Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
SELJENDUR FASTEIGNA ATHUGIÐ!
Er með fjöldan allan af kaupendum á skrá
sem eru tilbúnir að kaupa ykkar fasteign
með ríflegum afhendingartíma. T.d. vantar
okkur húsnæði á eftirtöldum stöðum:
Fossvogur, raðhús á einni hæð.
Fossvogur, einbýli á einni hæð.
Hvassaleiti, raðhús og sérhæð.
Mosfellsbær, raðhús/einbýli.
Smáíbúðahverfi, einbýli.
Garðabær, einbýli eða raðhús.
Kópavogur, Linda- og Salahverfi,
4ra herb. með bílskúr.
Grafarvogur, 3ja–4ra herb.
með sérinngangi.
Nánari upplýsing-
ar um kaup og
kjör veitir Hákon í
síma 570 4800
eða 898 9396.
Á Gimli vinnur hörku duglegt starfsfólk
með áratuga reynslu af fasteignaviðskiptum.
UMHVERFISVERNDAR-
SAMTÖK víða um heim fagna sigri.
Í dag verður Kyoto-bókunin að al-
þjóðalögum. Þar með
taka gildi alþjóðlegar
reglur um samdrátt í
útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda og um leið
verslun með losunar-
kvóta. Jafnframt er
viðurkennt að iðnríki
bera höfuðábyrgð á
þeim vanda sem uppi
er og þeim ber að að-
stoða þróunarríki við
nýtingu endurnýjan-
legra orkugjafa. Það er
mikilvægur sigur fyrir
fjölþjóðahyggju.
Andstaðan hefur
verið afar hörð af hálfu
olíu-, kola- og bílaiðn-
aðarins, einkum í
Bandaríkjunum. Póli-
tísk öfl studd af olíu- og
kolaiðnaði; talsmenn
takmarkalausrar nýt-
ingar á auðlindum jarð-
ar hafa barist gegn
hvers kyns hömlum á
brennslu jarðefnaelds-
neyta (olía, kol og gas)
sem veldur losun
gróðurhúsalofttegunda
(ghl).
Þessir hagsmunaaðilar eru löngu
rökþrota. Vísindasamfélagið er sam-
dóma; í gangi eru hraðar loftslags-
breytingar og áhrifin eru hvað mest
á norðurslóðum. Fátæk þróunarríki
standa berskjölduð þar eð þau hafa
hvorki fjármagn né tækniþekkingu
til að aðlagast þeim breytingum sem
í gangi eru. Stjórnvöld hér sem ann-
ars staðar hafa svo sannarlega
ástæðu til að herða róðurinn í bar-
áttunni fyrir verndun lofthjúps jarð-
ar. Ábyrgð íslenskra stjórnvalda
felst ekki síst í að
fylgja eftir og efla það
ferli sem hófst með
samþykkt Kyoto-
bókunarinnar árið
1997.
Afstaða Banda-
ríkjastjórnar
Stjórn Bush hefur
lýst því yfir að hún sé
ekki reiðubúin til
neinna samninga-
viðræðna um takmark-
anir á útstreymi ghl.
Ekki nú og heldur ekki
eftir 2012. Því er nauð-
synlegt að Evrópusam-
bandsríkin taki forystu
ásamt Japan, Rúss-
landi og helstu þróun-
arríkjunum um að
hefja samninga-
viðræður á þessu ári í
samræmi við Kyoto-
bókunina án væntinga
um þátttöku Banda-
ríkjanna á meðan Bush
er við völd. Það er eng-
an veginn góður kostur
en sá eini sem í boði er.
Svo vitnað sé til orða Winstons
Churchills af öðru tilefni, verður að
ætla að Bandaríkin muni breyta rétt
um leið og þau hafa kannað alla aðra
kosti til hlítar.
Fögnum sigri í dag!
Árni Finnsson fagnar KYOTO
Árni Finnsson
’Vísinda-samfélagið er
samdóma; í
gangi eru hrað-
ar loftslags-
breytingar og
áhrifin eru hvað
mest á norður-
slóðum. ‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Náttúruverndarsamtaka Íslands.
MUNURINN á framgöngu blaða-
mannsins Róberts Marshalls í Íraks-
málinu og forsætisráð-
herra og hans nóta er
sá, að Marshall missá
sig óvart í einu atriði,
en hinir ljúga vísvitandi
um alla málavöxtu. Og
svo nota þessir kónar
slys Marshalls til að
auglýsa að þannig séu
innréttaðir allir gagn-
rýnendur Íraks-
ófaranna.
En Marshall er auð-
vitað vikið úr starfi fyr-
ir vikið meðan hinir
velta sér í völdunum í
umboði Sjálfstæðisflokksins, enda
hans formaður á sama báti.
Ísland er enn talið í hópi lýðræð-
isríkja. En í engu ríki veraldar af því
tagi myndi forsætisráðherra sætt í
þeim stóli stundinni lengur og á hann
hefðu sannazt ósannindi og óheilindi á
borð við þau, sem sá íslenzki hefir
orðið sannur að í Íraksmálinu. Og
mála sannast er að íslenzk pólitík hef-
ir ekki lagzt lægra á lýðveldistím-
anum en með núverandi setu í stóli
forsætisráðherra.
Róbert Marshall, formaður Blaða-
mannafélags Íslands, ritaði grein í
Fréttablaðið sunnudaginn 6. febrúar
sl. og lagði þar til að reynt yrði að
rjúfa skörð í þann vegg
„tortryggni sem risið
hefur á milli blaða-
manna og forsætisráðu-
neytisins á undan-
förnum vikum“. Fitjaði
formaðurinn m.a. upp á
því að haldnir yrðu
vikulegir blaðamanna-
fundir með talsmönnum
forsætisráðuneytisins.
Fréttablaðið var ekki
fyrr komið út en aðstoð-
armaður forsætisráð-
herra, sem hann hefir á
láns- og leigukjörum frá
Morgunblaðinu, steðjaði með þá hug-
mynd í sjónvarp og kvað þetta hug-
mynd sannleikselskandi manna í
ráðuneytinu, sem þeir hefðu hingað
til ekki haft tíma til að sinna!
Þetta er svo sem nógu trúlegt, því
að allan tímann, sem hæst hefir staðið
í stönginni að undanförnu í Íraksmál-
inu, hefir forsætisráðherra haft sem
mest að vinna við að neita blaðamönn-
um um viðtöl. Svo segir málaliðinn að
þeir í ráðuneytinu hafi ætlað að snúa
snældunni á hinn veginn, en lent í
tímahraki vikum og mánuðum sam-
an!
Róbert Marshall ætlast sjálfsagt til
að á slíkum fundum yrði sannleik-
anum borið vitni. Með leyfi að spyrja:
Hvaða ástæður hefir hann til að ætla
það? Undanfarin ár hafa æðstu menn
íslenzkra stjórnvalda aldrei komið til
dyranna eins og þeir eru klæddir í
málum sem mestu skiptu. Íraksmálið
er það nýjasta. En hvað um sjávar-
útvegsmálin, þar sem lunginn úr
þjóðinni hefir verið táldreginn að
kalla yfir sig mesta óréttlæti í sögu
hennar?
Eða sala á eigum almennings,
einkavæðingin, sem með réttu er
einkavinavæðing? T.d. sala bankanna
– langt undir hálfvirði – þar sem
gamla helmingaskiptaregla auðvalds-
flokkanna tveggja gekk aftur svo um
munaði. Og hvað um margsvikin lof-
orð við aldraða og öryrkja?
Þannig mætti lengi áfram telja.
Á hinn bóginn þyrftu þeir í Blaða-
mannafélaginu að taka sér tak. Sann-
leikurinn er sá, að helftin af fjölmiðla-
fólki hefir gengið undir blekkingum
stjórnvalda. Undirritaður hefir ný-
lega rifjað upp þjónkun starfsmanna
ríkisfjölmiðlanna, en jafnframt tekið
fram að þeim sé vorkunn, þar sem
þeir vita hvað bíður þeirra ef þeir tala
eins og hugur þeirra væntanlega
stendur til – og skyldan raunar býður
þeim skv. siðareglum blaðamanna.
En böngunarsmiðir forsætisráðu-
neytisins munu halda áfram iðju sinni
að óbreyttri ráðstjórn.
Böngunarsmiðir
Sverrir Hermannsson fjallar
um brotthvarf Róberts
Marshalls ’En Marshall er auðvit-að vikið úr starfi fyrir
vikið meðan hinir velta
sér í völdunum í umboði
Sjálfstæðisflokksins,
enda hans formaður á
sama báti.‘
Sverrir Hermannsson
Höfundur er fv. form.
Frjálslynda flokksins.
Í DAG gengur Kyoto-bókunin í
gildi, bókunin sem skuldbindur flest
iðnríki veraldar til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda um 5,2% á
fyrsta skuldbinding-
artímabili bókunarinnar
2008–2012, miðað við
losunina eins og hún var
1990. Um tíma töldu
menn að ekkert yrði úr
bókuninni, þar sem
Bandaríkjamenn neit-
uðu að fullgilda hana.
Þar með virtist ljóst að
skilmálar bókunarinnar
yrðu ekki uppfylltir, en
skv. þeim verða þau ríki
sem fullgilda hana að
vera ábyrg fyrir a.m.k.
55% losunarinnar eins
og hún var viðmiðunarárið 1990. Þar
sem Bandaríkin losa um 35% allra
gróðurhúsalofttegunda þótti ólíklegt
að þetta mark næðist, sérstaklega í
ljósi þess að Ástralía ætlar heldur ekki
að fullgilda hana. En svo komu Rússar
bókuninni til bjargar og fullgiltu hana
fyrir 90 dögum. Þar með er ljóst að
stjórnvöld þeirra ríkja sem bókunin
skuldbindur þurfa að láta hendur
standa fram úr ermum, svo mark-
miðin náist.
Betur má ef duga skal
Mikið hefur verið rætt og ritað um
loftslagsmálin síðustu missirin, bæði
vegna nýrra skýrslna sem stöðugt líta
dagsins ljós og vegna fjölda ráðstefna
sem haldnar eru um þessar mundir.
Fyrstu dagana í febrúar var haldin
viðamikil vísindaráðstefna um lofts-
lagsmálin í Exeter í Bretlandi. Þar
reyndu menn að skilgreina hver þol-
mörk lofthjúpsins væru í raun og veru,
leitast var við að svara spurningunni:
Hversu mikil losun er of mikil losun?
Eða m.ö.o. hversu miklu getur loft-
hjúpurinn tekið við af CO2 til viðbótar
án þess að óafturkræf spjöll verði unn-
in á náttúrulegum vistkerfum og þar
með mannlegu samfélagi? Nú er það
svo að Evrópusambandið hefur þegar
gefið út viðmiðun sem segir að með-
alhiti jarðarinnar megi ekki fara yfir 2
gráður, frá því sem hann var fyrir iðn-
byltingu og þjóðir bandalagsins verði
að vinna samkvæmt því. Nú þegar
nemur hlýnunin 0,7 gráðum, svo ekki
má hún hækka mikið áður en óbæt-
anlegur skaði verður unninn á vist-
kerfum jarðarinnar.
Samkvæmt upplýsingum Samein-
uðu þjóðanna eru iðnríkin langt frá því
að ná settu marki, en þau eiga að vera
farin að sýna mælanlegan samdrátt í
losun gróðurhúsalofttegunda á þessu
ári. Ef marka má spár SÞ þá virðist
stefna í þveröfuga átt hjá þessum ríkj-
um, sem þó eru búin að taka á sig
mestar skuldbindingar skv. Kyoto-
bókuninni. Spárnar sýna allt upp í
10% losunaraukningu
hjá þessum ríkjum fyrir
2010, sem bendir til þess
að samdrátturinn sem
bókunin gerir ráð fyrir
upp á 5,2% sé úti í hafs-
auga. Einungis fjögur
Evrópusambandsríki
virðast vera nálægt því
að ná settu marki.
Hvað gera
íslensk stjórvöld?
Ekki virtust íslenskir
ráðherrar leggja neitt
sérlega mikið á sig við
að fá ráðherra Norðurskautsráðsins,
sem funduðu hér á landi í nóvember
sl., til að gefa yfirlýsingar um bindandi
aðgerðir. Yfirlýsing ráðherrafund-
arins var fremur litlaus og sagði lítið
umfram það að stuðlað yrði að áfram-
haldandi þróun og verndun umhverf-
isins á norðurskautssvæðinu. Þar með
glötuðu íslensk stjórnvöld tækifærinu,
sem þau höfðu í hendi sér með for-
mennsku sinni í ráðinu, til að leiða
norðurskautsríkin inn á braut beinna
aðgerða. Þetta var sorgleg niðurstaða,
þegar það er haft í huga að loftslags-
skýrslan, sem lá fyrir ráðinu, sýnir
fram á að hlýnun á norðurheimskauts-
svæðinu verði helmingi hraðari á
næstu árum en annars staðar í heim-
inum og þar með er ógnin sem lífrík-
inu hér stafar af hlýnuninni alvarlegri
en í öðrum heimshlutum.
Ítrekað hefur umhverfisráðherra í
umræðum á Alþingi afhjúpað aðgerð-
arleysi ríkisstjórnarinnar í þessum
efnum með því að hún hefur ekki get-
að nefnt neitt sem stendur til að gera
til að draga úr losun. Það eina sem
hún tiltekur af beinum aðgerðum eru
lækkuð vörugjöld af hluta þeirra bif-
reiða sem nýta aðra orkugjafa en
hefðbundið bensín og upptaka olíu-
gjalds í stað þungaskatts á dísilbíla.
Svo klifar hún á því að hún bindi vonir
við nýja tækni, sem komi til með að
draga úr þörfinni fyrir jarðefnaelds-
neyti. Þetta þætti nú ekki merkileg
umhverfispólitík í nágrannalöndum
okkar.
Iðnaðarráðherra hefur líka verið
spurð um aðgerðir, en þar ber allt að
sama brunni. Ekki er áformað að þróa
markað með losunarheimildir innan-
lands og þar af leiðandi eru ekki uppi
áform um að taka þátt í sveigjanleika-
ákvæðum Kyoto-bókunarinnar, sem
standa þeim einum til boða sem þróa
slíkan markað. Það er ekki einu sinni
fyrirhugað að byggja vindrafstöð í
Grímsey, til að losa Grímseyinga und-
an því að þurfa að framleiða raforku
með olíu.
Stefna stjórnvalda í loftslagsmál-
unum kemur trúlega best fram í svari
forsætisráðherra við spurningu minni
um það hvað íslensk stjórnvöld hygg-
ist gera á næsta skuldbindingar-
tímabili loftslagssamningsins, þ.e. eft-
ir 2012, hvort þau ætli að sækja um
frekari undanþáguheimildir fyrir
áframhaldandi stóriðjuuppbyggingu.
Og hann svaraði: „Að sjálfsögðu.“
Svona eru nú áherslur íslenskra
stjórnvalda á sama tíma og nið-
urstöður vísindamanna benda til að
draga verði úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda frá iðnríkum um 75–80%
fyrir miðja þessa öld til að takast megi
að forða hættulegum loftslagsbreyt-
ingum.
Kyoto-bókunin
og íslensk stjórnvöld
Kolbrún Halldórsdóttir fjallar
um Kyoto-bókunina og gildis-
töku hennar ’Ekki virtust íslenskirráðherrar leggja neitt á
sig við til að fá ráðherra
Norðurskautsráðsins,
til að gefa yfirlýsingar
um aðgerðir. ‘
Kolbrún Halldórsdóttir
Höfundur er þingmaður
Vinstri-grænna.
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein
af þeim sem heyrði ekki bankið þeg-
ar vágesturinn kom í heimsókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystu-
mennirnir eru undantekningarlítið
menntamenn og af góðu fólki komn-
ir eins og allir þeir, sem gerast
fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleið-
ingar þessarar auglýsingar gætu
því komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mannkynið
þarf fremur á leiðsögn að halda í
þeirri list að þola góða daga en á
helvítisprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöldinni.“
Jakob Björnsson: „Það á að fella
niður með öllu aðkomu forsetans að
löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að
án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku
umræðu í þjóðfélaginu sem varð
kringum undirskriftasöfnun Um-
hverfisvina hefði Eyjabökkum verið
sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum
við að áherslan sé á „gömlu og
góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða vilj-
um við að námið reyni á og þjálfi
sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða
hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet
alla sjómenn og útgerðarmenn til að
lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina
og kjarasamningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar