Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 haugur, 4 inn-
afbrots, 7 missa marks, 8
vagga, 9 fljót að læra, 11
mjög, 13 röska, 14 lýkur,
15 ástand, 17 gáleysi, 20
ránfugl, 22 tölum, 23 fróð,
24 bunustokkur, 25 bik.
Lóðrétt | 1 hlykkur, 2
skilja eftir, 3 straumkast-
ið, 4 ytra snið, 5 lest-
aropið, 6 valda
tjóni, 10 flanaðir, 12 rán-
dýr, 13 afgirt hólf, 15
dimmir, 16 dauðyflið, 18
næða, 19 áma, 20 brauka,
21 slæmt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 ósnjallur, 8 skatt, 9 gengi, 10 agn, 11 aftur, 13
torga, 15 katta,
18 ámæli, 21 nöf, 22 ærleg, 23 aftra, 24 rifrildið.
Lóðrétt | 2 slakt, 3 Jótar, 4 lygnt, 5 Unnur, 6 assa, 7 eira,
12 urt, 14 orm, 15 klær, 16 taldi, 17 angar, 18 áfall, 19
æstri, 20 iðan.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn mun finna sig knúinn til þess
af og til á næstunni að vera einn með
hugsunum sínum og vill þá alls ekki láta
trufla sig. Notaðu tímann og líttu yfir
farinn veg.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið þarf hugsanlega að mæta örlög-
um sínum í dag, eftir einrænt háttalag
sitt að undanförnu. Einhver gæti tekið
upp á því að segja þér til syndanna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefur notið þess að víkka sjón-
deildarhringinn að undanförnu. Hvers
vegna að láta staðar numið? Hugsaðu
um leiðir til þess að auka verðmæti þitt í
vinnunni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Notaðu komandi vikur til þess að hressa
upp á heilastarfsemina. Þú ert mun
spurulli en þú átt að þér og vilt rannsaka
hlutina upp á eigin spýtur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljóninu gæti brugðið í brún ef geðríkið
léti á sér kræla í dag eftir rólyndi síðustu
daga. Einhver er einum of yfirgangs-
samur og útkoman því fyrirsjáanleg.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er ekki nóg að elska einhvern í tætl-
ur. Ef þú getur ekki tjáð hug þinn er
sambandið dæmt til þess að eiga í erf-
iðleikum. Bættu tjáskiptafærni þína á
næstunni.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Lífið hefur leikið við þig að undanförnu,
ekki vera hissa þótt snurður hlaupi á
þráðinn á næstunni. Einhver er að reyna
að segja þér fyrir verkum og rifrildi
vegna einhverrar uppákomu er líklegt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu lítið á þér kræla í dag. Einhver
geðillskupúkinn gæti ætlað að láta reiði
sína bitna á þér. Geðslag þitt er lítið
betra, stilltu þig um að svara í sömu
mynt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hugur þinn er dálítið í fortíðinni núna og
líklegt að þrá eftir liðinni tíð grípi þig
annað veifið á næstunni. Lestu gömul
ástarbréf og flettu í dagbókum ef það á
við.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin verður í miklu spjallstuði á
næstu vikum og lætur sér vel líka að
hlusta á bergmál eigin raddar. Það er í
lagi en ekki fara gersamlega yfir strikið.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Byrjaðu að velta því fyrir þér af alvöru
hvað er þér mikilvægt í lífinu. Notarðu
tímann til þess að gera það sem skiptir
þig máli, eða er eitthvað annað á döfinni?
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn hugar meira að sínum per-
sónulegu málum en ella á næstu vikum.
Hann verður raunar í dálitlum vandræð-
um með að slíta sig frá eigin hugarheimi.
Stjörnuspá
Frances Drake
Vatnsberi
Afmælisbarn dagsins:
Hugmyndaflug þitt er einstakt og margir
frægir listamenn, tónlistarmenn og dans-
arar tengjast tölunni 16. Áhersla er á
ferðalög, einkum sjóleiðina en varað er
sérstaklega við hættum af völdum hrað-
skreiðra farartækja og skot- og eggvopna.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Myndlist
Árbæjarsafn | Í hlutanna Eðli – Stefnumót
lista og minja.
Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir sýnir vídeóverk.
Gallerí I8 | Finnur Arnar – myndverk.
Gallerí Sævars Karls | Sigurður Örlygsson
–Ættarmót fyrir hálfri öld.
Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós-
myndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd.
Sigríður Salvarsdóttir í Vigur – listaverk úr
mannshári.
Hafnarborg | Bjarni Sigurbjörnsson og Har-
aldur Karlsson – Skíramyrkur. Helgi Hjaltal-
ín Eyjólfsson er myndhöggvari febr-
úarmánaðar í Hafnarborg.
Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu-
málverk í forkirkju.
Kaffi Sólon | Óli G. – óhlutlæg verk.
Listaháskóli Íslands | Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir – „Netscape Oracles“ – Remedy
for Starsickness. Pétur Már Gunnarsson –
„Hvað er í gangi?“ í Kubbnum.
Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930–
1945 og Rúrí – Archive–endangered waters.
Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn-
laugsdóttir – mátturinn og dýrðin, að eilífu.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið – yfirlitssýning.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórð-
ur Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar.
Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit
mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian
Griffin – Áhrifavaldar.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í Vest-
ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu-
verkefni í miðrými. Kjarval – Yfirlitssýning.
Nýlistasafnið | Jean B. Koeman – Socles
de Monde. Samsýningin Tvívíddvídd. Grams
– Sýning á vídeóverkum úr eigu safnsins.
Safn | Stephan Stephensen – AirCondition.
Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd
tónverkinu Virðulegu forsetar.
Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir –
Samspil steina, ljóss og skugga.
Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er
myndlistarmaður mánaðarins.
Listasýning
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir.
Bækur
Amtbókasafnið – Akureyri | Steinunn Jó-
hannesdóttir mun fjalla um aðferð og að-
föng við ritun Reisubókar Guðríðar Sím-
onardóttur kl. 17.15–18.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Ís-
lendinga. Handritin. Þjóðminjasafnið –
Svona var það. Heimastjórnin 1904. Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi (1895–1964) er
skáld mánaðarins.
Þjóðminjasafn Íslands | Þjóð verður til–
menning og samfélag í 1200 ár. Ómur –
Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós-
myndasýningarnar Hér stóð bær og Átján
vóru synir mínir í álfheimum. Opið frá kl. 11–
17.
Fréttir
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
Ráðhúsið á Selfossi frá kl. 10–17.
Maður lifandi | Hláturæfing Hlát-
urkætiklúbbsins verður haldin kl. 17.30. Síð-
an taka þátttakendur lagið saman. Ásta
Valdimarsdóttir stjórnar æfingunni. Að-
gangseyrir er 300 kr. en frítt fyrir börn.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar–
og fataúthlutun kl. 14–17 að Sólvallagötu
48. Svarað í síma 551 4349 þri.–fim kl. 11–
16. Tekið við vörum og gjöfum þri. og mið.
kl. 11–16. netfang. mnefnd@mi.is.
Fundir
Geðhjálp | Fundir fyrir félagsfælna hjá Geð-
hjálp, Túngötu 7, öll miðvikudagskvöld í vet-
ur kl 20.
ITC–Fífa | ITC Fífa heldur fund kl. 20.15, í
sal Safnaðarheimilis Hjallakirkju að Álfa-
heiði 17, Kópavogi. Fræðsla fyrir ræðu-
keppni. Uppl. www.simnet.is/itc itcfifa@isl-
.is og Guðrún í síma 698 0144.
ITC Korpa | ITC Korpa, Mosfellsbæ heldur
fund í Safnaðarheimili Lágafellssóknar kl.
20 í kvöld. Á dagskrá eru félagsmál, þjálf-
unardagskrá, íslenskt mál, leidd slökun og
fleira. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur
Una í síma 566 7169.
Kattavinafélag Íslands | Aðalfundur Katta-
vinafélags Íslands verður haldinn fimmtu-
daginn 24. febrúar kl. 18, í húsi félagsins í
Stangarhyl 2 Reykjavík. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf.
Samtök lungnasjúklinga | Samtök lungna-
sjúklinga halda fræðslufund á morgun kl.
20 að Síðumúla 6, gengið inn baka til. Arna
Guðmundsdóttir, sérfræðingur í lyflækn-
ingum, mun halda fyrirlestur um steralyf.
Félagar SLS eru hvattir til að koma. Að-
standendur eru velkomnir.
Umhyggja, félag til stuðnings langveikum
börnum | Aðalfundur Umhyggju verður
haldinn 21. febrúar kl. 20, í húsnæði félags-
ins að Háaleitisbraut 13, á 4. hæð. Að lokn-
um aðalfundarstörfum verður erindi um
fjölskylduráðgjöf.
Fyrirlestrar
Verkfræðideild HÍ | Hlynur Kristinsson flyt-
ur fyrirlestur um meistaraprófsverkefnið:
Hönnun pípuleiðar með aðstoð fjarlægð-
arvarpana, kl. 16 í stofu 261 í VR–II, Háskóla
Íslands. Ritgerðin fjallar um aðferð sem
sett hefur verið fram til að besta leiðarval í
landslagi sem er með skorður og takmark-
anir.
Háskólinn á Akureyri | Félagsvísindatorg
kl. 16.30. Sigurður Gylfi Magnúss. sagn-
fræðingur ræðir um þýðingu minninga fyrir
sagnfræðinga. Sérstaklega er fjallað um
mikilvægi þeirra fyrir smærri samfélög og
hvaða veruleika minningarnar endurspegli.
Rætt verður um tengsl einstaklinganna við
hið sameiginlega og söguleg minni.
Jóga hjá Guðjóni Bergmann | Guðjón
Bergmann heldur ókeypis fyrirlestur í jóga-
stöð sinni Ármúla 38, 3. hæð, kl. 21.15. „Hin
heilaga þrenning. Vangaveltur um hina heil-
ögu þrenningu eins og hún birtist okkur í
mörgum ólíkum myndum.“ www.gberg-
mann.is.
Miðstöð Sameinuðu þjóðanna | „Kosovo á
krossgötum“ er yfirskrift fyrirlestrar sem
fram fer í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, á
morgun kl. 17–18. Jón Guðni Kristjánsson,
sagnfræðingur og fréttamaður hjá frétta-
stofu Útvarpsins, rekur sögu Kosovo í ljósi
núverandi stöðu þar.
Náttúrufræðistofnun Íslands | Sveinn P.
Jakobsson, jarðfræðingur á NÍ, flytur erind-
ið: Íslensku eldstöðvakerfin í nýju ljósi; kl.
12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi.
Hrafnaþing eru öllum opin, nánari upplýs-
ingar á www.ni.is.
Málstofur
Café Victor | SUS stendur að fundi um rétt
samkynhneigðra til að frumættleiða börn
og gangast undir tæknifrjóvganir. Fund-
urinn verður á Kaffi Viktor, fimmtudaginn
17. febrúar kl. 20. Framsögumenn verða
Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur hjá
Barnaverndarstofu, og Þóra B. Smith,
stjórnarmaður í Samtökunum 78.
Kennaraháskóli Íslands | Robert Berman,
dósent við háskólann í Alberta, ræðir um
áhrif sjónvarps og kvikmynda á ritun og les-
skilning nemenda í ensku, kl. 16.15. Fjallað
er um rannsóknir sem gerðar hafa verið á
Íslandi og í Kanada. Einnig fjallar Berman
um leiðir til að nota sjónvarp og kvikmyndir
í tungumálakennslu.
Námskeið
Gigtarfélag Íslands | Námskeið fyrir fólk
með hrygggigt hefst í kvöld. Fagfólk fjallar
um greiningu sjúkdómsins, einkenni, með-
ferð, þjálfun, aðlögun að daglegu lífi og til-
finningalega og félagslega þætti. Skráning í
síma 530 3600.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og
stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Veitingastaðurinn Café Rósenberg hefur
undanfarið unnið sér sess sem einn helsti
vettvangur lifandi tónlistar í Reykjavík. Þar
er áherslan lögð á grasrótartónlist, svo
sem þjóðlagatónlist, djass, blús, kántrí og
ýmsar óháðar stefnur.
Á miðvikudagskvöldum er stefna hjá
staðarhöldurum að hafa frekar opið and-
rúmsloft og bjóða upp á opnar æfingar frek-
ar en tónleika. Þannig virka miðvikudags-
kvöldin að sögn staðarhaldara frekar eins
og opin vinnustofa en tónleikahús. Í kvöld
mun djass- og fönkhljómsveitin UHU
kveðja sér hljóðs og æfa fyrir opnum dyrum
á Café Rosenberg og eru allir velkomnir að
hlýða á spuna og leik þeirra UHU-manna,
sem hafa allir numið hljóðfæraleik og fleiri
fræði við tónlistarskóla FÍH. Sveitin mun
að öllum líkindum hefja æfinguna kl. 22 í
kvöld og er að sjálfsögðu ókeypis inn.
Morgunblaðið/Golli
Opin æfing á Café Rosenberg
70 ÁRA afmæli. Í dag, miðviku-daginn 16. febrúar, er sjötugur
Albert Ágúst Halldórsson, Skíðbakka
1. Eiginkona hans er Sigríður Oddný
Erlendsdóttir. Þau eru stödd á Kan-
aríeyjum.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
60 ÁRA afmæli. Í dag, 16. febrúar,er sextugur Matthías F. Óla-
son, Hamarlandi, Reykhólasveit. Af
því tilefni tekur hann og fjölskylda
hans á móti ættingjum og vinum í
Reykhólaskóla laugardaginn 19. febr-
úar eftir kl. 20.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni