Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
af legsteinum
gegn staðgreiðslu
í janúar og febrúar
Sendum myndalista
15% afsláttur
✝ Krístín Aðalheið-ur Magnúsdóttir
fæddist á Eyri við
Reyðarfjörð 17. sept-
ember 1912. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Seljahlíð 28. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Magnús Erlendsson,
f. 30.6. 1877, d. 1.4.
1958, og Björg Þor-
leifsdóttir, f. 1.10.
1879, d. 1.9. 1928.
Systkini Aðalheiðar
eftir aldri voru Helgi
Rósinberg, f. 23.11.
1901, d. 1.7. 1961, Finnbogi, f.
27.12. 1902, d. 4.5. 1915, Þórlind-
ur, f. 2.7. 1904, d. 21.7. 1904, Sig-
urður, f. 16.6. 1905, d. 29.9. 1982,
Þórlindur, f. 5.5. 1907, d. 26.5.
1992, og María Sólveig, f. 14.10.
1916, d. 29.7. 1996.
Hinn 9. nóvember 1935 giftist
Aðalheiður eftirlifandi eigin-
manni sínum Jóni Guðlaugssyni,
f. 15.8. 1909, frá Steinstúni í
Norðurfirði, seinna forstjóra
Sælgætisgerðarinnar Opal. Börn
þeirra eru: 1) Magnús Heiðar, f.
9.7. 1938, kvæntur Inge Christ-
iansen, f. 29.11.
1943; þeirra börn
eru Kristín Heiða, f.
12.10. 1964, Sturla
Helgi, f. 4.4. 1966,
Elsa Hlín, f. 28.11.
1970. Fyrir átti
Magnús Hallveigu,
f. 12.12. 1955, d.
3.11. 1979. 2) Guð-
laugur Gauti, f. 27.4.
1941, kvæntist Sig-
rúnu Ólöfu Marinós-
dóttur, f. 6.2. 1941,
en þau slitu samvist-
um; þeirra börn eru
Jón Gauti, 5.6. 1961,
Kári Gauti, f. 4.1. 1980. 3) Birgir
Rafn, f. 11.10. 1943, kvæntur
Ingibjörgu Norberg, f. 15.2.
1945; þeirra börn eru Arnar
Rafn, f. 17.5. 1971, Kristín Að-
alheiður, f. 31.12. 1972, Ása
Björg, f. 19.11. 1980, Aðalsteinn,
f. 2.2. 1982. 4) Sturla Már, f. 28.2.
1947, kvæntur Steinunni Páls-
dóttur, f. 19.10. 1945; þeirra börn
eru Ásta Sóley, f. 28.9. 1978,
Ragnheiður, f. 25.5. 1983.
Útför Aðalheiðar verður gerð
frá Laugarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
„Kom þú sæll þá þú vilt,“ sagði
sálmaskáldið. Það hræddist ekki
dauðann. Það gerði tengdamóðir mín
ekki heldur. Þegar ég kom til hennar
fyrir skömmu, tók hún brosandi á
móti mér eins og alltaf, og sagði: „Ég
var að hugsa um hvað Guð meinti eig-
inlega með því að láta mig lifa svona
lengi.“ Hún var orðin mögur og mátt-
farin. Lá mest fyrir, undir ábreiðun-
um sínum. Hún naut þess að fá heim-
sóknir og hafði alltaf nóg að tala um.
Þá rifjaði hún upp gamlar minningar
sem margar stóðu henni ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum. Henni leið vel,
en var orðin södd lífdaga.
Aðalheiður fæddist á Eyri við
Reyðarfjörð, en fluttist til Eskifjarð-
ar sjö ára gömul. Faðir hennar var
bóndi og fiskmatsmaður, móðirin sá
um heimilið. Á Eskifirði liðu æskuár-
in með eldri bræðrum við leik og störf
bundin sjávarsíðunni. Aðalheiður
gekk í barnaskóla Eskifjarðar til 12
ára aldurs, auk eins framhaldsárs
sem Arnfinnur Jónsson, síðar skóla-
stjóri stóð fyrir. Aðalheiður var stolt
af uppruna sínum og hélt mikið upp á
æskustöðvar sínar og frændfólk sitt
að austan. Hún tók þátt í starfi Esk-
og Reyðfirðingafélagsins, sat þar í
stjórn og gegndi formennsku þar um
tíma.
Árið 1928 hélt Aðalheiður til
Reykjavíkur í skugga kreppunnar.
Móðir hennar var þá nýlátin. Hana
dreymdi um að mennta sig líkt og
bræður hennar höfðu gert. En hún
átti ekki ekki kost á því. Hún fékk það
veganesti að heiman að það væri holl-
ast ungum stúlkum að búa sig undir
heimilisstörf. Því gerðist hún nemi á
saumastofu. Það kom sér vissulega
vel seinna þegar fjölskyldan stækkaði
að geta saumað upp úr gömlu, bæta
og venda slitnum flíkum. Á kvöldin
vann hún svo fyrir sér á veitingahúsi.
Það var líka eftirsótt að komast í vist
á myndarlegu heimili. Aðalheiður var
svo lánsöm að ráðast til Ásgeirs Sig-
urðssonar stórkaupmanns og kon-
súls. Þar tók hún á móti gestum og
átti samskipti við marga mæta menn
sem sýndu henni vinsemd, enda lagði
hún sig fram við störf sín.
Á þessum árum kynntist Aðalheið-
ur ungum manni, Jóni Guðlaugssyni,
ættuðum frá Steinstúni í Norðurfirði
á Ströndum. Hann stundaði þá nám í
Verslunarskóla Íslands og átti eftir
að verða umsvifamikill athafnamað-
ur. Þau stofnuðu heimili í Reykjavík.
Í upphafi seinna stríðs settu þau á
stofn veitingastofuna Uppsalakjallar-
ann á horni Túngötu og Aðalstrætis
og störfuðu þar bæði um árabil. Jón
stofnaði seinna Sælgætisgerðina
Opal og veitti henni forstöðu alla sína
starfsævi. Jón hefur reynst konu
sinni góður lífsförunautur, hann bar
konu sína á höndum sér og æskuástin
rofnaði aldrei.
Það eru rétt fjörutíu ár síðan ég
kom fyrst á heimili tengdaforeldra
minna Aðalheiðar og Jóns sem þá var
á Háteigsvegi 8. Við, unga parið,
höfðum komið okkur fyrir í „prívat“
íbúð í risinu, sem strákarnir höfðu til
umráða. Hún bankaði létt á dyrnar,
kom og spurði hvort við vildum ekki
kaffi og nýja lagtertu sem hún hafði
bakað til jólanna og heppnast svo
ljómandi vel. Hún hafði virðulega og
fágaða framkomu en var hlý í viðmóti,
ég fann að ég var velkomin. Aðalheið-
ur var fagurkeri, snyrtimennska og
góður smekkur komu fram í klæða-
burði hennar, fallegu heimilinu og því
sem hún bar á borð. Þar var oft mikið
um að vera þegar allir komu saman.
Aðalheiður kunni að halda stórveisl-
ur, hún naut þess að veita vel. Hún
hafði yfirumsjón á heimilinu en hafði
góða aðstoð karlmannanna sinna
fimm. Jón tók gjarnan að sér upp-
vaskið, honum fannst gott að hugsa
við eldhúsvaskinn og leysti þar ýmis
mál sem sóttu á hugann.
Aðalheiður tók virkan þátt í störf-
um eiginmanns síns ásamt húsmóð-
urstörfum. Það kom þó að mestu í
hennar hlut að sjá um uppeldi strák-
anna fjögurra. Þeir voru athafnasam-
ir og fjörugir og þurftu áreiðanlega á
mikilli umhyggju og aðhaldi að halda.
Mamman var heima með köku og
mjólk þegar skólanum lauk og oft
slæddust vinirnir með. Gestakomur
voru tíðar, ættingjar að austan og
vestan áttu vísan samastað á Miklu-
braut og seinna á Hofteigi. Það hefur
áreiðanlega oft mætt mikið á ungri
konu en minningarnar sem hún átti
frá þessum tíma vor ljúfar. Aðalheið-
ur og Jón áttu sumarhús við Lög-
berg, þar dvöldu þau langdvölum á
sumrin. Seinna byggðu þau sér ynd-
islegan sumarbústað við Þingvalla-
vatn, sem varð unaðsreitur fjölskyld-
unnar. Þar var ræktaður skógur,
gengið um nágrennið og siglt á vatn-
inu. Þarna kenndi hún strákunum að
veiða silung, vara sig á hættum á
vatninu og við klettana og að meta
náttúruna.
Aðalheiður var áhugasöm um sögu
og náttúru landsins og las ferðabæk-
ur. Við ferðuðumst með þeim hjónum
víðs vegar um landið. Mæðginin sátu
þá gjarnan í framsætunum með
landakortið, þau áttu þetta sameig-
inlega áhugamál, að ferðast og njóta
náttúrunnar. Það var gaman að fylgj-
ast með þegar tengdamóðir mín lyft-
ist upp í sætinu þegar eitthvað mark-
vert bar fyrir sjónir, benti í allar áttir
og rifjaði upp örnefnin. Jón sat aftur í
hjá börnum og passaði að eiga nóg af
Opal og súkkulaði. Þetta eru dýrmæt-
ar minningar sem við eigum nú.
Annað áhugamál Aðalheiðar var
brids. Hún spilaði mikið við vini og fé-
laga og í Bridsfélagi kvenna um ára
bil, þar sem hún keppti og vann til
verðlauna.
Aðalheiður bjó á Seljahlíð síðustu
fjögur árin. Starfsfólkið þar á miklar
þakkir skilið fyrir þá góðu umönnun
sem hún hlaut þar. Í fallegu stofunni
hennar sátum við löngum stundum og
yljuðum okkur við gamlar minningar.
Eins og nærri má geta þá hefur hún
fengið sinn skammt af mótlæti í lífinu,
á langri ævi, eins og aðrir. En hug-
urinn dvaldi ekki við það. Það var eins
og aldrei hefði borið skugga á. Hún
taldi sig gæfusama konu, var þakklát
fyrir það sem lífið færði henni. Hún
var tilbúin að kveðja og þakka fyrir
sig. Ég kveð mína kæru tengdamóður
og þakka fyrir mig. Megi hún hvíla í
friði.
Ingibjörg Norberg.
Elsku amma mín, takk fyrir allar
gamlar og góðar stundir sem við átt-
um saman. Hlýju brosin, nammimol-
ana og öll jólin sem ég átti með þér.
Ég er svo ánægður með að hafa hitt
þig mánudaginn í vikunni sem þú yf-
irgafst okkur og fórst til betri staðar.
Þú brostir og talaðir mikið um gamla
og góða tíma.
Hve gaman þú hafðir af því að
ferðast og hversu dugleg þú varst að
fá afa með þér um allan heim. Nú ert
þú farin í eina ferðina enn. Ætli þessi
ferð sé ekki sú merkilegasta. Vonandi
tölum við um hana síðar.
Takk fyrir góðu minningarnar.
Kári Gauti.
KRISTÍN
AÐALHEIÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
BIRGIR VIKTOR HANNESSON,
Bjarkargrund 24,
Akranesi,
lést á landspítalanum, Fossvogi, föstudaginn 4.
febrúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 11. febrúar kl. 14. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á MND-félagið, s. 565-5727.
Laufey Kristjánsdóttir,
Hannes Viktor Birgisson, Ólafía Harðardóttir,
Marta María Birgisdóttir, Erik Nygren,
Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur Rúnar Davíðsson,
Ella Kristín Sigurðardóttir,
Jóhann Þór Sigurðsson, Guðrún Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS TRYGGVASONAR
fyrrv. bónda og organista
á Ytra-Hvarfi.
Guð blessi ykkur öll.
Ævarr Hjartarson, Freydís Laxdal,
Kristín Ólafsdóttir,
Jóhann Ólafsson, Herdís Geirsdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR
Safamýri 48,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ aðfaranótt
laugardagsins 5. febrúar.
Unnar Þór Sigurleifsson,
Margrét Sigurleifsdóttir, Elías Hartmann Hreinsson,
Elísa Sirrý Elíasdóttir.
Guði sé lof, varð mér
að orði þegar Stefán
bróðir Gylfa tilkynnti
mér andlát æskuvinar
míns hinn 13. janúar
sl., sem var einnig dán-
ardagur föður hans. Það má vera
sérkennilegt að þakka Guði fyrir
andlát vinar, en þegar sjúkdóms-
saga hans spannar aldarfjórðung er
það kannski eðlilegt að maður lofi
Guð fyrir frelsi úr fjötrum. Af ótrú-
legu æðruleysi og hetjulund glímdi
hann við Parkinson-sjúkdóm.
Ég heimsótti hann á aðfangadag í
hinsta sinn. Mér fannst endalokin
vera í nánd. Gleði yfir minningar-
brotum æskuáranna kom fram, enn-
fremur orð frelsarans – komið til
GYLFI
ÁRNASON
✝ Gylfi Árnasonfæddist í Reykja-
vík 3. júní 1939.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Skóg-
arbæ 13. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 24. janúar.
mín allir þér sem erf-
iðið og þunga eru
hlaðnir, ég mun veita
yður hvíld.
Esjuberg, 3. júní
1946, afmæli Gylfa.
Hann í matrósafötum –
sólskin, gleði, barna-
mergð. Þá man ég
hann í fyrsta sinn. Við
urðum drengirnir hans
séra Friðriks í
K.F.U.M. og vorum á
leið þangað er við urð-
um vitni að brunanum
mikla við Amtmanns-
stíg í nóvember 1946,
þá 6 og 7 ára gamlir.
Okkur fannst stundum vinskapur
okkar vera í genunum. Foreldrar
hans, Árni Jónsson heildsali og Stef-
anía Stefánsdóttir, voru vinafólk for-
eldra minna. Gylfi naut ástúðar í
uppeldi af hálfu foreldra sinna og
bræðra, en þeir voru Stefán Þór,
sem nú kveður annan bróður sinn,
en Jón bróðir þeirra lést fyrir aldur
fram 1958. Voru þeir Jón og Gunnar,
bróðir minn, mjög nánir vinir. Afi
minn, Chr. Berndsen, var um tíma í
fóstri hjá langafa Gylfa, Árna Jóns-
syni, hreppstjóra á Þverá í Hallár-
dal, og konu hans Svanlaugu.
Gylfi var gæddur mörgum góðum
eiginleikum og var vandaður í orði
og verki. Allt hans fas var þannig að
maður naut návistar hans – prúður,
snyrtilegur, glaðvær og vildi öllum
vel.
Veiðiferðirnar og bíltúrarnir með
Palla og Gunna Emils eru ljóslifandi
í minningunni. Þegar ég var sóttur í
vinnuna í Leikhúskjallarann þá var
heldur betur fjör í bláa Fordinum –
Gylfi með útvarpið á fullu ef Elvis
Presley þandi raddböndin.
Gylfi kvæntist Kristrúnu Jóns-
dóttur í febrúar 1966. Áttu þau sam-
an Árna Stefán sem lifir föður sinn.
Tveim börnum Kristrúnar, Ágústínu
og Einari, reyndist Gylfi sem hinn
besti faðir og börn þeirra voru Gylfa
sem sólargeislar.
Gylfi starfaði við verslunar- og
bankastörf. Fyrst við heildsölu föður
síns í Aðalstræti. Síðast í útibúi Ís-
landsbanka í Hafnarfirði, en við þá
stofnun starfaði hann í nær 15 ár.
Sumarbústaður sem þau Kristrún
reistu við Apavatn var Gylfa sem
helgur reitur. Þar naut hann sín við
útiveru og skógrækt – var oft stritað
frá morgni til kvölds og lagst sæll og
glaður til hvílu að kveldi.
Sameiginlegur vinur okkra Gylfa
var Páll Kolbeins, en hann lést fyrir
aldur fram 1997 eftir erfið veikindi.
Um tíma voru þeir saman í æfingum
í M.S.-húsinu. Báðir lögðu þeir
stund á myndlist og héldu sýningar
á verkum sínum.
Síðustu 8 árin bjó Gylfi í Skóg-
arbæ. Þar naut hann sín við að mála
og föndra og sætti furðu hve miklu
hann afkastaði miðað við aðstæður.
Við fjölskyldan í Huldulandi þökk-
um Gylfa allar samverustundir hér
heima – hann var sannur fjölskyldu-
vinur. Minningin um traustan og
tryggan vin lifir. Seint mun fenna í
fótspor hans.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við hans nánustu.
Stefán B. Hjaltested
og fjölskylda.