Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF BORIST hefur eftirfarandi athuga- semd frá Félagi íslenskra stór- kaupmanna (FÍS), vegna ummæla Geirs H. Haarde fjármálaráðherra frá því 11. febrúar, um áfengisverð: „Vegna ummæla Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra frá því 11. febrúar síðastliðinn þar sem hann hvetur áfengisheildsala til „að standa sig betur“ og lækka álagn- ingu á áfengi, telur FÍS sig knúið til að koma eftirfarandi á framfæri: Það er ekkert launungarmál að áfengisverð á Íslandi er það hæsta sem þekkist í heiminum – lang- hæsta. Hið háa áfengisverð er hins vegar ekki tilkomið vegna hárrar álagningar áfengisheildsalanna heldur fyrst og fremst vegna of- urskattlagningar áfengis hér á landi. Til nánari útskýringar skulu hér tekin tvö dæmi um áfengistegundir sem er að finna á vörulista ÁTVR þar sem fram kemur hlutfall ríkis- sjóðs af verði áfengis. Dæmi 1 – Sterkt áfengi Verð 2990 kr. Vsk 588 kr. Áfengisgjald 1982 kr. Heildarskattur 2570 kr. Heildarskattur 86% Dæmi 2 – Rauðvín Verð 990 kr. Vsk 195 kr. Áfengisgjald 465 kr. Heildarskattur 660 kr. Heildarskattur 67% Af ofangreindu ætti að vera deg- inum ljósara að það eru ekki áfeng- isheildsalar sem stýra verðmyndun áfengis hér á landi heldur þvert á móti fjármálaráðuneytið. Þess ber jafnframt að minnast að þrátt fyrir að nágrannalönd okkar séu ann- aðhvort búin eða í þann veginn að lækka áfengisgjöld – hækka þau enn á Íslandi. Í desember 2002 hækkuðu skattar á sterkt áfengi um 15% og í nóvember 2004 hækk- uðu þeir enn um 7%. Á sama tíma og Geir H. Haarde hvetur áfengisinnflytjendur til að gera betur þá hvetja hinir síðar- nefndu háttvirtan fjármálaráðherra til að lækka skatta á áfengi veru- lega. Ávinningurinn yrði ekki síst ríkisins þar sem umfang heima- bruggs og smygls myndi dragast saman og fyrir vikið krónum fjölga í kassa ríkisins. Að lokum skal þess getið að fæstir áfengisheildsalanna kaupa nú orðið inn í dollurum, því vega gengisbreytingar dollars lítið í verðmyndun áfengis hér á landi. Verðmyndunin stjórnast sem fyrr segir af hárri skattlagningu áfeng- is.“ Athugasemd frá Félagi íslenskra stórkaupmanna JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group og stjórnarformaður Haga gerir eftirfarandi athugasemd- ir við Reykjavíkurbréf Morgunblaðs- ins sl. sunnudag: „Það er grundvallarmunur á skil- greiningu matvörumarkaðarins í Bretlandi og á Íslandi. Í Bretlandi er þægindavöruverslana/smáverslana markaður skilgreindur sem sér- markaður. Það er ekki gert hér á Ís- landi, því markaðshlutdeild 10–11- verslananna er talin sem hluti af markaðshlutdeild Haga á matvöru- markaði. En markaðshlutdeild Tesco Metro og Tesco Express er ekki talin sem hluti af markaðshlutdeild Tesco á stórmarkaði. Markaðurinn á Ís- landi er talinn saman í heild en ekki í Bretlandi. Tesco segist vera með 28% hlutdeild í stórmörkuðum en að- eins 7% í smáverslunum. Þar með hefur Tesco verið leyft að kaupa smærri verslanakeðjur. Ljóst er að Hagar fengju ekki að kaupa 11–11- keðjuna samkvæmt íslenskum sam- keppnislögum eins og þau eru í dag. Ef við færum eftir þeim bresku þá fengju Hagar að kaupa keðjuna þar sem 10–11 er ekki markaðsráðandi í smærri verslunum. Niðurstaðan er því sú að markaður er skilgreindur sem tvískiptur í Bretlandi en ekki á Íslandi. Þess vegna er það rangt hjá Morgunblaðinu að það séu tvö sjón- armið í gangi hjá Baugi. Matvörumarkaðurinn á Íslandi er að mörgu leyti svipaður mörkuðum á Norðurlöndum. Það eru 3–4 keðjur sem skipta með sér 90% af markaðn- um. Eftir því sem markaðir eru minni því færri aðilar skipta þeim með sér. Þannig er lögmál markaðarins. Sama má t.d. segja um dagblaðaútgáfu. Það er rangt hjá Morgunblaðinu að það hafi verið mistök að sam- þykkja samruna 10–11 við Haga. Það var einfaldlega farið að lögum. Ég fullyrði að vöruverð væri ekki jafn- lágt í dag á Íslandi og það er, hefði það ekki gerst. Lesa má úr orðum Morgunblaðs- ins að verið sé að hvetja viðskiptaráð- herra til að skipta upp fyrirtækjum. Ég vil benda Morgunblaðinu á að eina skýringin á því að markaðshlut- deild Haga hefur vaxið á Íslandi sl. 4 ár, eru Bónusverslanirnar. Til dæmis heyrast ekki lengur kvartanir á landsbyggðinni um hátt vöruverð, eftir að Bónus opnaði verslanir á helstu þéttbýlisstöðum úti á landi. Bónus hefur vaxið og dafnað og á stóran hóp ánægðra viðskiptavina. Er Morgunblaðið að hvetja til þess að Bónus verði skipt upp eða loka beri verslunum Bónuss til að minnka markaðshlutdeild okkar? Skilaboð okkar til fyrirtækja í okk- ar eigu eru einföld: Ekki kvarta yfir samkeppni. Hafið gaman af sam- keppni og gerið betur. Morgunblaðið vitnar ítrekað í að Bill Grimsey kvarti yfir samkeppni við Tesco. Þessi sjónarmið eru hans og eru sett fram áður en félagið kom undir stjórn Baugs. Eina samkeppn- in sem vert er að vekja athygli á að er ekki sanngjörn er þegar hún kemur frá ríkinu. Það er fráleitt að ríkið standi í samkeppnisrekstri árið 2005. Baugur Group kemur víða að í at- vinnurekstri á Íslandi og er óhætt að fullyrða að hvergi á íslenskum neyt- endamarkaði er eins hart barist og í matvöruverslun. Síðan við hófum afskipti af rekstri matvöruverslana á Íslandi hefur hlutfall matvöru lækkað úr 21% í 16% sé horft til ráðstöfunartekna hjá vísitölufjölskyldunni. Það er árangur sem við erum stolt af.“ Grundvallarmunur á skilgreiningu TANKAR nýrrar stöðvar Atlants- olíu á Sprengisandi í Reykjavík hafa nú verið fylltir af eldsneyti og er nú unnið að því að samhæfa tölvubúnað stöðvarinnar og því ekki nema fáir dagar í að hægt verði að opna hana ef ekkert óvænt kemur upp á. Að sögn Huga Hreiðarssonar, markaðsstjóra Atlantsolíu, er allt annað klárt fyrir opnun. Hann segir framkvæmdir hafa gengið mjög vel, fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 17. nóvember og því sé verið að ljúka framkvæmdum á um 85 dögum. „Það hefur allt gengið sam- kvæmt áætlun og hlýindakaflinn um miðjan janúar var sem lottó- vinningur fyrir okkur. Þá gátum við steypt og malbikað en malbik- uninni hefði þurft að fresta til vors- ins ef þessi hlýindavika hefði ekki komið. Við erum mjög ánægðir með hvað þetta hefur gengið vel,“ segir Hugi. Hann segir fjóra bíla geta tekið bensín í einu á stöðinni á Sprengi- sandi en hún sé búin fullkomnasta búnaði sem völ sé á. „Þetta er fyrsta stöðin okkar í Reykjavík og þar með eru borgarmúrarnir að rofna í samkeppnislegu tilliti. Við væntum þess að nokkrar þúsundir Reykvíkinga verði fastagestir á stöðinni, við væntum þeirra stuðn- ings við að halda uppi samkeppn- inni. Ég minni á að ef við værum ekki á markaðinum væri dísilolían sex krónum dýrari.“ Morgunblaðið/Þorkell Ný bensínstöð Atlantsolíu að rísa í Reykjavík Stutt í opnun á Sprengisandi                         !  "# $  %#%!   & %"' (" ) (" )#" *"' (" & %"' +!% +!' ! %# ,#    -./! -.  !  "#($ 0        . & %"' 1 "' 1. " 1 2  $ 34 / " 5 6("  *7 8" 4 "" 9:/! -& -% ;%# -%"' -%.   / 2  /$ <2## "#.   " = "" %  " 3.4 .. 5-8(!#     !"  (  !%' >2  *"' 7. & %"' <8 8 ! #$ %& ?@>A -7    $!                5   5 5  5 5 5 5 5 5 5 5 5  5 5 !2 "#  2   $! 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 B CD 5 B  CD B CD B CD B 5 CD B CD B CD B CD B CD 5 B CD 5 B CD 5 5 B 5CD 5 5 5 5 5 B CD 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 1! %'    '# " < %( 7 % '# E ) -% $ $  $  $ $ $  $  $  $ $  $  5  $ $  $ 5 5 $ 5 5  5 5 5 5 5 5 5 5 5                                                                  =    7 FG $ $ <1$ H /#"%  %'        5   5 5  5 5  5 5 5 5 5 5 5 5 5 <1$5 I  .  ./%'"' % /% $ <1$5 -2%'  %  %!## . 2  %( /!   " $ BILL Grimsey, sem verið hefur for- stjóri Big Food Group undanfarin fjögur ár, eða síðan í ársbyrjun 2001, hefur ákveðið að taka ekki við starfi forstjóra Booker, eins og ákveðið hafði verið að hann myndi gera. Hann mun þó starfa hjá fyrirtækinu til næstu mánaðamóta og aðstoða starf- andi stjórnarformann, Hans Kristian Hustad, við að komast inn í málefni Booker. Grimsey fullyrðir að hann hafi tek- ið þessa ákvörðun í sátt og samlyndi við hina nýju eigendur Booker. „Þetta er allt í góðu á milli mín og hinna nýju eigenda Booker,“ sagði Grimsey í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því, að Grimsey hafi ekki verið sáttur við það, að nýir eigendur að Booker, skuli hafa ákveðið að setja inn í fyrirtækið starfandi stjórnarfor- mann, sem Grimsey hefði þá heyrt undir, ef hann hefði tekið við starfi forstjóra Booker. „Ég hef einfald- lega tekið þessa ákvörðun, vegna þess að ég er mjög þreyttur eftir átakamikil og krefjandi fjögur ár, sem forstjóri Big Food Group. Ég tilkynnti Jóni Ásgeiri þessa ákvörðun mína nú um helgina. Ég verð hér hjá Booker til 1. mars, að aðstoða Hans Kristian Hustad, starfandi stjórnarformann Booker, við að komast inn í starfið og kynnast innri málefnum Booker,“ sagði Grimsey jafnframt. Aðspurður hvað tæki nú við hjá honum, svaraði Grimsey: „Ég ætla bara að taka það rólega til að byrja með, hvíla mig, fara í nokkurra mán- aða frí. Eftir það, þegar ég hef end- urhlaðið batteríin, fer ég að líta í kringum mig, eftir spennandi starfi.“ Bill Grimsey hættir hjá Booker Bill Grimsey HAGNAÐUR af rekstri Marel hf. í fyrra nam 6,6 milljónum evra eftir skatta eða um 575 milljónum króna miðað við meðalgengi ársins. Þetta er nálega 74% meiri hagnaður en árið áður en þá var hann tæpar 3,8 millj- ónir evra. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, jókst um 40% milli ára, úr 10,1 í 14,1 milljón evra. Sala jókst um 6% í evr- um en um 9% mælt á föstu gengi. Engu að síður er hagnaður félags- ins árið 2004 nokkru undir spám við- skiptabankanna sem gerðu að með- altali ráð fyrir um 654 milljóna króna hagnaði. Munar þarna mestu um að hagnaður á fjórða ársfjórðungi virðist hafa orðið umtalsvert minni en menn höfðu ætlað; þannig gerði Lands- bankinn t.d. ráð fyrir 2,4 milljóna evra hagnaði á síðasta fjórðungi ársins en hagnaðurinn reyndist hins vegar vera 1,4 milljónir evra. Af hálfu Marel er á það bent að pantanir á fjórða ársfjórðungi hafi einkum komið til á síðara hluta hans og hafi því ekki verið framleiddar og tekjufærðar nema að hluta. Verk- efnastaðan sé á móti um 3 milljónum evra betri í lok fjórðungsins en í upp- hafi hans. Þá er og á það bent að ytri skilyrði hafi að mörgu leyti verið félaginu óhagstæð, einkum þróun gengis krónunnar og gengiskrossinn milli evru og dals; því verði umskiptin í rekstrinum að teljast mjög viðunandi. Í Vegvísi Landsbankans segir að afkoman hafi verið viðunandi hjá Marel en aftur á móti hafi gengið illa í rekstri dótturfélagsins Carnitech í Danmörku á síðasta fjórðungi og sal- an þá dregist saman um 18% milli ára. Hagnaður Marel undir væntingum 0   ( 1 ! % ++%,-+ .+/&0 12& +/+21 ./1. 2+01 )+&.2  )%+-%      # 3     %2,12 0++2%    3 (   4  !( +-11& %05 +-0+-/ .+/&.  +,%1 +,10, .+2, &0+&  )+01&  )++0+    %1+0. 10+0.   /.%/ +.5       4   ! 6     7     !          8!(             234562      3789-962 ,++%       #$ :      Uppgjör Marel arnorg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.