Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hverjar voru
athyglisverðustu
auglýsingarnar
árið 2004?
Máttur
auglýsinga
á morgun
STARFSHÆTTIR Hafrannsókna-
stofnunar voru gagnrýndir í utandag-
skrárumræðu sem fram fór á Alþingi
í gær um vöxt og viðgang þorsks í
Breiðafirðinum. Sigurjón Þórðarson,
þingmaður Frjálslynda flokksins, var
málshefjandi umræðunnar. Hann vís-
aði í ræðu sinni til reglugerðarlokun-
ar frá liðnu hausti á grunnslóð við
sunnanverðan Breiðafjörð og sagði að
hún hefði bitnað harkalega á sjávar-
byggðum Snæfellsness.
Þingmaðurinn sagði að æpandi
staðreyndir blöstu við um árangurs-
leysi fiskveiðistjórnunarinnar. Þorsk-
veiðin væri einungis helmingurinn af
því sem hún hefði verið fyrir daga
kvótakerfisins. „Það blasir við öllum
að ráðgjöf Hafró skilar ekki árangri,“
sagði hann.
Sigurjón sagði að einn liður í ráð-
gjöf stofnunarinnar væri að loka
svæðum. „Regla [hennar] er sú,“
sagði hann, „að þegar fjórðungur
þorsks í afla er minni en 55 sentimetr-
ar er einfaldlega lokað.“ Hann sagði
hægt að fallast á verndun smáfiska
væri æti ekki af skornum skammti.
En þannig væri því ekki farið í nátt-
úrunni; æti væri takmarkað og það
hamlaði vexti dýrastofna. Hafró tæki
ekki mið af því. Hún miðaði við lengd
en ekki aldur fisksins. Þingmaðurinn
vitnaði að lokum í rannsóknir Jóns
Kristjánssonar fiskifræðings á vexti
þorsks á Breiðafirði. Meginniður-
staða Jóns er sú að vöxtur þorsks sé
eðlilegur og nokkuð góður fyrstu þrjú
ár ævinnar eða þar til hann nær 1 til
1½ kg þyngd en þá hægi verulega á
vextinum og hann nánast stöðvist.
Efast ekki um ákvörðunina
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði í andsvari að ekki
þyrfti að efast um réttmæti lokunar-
innar í Breiðafirði. Hann sagði að
fjögurra ára þorskur í þar virtist að
meðaltali þyngri en þorskur á sama
aldri annars staðar. „Hins vegar er
um ungan fisk að ræða í Breiðafirð-
inum og þess vegna fellur hann – eins
og kom fram í haust – undir 25%
mörkin miðað við 55 sentimetra. Það
gerði hann á öllum mælistöðvum, en
þar fór mjög ítarleg mæling fram.
Þannig að það þarf ekkert að efast um
réttmæti þeirrar lokunar.“
Ráðherra sagði á hinn bóginn dálít-
ið erfitt að ræða þessi mál þegar vitn-
að væri í vísindamenn eins og Jón
Kristjánsson. „Það verður að segjast
eins og er að hans vinnubrögð eru
mjög gagnrýnisverð,“ sagði ráðherra.
Sýnataka Jóns væri sérstaklega
gagnrýnisverð. „Sýni eru ekki tekin
miðað við rétta dreifingu á aflanum og
það er ekki um tilviljunarúrtak að
ræða. Þannig að undirmálsfiskur er
miklum mun stærra hlutfall í sýninu
hjá vísindamanninum en hann er úr
vegnum tilviljanakenndum sýnum
sem tekin eru. Það þýðir að mæling á
vaxtarhraða er óhjákvæmilega skert
vegna þessa mikla magns af minni
fiski […].“
Hugsi ekki í ferningum
Fleiri þingmenn tóku þátt í um-
ræðunni. Jón Gunnarsson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, sagðist hissa á
svörum ráðherra. Þau bæru vott um
það hvernig menn brygðust við gagn-
rýni á störf Hafrannsóknastofnunar.
„Auðvitað þroskast fiskur mismun-
andi eftir búsvæðum,“ sagði þingmað-
urinn. Það væri því full ástæða til þess
að menn hættu að hugsa í ferningum
eða rúðustrikuðum hugsunum.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmað-
ur Framsóknarflokks, sagði þetta
mál kenna okkur ákveðna lexíu. Til að
mynda þyrfti að vanda vel rannsóknir
áður en gripið væri til þess að loka
svæðum með afdrifaríkum hætti, eins
og gert var í Breiðafirði.
Þá sagði Jón Bjarnason, þingmað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, að það hlyti að vera lág-
mark, þegar gripið væri til lokunar,
að gera það í nánu samráði við heima-
menn.
Starfshættir Hafrannsóknastofnunar gagnrýndir á Alþingi
Sigurjón
Þórðarson
Árni M.
Mathiesen
Full ástæða til að hætta
að hugsa í ferningum
ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs mun á yfirstandandi vorþingi
leggja fram frumvarp til fjáraukalaga þar sem
gert er ráð fyrir 1,5 milljörðum króna til efl-
ingar nýsköpun og atvinnuuppbyggingu.
Samkvæmt frumvarpinu fengi Nýsköpunar-
sjóður stofnfjáraukningu upp á einn milljarð
króna úr ríkissjóði og atvinnuþróunarfélög 400
milljónir króna vegna styrkja og hlutafjár-
kaupa. Þá er gert ráð fyrir 100 milljónum króna
til atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni.
Í greinargerð með frumvarpinu kemur m.a.
fram að allt fé Nýsköpunarsjóðs sé bundið í fyr-
irtækjum sem sjóðurinn hefur stutt við bakið á
og ekkert svigrúm til að liðsinna nýjum fyr-
irtækjum nema með því takmarkaða fé sem eft-
ir atvikum losnar við sölu á eignarhlut sjóðsins í
fyrirtækjum sem fjárfest hefur verið í. Þau fyr-
irtæki séu hins vegar ung og ótímabært að sjóð-
urinn hverfi þar á braut. Almenn fjárfesting sé
mjög lítil innanlands og flestir stærri fjárfest-
ingaraðilar rói nú fyrst og fremst á erlend mið.
Afleiðingin sé sú að myndast hafi svokallað
fjárfestingargat, hlekkur hafi slitnað í þeirri
keðju sem sprotafyrirtækin þurfi að fikra sig
upp eftir á leið sinni til vaxtar og fulls þroska.
Nýsköpunarsjóður sem áður brúaði bilið á milli
upphafsfjár stofnenda, styrkja og minni opin-
berra sjóða, s.s. Rannsóknasjóðs og Tækniþró-
unarsjóðs, og stærri fjárfesta, sé ekki lengur í
færum til að gegna því hlutverki.
Jafnframt sé brýnt að efla þann hluta ný-
sköpunar sem fram fer svæðisbundið á vett-
vangi atvinnuþróunarfélaganna. Ljóst sé að
það fé sem varið er til atvinnuþróunar og at-
vinnuráðgjafar, og kemur að stærstum hluta í
gegnum Byggðastofnun en að öðru leyti í
gegnum framlög sveitarfélaga og fleiri aðila í
heimabyggð, rétt dugi fyrir rekstri þeirrar
starfsemi.
Vilja 1,5 milljarða til að
styrkja nýsköpun og atvinnu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þingmenn VG kynntu frumvarpið, frá vinstri: Kolbrún
Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjarnason.
ÞINGFUNDUR hefst kl. 12 í dag
með þrettán fyrirspurnum til ráð-
herra. Meðal annars verður spurt
um flutning bandaríska sendiráðs-
ins í Reykjavík, trúnaðarstörf
sendiherra fyrir stjórnmálaflokka
og rétt foreldra vegna veikinda
barna.
ÖNNUR umræða um frumvarp
menntamálaráðherra um að lög um
Tækniháskóla Íslands verði felld úr
gildi, vegna sameiningar skólans við
Háskólann í Reykjavík, hófst á Al-
þingi í gær. Áður höfðu þingmenn
stjórnarandstöðunnar krafist þess
að umræðunni yrði frestað vegna
fjarveru Þorgerðar K. Gunnarsdótt-
ur. Ráðherra er erlendis og tók vara-
maður hennar, Sigurrós Þorgríms-
dóttir, sæti á Alþingi í gær. Halldór
Blöndal, forseti þingsins, tók fram að
staðgengill menntamálaráðherra,
Sigríður Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra, yrði viðstödd um-
ræðuna. Hún gæti vonandi leyst úr
þeim spurningum sem þingmenn
myndu beina til hennar.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sögðu fráleitt að Þorgerður væri
ekki við umræðuna. Hún bæri póli-
tíska ábyrgð á frumvarpinu. Lúðvík
Bergvinsson, Samfylkingu, sagði
m.a. að orð ráðherra skiptu miklu
máli í umræðum af þessum toga og
Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri
grænum, sagði að kæruleysi ráð-
herra almennt gagnvart því að sinna
þingskyldum sínum færi vaxandi.
Forseti þingsins ítrekaði að ekki
væri ástæða til að fresta umræðunni.
Gunnar Birgisson, formaður
menntamálanefndar, sagði skrípa-
leik stjórnarandstöðunnar með ólík-
indum. Kynnti hann síðan nefndar-
álit menntamálanefndar. Þar kemur
m.a. fram að nefndin telji að fyrir-
huguð sameining Tækniháskóla Ís-
lands og Háskólans í Reykjavík
muni efla verkfræði- og tæknifræði-
nám enn frekar hér á landi. Leggur
meirihlutinn til að frumvarpið verði
samþykkt óbreytt.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu það hins vegar að reka
ætti sameinaðan háskóla sem einka-
hlutafélag. Átöldu þeir hve skammur
tími hefði verið gefinn til umfjöllunar
en gert er ráð fyrir því að nýr háskóli
taki til starfa eftir fjóra mánuði.
Vildu að umræðu yrði frestað
JÓHANNA Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, hefur
lagt fram á Alþingi þingsályktunar-
tillögu um siðareglur fyrir alþingis-
menn. Meginefni tillögunnar er eft-
irfarandi:
„Alþingi ályktar að fela forsætis-
nefnd að móta siðareglur fyrir al-
þingismenn. Nefndin hafi til hlið-
sjónar siðareglur annarra þjóðþinga.
Reglurnar verði lagðar fram í formi
þingsályktunartillögu í upphafi nýs
þings næsta haust.“
Meðflutningsmenn Jóhönnu eru
Margrét Frímannsdóttir, Samfylk-
ingu, Jónína Bjartmarz, Framsókn-
arflokki, Ögmundur Jónasson,
Vinstri grænum og Guðjón A. Krist-
jánsson, Frjálslynda flokknum.
Í greinargerð segir m.a. að rétt og
eðlilegt sé að þingmenn setji sér
siðareglur líkt og ýmsar aðrar
starfsstéttir
Setji sér
siðareglur