Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LAUS VIÐ STEFNU Georg Kr. Lárusson, fyrrverandi forstjóri Útlendingastofnunar, gagnrýnir stjórnvöld harkalega fyrir stefnuleysi í málefnum útlendinga og fjölmiðla fyrir brotakennda um- fjöllun um málefni útlendinga. Tatj- ana Latinovic, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna, tók undir þetta. Hún vill að fjölmiðlar losi útlendinga við fórnarlambs- ímyndina og endurspegli þann fjöl- breytta hóp útlendinga sem hér hef- ur sest að. Rice hittir Abbas Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hittir Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínumanna, í dag en hún kom til Mið-Austurlanda í gær. Fundaði hún með Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, í gærkvöldi en fyrir fundinn sagðist hún hafa þau skila- boð að senda ísraelskum ráðamönn- um að þeir yrðu að vera reiðubúnir að taka „erfiðar ákvarðanir“ í þágu friðar við Palestínumenn. Sharon og Abbas hittast í Egyptalandi á morg- un, þriðjudag, en Rice hefur ekki í hyggju að vera viðstödd þann fund. Hætta hjá Toyota Vegna óánægju með að forstjóri P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota á Íslands, var látinn hætta hafa margir af æðstu stjórnendum fyrirtækisins sagt upp. Níu af þeim undirrituðu yfirlýsingu þar sem fram kemur að djúpstæður ágrein- ingur innan fjölskyldu og meiri- hlutaeigenda P. Samúelssonar hafi orðið til þess að forstjórinn, Emil Grímsson, þurfti að láta af störfum. Emil hefur keypt meirihlutann í Arctic Trucks sem sérhæfir sig í breytingum á jeppum. Thaksin vann á Taílandi Thaksin Shinawatra, forsætisráð- herra Taílands, vann stórsigur í þingkosningum sem haldnar voru í landinu í gær. Útgönguspár bentu til að flokkur Thaksins hefði fengið hreinan meirihluta á þingi og gott betur, eða 399 þingsæti af 500. Kosið í Danmörku á morgun Skoðanakannanir benda til að rík- isstjórn Anders Fogh Rasmussen muni halda velli í þingkosningum sem fara fram í Danmörku á morg- un, þriðjudag. Gallup-könnun sem birt var í gær sýndi stjórnarflokkana tvo, Venstre og Íhaldsflokkinn, og Danska þjóðarflokkinn, sem styður ríkisstjórnina en á ekki aðild að henni, með 52% fylgi sem þýða myndi að flokkarnir þrír fengju 92 menn kjörna af 179. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Brids 21 Viðskipti 9 Dagbók 22/24 Vesturland 12 Leikhús 25 Erlent 13 Fólk 26/29 Daglegt líf 15 Bíó 26/29 Umræðan 15 Ljósvakar 30 Forystugrein 16 Veður 31 Minningar 18/20 Staksteinar 31 * * * SIGURGEIR Jóns- son, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést í Reykjavík 26. janúar sl. Hann var á 83. aldursári. Sigurgeir fæddist á Ísafirði 11. apríl 1921, sonur Jóns Arin- björnssonar og Hrefnu Sigurgeirs- dóttur. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1939 og stundaði nám í viðskiptafræði og síðar lögfræði og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Ís- lands vorið 1945. Sigurgeir var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu frá 1945 til 1955. Hann var hjá lögreglu New York borgar fyrri hluta árs 1949 til að kynna sér lögreglu- rannsóknir. Hann var skipaður bæjarfógeti í Kópavogi í ágúst 1955 og hæstaréttardómari árið 1979. Honum var veitt lausn frá embætti að eigin ósk árið 1986. Eftirlifandi kona Sigurgeirs er Hrafn- hildur Kjartansdóttir Thors og eignuðust þau fjögur börn. Andlát SIGURGEIR JÓNSSON ÍSLENDINGAR virðast duglegir að sækja þá vinninga sem þeir fá í Lottó, og frá upphafi sölu á Lottómiðum ár- ið 1986 hefur það einungis komið átta sinnum fyrir að fyrsti vinningur gengi út en eigandi miðans sækti aldrei vinninginn, og er hlutfall ósóttra vinninga mun lægra hér á landi en víða annars staðar. Hæsti vinningurinn sem aldrei var vitjað seldist 13. ágúst 1994, og var hann tvöfaldur fyrsti vinningur að upphæð um 7,6 milljónir, segir Berg- sveinn Sampsted, framkvæmdastjóri hjá Íslenskri getspá og getraunum. Það sama ár féll fyrsti vinningur að upphæð um 5 milljónir króna á miða sem aldrei var vitjað. Sex aðrir sem hafa unnið fyrsta vinning en ekki gef- ið sig fram hafa orðið af innan við 3 milljónum króna hver. Ef vinnings í Lottó er ekki vitjað innan árs frá því hann er dreginn út rennur vinningurinn óskiptur til þess málefnis sem Lottó styrkir, Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ör- yrkjabandalags Íslands og Ung- mennafélags Íslands. Bergsveinn segir að það sé innan við 1% vinninga sem er ekki vitjað, og eru það yfirleitt smæstu vinningarnir sem ekki eru sóttir, gjarnan undir 1.000 krónum. Miðinn í þvottavélina Bergsveinn segir að erfitt sé að giska á hvers vegna vinningar séu ekki sóttir, en það tengist hugsanlega því að miðar týnist eða fólk hreinlega átti sig ekki á því að það var með vinning á miða sínum. Miðarnir þola annars ýmislegt, og þeir eru í mjög misjöfnu ástandi þegar vinninga er vitjað, og meira að segja er dæmi um miða sem farið hafa í gegnum þvotta- vél í vasa á einhverri flík, en samt verið nægilega læsilegir til þess að eigendurnir fengju vinningana af- henta. Þeim tilvikum þegar vinningar eru ekki sóttir fer þó fækkandi með nýrri tækni, og sífellt fleiri eru með fasta áskrift eða kaupa miða í gegnum Netið, segir Bergsveinn. Í báðum til- vikum er hægt að hafa uppi á vinn- ingshöfum og láta þá vita af vinningn- um ef þeir einhverra hluta vegna gera sér ekki grein fyrir nýfengnu ríkidæmi. Íslendingar duglegir að sækja vinninga í Lottó Átta aðalvinninga ekki verið vitjað RAGNAR Ingi Stefánsson, Íslandsmeistari í mótó- crossi, vann það afrek í gær að stökkva á torfæruhjóli jafnlangt og 50 Nashuatec-prentarar náðu á gólfi Reið- hallarinnar í Víðidal. Stökk hann við hlið vélanna. At- burðurinn var kvikmyndaður fyrir svæðisskrifstofu Nashuatec á Norðurlöndum. Stökkið var 25 metra langt og var erfitt að því leytinu til að ekið var upp ramp en lent á jafnsléttu í stað þeirrar hæðar sem stokkið var úr. Um 30 manns fylgdust með stökki Ragnars Inga. Morgunblaðið/Árni Torfason Vélhjólakappi hoppar við hliðina á prenturum í Reiðhöllinni í Víðidal. Erfitt stökk á torfæruhjóli Dettifoss til Rotterdam á miðvikudaginn VEL gengur hjá þýska drátt- arskipinu Primus sem dregur Dettifoss til Rotterdam, og er reiknað með því að skipið komi í höfn þar á miðvikudag. Höskuldur H. Ólafsson, aðstoðarforstjóri Eimskips, segir að reikna megi með því að Dettifoss þurfi að vera í kringum fjórar vikur í viðgerð í Rotterdam áður en skipið hefur siglingar á ný. Stýri þess brotnaði þegar það var á siglingu aðfara- nótt mánudagsins 31. janúar. Mestur hluti farmsins um borð í skipinu var á leið til Rotterdam, og er hann enn um borð. Hluti farmsins var þó á leið til Færeyja, og var honum skipað upp á Eski- firði og sendur til Færeyja með Goðafossi, segir Höskuldur. BJÖRN Ingi Hrafnsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra, segir að ákveðið hafi verið að halda reglulega blaðamannafundi í forsætisráðu- neytinu. Kom þetta fram í máli hans í þættinum Silfri Egils á Skjá einum í gær. Björn Ingi segir í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin sé sú að halda annars vegar almenna blaðamannafundi með forsætisráð- herra og hins vegar eins konar upp- lýsingafundi, þar sem farið yrði nán- ar ofan í þau málefni sem hæst bæri hverju sinni. „Þetta er liður í bættum samskiptum okkar við fjölmiðla,“ út- skýrir hann. „Þetta er eitt af því sem við vorum búnir að ákveða áður en við fórum í forsætisráðuneytið en hefur ekki gefist tími til að hrinda í fram- kvæmd.“ Ekki ákveðið hversu oft Hann segir að enn sé ekki búið að ákveða hve oft eigi að halda slíka fundi. „Við munum á næstu dögum og vikum óska eftir samvinnu um þetta mál við fjölmiðla og Blaða- mannafélagið,“ segir hann. Forsætisráðuneytið Blaðamanna- fundir verði haldnir reglulega Segja íslenskan ríkisborgararétt skipta sköpum MASAKO Suzuki, lögmaður Bobbys Fischers, segir í álitsgerð sinni um málefni Fischers að það muni skipta sköpum fyrir hann að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í álitsgerðinni segir að samkvæmt japönskum lögum eigi að senda hann til þess lands sem hann hef- ur ríkisborgararétt í. Álitsgerðin var send stuðningsmönnum Fisch- ers hér á landi í gær og verður einnig send Alþingi. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, ríður á að Alþingi taki fyrir beiðni Fischers um ís- lenskan ríkisborgararétt og sé dráttur málsins hjá allsherj- arnefnd orðinn einkennilegur í ljósi þess að utanríkisráðherra hafi tekið frumkvæði að því að bjóða Fischer hingað til lands. Málið sé orðið mannúðarmál þar sem Fischer hafi dvalið í varð- haldi í tæpa sjö mánuði samfleytt. Velti bílnum á þriðja degi TÆPLEGA þrítug kona slapp án alvarlegra meiðsla þegar hún velti bíl sínum á Biskupshálsi, á mörkum N-Múlasýslu og Þingeyj- arsýslu síðdegis í gær. Mikil hálka var á veginum. Bíllinn valt fyrir utan veg og stöðvaðist talsvert langt frá veg- inum. Hann er töluvert skemmdur og óökufær, að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. Konan fékk aðstoð frá vegfaranda sem átti leið hjá og hafði síðan samband við lög- reglu. Konan hafði átt bílinn í þrjá daga þegar hann valt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.