækta sér- staklega þá sameiginlegu stefnu sem hér hefur verið gerð að um- ræðuefni og þá ekki síst að efla sam- vinnu háskóla. Um fjármögnun Ljóst er að opinberir aðilar munu í fyrirsjáanlegri framtíð standa und- ir kostnaði við rekstur háskóla landsins að langmestu leyti. Einnig er ljóst að auka verður opinber framlög til háskóla verulega svo að þeir verði samkeppnishæfir við góða erlenda háskóla. Viðmiðun Háskóla Íslands í viðræðum við ríkisvaldið á undanförnum árum hefur verið sú að skólinn fái fjárveitingu sem sé sambærileg við hliðstæða skóla á Norðurlöndum. Opinber háskólastefna verður að kveða á um það hvernig fjármagna skal háskólastarfið í landinu til lengri tíma litið. Í því sambandi skiptir miklu að stjórnvöld hafi skýrar og gagnsæjar viðmiðanir um það hvernig staðið er að fjármögnun allra háskóla, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða einkaeign. Þá verða allir háskólar í landinu að hafa áþekka möguleika og heim- ildir til að afla sér tekna; sú staða sem nú er uppi spillir samstarfsanda á milli háskólanna og á ekkert skylt við heilbrigða samkeppni. Auka verður frelsi ríkisháskólanna til að fara með fjármál sín og eignir. Lög um A-ríkisstofnanir setja þessum skólum miklar skorður til fjár- málastjórnunar sem kemur í veg fyrir langtímastefnu og veikir mögu- leika til skipulegrar ráðdeildar á þessu sviði. Hér þarf því breytingu á lögum. Von mín er sú að háskólar lands- ins og stjórnvöld taki nú saman höndum og stilli saman krafta sína við að móta opinbera háskólastefnu til heilla fyrir land og þjóð – skýra og heilsteypta stefnu sem verði okk- ur öllum leiðarljós í daglegu starfi. sem stenst í einu og öllu alþjóðlegan sam- anburð, og hins vegar að öllum, sem hafi til- skilinn undirbúning, sé tryggður aðgangur að slíku námi. – Um þetta markmið trúi ég að sé mikil samstaða, en ljóst er að yfirvöld menntamála eiga mik- ið verk óunnið til að tryggja samræmt gæðaeftirlit með allri háskólamenntun í landinu. Annað markmið stefnunnar á að vera að tryggja hæfum fræðimönnum starfsöryggi og frelsi til að stunda kennslu og rannsóknir á Íslandi í gróskumiklu háskólaumhverfi. – Um þetta atriði óttast ég að ekki hafi náðst samstaða vegna þess að því miður skortir enn á að menn hafi lært að meta fræðilega starfsemi að verðleikum og mikilvægi hennar fyrir skapandi atvinnulíf og þróun þjóðfélagsins í framtíðinni. Þriðja markmiðið á að vera að efla tiltekin fræðasvið sem skipta sér- stöku máli fyrir Ísland, íslenska menningu og þjóðlíf í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. – Um þetta atriði held ég að ríki einhugur en um leið greinir menn á um það hver þessi fræðasvið eru og hvernig eigi að afmarka þau. Að sjálfsögðu þarf að ræða þessi þrjú meginmarkmið opinberrar há- skólastefnu miklu nánar en hér er gert. Engu að síður tel ég að unnt sé að mynda sterka samstöðu um þessi markmið. En hvernig verður þeim best náð? Er það skipulag há- skólastofnana sem við höfum mótað líklegt til að skila þeim árangri sem við væntum? Ef svo er ekki gæti reynst nauðsynlegt að end- urskipuleggja ríkjandi háskólakerfi. Háskóli Íslands og aðrir háskólar Hér vaknar spurningin um það hvaða skipulagshugmyndir við vilj- um hafa til leiðsagnar við mótun há- skóla okkar. Við hljótum að ganga út frá því sem fyrir er, og hér blasir við sérstaða Háskóla Íslands sem var eini háskóli landsins lengst af síð- ustu öld og er eini alhliða háskóli landsins með kennslu og rannsóknir á flestum sviðum fræða og vísinda. Þess vegna hljótum við að skoða skipulag háskólastofnana í ljósi þess hvernig við hugsum okkur eða sjáum fyrir okkur stöðu Háskóla Ís- lands í framtíðinni. Deildir Háskóla Íslands voru upphaflega fjórar – heimspekideild (nú hugvís- indadeild), guðfræðideild, lækna- deild og lagadeild – en eru nú orðnar ellefu talsins. Auk áðurnefndra deilda eru viðskipta- og hag- fræðideild, verkfræðideild, raunvís- indadeild, tannlæknadeild, fé- lagsvísindadeild, hjúkrunarfræðideild og lyfjafræði- deild. Deildir Háskólans virka að mörgu leyti eins og sjálfstæðir há- skólar með alls kyns samnýtingu og samstarf sín á milli. Í reynd hefur háskólaskipulagið á Íslandi þróast þannig að smám sam- an hefur fjölgað háskólum sem sinna fyrst og fremst öðrum þörfum og verkefnum en Háskóli Íslands. Fyrstan ber að telja Kennarahá- skóla Íslands 1971, en síðan hafa orðið til Háskólinn á Akureyri 1987, Viðskiptaháskólinn á Bifröst 1990, Háskólinn í Reykjavík 1998, Listaháskóli Íslands 1999, Tæknihá- skóli Íslands 2002, Hólaskóli 2003 og Landbúnaðarháskóli Íslands 2005. Oft hefur verið nefnd sú hugmynd að Háskóli Íslands verði eins konar regnhlíf yfir alla háskóla í landinu. Þetta er spennandi hugmynd en ég er ekki viss um að hún sé skyn- samleg, að minnsta kosti ekki í bráð. Það gæti dregið úr fjölbreytninni að fella alla undir sama hatt. Ég sé ekk- ert athugavert við það að litlar en dugmiklar stofnanir eins og Bifröst og Hólaskóli verði áfram sjálfstæðir Bologna-yfirlýsingin kveður á um marg- víslega samhæfingu háskólastarfsins, eink- um varðandi próf- gráður og gæðaeftirlit. Yfirlýsingunni hefur verið fylgt eftir með reglubundnum fund- um mennta- málaráðherra Evr- ópuríkja, þar sem lögð hefur verið höf- uðáhersla á að stjórn- völdum beri að tryggja starfsskilyrði háskólanna og leggja skipulega á ráðin um uppbyggingu þeirra. Skortur á yfirsýn Í þessu sambandi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar markviss- ar áætlanir með mælanlegum mark- miðum um fjölgun nemenda og kostnaðinn við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Ríkisend- urskoðun hefur vakið sérstaka at- hygli á þessu í skýrslu sem nefnist „Háskólamenntun: Námsframboð og nemendafjöldi“ og kom út síðast- liðið vor. Þar er lagt til „að yfirvöld menntamála móti opinbera og áþreifanlega heild- arstefnu um háskólastigið þar sem verkefnum er for- gangsraðað og þau tímasett og mælanleg markmið skil- greind“ (bls. 8). Þá hefur stefnan hvergi verið sett fram á heildstæðan hátt og þannig gerð aðgengileg til opinberrar skoðunar og umræðu. Á þetta einkenni er bent í áðurnefndri skýrslu Rík- isendurskoðunar (bls.19). Ólík fjármögnun Segja má að eitt einkenni op- inberrar háskólastefnu hafi verið að gera ráð fyrir ólíkri fjármögnun há- skóla eftir því hvort þeir eru í op- inberri eigu eða einkaeign. Þannig hafa nýir háskólar í einkaeign haft rétt til að innheimta skólagjöld til viðbótar framlögum ríkisins til kennslu, en Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur lánað fyrir skóla- gjöldunum á vöxtum niðurgreiddum af ríkinu. Þá hafa háskólar í opinberri eigu fengið mishá framlög til rannsókna sem í flestum tilvikum hafa staðið í stað að raungildi á undanförnum ár- um. Framlög til rannsókna í einka- skólunum hafa verið lág en nokkur breyting varð með fjárlögum þessa árs. Menntahugmyndir Hvaða hugmyndir geta orðið til leiðsagnar við mótun sameig- inlegrar framtíðarstefnu íslenskra háskóla? Rétt er að nefna fyrst hugmyndir sem lúta að almennum sjónarmiðum til menntunar: (1) Að stuðla að þroska sem flestra einstaklinga (þroskamark- mið). (2) Að mennta fólk til að vera í far- arbroddi í fræðastarfi (vísindamark- mið). (3) Að þjálfa fólk til að gegna mik- ilvægum störfum og jafnframt lyk- ilhlutverkum í mótun þjóðfélagsins (forystumarkmið). Þessi sjónarmið, sem hafa má í huga við mótun háskólastarfsins, breyta að sjálfsögðu engu um þá staðreynd að þorri háskólanema leggur stund á nám sitt í því skyni að tileinka sér kunnáttu og vinnu- brögð sem munu nýtast þeim með margvíslegum hætti í lífi og starfi. Þrjú meginmarkmið opin- berrar háskólastefnu Með háskólum okkar viljum við ná margvíslegum pólitískum mark- miðum. Ég nefni þrjú markmið sem ég tel að við ættum að geta samein- ast um. Fyrsta markmiðið er tvíþætt: annars vegar að boðið sé upp á gott og fjölbreytt háskólanám hérlendis Á síðustu árum hefur orð- ið mikil og ör þróun í málefnum íslenskra háskóla. Nýir háskólar hafa litið dagsins ljós, háskólanemum hefur stórfjölgað og nýjar námsgreinar hafa komið til sögunnar. Í Háskóla Íslands hefur mesta breytingin verið fólgin í upp- byggingu meistara- og dokt- orsnáms. Fyrir um sjö árum voru innan við eitthundrað nemendur í meistaranámi en nú nálgast þeir 1500. Doktorsnámið hófst fyrir fimm árum og það stunda nú um 140 nemendur. Þetta er í samræmi við skýra og ákveðna stefnu Háskólans á síðustu árum. Kjarni hennar er sá að byggja upp meistara- og dokt- orsnám í öllum deildum og efla rannsóknir eftir föngum. Um þessa stefnu er nánast fullkomin samstaða í Háskólanum og hún hefur þegar skilað miklum árangri. Það segir sig sjálft að þessi þróun kallar á aukið rekstrarfé og að hér eru í húfi brýn hagsmunamál þjóð- félagsins. Þrátt fyrir allt þetta hefur opinber umræða um málefni há- skóla hér á landi verið furðu lítil. Undanfarið hefur umræðan tekið nokkuð við sér og það er af hinu góða. Tilgangur þessarar greinar er að hvetja til enn frekari opinberrar umræðu, stefnumótunar og sam- stöðu um þessi mál og benda á nokk- ur mikilvæg atriði í því sambandi. Frumkvæði háskólanna Rétt er að nefna í upphafi að það hlýtur að vera skylda háskólanna sjálfra að eiga frumkvæði að mótun opinberrar háskólastefnu. Háskól- arnir verða sjálfir að lýsa því hvert þeir stefna og hvernig starf þeirra getur sem best nýst þjóðfélaginu. Sú mikla gróska sem nú ríkir í háskóla- starfi á Íslandi eins og raunar víða um heim kallar um leið á víðtækt samráð allra sem hér eiga hags- muna að gæta. Sameiginleg stefnu- mótun á að skapa skilyrði fyrir ár- angursríku samstarfi og heilbrigðri samkeppni háskólastarfsins í land- inu svo að það megi skila sem mest- um ávinningi fyrir þjóðfélagið. Ég endurtek að háskólarnir og starfs- fólk þeirra eiga að leggja fram þær hugmyndir sem nauðsynlegar eru við mótun stefnunnar. Auk þess er hollt að hafa í huga að stefnumótun lýkur ekki í eitt skipti fyrir öll, held- ur er hún viðvarandi verkefni rétt eins og eftirlit með gæðum starfsins. Opinber háskólastefna Nú hefur „opinber háskólastefna“ vissulega ríkt frá því að almenn há- skólalög voru sett árið 1997. Stefnan hefur í fæstum orðum verið sú að efla háskólastarf í landinu og fela menntamálaráðherra að vinna í þeim anda. Og þetta hefur verið gert bæði með því að fjölga háskólum og leggja verulega aukið fé til háskóla- starfsins, jafnt til Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands sem hinna nýju háskóla, auk þess sem ákveðið var á árinu 2003 að auka op- inber framlög í rannsóknarsjóði sem háskólafólk getur sótt til á sam- keppnisgrundvelli. Opinber há- skólastefna hefur þannig komið fram í samningum sem mennta- málaráðuneytið hefur gert við ein- staka háskóla og auk þess í ýmsum alþjóðasamþykktum sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað, ekki síst í tengslum við menntastefnu Evr- ópuríkja sem mótuð var með Bol- ogna-yfirlýsingunni árið 1999. Samstaða um uppbygg- ingu íslenskra háskóla Eftir Pál Skúlason Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Páll Skúlason ’Sú mikla gróska sem nú ríkir í háskólastarfi á Íslandi eins og raunar víða um heim kallar um leið á víðtækt samráð allra sem hér eiga hags- muna að gæta.‘ tug. Nú væri svo komið að umsóknir um atvinnu- og dvalarleyfi, að frátöldum umsóknum vegna stóriðjuframkvæmda, væru um 2.000 á ári og ekk- ert benti til annars en að fjölgunin myndi halda áfram. Önnur Norðurlönd hefðu mun lengri reynslu af þessum málum og þau hefðu lent í „ýmsum drullupyttum.“ Þar væru hópar útlend- nga sem hefðu lent í vítahring. Þeir hefðu litla menntun og fáa möguleika á vinna sig upp og ef Íslendingar ætluðu að halda áfram á sömu braut og nú myndu þeir lenda í sömu vandræðum. „Við höfum verið heppin með það fólk sem við höfum fengið. Það eru engin áberandi vandamál tengd útlendingum á Íslandi hér á landi ennþá, kannski er það vegna þess að yfirleitt er um að ræða útlendinga af fyrstu kynslóð innflytjenda. En ég held að við getum ekki bara stólað á Guð og ukkuna öllu lengur,“ sagði Georg Kr. Lárusson. Ekkert þagnarbindindi Atli Viðar Thorstensen er verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum og sér sem slíkur um málefni hælisleitenda og flóttamanna. Hann sagði að Rauði krossinn þyrfti að gæta hlutleysis og því hefðu fulltrúar samtakanna ekki verið eins bein- skeyttir í umræðum í fjölmiðlum og fulltrúar ann- arra samtaka. Rauði krossinn reyndi frekar að vinna að lausn mála bak við tjöldin. Hann áskildi sér þó þann rétt að leita til fjölmiðla ef úrbætur fengjust ekki fram með öðrum hætti, Rauði kross- nn væri alls ekki í þagnarbindindi. Atli sagði að hælisleitendur væru, af hálfu Rauða krossins, hvorki hvattir né lattir til að leita til fjölmiðla með sín mál. Ef hælisleitendur vildu samband við fjölmiðla væri hugsanlegt að veita milligöngu um það og öfugt. Atli sagði mikilvægt að umfjöllun um flóttamenn og hælisleitendur væri nákvæm og vönduð. Á það hefði stundum skort en umfjöllunin hefði einnig leitt til þess að stjórnvöld hefðu gert úrbætur. agnrýnir stjórnvöld m útlendinga stólað á u lengur“ Morgunblaðið/Þorkell mála um að stjórnvöld væru stefnulaus í mál- ndarstjóri og Atli Viðar Thorstensen er í pontu. Morgunblaðið/Þorkell g gallaða fjölmiðlaumfjöllun. óðarinnar, um 20.000 manns, en samt heyrist llað er um innflytjendur er kastljósinu beint að eymist. Þetta sagði Tatjana Latinovic, formaður nni á málþinginu. pur, þeir væru frá mismunandi menningar- aði það ekki. Vandamálið væri þó ekki eingöngu oft tregir til að tjá sig. Þá hefði hún það á tilfinn- andi en væru áhugasamari um það sem væri að ekki vel upplýstur um hvað væri að gerast hér á gegna í þessu sambandi og stakk upp á því að sem farið yrði yfir helstu fréttir vikunnar. Tatj- ðar þó að hún beindist enn fyrst og fremst að sem hingað kæmu. Hún rifjaði upp að þegar hefðu fjölmiðlar fylgt þeim eftir eins og skugg- ar á áfangastað hefði jafnvel verið farið með gðum þeirra. „Þetta var fyrir tíma raunveru- i ekki óeðlilegt. En árið 1995! Mér varð bara illt í nvart þessu fólk. Hefði þetta verið gert við Ís- eld ekki,“ sagði hún. ngu hjá fjölmiðlunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.