Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Hafðu samband við okkur og fáðu nánari upplýsingar um þetta skemmtilega starf á www.friendtex.is eða hafðu samband við Ragnar eða Margréti i síma 568-2870 Viltu gerast söluaðili? Óskum eftir að ráða sölufólk til að selja Friendtex fatnað á heimakynningum Við gerum fatainnkaupin miklu skemmtilegri Langar þig að nota frítíma þinn til selja fallegan fatnað og afla þér tekna á skemmtilegan hátt? Þá skaltu gerast söluaðili hjá Friendtex. Við leitum eftir duglegum og glaðlegum einstaklingum. Matreiðslumaður Dagvinna Framsækið matvælafyrirtæki óskar eftir mat- reiðslumanni sem fyrst. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „Matreiðslumaður — 16664.“ R A Ð A U G L Ý S I N G A R Styrkir Orkusjóður Auglýsing um styrkveitingar 2005 Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði: „Að veita styrki eða áhættulán til hönnun- ar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda.“ „Að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi.“ „Að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefna- eldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni.“ Á árinu 2005 styrkir Orkusjóður verkefni á eftir- töldum sviðum í þeim mæli sem fjármunir hans hrökkva til: a. Verkefni sem leiði til hagkvæmrar orkunotkunar. Sérstök áhersla er lögð á: 1. Að stuðla að hagkvæmri orkunýtingu og orkusparnaði. 2. Að afla þekkingar á þessum sviðum og miðla henni. 3. Að hvetja til rannsókna- og þróunarstarfs er að þessu miðar. b. Verkefni sem leiði til minni notkunar jarðefnaeldsneytis. Sérstök áhersla er lögð á: 1. Þekkingaröflun og samstarf. 2. Nýjar leiðir til orkuöflunar/orkuframleiðslu. Umsóknarfrestur er til 4. mars 2005. Umsóknum skal skila til Orkusjóðs, Borgum við Norðurslóð, pósthólf 102, 602 Akureyri. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins og á os.is. Frekari upplýsingar eru veittar í sím- um 563 6083 og 894 4280, netfang jbj@os.is. Orkuráð. Tilkynningar Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðis 1993-2013 Klettahlíð 11 Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðis 1993-2013. Í tillögunni felst að svæði ofan við Klettahlíð og vestan við Breiðumörk, sem skil- greint er sem íbúðarsvæði breytist í blandaða landnotkun stofnana- og athafnasvæðis. Á svæðinu er fyrirhugað að reisa þvottahús fyrir Dvalarheimilið Ás í Hveragerði með aðkomu frá Klettahlíð. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrif- stofunum í Sunnumörk 2, frá og með fimmtu- deginum 17. febrúar 2005 til fimmtudagsins 17. mars 2005. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út fimmtu- daginn 31. mars 2005. Skila skal skriflegum athugasemdum á bæjarskrifstofur Hveragerð- isbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar. Mosfellsbær Deiliskipulag á reiðleið frá Vestur- landsvegi við Varmá að reiðleið í landi Reykja- hvols í Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 2. febrúar sl. var samþykkt tillaga að deiliskipulagi reið- leiðar frá Vesturlandsvegi við Varmá að reiðleið í landi Reykjahvols í Mosfellsbæ. Skipulagstillagan tekur til aðalreiðleiðar sem liggur frá Vesturlandsvegi við Varmá um Völuteig og þverar Hafravatnsveg, liggur svo um land Teigs, Sólvalla og Reykjahvols að reiðleið vestan Reykja- borgar. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Grænu- mýri og Hamratún í Mos- fellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 2. febrúar 2005 var samþykkt til kynningar tillaga að deili- skipulagi íbúðarsvæðis við Grænumýri og Hamratún í Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið afmarkast af byggð við Hlíðartún og Hamratún til vesturs, Aðal- túni til norðurs, Flugumýri til austurs og at- hafnalóðum við Grænumýri til suðurs. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði heimilt að byggja alls 57 íbúðir, þar af 24 íbúðir í einnar til tveggja hæða raðhúsum og 33 íbúðir í þriggja til fjögurra hæða fjölbýlis- húsum. Aðkoma verður að sjö raðhúsum frá Hamratúni en að öðru leyti verður að- koma um Grænumýri og nýja götu út frá Flugumýri. Tillögurnar verða til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 16. febrúar til 17. mars nk. Jafnframt verður hægt að skoða tillögunar á heima- síðu Mosfellsbæjar: www.mos.is undir: Framkvæmdir, deiliskipulag. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 31. mars nk. Þeir, sem ekki gera at- hugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi lóða nr. 1-8 við Stórholt og 1-6 við Háholt á Þórshöfn, Þórshafnarhreppi. Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 og samþykktar hreppsnefndar Þórshafnarhrepps 2. febrúar 2005 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi lóða nr. 1-8 við Stórholt og 1-6 við Háholt á Þórshöfn, Þórshafnarhreppi. Lóðirnar sem um ræðir eru á „athafnasvæði“, samkvæmt aðalskipulagi, rúmlega 3 ha að stærð og afmarkast af Langanesvegi í vestri og Langholti í suðri. Skipulagstillagan, ásamt greinargerð, verður til sýnis á skrifstofu Þórshafnarhrepps á Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn frá og með miðviku- deginum 16. febrúar 2005 til miðvikudagsins 16. mars 2005. Þeir, sem hafa athugasemdir fram að færa við framangreinda skipulagstillögu, skulu skila þeim skriflega til skrifstofu Þórshafnarhrepps á Fjarðarvegi 3, Þórshöfn, eigi síðar en 30. mars 2005. Hægt verður að nálgast tillöguna á heimasíðu Þórshafnarhrepps — http://www.thorshofn.is — frá og með 16. febrúar 2005. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við skipulagstillöguna innan framangreinds frests, skoðast samþykkur henni. Þórshöfn, 16. febrúar 2005. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Þórshafnarhrepps, Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn. Félagslíf  HELGAFELL 6005021619 VI Erindi  GLITNIR 6005021619 II I.O.O.F.181852168Gk.Kk. I.O.O.F. 9  18502168½  II I.O.O.F. 7  1852167½  SK Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.