Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 35 MINNINGAR Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS ÞÓRARINSSONAR, Arnarhrauni 15, Hafnarfirði. Ingunn Ingvarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Ásgeir Haraldsson, Ingunn Hallgrímsdóttir, Úrsúla Linda Jónasdóttir, Þorsteinn Margeirsson, Jóhann Ingi Margeirsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, MARGRÉTAR GUÐLEIFSDÓTTUR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis í Háteigi 5, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs í Keflavík og hjúkrunar- heimilisins Garðvangs í Garði. Guðleifur Sigurjónsson, Ástríður Hjartardóttir, Erlendsína M. Sigurjónsdóttir, Sigurður Albertsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurðsson, Sveinn Guðnason og fjölskyldur. Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlý- hug og kærleika við fráfall elskulegrar eigin- konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, BERTHU KONRÁÐSDÓTTUR, Rofabæ 31, Reykjavík. Jón Bragi Eysteinsson og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, SVEINBORG JÓNSDÓTTIR frá Núpi, Selfossi, lézt sunnudaginn 13. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Axel Lárusson, Helga, Andrea og Ásrún Jónsdætur. Heiðursmaðurinn Maríus hefur kvatt þennan heim, og kom það okkur sem til hans þekktum ekki á óvart. Maríus hafði um langt árabil átt við heilsubrest að stríða. Það var ekki hans háttur á hlutunum að hafa hátt um hvernig honum leið og var svolítið táknrænt um hvernig mann- gerð Maríusar var, það var sjaldan hávaðasamt í kringum hann og vildi hann lifa í friði við menn og mann- heima. Maríus var ákaflega glæsilegur maður, bar sig vel og hafði yfir sér MARÍUS SIGURJÓNSSON ✝ Maríus Guð-mundur Guð- laugur Sigurjónsson fæddist á Bláfeldi í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi 15. febrúar 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 4. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 11. janúar. ákveðna fágun í fram- göngu allri, var það ekki bara í framgöngu heldur í allri hans hugsun, hann mátti ekki vamm sitt vita og var ákaflega heiðarleg- ur, orðvar og varkár maður. Þau hjónin Maríus og Steinunn voru rík af barna-auði, en lífið er því miður ekki alltaf dans á rósum, skörð voru höggvin er þau hjón gengu í gegnum alvarlegt slys á syni sínum svo að ævilangt tjón hlaust af. Einnig var höggvið stórt skarð í líf þeirra og fjölskyldu, þegar þau misstu stórglæsilega dóttur sína, Ragnhildi Steinunni, í blóma lífsins frá ungri dóttur og eiginmanni, það voru dimmir dagar í lífi þeirra allra. Við höfum átt samleið um langan veg. Ég man þegar ég kom sem gest- ur á heimili þeirra heiðurshjóna í Keflavík, þá 17 ára gömul, þau hjón- in tóku á móti mér af þeim glæsibrag og hlýleika sem einkenndi öll þau samskipti sem ég og mín fjölskylda áttum alla tíð við þau. Það er margt sem leitar á hugann í 35 ára samskiptum, aðallega kemur í hugann hlýja, elskusemi, umhyggja og velvild vegna barnabarna og okk- ar sem eldri vorum. Það ber að þakka allar góðu stundirnar, veiði- ferðirnar, ferðalögin, sumarbústað- arferðirnar, utanlandsferðir, og allar skemmtanirnar sem við áttum með honum Maríusi. Hugur hans var hjá okkur sem vorum ung að koma okkur fyrir í líf- inu og tilbúin að gleðjast með okkur þegar vel gekk, hann var stoltur af sínum og fylgdist alltaf með að öllum gengi vel í lífsbaráttunni. Gott var að koma á heimili þeirra hjóna og leita ráða, ef maður var í vafa um eitt- hvað, alltaf fékk maður þann tíma sem til þurfti og hafði það aldrei á til- finningunni að neitt væri fyrirhöfn, heldur svo sjálfsagt mál að það var bara að nefna það. Að leiðarlokum langar mig að þakka Maríusi, fyrrverandi tengda- föður mínum, samfylgdina, um leið og ég votta eiginkonu hans Steinu, börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum mína innilegustu sam- úð, megi guð vaka yfir ykkur öllum. Megir þú hvíla í friði, Maríus. Hjördís Bára. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Þegar ég hugsa til hans afa míns, eða afa í sveitinni, eins og ég kallaði hann ávallt, koma einungis góðar minningar upp í hugann. Minningar eins og þegar við krakkarnir feng- um að sitja í heyvagninum í sveit- MAGNÚS STEFÁNSSON ✝ GuðmundurMagnús Stefáns- son fæddist í Belgs- holti í Melasveit 3. nóvember 1920. Hann lést 28. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 4. febrúar. inni, þegar hann hrós- aði mér fyrir hvað ég teiknaði vel og vildi að ég teiknaði fyrir sveit- unga hans, sem komu við í kaffi. Hvað ég var stolt og montin þá. Eins og þegar hann kom í heimsókn til okkar í Hafnarfjörðinn og gisti og ég fékk að skríða upp í hjá honum og ömmu. Þegar hann og amma fóru með mér til Reykjavíkur til að kaupa körfu handa Eydísi Sunnu áður en hún fæddist. Þegar hann fór með mér að skoða á bílasölur í Reykja- vík. Þegar ég og fjölskyldan mín fórum í heimsókn á Dalbrautina og hvað hann öfundaði Ægi af sjó- mennskunni og hafði mikinn áhuga á því sem var að gerast yfirleitt. Hann fylgdist vel með sínu fólki. Hann afi minn var hæglætismaður og aldrei man ég eftir að hafa séð hann æsa sig yfir hlutunum. Hann var einstaklega greiðvikinn og hjálpsamur. Hvort sem það vantaði einhvern til að slá blettinn eða bara skutlast eitthvað, hann var ávallt tilbúinn í að hjálpa. Takk fyrir allar þessar góðu stundir, afi minn. Því eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn. hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Sigríður Björk og fjölskylda. Í dag kveðjum við elsku afa, sem alltaf hefur skipað stóran sess í hjarta okkar. Það er varla til sú bernskuminning í huga okkar, að afi sé ekki hluti af henni. Við vorum svo lánsöm að alast upp með afa og ömmu í næsta húsi og því alltaf hægt að leita til þeirra ef okkur lá eitthvað á hjarta. Afi var ekki margorður og skipti sjaldan skapi en hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum og hvernig ætti að bera sig við vinnu. Maður vissi að ef afi hrósaði manni fyrir eitthvað var hann virki- lega að meina það því hann var spar á hrósyrði. Afi hafði þurran húmor sem kom í ljós þegar síst var von. Hann fann alltaf spaugilegu hliðina á málunum og fann upp á mörgum hnyttnum athugasemdum sem enn eru ljóslifandi í minningunni. Má sem dæmi nefna þegar við fjöl- skyldan fengum hund frá Ísafirði, að þá talaði afi iðulega um hann sem Ísfirðinginn og kímdi. Við viljum þakka afa fyrir allar góðu og skemmtilegu minningarnar sem munu fylgja okkur til æviloka. Afi var alls ekki matvandur maður og átti það til að vekja kátínu okkar með sérstökum matartilbúningi eins og þegar hann blandaði saman á disk köldum búðingi, fiski og app- elsínudjúsi og borðaði með bestu lyst. Þegar við rákum upp stór augu og spurðum hvort þetta væri ekki vont þá sagði hann að þetta bland- aðist hvort eð er allt í maganum. Eftir að afi og amma fluttu á Akranes kom afi sem oftast inn að Kalastöðum og hjálpaði til við bú- störfin. Afi gekk í barndóm á vorin þegar kominn var tími til að brenna sinu. Slóð afa var auðrekjanleg á brunninni sinu hér og þar um Kala- staðalandið. Amma reyndi að hafa hemil á honum en það gekk ekki alltaf sem skyldi. Á sumrin sá mað- ur svo afa alltaf á fleygiferð á bláa Fordinum að múga, eða með hríf- una á lofti. Þannig var afi, alltaf á fullu alla daga og slakaði lítið á, enda leyfði starf bóndans það aldrei. Eftir að pabbi tók við búskapnum, var erfitt að hætta bara og fara að taka hlut- ina rólega. Afi var alltaf ánægður ef hann gat hjálpað eitthvað til og gef- ið ráð varðandi búskapinn, sem var honum ávallt hjartfólginn. Afi hefur skilið eftir djúp spor hér á jörðu sem verða ávallt til stað- ar og eiga þátt í að geyma minningu hans hvar sem við lítum í kringum okkur á Kalastöðum. Hann mun án nokkurs vafa lifa í hjörtum okkar og framtíð. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku amma, Guð gefi þér styrk í sorginni. Mundu að við elskum þig og verðum alltaf til staðar fyrir þig. Guð geymi þig, elsku afi, hvíl í friði. Við hittumst síðar. Rakel, Bjarki og Íris Björg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hann Palli frá Smiðsgerði, eða Palli hennar Ástu, eins og við nefndum hann oftast, kvaddi þenn- an heim sunnudaginn 6. febrúar. PÁLL PÁLSSON ✝ Páll Pálssonfæddist á Siglu- firði 3. nóvember 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki 6. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Sauðárkróks- kirkju 12. febrúar. Smám saman, eftir því sem við eldumst öll, týna samferða- menn okkar tölunni. Þeir hverfa einn af öðrum yfir móðuna miklu. Í mörgum til- fellum á maður ekki von á kallinu strax, það kemur bara, svona fyrirvaralaust. Þannig var það einnig í þetta sinn. Við systkinin urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Palla frá barnsaldri og síðar makar okkar og börn. Við eigum góðar minningar tengdar því er hann og Ásta frænka komu í heimsókn og við trítluðum gjarnan í veiðiskap með honum. Alltaf var nú veiðiáhuginn mikill en virðingin fyrir náttúrunni átti líka sterk ítök í honum. Við eigum líka góðar minningar frá heimsóknum í Smiðsgerði. Þangað var ætíð afar skemmtilegt að koma. Þar var alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Og hann Palli var alltaf tilbúinn að sýna okkur eitthvað. Hann hafði gaman af að segja frá ýmsu, ekki síst að miðla fróðleik til yngri kynslóðarinnar. Hann var af- skaplega barngóður maður. Hann var fremur hægur en hafði sitt skap og það var ætíð stutt í glettn- ina. Ein skærasta minningin frá Smiðsgerði er gauksklukkan í stof- unni. Maður var óþreytandi að fara og kíkja á hana og fylgjast með henni slá. Og hann Palli horfði kím- inn á og hafði gaman af. En tíminn flýgur og allt breytist. Ásta og Palli fluttu frá Smiðsgerði og bjuggu sér síðar heimili á Sauð- árkróki og gauksklukkan fylgdi. Þar fékk yngsta kynslóðin að heyra hana slá sér til ómældrar ánægju. Við kveðjum hann Palla okkar í hinsta sinn í dag. Nú hefur lífs- klukka hans slegið sinn síðasta hljóm. Almáttugur Guð styrki hana Ástu frænku okkar og hann Adda frænda á þessum tíma. Minningin um hann Palla lifir áfram í hjörtum okkar allra sem fengum tækifæri til að kynnast honum og elska. Sterk minning um mann sem var sannkallað barn náttúrunnar. Systkinin frá Fossum, makar og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.