Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 15 UMRÆÐAN LÁNASJÓÐUR íslenskra náms- manna er félagslegur jöfn- unarsjóður og ber að stuðla að því að allir geti stundað nám óháð efnahag. Raunveru- leikinn er hins vegar sá að undanfarin ár hafa kjör tekjuhárra námsmanna farið sí- fellt batnandi á kostnað þeirra tekju- lægri. Þessi þróun er tilkomin vegna lækk- andi skerðingarhlut- falls sem líkt og fyrr segir kemur þeim tekjuháu betur en öðrum. Í þriðju grein laga um Lánasjóðinn kveður skýrt á um að námslánin eigi að duga námsmönnum til náms- og framfærslukostnaðar meðan á námi stendur. Í dag er óskert grunnframfærsla námsmanns, sú upphæð sem hann fær á mánuði, einungis 79.500 krónur. Það sem er athyglisvert við það er að sú upphæð er aðeins 70% af áætl- uðum framfærslukostnaði náms- manns, sem gefur tilefni til þess að velta fyrir sér hvort yfirvöld líti á háskólanám sem einungis 70% vinnu. Þessi verri kjör tekjulægri ein- staklinga hafa þau áhrif að stúd- entar þarfnast aukavinnu til að framfleyta sér yfir námstímann í stað þess að geta sinnt náminu af fullum krafti. Því miður hafa þó ekki allir kost á því að vinna sam- hliða námi eða fá aðstoð frá vinum og vandamönnum. Grunn- framfærsla námslánanna hlýtur því að þurfa að endurspegla raun- veruleg útgjöld námsmanns enda er það sú upphæð sem allir lán- þegar fá á mánuði – í sumum til- vikum sú eina. Röskva leggur áherslu á að sjóðurinn eigi fyrst og fremst að tryggja öllum tækifæri til háskóla- náms. Það gefur augaleið að ein- staklingur sem hefur einungis sumarhýruna á milli handanna þarfnist lánanna frekar en aðili sem hefur kost á því að vinna samhliða náminu sínu. Á meðan margir lánþegar lifa langt undir áætluðum framfærslukostnaði námsmanns getur það því engan veginn verið réttlætanlegt að lækka skerðingarhlutfallið enn frekar á kostnað grunnframfærsl- unnar. Tryggja verður hlutverk lána- sjóðsins sem félagslegs jöfn- unarsjóðs við gerð næstu úthlut- unarreglna. Það verður einungis gert með því að sníða lánin að raunhæfum útgjöldum námsmanns og úthluta þeim á réttlátan hátt – hækka grunnframfærsluna, en leyfa skerðingarhlutfallinu að haldast óbreyttu. Stúdentar, sam- einum krafta okkar og tryggjum sterka forystu í lánasjóðsmálum. Setjum X við Röskvu á kjördag. Hvaða augum lítur Lána- sjóðurinn stúdenta? Dagbjört Hákonardóttir og Atli Rafnsson skrifa vegna kosninga í Stúdentaráð HÍ ’Grunnframfærslanámslánanna hlýtur því að þurfa að end- urspegla raunveruleg útgjöld námsmanns enda er það sú upphæð sem allir lánþegar fá á mánuði – í sumum til- vikum sú eina.‘ Atli Rafnsson Dagbjört er laganemi og Atli sagn- og trúarbragðafræðinemi við Háskóla Íslands. Þau skipa 4. og 5. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. Dagbjört Hákonardóttir AÐSTÖÐUMÁL eru eitt mik- ilvægasta málefni stúdenta við Há- skóla Íslands. Vaka, félag lýðræð- issinnaðra stúdenta, hefur alltaf barist fyrir auknu aðgengi nemenda að byggingum skólans og markmið félagsins er að byggingar verði opnar allan sólarhringinn. Stúdentar eru stór hópur með ólíkar þarfir og misjafnt er hvenær hverjum og einum hentar að nota sér lesaðstöðu í bygg- ingum. Mikilvægt er að komið sé til móts við ólíkar þarfir stúdenta með því að sá tími sem byggingar eru opnar sé sem rýmstur. Á þeim þremur ár- um sem Vaka hefur leitt starf Stúd- entaráðs hefur miklu grettistaki verið lyft í aðstöðumálum við skólann. Vöku- liðar vöktuðu byggingar á há- skólasvæðinu á prófatímabilinu fyrir tæpum þremur árum og sýndu skóla- yfirvöldum þannig að það er raun- hæfur möguleiki að hafa lengur opið. Sá frábæri árangur náðist svo í vetur að sá tími sem fjórar byggingar eru opnar var lengdur frá klukkan 22 til miðnættis og skiptir sá aukatími miklu fyrir stúdenta sem vilja nýta kvöldin til lesturs. Mikilvægi þess að hafa góðan að- gang að lesaðstöðu kom berlega í ljós í haust þegar stúdentar börðust gegn skerðingu á þeim tíma sem Þjóð- arbókhlaðan er opin, besta les- og rannsóknaaðstaða á háskólasvæðinu. Það var mikill sigur fyrir stúdenta þegar rektor tilkynnti í nóvember að tekið hefði verið upp á nýjan leik að hafa safnið opið á kvöldin. Sú ákvörð- un kom eftir þrýsting frá stúdentum og sýnir vel hve mikill sam- takamáttur þeirra getur verið. Auk góðs aðgengis í byggingum leggur Vaka mikla áherslu á að að- búnaður nemenda í byggingum sé góður. Undir forystu Vöku hefur ver- ið ráðist í að rafvæða kennslustofur og fyrirlestrasali og fyrsta skrefið í þá átt er rafvæðing salar 1 í Há- skólabíói sem lýkur í vor. Mikill uppgangur hefur verið í húsnæðismálum stúdenta eftir að Vaka tók við meirihlutanum í Stúd- entaráði og verður m.a. hafist handa við byggingu á 98 íbúðum fyrir stúd- enta við Lindargötu í lok mánaðar- ins. Mikil eftirspurn hefur verið eftir einstaklingsíbúðum undanfarin ár og verður þetta kærkomin viðbót fyrir stúdenta. Undir forystu Vöku hefur náðst frábær árangur í hagsmuna- og að- stöðumálum. Við viljum fá umboð til að halda áfram á þeirri braut. Markmið Vöku að hafa byggingar opnar allan sólarhringinn Árni Helgason og Karl Jónas Smárason skrifa vegna kosninga í Stúdentaráð HÍ ’Það var mikill sigurfyrir stúdenta þegar rektor tilkynnti í nóvember að tekið hefði verið upp á nýjan leik að hafa safnið opið á kvöldin. ‘ Árni Helgason Árni er formaður hagsmunanefndar Stúdentaráðs HÍ, Karl Jónas skipar 4. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs. Karl Jónas Smárason Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágesturinn kom í heim- sókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hug- varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að lesa sjómannalögin, vinnulög- gjöfina og kjarasamningana.“ sjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víð- tæku umræðu í þjóðfélaginu sem Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.