Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
edda.is
Jóhanna Kristjónsdóttir
Á tilboði
2.990 kr.
Fullt verð
4.690 kr.
Jóhanna Kristjónsdóttir
hlaut Viðurkenningu
Hagþenkis - félags
höfunda fræðirita og
kennslugagna.
Til hamingju Jóhanna
Viðurkenning
Hagþenkis 2004
„Aðdáunarvert framtak í þá átt
að reyna að stemma stigu við fordómum og arabahatri.“
Sigríður Albertsdóttir, DV
„Afar skemmtileg bók sem óhætt er að mæla með ... lóð á
vogarskál umburðarlyndis og réttlætis í heiminum.“
Birna Karlsdóttir, Félagstíðindi SFR
„Skemmtileg bók, lifandi frásögn og umfram allt
einstaklega fróðleg lesning.“
Guðný Halldórsdóttir, kistan.is
VALGERÐUR Magnúsdóttir fagn-
aði hundrað ára afmæli sínu í gær
á Klausturhólum á Kirkjubæj-
arklaustri. Að
sögn Katrínar
Þórarinsdóttur,
bróðurdóttur
Valgerðar, er
Valgerður fædd
og uppalin í Há-
túnum, dóttir
Magnúsar Þór-
arinssonar og
Katrínar Hreið-
arsdóttur, ábú-
enda þar.
Valgerður var um skeið vinnu-
kona á Breiðabólstað og starfaði
auk þess um tíma á Landspít-
alanum áður en hún sneri aftur
austur, en að sögn Katrínar vann
Valgerður við búskap í Hátúni öll
sín bestu ár þar sem hún deildi
búinu ásamt bróður sínum að for-
eldrum þeirra gengnum.
Aðspurð segir Katrín fordæmi
fyrir langlífi í ættinni. Raunar hafi
foreldrar Valgerðar ekki náð
háum aldri sökum veikinda, en
Katrín rifjar upp að ein móður-
systir Valgerðar hafi orðið hundr-
að ára, sem hafi þótt allmerkilegt
á sínum tíma.
Fagnaði
100 ára afmæli
Valgerður
Magnúsdóttir
ÖLL tölublöð Morgunblaðsins frá
upphafi útgáfunnar og fram undir
lok ársins 1975 hafa nú verið mynduð
hjá Landsbókasafni Íslands og eru
aðgengileg á Netinu í gegnum
gagnasafn Morgunblaðsins á mbl.is
og á vefjunum hvar.is og timarit.is.
Nú er hægt með auðveldari hætti
en áður að kalla fram Morgunblað
ákveðins dags. Vinstra megin á vef-
síðunni er komin tenging sem nefnist
Hraðfletting. Þegar smellt er á hana
opnast gluggi þar sem hægt er að
velja ákveðinn árgang, mánuð, dag
og blaðsíðu. Einnig er er hægt að
framkvæmda orðaleit í blöðunum.
Árgangar Morgunblaðsins á Netinu
Hraðfletting auð-
veldar aðganginn
Með hraðflettingu er unnt að velja
með skjótvirkum hætti árgang,
mánuð, útgáfudag og jafnvel
ákveðna blaðsíðu í Morgunblaðinu.
„FRÁ mínum sjónarhóli séð er mál
Bobbys Fischers fyrst og fremst
mannúðarmál, sem við Íslendingar
eigum að leggja áherzlu á að reyna
allt sem unnt er til þess að leysa far-
sællega,“ sagði Friðrik Ólafsson
stórmeistari í samtali við Morgun-
blaðið, en allsherjarnefnd Alþingis
fjallar nú um beiðni Fischers um ís-
lenzkan ríkisborgararétt.
„Það fer ekki milli mála að Bobby
Fischer er í vanda staddur. Í sjálfu
sér má segja að ekkert hafi á það
reynt hver framvindan yrði ef Bobby
yrði framseldur til Bandaríkjanna,
en hans nánustu hafa bersýnilega
ekki talið á það hættandi.
Það hefur ekki farið fram hjá nein-
um að Bobby beinir nú mjög augum
sínum til okkar Íslendinga í von um
hjálp.
Ég er ekki að segja, að ég trúi því
að að til slíks þurfi að koma í stærsta
lýðræðisríki heims þar sem Bobby
Fischer var eitt sinn dáður sem þjóð-
hetja. En því miður virðast nú
bandarísk yfirvöld taka allt sem hann
segir í fullri alvöru og því eru líkindi
til þess að enn hallaði undan fæti, ef
hannyrði framseldur þangað.
Mér finnst hafa verið vel að verki
staðið hjá þeim hópi, sem hefur
barizt fyrir málstað Fischers og
drengilegt hjá Davíð Oddssyni
utanríkisráðherra að bjóða Bobby
dvalarleyfi hér á landi.
Að veita Bobby íslenzkan ríkis-
borgarrétt til að koma þessu til leiðar
er að sjálfsögðu þrautarúrræði en en
hér er vissulega mikið undir. Og þess
eru raunar nokkur dæmiað Alþingi
hafi veitt undanþágur í undantekn-
ingartilvikum.
Mér skilst að Japanir hafi látið að
því liggja, að ef Fischer hefði annan
ríkisborgararétt auk hins bandaríska
kynnu þeir að leyfa honum að fara en
allt eru þetta frekar óljósar fréttir.
Kynni mín af Bobby Fischer hafa
verið ágæt frá upphafi vegar – ég
kynntist honum fyrst þegar hann var
15 ára gamall - ég hef alla tíð haft
mjög gott persónulegt samband við
hann.
Ef ég hefði nokkuð umkvörtunar-
efni væri það helst það að eg hef orð-
ið þó nokkrum sinnum fyrir barðinu
á skáksnilld hans – hann hefur jú
unnið mig oftar en ég hann!
Við eigum að geta horft fram hjá
sérlund hans og undarlegheitum í
skoðunum og reynt að sjá til þess að
þessi mesti skáksnillingur allratíma
fái að njóta þess sem eftir er ævidag-
anna í frið og ró.“
Friðrik Ólafsson stórmeistari hugs-
ar djúpt í einvíginu við Bent Larsen
á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi.
Ekki hægt að horfa upp á
Fischer veslast upp í fangelsi
Morgunblaðið/Ómar Reuters
Bobby Fischer að setjast að tafli við
Spasskí í hinu umdeilda einvígi í
Júgóslavíu árið 1992.
ÚRELTAR upplýsingar í tölvukerfi
Neyðarlínunnar 112 ollu því að
sjúkrabíll var kallaður frá Ísafirði
til Bolungarvíkur í stað þess að
kalla út sjúkrabílinn á Bolungarvík.
Þórhallur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, seg-
ir um mannleg mistök að ræða sem
komi ekki fyrir aftur. Í fyrra hafi
útköll verið 167 þúsund og þetta
séu einu mistökin.
Útkallið barst sl. sunnudag eftir
að eldri maður hneig niður á Bol-
ungarvík. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafði hann verið
veikur og átti að baki langa sögu
um hjartveiki. Fljótt var byrjað að
gera tilraunir til endurlífgunar sem
ekki tókust.
Það tekur sjúkrabíl um 15 mín-
útur að fara frá Ísafirði til Bolung-
arvíkur. Á Bolungarvík eru sjúkra-
flutningamenn ekki á starfsstöð og
því ekki tiltækir strax eins og á Ísa-
firði.
Rangur sjúkrabíll
kallaður út
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær karlmann á þrítugs-
aldri í 10 mánaða fangelsi fyrir
mikinn fjölda þjófnaða, tilrauna til
þjófnaða, innbrota, nytjastuldi,
umferðarlagabrot, fjársvik og
skjalafals.
Ákærði var vegna brota sinna
dæmdur til að greiða Listasafni
Reykjavíkur 440 þúsund krónur í
skaðabætur, Sjóvá-Almennum
tryggingum 82 þúsund krónur, Vá-
tryggingafélagi Íslands 308 þús-
und krónur, auk alls sakarkostn-
aðar, þar með talin 250 þúsund
króna málsvarnarlaun og réttar-
gæsluþóknun skipaðs verjanda
síns.
Ákærði var einnig sviptur öku-
rétti í eitt ár en í málinu var hann
sakfelldur fyrir að hafa ekið bifreið
sviptur ökurétti í sjö skipti, einu
sinni undir áhrifum áfengis. Ók
hann svo óvarlega í það skiptið að
hann ók á hús.
Í dóminum segir að brotavilji
ákærða hafi verið einbeittur. Um
hafi verið að ræða mörg brot fram-
in á tiltölulega stuttum tíma í fyrra
og voru flest þeirra hegningarlaga-
brot.
Arnfríður Einarsdóttir héraðs-
dómari dæmdi málið. Verjandi var
Bjarni Hauksson hdl. og sækjandi
Egill Stephensen frá lögreglustjór-
anum í Reykjavík.
10 mánaða fangelsi
fyrir fjölda afbrota
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur
staðfest ákvörðun samkeppniráðs þess efnis að
Bensínorkan ehf. hafi brotið gegn 20. gr. a og 21. gr.
samkeppnislaga með almennum fullyrðingum um
að fyrirtækið bjóði almennt lægra verð en keppi-
nautar, þar sem fyrirtækinu er jafnframt bannað að
fullyrða í auglýsingum eða með öðrum hætti að það
bjóði almennt lægra eldsneytisverð en keppinaut-
arnir þegar sú væri ekki raunin.
Fram kemur í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar
að Bensínorkunni hafi ekki tekist að sanna að hún
bjóði almennt lægra verð en keppinautar hennar
eins og haldið hafi verið fram í auglýsingum. Ofan-
greindar greinar samkeppnislaga séu skýrðar svo,
eins og komið hafi fram í fyrri úrskurðum áfrýj-
unarnefndarinnar, að í þeim felist að sönnunarbyrði
hvíli á viðkomandi varðandi það að fullyrðingar í
auglýsingum séu sannar.
Meðal fullyrðinganna sem um er að ræða má
nefna: „Orkan alltaf ódýrust“; „Alls staðar ódýr-
ast“; „Ódýrast í Reykjavík“; „Ódýrast á Seltjarn-
arnesi“; „Orkan bensín er ódýrast í Kópavogi. Ork-
an bensín er alls staðar ódýrast.“ o.fl.
Bensínorkan taldi fyrir áfrýjunarnefndinni að
ekki væri hægt að beita nefndum greinum sam-
keppnislaga óháð markaðsskilgreiningu. Hefði
fyrirtækið skilgreint markaðinn út frá þeim sjón-
armiðum hve langt kaupandi eldsneytis væri tilbú-
inn til þess að aka til að fylla á bílinn. Niðurstaðan
væri sú „að Reykjavík skiptist niður í nokkra land-
fræðilega markaði í eldsneytissölu. Hægt sé að hafa
póstnúmer borgarinnar til grundvallar og líta þann-
ig á að hvert póstnúmerssvæði sé sjálfstæður land-
fræðilegur markaður. Þá séu t.d. Seltjarnarnes og
Selfoss sjálfstæðir landfræðilegir markaðir. Á þeim
mörkuðum sem áfrýjandi starfi bjóði hann lægsta
verðið. Áfrýjandi sé þannig með ódýrasta eldsneyt-
ið á Selfossi, í Hafnarfirði, í Reykjanesbæ, á Sel-
tjarnarnesi o.s.frv. og megi því auglýsa það, þannig
að bíleigandi sem vill kaupa ódýrustu vöruna geti
gengið að því vísu hvar ódýrasta eldsneytið á hans
markaðssvæði sé að finna“.
Þarf ekki að skilgreina markað
Samkeppnisráð telur aftur á móti að ekki þurfi að
skilgreina markaði við beitingu þessara tilteknu
greina samkeppnislaga. Það sem skipti máli við
beitingu þeirra sé að leggja á það mat hvort viðkom-
andi auglýsingar séu efnislega sannar og sann-
gjarnar gagnvart neytendum og fyrirtækjum.
„Samkeppnisráð ítrekar að áfrýjandi gefi neyt-
endum til kynna með almennum fullyrðingum að
eldsneytisverð hans sé almennt lægra en verð
keppinauta hans þegar í raun eigi það eingöngu við
um eina sölustöð. Auglýsingar sem innihalda full-
yrðingar sem ekki standist brjóti í bága við ákvæði
20. gr. a og 21. gr. samkeppnislaga. Jafnframt ítrek-
ar samkeppnisráð að þess sé ekki krafist í hinni
kærðu ákvörðun að söluverð sé það sama á öllum
sölustöðum áfrýjanda heldur að ef nota eigi svo al-
mennar yfirlýsingar sem áfrýjandi hafi gert þá
verði verð allra sölustaða að vera undir verði keppi-
nautanna. Ella sé verið að blekkja neytendur.“
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðar í máli Bensínorkunnar
Bannað að auglýsa lægra
verð ef það er ekki raunin
Morgunblaðið/Þorkell