Morgunblaðið - 07.02.2005, Síða 7

Morgunblaðið - 07.02.2005, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 7 FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt úr gildi fjárnám sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði hjá konu sem skrifaði undir ábyrgð á láni hjá syni sínum, vegna þess að við gerð skulda- bréfsins gætti Íslandsbanki ekki að samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá árinu 2001. Skylt að meta greiðslugetu Samkvæmt samkomulaginu er skylt að meta greiðslugetu lántak- anda, og gera þeim sem gengst í ábyrgðir fyrir hann ljóst hver greiðslugeta hans er. Það var ekki gert í þessu tilfelli. Málið snerist um þriggja millj- óna króna lán sem konan skrifaði upp á fyrir son sinn. Hann stóð ekki í skilum og því féll ábyrgðin á móður hans. Að kröfu Íslands- banka gerði sýslumaðurinn fjár- nám en það reyndist árangurslaust þar sem móðir hans var eignalaus. Tekist var á um ýmis atriði í málinu en fyrrnefnt samkomulag réð úrslitum um að fjárnámsgerðin var felld úr gildi. Samkomulagið sem átt er við var gert árið 2001 milli Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, Sambands íslenskra sparisjóða, Neytendasamtakanna og við- skiptaráðherra. Í úrskurði héraðs- dóms segir að markmið samkomu- lagsins hafi verið að draga úr vægi ábyrgða sem einstaklingar gengj- ust í fyrir aðra, og að lánveitingar væru miðaðar við greiðslugetu greiðanda og eigin tryggingar hans. Þá bæri að tryggja að ábyrgðarmenn gerðu sér grein fyrir þeirri áhættu sem fælist í því að skrifa upp á lán. Ekki er hægt að gera undantekningar á þessu ef upphæðin er hærri en ein milljón króna. Úrskurðurinn ekki kærður Dómurinn taldi að bankinn hefði ekki staðið við samkomulagið og skipti þá ekki máli að konan hafði áður gengið í ábyrgð fyrir son sinn. Var fjárnámsgerðin því felld úr gildi. Frestur til að skjóta úrskurð- inum til Hæstaréttar rann út í síð- ustu viku, án þess að hann væri kærður þangað, samkvæmt upp- lýsingum frá Magnúsi Birni Brynj- ólfssyni hdl. sem var lögmaður konunnar. Jón Finnbjörnsson kvað upp dóminn. Ólafur Eiríksson hdl. flutti málið f.h. Íslandsbanka. Héraðsdómur felldi fjárnám sýslumanns úr gildi Samkomulag um greiðslu- mat lántakenda ekki virt ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4 ÍSLANDS MÁLNING STÆRSTA MÁLNINGARVERSLUN LANDSINS BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS Ný tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni Þolir yfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum Gæðastöðluð vara á góðu verði Ábyrgð tekin á öllum vörum M IX A • fí t • 2 0 0 -0 4 8 3 5 Í febrúar koma tveir af viðskiptafulltrúum VUR hingað til lands til funda með fyrirtækjum, þeir Benedikt Höskuldsson frá sendiráði Íslands í Tókýó og Pétur Yang Li frá sendiráði Íslands í Peking Tilgangur heimsóknanna er að hitta íslensk fyrirtæki sem óska liðveislu sendiráðanna. Fundirnir verða á skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35 og má bóka fundi hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is Viðskiptafulltrúarnir verða með viðtalstíma hjá Útflutningsráði sem hér segir: Benedikt Höskuldsson, viðskiptafulltrúi í sendiráðinu í Tókýó verður með viðtalstíma 9. og 10. febrúar frá kl. 9-17 báða dagana. Auk Japans er umdæmi sendiráðsins Austur-Tímor og Filippseyjar. Petur Yang Li, viðskiptafulltrúi í sendiráðinu í Peking verður með viðtalstíma 22. og 24. febrúar n.k. frá kl. 9-17 báða dagana. Auk Kína er umdæmi sendiráðsins Ástralía, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea og Víetnam. Viðskiptafulltrúar VUR í Tókýó og Peking frá sendiráðunum MIKLAR sviptingar hafa verið í veðri og snjóalögum fyrir vestan undanfarið en leysingarnar hafa eyðilagt brú sem liggur yfir ána upp á 7. teig á golfvellinum í Vest- urbotni ásamt því að fletta fjölum af brú sem liggur ofar yfir ána. Þetta kemur fram á vefnum pat- reksfjordur.is og þar er haft eftir Gústaf Gústafssyni, félagsmanni í Golfklúbbi Patreksfjarðar, að um töluverðan skaða sé að ræða fyrir klúbbinn. Brúin var með stöplana niðurgrafna og steypta fasta og töluverð vinna verður að smíða nýja. Gústaf sagði í samtali við fréttamann Tíðis: ,,Brúin hefur staðið í fjölda ára og þurft að þola ýmislegt í formi leysinga, en þegar snjórinn er svona þykkur hlýtur eitthvað að láta undan þegar áin ryður sig.“ Brúin var ekki það eina sem eyðilagðist þar sem ný raf- magnsgirðing litlu neðar skemmd- ist einnig. Ljóst sé því að áin hafi rutt sig ansi hressilega. Golfklúbbur Patreksfjarðar Tjón á golfvelli í leysingum Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.