Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Canada's fastest growing franchise
is now expanding into Iceland.
See us at www.fibrenew.com
Námskeið föstudaginn 18. febrúar
fyrir þá, sem vilja læra á ISO 9000
gæðastjórnunarstaðlana.
Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu staðlanna og
hvernig má beita þeim
við að koma á og viðhalda gæðakerfi.
Verklegar æfingar.
Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178,
kl. 8.30-14.45. Þátttökugjald kr. 22.500.
Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs,
www.stadlar.is eða í síma 520 7150
ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir
- Lykilatriði, uppbygging og notkun -
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is
Viðskiptasendinefnd
frá Úkraínu
Eftirfarandi er dagskrá fundarins sem fer fram á ensku:
Hr. Jón Gunnar Zöega, Ræðismaður Úkraínu á Íslandi, setur fundinn.
Mr. Kostyantyn Malovanyy, Honorary Consul of Iceland in Ukraine:
Iceland-Ukraine: prospects of bilateral business cooperation
Mr. Vasyl Myroshnychenko, Advisor to Honorary Consul of Iceland and Senior Account
Manager, CFC Consulting Company:
Ukraine: Country Profile
Ms.Marina Skomorohova, Account Manager, CFC Consulting Company:
Ukraine as a Business Partner
Mr.Margeir Petursson, Chairman of the Board, MP Investment Bank:
Experience of Doing Business in Ukraine
Dr. Ludmila Rasputnaya, Chairman of the Board, Kreditprombank:
Ukraine's financial market
Mr. Vasyl Perepelitsa, Vice-president, OJSC Kreditprombank:
Introduction to Kreditprombank
Hr. Óli Rúnar Ástþórsson, hagfræðingur, Direct Investment:
Erlendar fjárfestingar í Úkraínu
Þann 10. febrúar næstkomandi, frá kl. 8:30 - 10:30, mun Útflutningsráð haldamorgunverðarfund
á Grand Hótel í tilefni af komu viðskiptasendinefndar frá Úkraínu. Framsögumenn á fundinum
fjalla um viðskiptatækifæri og samstarfsmöguleika Íslendinga og Úkraínumanna. Fyrir
sendinefndinni fer aðalræðismaður Íslands í Úkraínu, Kostyantyn Malovanyy.
Fundurinn er öllum opinn en óskað er eftir að fundarmenn skrái sig ekki seinna en 8. febrúar hjá
Útflutningsráði, utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000.M
IX
A
•
fí
t
GUÐBJÖRG Matthíasdóttir,
kennari í Vestmannaeyjum, var
kjörin í aðalstjórn bankaráðs
Landsbanka Íslands á laugardag.
Kemur hún í stað Einars Bene-
diktssonar forstjóra sem dró sig
úr stjórninni og fór í varastjórn.
Guðbjörg og fjölskylda hennar
eiga stóran hlut í Tryggingamið-
stöðinni, en TM á um fimm pró-
senta hlut í Landsbankanum.
Aðrar breytingar urðu ekki á
aðalstjórninni, en í varastjórn
komu nýir inn auk Einars, þau
Gunnar Felixson framkvæmda-
stjóri og Helga Jónsdóttir banka-
fulltrúi. Komu þau í stað Sindra
Sindrasonar og Þórs Kristjánsson-
ar.
Heimild til að auka hlutafé
Aðalfundurinn samþykkti nokkr-
ar tillögur á aðalfundinum. Meðal
annars tillögu um að hækka heim-
ild bankaráðs til að auka hlutafé
úr allt að fjögur hundruð millj-
ónum kr. að nafnverði í tvo millj-
arða kr. að nafnverði.
Á aðalfundi bankans fyrir ári
var heimild bankaráðs til að auka
hlutafé hækkuð upp í einn milljarð
að nafnverði, en sex hundruð millj-
ónir hafa verið notaðar af heimild-
inni síðan þá. Eftir standa um
fjögur hundruð milljónir.
Í greinargerð, sem fylgdi tillög-
unni á föstudag, segir að bankaráð
Landsbankans telji rétt að Lands-
bankinn hafi möguleika á áfram-
haldandi vexti „hvort sem er með
vexti innri starfsemi eða með
kaupum á eignarhlutum í öðrum
fjármálafyrirtækjum á Íslandi eða
erlendis,“ segir í greinargerðinni.
„Nauðsynlegt er að bankaráð eigi
kost á að gefa út nýtt hlutafé til að
stuðla að slíkum vexti. Rétt er tal-
ið að auka svigrúm bankaráðs til
slíkra aðgerða frá því sem nú er.“
Arður greiddur út í mars
Aðalfundur bankans samþykkti
einnig að greiða um 1,6 milljarða
kr. í arð, af hagnaði bankans, á
síðasta ári. Verður þeim arði skipt
milli hluthafa í samræmi við hluta-
fjáreign þeirra. „Arðgreiðsla þessi
nemur um 12,75% af hagnaði og er
20% af nafnvirði hlutafjár félags-
ins,“ segir í tillögunni.
„Því sem eftir stendur af hagn-
aði ársins 11.089,4 milljónum kr.
skal ráðstafað til hækkunar á eigin
fé Landsbanka Íslands hf. Arð-
greiðslan skal framkvæmd með
vaxtalausri greiðslu hinn 9. mars
2005,“ segir í tillögunni, sem sam-
þykkt var á aðalfundi bankans á
laugardag.
Breytingar á bankaráði Landsbanka Íslands
Guðbjörg Matthíasdóttir í
stað Einars Benediktssonar
Morgunblaðið/Þorkell
Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, og Sig-
urjón Þ. Árnason bankastjóri takast í hendur á aðalfundi bankans á laug-
ardag. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri fylgist með.
● Hækkanir urðu á bandarískum
hlutabréfamörkuðum sl. föstudag og
hafa hlutabréf í Bandaríkjunum ekki
hækkað jafn mikið á einni viku frá því
á síðasta ári.
Hækkanirnar á föstudag koma
nokkuð á óvart þar sem þær fylgja í
kjölfar frétta af því að störfum hafi
fjölgað minna í síðasta mánuði en
ráð var fyrir gert. Sérfræðingar segja
það þó sennilega vega upp á móti
áhrifum þessara frétta að fjárfestar
telji að þær muni draga úr vaxta-
hækkunum bandaríska seðlabank-
ans.
Dow Jones iðnaðarvísitalan hækk-
aði um 123,03 stig eða 1,2% á
föstudag og var 10.716,13 stig við
lokun markaða. Standard & Poor’s
vísitalan hækkaði um 13,14 stig eða
1,1% og var 1.203,03 stig við lokun
og samsetta Nasdaq vísitalan hækk-
aði um 29,02 stig eða 1,4% og var
2.086,66 stig við lokun.
Óvæntar hækkanir
á bandarískum mörkuðum
líka á netinu: mbl.is
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
Umræðan