Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT R afik Hariri, fyrrverandi forsætis- ráðherra Líbanons, sem var ráð- inn af dögum í sprengjutilræði í fyrradag, var vellauðugur kaup- sýslumaður og átti stóran þátt í endurreisn landsins eftir borgarastyrjöldina 1975–90. Óttast er að morðið verði mjög af- drifaríkt þar sem margir Líbanar litu á hann sem helstu von landsins um hagsæld og pólitísk- an stöðugleika. Forsætisráðherrann fyrrverandi var á meðal hundrað auðugustu manna heims. Auður hans gerði honum kleift að vera tiltölulega sjálf- stæður í stjórnmálunum en hann forðaðist þó að bjóða Sýrlendingum birginn opinberlega. Sýrlendingar eru með 15.000 hermenn í Líbanon, hafa ráðið því hverjir gegna æðstu embættunum og í raun tekið mikilvægustu ákvarð- anirnar. Hariri tók afstöðu gegn af- skiptum Sýrlendinga af stjórn- málum landsins og varð þekktur sem „þögli andstæðingurinn“. Hann var öflugur en starfaði að miklu leyti á bak við tjöldin. Hariri hafði yfirumsjón með endurreisn Líb- anons eftir borgarastyrjöldina og var forsætis- ráðherra í tíu af síðustu fjórtán árum áður en hann sagði af sér í október síðastliðnum. Hann hafði árum saman deilt hart við Emile Lahoud, forseta Líbanons og bandamann sýrlenskra stjórnvalda. Hariri þótti gæddur miklum persónutöfrum og hafði góð sambönd víða í heiminum, var til að mynda náinn vinur Jacques Chirac, forseta Frakklands. Þótt Hariri forðaðist að styggja sýrlensk stjórnvöld sökuðu bandamenn þeirra hann um að hafa beitt sér fyrir ályktun öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna þar sem þess var krafist að Sýrlendingar kölluðu hersveitir sínar í Líbanon heim. Bandaríkjamenn og Frakkar gengust fyr- ir ályktuninni og hún var samþykkt í sept- ember. Auðgaðist í Sádi-Arabíu Hariri átti ættir að rekja til smábænda og fæddist í hafnarborginni Sídon fyrir sextíu ár- um. Hann hófst af sjálfum sér og varð einn af auðugustu og valdamestu mönnum Mið- Austurlanda. Hann hóf afskipti af stjórnmálum á sjöunda áratug aldarinnar sem leið þegar hann stundaði viðskiptanám við Arabíska háskólann í Beirút og hreifst af hugsjónum arabískra þjóðernis- sinna. Hann flutti síðan búferlum til Sádi-Arabíu og stundaði kennslu og bókhald þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki. Hann auðgaðist mjög á bygging- arstarfsemi – atvinnugrein sem var í miklum blóma vegna olíuauðs Sádi-Arabíu. Dugmikill og stjórnsamur Á þessum tíma hafði hann góð sambönd í konungsfjölskyldunni og hann varð sádi-arabískur rík- isborgari 1987. Hann var vinur Fahds konungs og notfærði sér sam- böndin í Sádi-Arabíu til að afla fjár til að endurreisa Líbanon. Hariri eignaðist einnig tölvufyrirtæki og hann haslaði sér völl í banka- og tryggingastarfsemi, fasteignaviðskiptum og sjónvarpsrekstri. Seinna keypti hann franskt fyrirtæki, Oger, sem varð eitt af stærstu byggingarfyrirtækj- unum í Mið-Austurlöndum. Hariri lagði einnig fé í ýmsa góðgerða- starfsemi í Líbanon þegar borgarastríðið geis- aði og greiddi allan kostnaðinn af friðar- ráðstefnu múslíma og kristinna Líbana í Taif í Sádi-Arabíu árið 1989. Ráðstefnan leiddi til friðarsamnings og þegar átökunum lauk sendi hann vinnuvélar byggingarfyrirtækis síns á göt- urnar til að fjarlægja rústirnar. Samkvæmt Taif-samningnum átti forsætis- ráðherra Líbanons að koma úr röðum súnní- múslíma og Hariri tók við embættinu í október 1992. Hann þótti mjög skeleggur og dugmikill í endurreisnarstarfinu en var einnig gagnrýndur fyrir að vera of stjórnsamur. Hann missti emb- ættið árið 1998 vegna deilu við Lahoud um hvernig efla ætti efnahaginn. Hann var síðan beðinn um að mynda nýja ríkisstjórn í október 2000 eftir stórsigur í þingkosningum. Hann naut stuðnings vestrænna ráðamanna og fór á fund George W. Bush Bandaríkja- forseta í Washington árið 2002. Hariri sagði af sér í október eftir að líbanska þingið samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem gerði Lahoud forseta kleift að gegna embættinu í þrjú ár til viðbótar. Hariri greiddi þó atkvæði með breytingunni og undirritaði úrskurð þar sem Lahoud var heimilað að halda embættinu, að því er virðist vegna þrýstings frá Sýrlend- ingum. Eftir afsögnina lýsti hann ekki afdrátt- arlaust yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna en lagðist gegn stjórninni á bak við tjöldin án þess að gagnrýna sýrlensk stjórnvöld opinberlega. Var leyniþjónusta að verki? Dagblöð í Líbanon létu í ljósi áhyggjur af því að morðið á Hariri kynni að verða til þess að borgarastríð hæfist að nýju í landinu. Enn- fremur er óttast að morðið verði til þess að þingkosningar verði ekki haldnar í maí eins og gert hefur verið ráð fyrir. Kosningarnar gætu ráðið úrslitum um hvort landið verður áfram undir stjórn Sýrlendinga eða öðlast fullt sjálf- stæði. Leiðtogar líbönsku stjórnarandstöðunnar saka stjórnina í Beirút og ráðamennina í Sýr- landi um að bera ábyrgð á morðinu. Þeir krefj- ast þess að sýrlensku hersveitirnar fari frá Líb- anon og stjórnin segi af sér. Áður óþekktur hópur, sem kallar sig „Sigur og heilagt stríð í Stór-Sýrlandi“, lýsti morðinu á hendur sér og kvaðst hafa ráðið Hariri af dög- um vegna náinna tengsla hans við konungsfjöl- skylduna í Sádi-Arabíu. Margir fréttaskýrendur efast þó um að þessi hópur hafi verið að verki og telja líklegt að ein- hver öflug leyniþjónustustofnun hafi staðið fyrir tilræðinu. Sprengjuárásin var augljóslega þaul- skipulögð og ljóst þykir að tilræðismennirnir hafi fengið mjög ýtarlegar og nákvæmar upplýsingar um ferðir forsætisráðherrans fyrrverandi. Árásin var svo nákvæm og sprengingin svo öflug að Hariri átti enga möguleika á að komast lífs af, að sögn fréttaskýranda breska ríkis- útvarpsins BBC, Jims Muirs. Hann telur ólík- legt að lítill og óþekktur hópur hafi burði til að fremja slíkan verknað. Nokkrir fréttaskýrendur í Líbanon telja að ísraelska leyniþjónustan Mossad hafi verið að verki. Þeir segja hana hafa vitað að grunur myndi strax falla á Sýrlendinga og morðið yrði að öllum líkindum til þess að Bandaríkjastjórn beitti þá meiri þrýstingi. Þekktasti útlagi Líbanons, Michel Aoun, fyrr- verandi hershöfðingi, kvaðst vera sannfærður um að Sýrlendingar hefðu myrt Hariri. „Í hvert skipti sem við höfum reynt að losna við Sýrlend- inga hafa verið gerðar árásir á Líbana sem leggjast gegn þeim,“ sagði hann. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fordæmdi þó tilræðið og sagði það „skelfilegan glæp“. Sýr- lendingar gagnrýndu einnig viðbrögð Banda- ríkjastjórnar sem áréttaði kröfu sína um að Sýrlendingar kölluðu „hernámsliðið“ heim. Myrtu Sýrlendingar „þögla andstæðinginn“? Fréttaskýring | Óttast er að borgarastríð geti blossað upp að nýju í Líbanon eftir morðið á Rafik Hariri, sem barðist á bak við tjöldin gegn afskiptum sýrlenskra ráðamanna af stjórnmálum landsins. Reuters Líbanskir stuðningsmenn Rafiks Hariris í heimaborg hans, hafnarborginni Sídon, halda á myndum af forsætisráð- herranum fyrrverandi og mótmæla morðinu á honum. ’Nokkrir frétta-skýrendur í Líbanon telja að ísraelska leyni- þjónustan hafi verið að verki‘ ÚR VERINU BÆJARSTJÓRN Akraness hefur óskað eftir fundi með stjórn útgerð- arfélagsins HB Granda til að ræða fyrirætlanir félagsins um starfsemi á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir ekki fyrirhugað að draga úr starfsem- inni á Akranesi. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, segir að eins og búast hafi mátt við hafi orðið ákveðnar breytingar á starfseminni HB á Akranesi eftir sameininguna við Granda. Hann segir Akurnesinga ekki hafa sérstakar áhyggjur af því að HB Grandi dragi úr starfsemi í bæjarfélaginu, enda hafi það komið fram hjá forsvarmönn- um fyrirtækisins að það standi ekki til. „Auðvitað er það fyrirtækisins að ákveða sína starfsemi. Okkur langar aftur á móti að ræða við forsvars- menn fyrirtækisins, við höfum ekki rætt við þá eftir sameininguna en því er ekki að leyna að óskað var eftir fundinum í tilefni af þeim breytingum sem nýlega urðu á yfirstjórn fyrir- tæksins,“ segir Gísli og vísar til þess þegar Sturlaugi Sturlaugssyni var vikið úr forstjórastóli HB Granda fyr- ir skemmstu. Sturlaugur var aðstoð- arframkvæmdastjóri HB fyrir sam- einingu við Granda en tók við stjórnartaumunum í sameinuðu fé- lagi. Fyrir skömmu sameinuðust Tangi hf. á Vopnafirði og útgerðar- félagið Svanur HB Granda og eftir það er eignarhlutur fyrrum eigenda HB í félaginu um 7%. Fyrrum fram- kvæmdastjóri HB og núverandi starfsmannastjóri HB Granda, Har- aldur Sturlaugsson, sendi um síðustu helgi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að breytingar á yfirstjórn fé- lagsins hafi verið teknar utan stjórnarfundar af meirihluta stjórnar án sinnar aðkomu eða þátttöku en Haraldur á sæti í stjórn félagsins. Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, vildi að svo stöddu ekki tjá sig um yfirlýsingu Haraldar þegar eftir því var leitað. Aukin starfsemi á Akranesi Eggert Benedikt Guðmundsson, nýráðinn forstjóri HB Granda, segir breytingar á yfirstjórn félagsins að undanförnu ekki þýða að gera eigi sérstakar breytingar á starfsemi þess á Akranesi. Hann segir félagið nú með starfstöðvar á fjórum stöðum á landinu og stöðugt sé í skoðun hvern- ig reka megi þær á sem hagkvæm- astan hátt. „Markmiðið er að nýta hvern stað sem best. Í því skyni höf- um við aukið vinnslu á ákveðnum vörum á Akranesi, til dæmis á loðnu- hrognum. Við höfum líka haldið uppi ákveðinni sérhæfingu á hverjum stað fyrir sig. Þannig leggjum við áherslu á vinnslu á karfa og ufsa í Reykjavík en vinnum þorsk og ýsu á Akranesi og Vopnafirði. Við höfum til að mynda ekið þorski og ýsu frá Vopnafirði til Akraness, því bolfiskvinnslan á Vopnafirði er lokuð á meðan þar er frystur uppsjávarfiskur.“ Eggert segir að HB Grandi hafi verið að breyta áherslum sínum í vinnslu á uppsjávarfiski, með því að auka frystingu til manneldis enda sé afurðaverð á manneldisvöru mun hærra en á mjöli og lýsi til fóðurgerð- ar. Í þessu skyni hafi verið lögð meiri áhersla á landfrystingu uppsjávar- fisks á Vopnafirði og auk þess sé í lok apríl von á nýju og afkastamiklu skipi, Engey RE, sem sé sérstaklega keypt til að frysta uppsjávarfisk úti á sjó. Akranesbær vill ræða við stjórn HB Granda Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Loðnuskipið Faxi RE landar loðnu á Akranesi. STEFÁN Stefánsson athafnamaður segir mikla spennu í Beirút í Líbanon en hann var staddur skammt frá vettvangi sprengjutilræðisins sem varð Rafik Hariri, fyrr- verandi forsætisráðherra Líbanons, að bana í fyrra- dag. Hann segir spreng- inguna hafa verið mjög öfluga, hús og byggingar hafi skolfið. Stefán hélt áleiðis til Ís- lands í gær eftir vikudvöl í Líbanon en þar var hann m.a. að heimsækja vini sína. „Þegar sprengingin varð voru kunn- ingjar mínir, Íslendingur og Líbani, nýbún- ir að keyra á milli þessara húsa þar sem sprengingin varð,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. „Ég var sjálfur staddur um fimmtán mínútna akstur frá vettvangi tilræðisins og það hristist allt húsið hjá mér. Þetta var gríðarlega öflug spreng- ing.“ Kveðst Stefán fyrst hafa haldið að um jarðskjálfta væri að ræða. Eldra fólk, sem myndi borgarastyrjöldina landinu, hefði hins vegar áttað sig strax á því að það hefði orðið sprenging einhvers staðar. Stefán sagði loftið lævi blandið í Beirút. Menn pössuðu sig m.a. á því að tala ekki gá- leysislega þannig að aðrir heyrðu til. Frétt- ir væru um að Sýrlendingar í Líbanon héldu sig innandyra, nokkrir hefðu orðið fyrir barsmíðum í fyrrakvöld. „Það telja sig allir hérna vita að Sýrlendingar hafi staðið fyrir tilræðinu. Þetta var öflugasta spreng- ing frá því að borgarastyrjöldinni lauk og það hafa alltaf verið einhver tilræði af og til, undantekningalaust hafa þar verið drepnir menn sem talað hafa illa um af- skipti Sýrlands af málum hér,“ sagði hann. Mikil spenna í Beirút Stefán Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.