Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Benedikta Ingi-björg Þorláks-
dóttir fæddist í Hafn-
arfirði 16. febrúar
1911. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 6. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þorlákur Benedikts-
son, f. 25. ágúst 1886,
d. 7. des. 1968, og
Valgerður Anna
Bjarnadóttir, f. 26.
sept. 1890, d. 27. júní
1945. Systkini Bene-
diktu voru Elka Guð-
björg, f. 23. jan. 1915, d. 15. maí
1992, og Guðmundur, f. 19. mars
1920, d. 25. mars 2000.
Benedikta giftist 9. okt. 1938
Ólafi Tómassyni, stýrimanni hjá
Eimskipafélagi Íslands, síðar full-
trúa hjá Pósti og síma, f. 11. júlí
1908, d. 26. des. 1977. Dætur
þeirra eru: 1) Ólafía Hrönn, f. 11.
mars 1939, gift Sigurbirni Valde-
marssyni, börn þeirra eru: a)
Benedikt, kvæntur Guðrúnu
Kristjánsdóttur, börn þeirra eru:
Björn Andri, Atli
Steinn og Borg
Dóra, b) Helga
Hrönn, gift Guð-
mundi Óskarssyni,
börn þeirra eru:
Stefán Óli og Birta
Lind, c) Margrét,
gift Mustapha Mo-
ussaoui, barn þeirra
er Adam. 2) Gerður,
f. 30. mars 1943, d.
24. jan. 1986, giftist
Ásgeiri M. Jónssyni,
börn þeirra eru: a)
Ólafur Jón, kvæntur
Maríu Pílar Gómez,
börn þeirra eru: Axel Markús og
Kristrún María, b) Gerður Rós,
gift Sigurði Heiðari S. Wiium,
börn þeirra eru: Sigurður Jóel,
Sandra Rós og Karin Rós.
Benedikta útskrifaðist frá
Hjúkrunarskóla Íslands 1935 og
vann við hjúkrun í nokkur ár. Síð-
astliðið ár bjó hún á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Útför Benediktu
verður gerð frá Vídalínskirkju í
Garðabæ í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Benna fæddist í Hafnarfirði og
Benna lést í Hafnarfirði, eða amma
Benna eins og þú varst kölluð af
okkur í fjölskyldunni. Þú varst alltaf
Hafnfirðingur þótt þú byggir lengst-
an tíma af ævi þinni í Reykjavík og
Garðabæ. Mig langar til að þakka
þér umhyggju þína og hjálp við okk-
ur börnin þín stór og smá, og hvað
þið Óli voruð samhent í því meðan
hans naut við. Þú varst orðin veik,
þreytt og háöldruð kona í lokin og
þráðir hvíldina. Blessuð sé minning
þín.
Þinn tengdasonur,
Sigurbjörn.
Elsku amma mín. Það er með
söknuði í hjarta sem ég sest niður til
að skrifa þessi kveðjuorð. Eftir að
hafa átt þig að alla ævi er það svo
skrítið að vera án þín. En í hjarta
mínu er jafnframt djúpt þakklæti,
þakklæti til Guðs að hafa átt þig sem
ömmu mína, alltaf svo kærleiksrík
og dugleg.
Ég minnist sérstaklega þess tíma
þegar ég sem strákur dvaldi oft
löngum stundum hjá þér og afa á
heimili ykkar í Bergstaðastræti 11.
Það var gott heimili þar sem gott var
að vera. Heimilishaldið til fyrir-
myndar og þú sást alltaf til þess að
manni liði vel og hefði nóg að bíta og
brenna. Ég man svo vel eftir
skvaldrinu úr eldhúsinu, potta-
glamrinu og óminum úr útvarpinu.
Páfagauknum Haddí sem vissi ná-
kvæmlega klukkan hvað afi kæmi
heim úr vinnunni og flögraði þá til
hans og settist á kollinn á honum. Og
elsku afi, sem ég á svo góðar minn-
ingar um, sérstaklega man ég eftir
sögunum sem hann las fyrir mig svo
oft áður en ég fór að sofa. Á föstu-
dögum fékk ég oftar en ekki að
hlaupa út í lúgusjoppuna sem stað-
sett var rétt hjá gamla Borgarbóka-
safninu til að kaupa eina Spur og
smá bland í poka til að maula með
svarthvítu bíómyndinni um kvöldið.
Þetta voru góðir dagar.
Fljótlega eftir andlát afa fluttir þú
á Kleppsveginn. Þangað vandi ég
komur mínar reglulega. Þar spjöll-
uðum við saman um heima og geima
og þú sem endranær hafðir ávallt
ákveðnar skoðanir á hlutunum. En
hvort sem við vorum sammála eða
ósammála sá maður ætíð hvað bjó í
hjarta þínu, umhyggja og kærleiki.
Oftar en ekki spjölluðum við saman
yfir soðinni ýsu eða kjötbollum sem
þú hafðir matreitt af kostgæfni því
þú gættir þess vandlega að ég færi
aldrei frá þér svangur.
24. janúar 1986 var erfiður dagur.
Þú misstir dóttur þína og ég hana
mömmu. Á meðan á veikindum
mömmu stóð og eftir andlát hennar
sýndir þú umhyggju þína í minn
garð og systur minnar sem aldrei
fyrr. Oftar en ekki dvaldir þú hjá
okkur í Mosó, sérstaklega meðan
pabbi var erlendis að fljúga. Alltaf
dugleg og ósérhlífin varstu okkur
fyrirmynd, þú gekkst okkur í móð-
urstað.
1990 keyptir þú fallega íbúð fyrir
eldri borgara í Kirkjulundi 8 í
Garðabæ. Þar bjóst þú til ársins
2003, eða svo lengi sem heilsan
leyfði. Heyrnin og sjónin voru farin
að gefa sig, einnig áttir þú það til að
fá svimaköst. Það getur sjálfsagt
enginn nema sá sem reynt hefur vit-
að hvað það er að geta ekki lesið
lengur eða horft á sjónvarpið, varla
hlustað á útvarp. Geta ekki notið
þess að vera innan um fjölskylduna
því að öll hljóð runnu saman í eitt.
Á Hrafnistu í Hafnarfirði áttir þú
þína síðustu daga. Þú varst fædd í
Hafnarfirði og þar vildir þú líka eiga
þitt ævikvöld. Ég man einu sinni
þegar ég kom til þín í heimsókn og
spurði hvort þig vantaði eitthvað úr
búðinni. Þú svaraðir um hæl og
sagðir: „Sjón og heyrn, það væri
fínt.“ Þetta sagðir þú við mig í létt-
um tón en undir niðri lá alvaran.
Alla þína ævi hefur dugnaður og
hjálpsemi einkennt líf þitt. Ég veit
að þessir síðustu mánuðir voru þér
efiðir því þér fannst sem þú værir
ekki lengur til nokkurs gagns. En,
elsku amma, nú er ævistarfi þínu
lokið, líf þitt hefur verið sem opið
bréf lesið af mörgum til eftirbreytni.
Í hjarta mínu lifir þú áfram sem
vitnisburður og í hjarta þeirra sem
þekktu þig. Ég sakna þín en syrgi
þig ekki eins og þeir sem ekki hafa
von, ég kveð þig að sinni þar til við
sjáumst á ný á betri stað ásamt afa
og mömmu.
Þinn dóttursonur,
Ólafur Jón.
Hún amma mín er dáin. Hún fékk
nú að fara, loksins hefði hún líklega
orðað það. Síðustu misserin voru
erfið og hún aldrei sátt við að tapa
sínum eiginleikum að sjá og heyra
vel það sem var að gerast í umhverf-
inu hjá henni. En í dag getum við öll
hugsað til þess að hún er komin á
betri stað – henni líður miklu betur.
Fyrstu minningarnar um ömmu
eru tengdar við Bergstaðastræti.
Þar bjuggu amma og afi fyrstu árin
sem ég man eftir og í gegnum öll
menntaskólaárin mín. Þær voru
margar heimsóknirnar og þarna
hittumst við barnabörnin oft og lék-
um okkur í stigaganginum frammi.
Einnig var það svo gott að geta skot-
ist stutt til ömmu þegar tími gafst til
á menntaskólaárunum.
Það var svo mikill munur að koma
og hitta ömmu síðustu fáein árin
miðað við þau mörgu sem á undan
höfðu runnið sitt skeið. En alltaf var
það gott og móttökurnar voru alltaf
á sama veg. Það var sama hvort
maður var lítill polli að koma í ömmu
og afa heimsókn, á unglingsárunum
að skjótast eftir skóladaginn í
menntaskólanum eða þegar fjöl-
skyldan mín tók að stækka og við
komum í heimsóknir til Íslands.
Alltaf var gott að koma og hitta
ömmu, enginn slapp án þess að fá
kaffi eða annan drykk og nóg af
meðlæti. Það er líka klárt að amma
hafði sínar skoðanir á ýmsum hlut-
um og það var góð æfing að rabba
um hin ýmsu mál. Eitt af því sem við
spjölluðum alltaf um var Ísland – og
það að búa á Íslandi – en þar lágu
leiðir okkar ekki alltaf saman. Auð-
vitað var þetta allt í góðu gríni en hjá
ömmu var alltaf alvöru undirtónn í
röddinni sem sagði: Þú verður nú að
minnsta kosti að eiga heima á Ís-
landi líka.
Eitt af því sem gladdi mig og fjöl-
skylduna mína var að fá hana ömmu
í heimsókn til okkar í útlöndum. Sér-
staklega man ég vel eftir heimsókn
hennar til Lúxemborgar, stuttu eftir
að við fluttum þangað 1995.
Við áttum góðar stundir, ferðuð-
umst um löndin í kring og spjölluð-
um að sjálfsögðu um þá „ömmustað-
reynd“ að best væri nú samt að búa
á Íslandi. Ég veit að amma var sátt
við þessar æfingar okkar, þó að það
tæki alltaf sinn tíma í spjallinu í
hvert skipti sem við fluttum á milli
landa og kannski sérstaklega þegar
við færðum okkur núna sunnar í álf-
unni. En hún vissi að okkur öllum
leið og líður vel og það var henni
mikilvægast. Við brostum saman að
þessari farmennsku minni, enda er
það nú heldur ekki óvenjulegur þátt-
ur í fjölskyldunni.
Í lok langrar og góðrar ferðar
ömmu minnar eru helstu hugsanirn-
ar þakkir og góðar stundir. Hún
fékk að njóta góðrar heilsu lengst af
og þannig verður minningin mín í
framtíðinni. Takk fyrir, amma mín.
Benedikt Sigurbjörnsson.
Ég kynntist ömmu Bennu fyrst
þegar hún bjó ennþá í Bergstaða-
strætinu. Hún tók mér alltaf sem
einu af barnabörnunum sínum, enda
hef ég kallað hana ömmu Bennu frá
fyrstu tíð. Okkur Benna fannst oft
gaman að spjalla við hana um heima
og geima og fundum þá oft fyrir
hversu mikið tímarnir breytast. Hún
var af töluvert annarri kynslóð en
við og ég tel það hverjum og einum
hollt að staldra við og átta sig á hvað
við lifum í miklum hraða. Ættjarðar-
ást Bennu var gríðarlega sterk. Hún
átti mjög erfitt með að skilja flandur
okkar með fjölskylduna milli landa.
Hún lifði alltaf í voninni um að við
myndum sjá að okkur og koma heim.
Hún var frábærlega hress fram yfir
níræðisaldurinn, fór allra sinna
ferða sjálf og bakaði pönnukökur í
hvert sinn sem hún átti von á hers-
ingunni í heimsókn. Það var einnig
ósjaldan að hún bauðst til að létta
undir með afmælisveislum barnanna
með því að koma með pönnsur. Hún
hefur loks fengið frið og eins og
Borg Dóra (6 ára) sagði: „Nú hlýtur
hún bæði að sjá og heyra betur.“
Við þökkum góðar stundir. Megi
hún hvíla í friði.
Guðrún Kristjánsdóttir.
Sinna verka,
nýtur seggja hver;
sæll er sá er gott gerir.
Heimur okkar breytist dag frá
degi. Það sem var er ekki lengur.
Vinir kveðja einn af öðrum og
halda til samfunda við ástvini, sem
áður eru farnir yfir móðuna miklu.
Stundin sem beðið var eftir er loks
upprunnin.
Í minningunni glóir á ljúfar og
góðar stundir sem ylja okkur.
Vorum við nógu forvitin um tím-
ana þegar Benedikta og hennar fólk
voru að alast upp í Firðinum? Tíma
erfiðleika, fátæktar og þrotlausrar
lífsbaráttu?
Dugnaður þeirra sem á undan
hafa gengið hefur rutt brautina fyrir
niðjana, sem nú reynir á að verði
gæfusmiðir framtíðar.
Ung að árum hóf Benna nám í
hjúkrun, og meðal annarra vinnu-
staða var Vífilsstaðaspítali, sem varð
vettvangur kynna hennar og verð-
andi eiginmanns, Ólafs Tómassonar,
stýrimanns. Þau eignuðst tvær dæt-
ur, Ólafíu Hrönn og Gerði.
Gæfuhjólið snerist með þeim í
löngu og farsælu hjónabandi. Heim-
ili þeirra var búið gestrisni og hlýju
sem við nutum ríkulega og var ávallt
tilhlökkunarefni að hitta þau hjón og
njóta við þau samvista. Ólafur mikill
heimsmaður og fróður, óspar á að
gefa öðrum sýn inn í heim hins
siglda manns.
Benna var hógværa hlýja
myndarhúsmóðirin, sem bjó manni
sínum friðsamlegt og fallegt heimili,
sem þau opnuðu vinum og vanda-
mönnum. Þær voru ófáar veislurnar
sem við þáðum og eftirminnilegar.
Hamingjan bjó lengi í húsi þeirra.
En sorgin gleymir engum. Ólaf
mann sinn missti Benna 1977. Og
svo yngri dótturina 1986 úr illvígum
sjúkdómi frá tveimur börnum. Sá
mikli missir setti mark á ástríka
móður og ástvini, en nú hefst nýtt líf
hjá Bennu, þar sem allt verður nýtt
og betra á ný.
Fjölskyldunni vottum við samúð
okkar við missi ættmóður, en sam-
gleðjumst að þrautum hennar er nú
lokið.
Að leiðarlokum viljum við þakka
velvilja og vinarhug þeirra hjóna á
lífsleiðinni og biðjum Bennu sællar
farar og góðrar heimkomu.
Valgerður og Hreinn
Bergsveinsson.
BENEDIKTA
ÞORLÁKSDÓTTIR
Mig langar að minn-
ast Guðbjargar Guð-
mundsdóttur með örfá-
um orðum. Við unnum í
fjöldamörg ár fyrir sama málefni,
það er að styðja sjúka til sjálfsbjarg-
ar. Þegar ég kom ung stúlka til starfa
á skrifstofu SÍBS komst ég smátt og
smátt í kynni við umboðsmenn sam-
takanna víðs vegar um land. Þau
kynni urðu mismikil eftir fjarlægð og
hugsanlega líka stærð umboða. Sum-
ir umboðsmenn komu oft á aðalskrif-
stofu samtakanna aðrir sjaldan eða
aldrei. Alltaf voru tengslin þó sterk á
þessum árum og eitt átti þetta fólk
sameiginlegt, það var allt saman þýð-
GUÐBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Guðbjörg Guð-mundsdóttir
fæddist á Stóru-
Drageyri í Skorradal
7. október 1929. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli að
morgni 1. febrúar
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
7. febrúar.
ingarmiklir hlekkir í
sterkri keðju hugsjóna-
fólks sem barðist fyrir
betra lífi sjúkra á Ís-
landi. Umboðið á Grett-
isgötu 26 var sterkt
umboð. Fyrst þegar ég
man eftir var það rekið
af Halldóru Ólafsdóttur
en Guðbjörg starfaði þá
þegar með henni. Hall-
dóra var umsvifamikil
kona og áberandi dugn-
aðarforkur en Guð-
björg stóð ævinlega til
hlés. Samt var það svo
undarlegt að maður tók
strax eftir henni. Hún var svo sterk-
ur persónuleiki. Ekkert var henni
jafnóljúft eins og það að láta á sér
bera. Hún vildi vinna sín verk óáreitt
og í friði fyrir augum heimsins. Eftir
fráfall Halldóru rak Guðbjörg um-
boðið í litlu versluninni í kjallara
hússins við Grettisgötu og þar var
allt í hennar yfirlætislausa stíl. Þessi
hljóðláta allt að því feimna kona vann
þrekvirki á sviði fjáröflunar fyrir
SÍBS og hún vann miklu lengur en
heilsa hennar leyfði. Undirrituð, sem
á þeim tíma var framkvæmdastjóri
Happdrættis SÍBS, ber töluverða
ábyrgð á því hversu Guðbjörg stóð
lengi í fjáröfluninni. Hún var samtök-
unum einfaldlega svo dýrmæt. Þau
máttu ekki missa krafta hennar, já
þá litlu krafta sem hún átti eftir. Og
hún stóð meðan stætt var.
Mér hefur verið sagt að Guðbjörg
hafi gegnt eins konar hlutverki fé-
lagsmálafulltrúa á svæðinu umhverf-
is Grettisgötu 26. Fólk sem átti í
vanda leitaði óhikað til hennar með
hvers kyns úrlausnarefni. Sagt er að
hún hafi séð um lyfjaskammta fyrir
veika nágranna sem ekki gátu ann-
ast slíkt sjálfir. Hún mun hafa gætt
barna úr nærliggjandi götum og bor-
ið ábyrgð á ótrúlegustu málum fólks
auk þess sem hún var sjálfkjörinn
sálusorgari þeirra sem til hennar
leituðu. Þetta var allt unnið í kyrr-
þey, engin orð um það við aðra, ekk-
ert mas eða slúður. Nefndi maður við
hana sjálfa að líklega væri hún ýms-
um betri en enginn, þá leit hún upp
þessum dökku tindrandi augum,
brosti góðlátlega og breytti snarlega
um umræðuefni. Gæfuspor hennar
eða góðverk voru ekki til að bera á
torg. Þeir voru því margir sem leið
áttu niður þrepin í litlu verslunina og
erindin margvísleg. Þar var fólki
ekki vísað frá og alltaf nægur skiln-
ingur og hlýja til að miðla. Þarna var
kona með stórt hjarta en engar kröf-
ur fyrir sjálfa sig. Hún lifði alls ekki
sjálfri sér heldur lifði hún öðrum alla
tíð. Hún bókstaflega gaf öðrum líf
sitt. Ég er þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Guðbjörgu Guðmunds-
dóttur og starfa með henni. Hún var
mikil kona og mannbætandi. Blessuð
sé minning hennar.
Helga Friðfinnsdóttir.
Barn að aldri lýsti ég því einhvern
tíma yfir í heyranda hljóði að ég ætl-
aði að giftast henni Guddu. Eigi man
ég lengur hver ástæðan var fyrir
þessari yfirlýsingu. Var það sælgæt-
ið í búðarborðinu? Prinspólóið og
kókið í ísskápnum?
Nei, ætli það hafi verið hugarþelið,
þessi nærgætni og væntumþykja
sem hún sýndi okkur krökkunum í
nágrenninu. Ég fór að heiman og
stofnaði fjölskyldu en eftir sat
Gudda í búðinni.
Svo liðu árin, ég skildi og kom aft-
ur um tíma. Gudda var ekki búin að
gleyma heitstrengingu minni því
þegar hún Ásta mín átti í fyrsta sinn
erindi í búðina og kynnti sig varð
Guddu að orði: „Og enn má ég
bíða!“
Þegar maður kemur aftur á fornar
slóðir eru það ekki breytingarnar
sem vekja fyrst og fremst athygli
manns heldur einmitt það sem ekki
hefur breyst.
Þegar maður gekk inn í búðina til
Guddu eftir langa fjarveru var það
eins og að fara nokkra áratugi aftur í
tímann. Sami gólfdúkurinn, sömu
leikföngin í hillunum, sömu dúkk-
urnar í glugganum og Gudda hand-
fjatlaði sama trékassann sem
geymdi alla SÍBS-happdrættismið-
ana.
Maður gaut augum á sælgætis-
borðið og bjóst hálft í hvoru við að
finna það sama og var á boðstólum
fyrir nokkrum áratugum.
Ég er sem sagt fæddur og uppal-
inn aðeins tveim húsalengdum frá
búðinni á horni Grettisgötu og
Frakkastígs þar sem Gudda vann
lungann úr ævinni. Og örlögin hög-
uðu því á þann veg að ég flutti í þetta
sama hús og hefi verið þar undan-
gengin tíu ár.
Fyrir fáum árum breyttist búðin
hennar Guddu í kvikmyndaver þeg-
ar Óskar Jónasson og félagar voru
að vinna við gerð myndarinnar
Perlur og svín. Því umstangi tók
hún af sama æðruleysi og öllu öðru í
lífinu.
Gudda var í búðinni meðan þrek
leyfði. Þeir sem helst áttu erindi til
hennar seinni árin voru einstæðing-
ar í nágrenninu og gamlir kunningj-
ar. Parkinsonveiki hrjáði hana sein-
ustu æviárin en nú er þrauta-
göngunni lokið.
Sigurður Jón Ólafsson.