Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STÓRUM ÁFANGA NÁÐ
Stórum áfanga í byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar var náð í gær þegar
þýska fyrirtækið VA TECH hóf upp-
setningu vélbúnaðar í stöðvarhúsi
virkjunarinnar í Valþjófsstaðarfjalli í
Fljótsdal. Er allri jarðvinnu þar lokið
og gangagerð að langmestu leyti og
hefst nú uppsetning véla og tækja
sem Fosskraft annast.
Tvöfalt fleiri
Tvöfalt fleiri hafa sótt um leyfi til
hreindýraveiða fyrir þetta ár en í boði
eru. Hefur orðið sprenging í fjölda
umsækjenda um hreindýraveiðileyfin
á seinustu árum en aldrei hafa þó
borist jafn margar umsóknir og nú.
Áfram ávísað á Cox-lyf
Þegar gigtarlyfið Vioxx var tekið af
markaði hér á landi sl. haust var sjúk-
lingum sem það höfðu tekið áfram
ávísað svokölluðum Cox-lyfjum, sem
Vioxx tilheyrir, þrátt fyrir að alþjóð-
legar lyfjastofnanir hafi einnig varað
við notkun þeirra. Greiðslur Trygg-
ingastofnunar fyrir Vioxx færðust því
yfir á önnur Cox-lyf en ekki aðra teg-
und gigtarlyfja.
SÞ fordæma
Öryggisráð SÞ samþykkti í gær að
fordæma morðið á Rafik Hariri, fyrr-
verandi forsætisráðherra Líbanons,
og lýsti jafnframt yfir áhyggjum og
ótta við, að stöðugleikinn í landinu
gæti farið út um þúfur. Hefur Banda-
ríkjastjórn kallað heim sendiherra
sinn í Sýrlandi og telur nýjar refsiað-
gerðir líklegar kalli Sýrlandsstjórn
ekki heim her sinn í Líbanon.
Y f i r l i t
Morgunblaðinu í dag fylgir kynningar-
blað Vetrarhátíðar í Reykjavík.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
FRÆÐSLUVIKA um geðraskanir
stendur nú yfir í félagsmiðstöðvum
innan Samfés. Fræðsluvikunni, sem
ber yfirskriftina „Geðveikir dagar“,
lýkur um næstu helgi með sölu arm-
banda til styrktar byggingarsjóði
barna- og unglingageðdeildar Land-
spítalans. Á armböndin er greypt
orðið „Geðveikt“ sem hefur öðlast
nýja og jákvæða merkingu í málfari
ungs fólks í dag að sögn Hrafnhildar
Ástþórsdóttur, verkefnisstýru
fræðsluverkefnisins. Hún segir
markmið verkefnisins að kynna geð-
raskanir fyrir unglingum á hlut-
lausan og fræðandi hátt og að ung-
lingarnir leggi sitt af mörkum til
aðstoðar börnum og unglingum sem
haldin eru geðröskunum.
„Við erum með þessu að stuðla að
aukinni þekkingu og fordómaleysi
og hins vegar að þau sýni samhygð
og jafningjahjálp í verki með því að
selja þessi sérstöku armbönd sem
við létum búa til,“ segir Hrafnhildur.
Hún segist eiga von á að það togni
á verkefninu fram í næstu viku,
enda munu margar minni fé-
lagsmiðstöðvar víða um land taka
þátt í fræðsluverkefninu. Alls eru 87
félagsmiðstöðvar innan Samfés.
Selja armbönd
um næstu helgi
Unglingarnir í félagsmiðstöðvum
Samfés munu leggja sitt af mörkum
með því að selja armböndin um
næstu helgi. Í gær var fyrsta arm-
bandið hins vegar afhent Dorrit Mo-
ussaieff forsetafrú á blaðamanna-
fundi í Hinu húsinu í Reykjavík, en
hún hefur sýnt velferð barna mikinn
áhuga. Sagðist hún vonast til þess að
söfnunin næstu helgi gengi vel.
Hrafnhildur segir mikla þörf vera
á verkefni sem þessu, enda hafi geð-
sjúkdómar verið mikið bannorð í
gegnum tíðina. „Unglingar vita að
vissu leyti mjög lítið um geðrask-
anir,“ segir Hrafnhildur og bætir
því við að hlutir eins og þunglyndi,
kvíðaraskanir, ofvirkni, athygl-
isbrestur o.fl. hafi verið mikið í um-
ræðunni að undanförnu. Hún bendir
á að það sé jafnmikið hlutverk fé-
lagsmiðstöðvanna að fræða ung-
lingana og að vera afþreyingarvett-
vangur.
Í tilefni vikunnar hafa unglingar
og starfsmenn félagsmiðstöðvanna
skipulagt tónleika, fræðslufyr-
irlestra, kvikmyndasýningar, böll og
margt fleira.
Vilja auka þekkingu og
draga úr fordómum
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigríður Eyþórsdóttir, yfiriðjuþjálfi BUGL, Linda Udengård, formaður Samfés, Dorrit Moussaieff forsetafrú,
Oddrún Magnúsdóttir, sem kom fram fyrir hönd unglinga, og Hrafnhildur Ástþórsdóttir, verkefnisstýra.
Fræðsluvikan „Geðveikir dagar“ haldin í félagsmiðstöðvum
HÁ álagning á vínveitingahúsum hef-
ur veruleg áhrif á hátt áfengisverð
hér á landi og áfengisgjaldi, sem
rennur í ríkissjóð, er ekki hægt að
kenna einu um. Þannig kemur 60% af
útsöluverði bjórs á vínveitingahúsi í
hlut seljandans, en innkaupsverðið er
aðeins 6% af verðinu og áfengisgjald-
ið 11%. Með sama hætti kemur 51%
af útsöluverði rauðvíns í hlut vínveit-
ingahússins, en innkaupsverðið er
14% af verðinu og áfengisgjaldið 12%.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
samgönguráðuneytið hefur látið
vinna í þessum efnum, þar sem könn-
uð er samsetning á útsöluverði á
áfengi hér á landi í Áfengis- og tób-
aksverslun ríkisins og í veitingahús-
um.
Fram kemur að áfengisgjald hér á
landi er það hæsta í Evrópu og hvergi
nema í Noregi er áfengisgjald svipað
og hér á landi. Ef horft er til útsölu-
verðs áfengis í ÁTVR er áfengis-
gjaldið 43% af bjór sem kostar 159
kr., eða 69 kr. Innkaupsverðið er
tæpar 37 krónur eða 23% af verðinu.
Þá er þriðjungur af verði rauðvíns-
flösku sem kostar 1.390 kr. eða 465
krónur, áfengisgjald og 540 kr. eða
39% er innkaupsverðið.
Innkaupsverð 37 kr. af 600 kr.
Þegar útsöluverð á vínveitingahús-
um er hins vegar skoðað kemur í ljós
að af bjór sem kostar þar 600 kr. er
354 kr. eða 60% álagning vínveitinga-
hússins, innkaupsverðið er tæpar 37
kr. eða 6% og áfengisgjaldið 69 kr.
eða 11%.
Af rauðvíni sem kostar 3.890 kr. er
álagning vínveitingahússins 2.008 kr.
eða 51%, innkaupsverðið er 540 kr.
eða 14% og áfengisgjaldið er 465 kr.
eða 12%.
Útsöluverð á vodkaflösku er á vín-
veitingahúsi 10.500 kr. Þar af fer
5.927 kr. eða 56% í hlut vínveitinga-
hússins, áfengisgjaldið er 1.982 kr.
eða 19% og innkaupsverðið er 480 kr.
eða einungis 5% af endanlegu verði.
„Hægt er að fullyrða að hátt áfeng-
isverð á Íslandi er ekki aðeins áfeng-
isgjaldinu að kenna. Há álagning á
vínveitingahúsum hefur hér veruleg
áhrif. Engin afstaða er tekin til þess
hvort sú álagning sé eitthvað óeðlileg.
Á Íslandi er frjáls samkeppni og
frjáls álagning þannig að verðlagning
áfengis hlýtur að taka mið af mark-
aðnum á hverjum tíma. Ef lækka á
áfengisverðið á Íslandi verða hags-
munaaðilar, bæði ríkið og handhafar
vínveitingaleyfa, að taka höndum
saman í þeim efnum með því að
lækka bæði áfengisgjaldið og álagn-
ingu hjá veitingahúsunum,“ segir
meðal annars í niðurstöðuorðum
skýrslunnar.
Hluti álagningar er 60% af bjórverði á veitingahúsi
Innkaupsverð bjórs er
6% af endanlegu verði
!
!"
#$
%#
% &%
" !'
'!
(
)
*# !&
+,
)
*!
(,
-!
!# &
(
! # !&
,
+
(
,
!
"! %#
% &%
" !'
'!
(
)
+
*# !&
(
)
,
*!
(
-!
!# &
. !
" %/
(
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
sjö manns, fimm karlmenn og tvær
konur, vegna innflutnings á 1.000
e-töflum og 130 grömmum af kók-
aíni í ársbyrjun 2004. Málið var
þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í
gærmorgun.
Karlmennirnir fimm eru ákærðir
fyrir að standa saman að innflutn-
ingnum, önnur konan fyrir að taka
við sendingu sem hún taldi að inni-
héldi fíkniefnin og fyrir pen-
ingaþvætti og hin fyrir að taka við
90.000 krónum úr hendi eins
ákærða, unnusta síns, sem hún vissi
að var afrakstur af fíkniefna-
viðskiptum hans.
Í ákærunni kemur fram að lög-
regla lagði hald á fíkniefnin í af-
greiðslu Íslandspósts í Keflavík
hinn 5. febrúar. Þangað sótti konan
sendinguna með fíkniefnunum og
fór með hana á heimili sitt þangað
sem einn karlmannanna sótti hana
síðar sama dag. Hann fór þaðan
með sendinguna á heimili sitt og
varð þess þá var að fíkniefnin höfðu
verið fjarlægð úr sendingunni.
Auk fíkniefnanna sem voru í
sendingunni var lagt hald á ýmis
önnur fíkniefni sem fundust á heim-
ilum eða í bifreiðum fjögurra hinna
ákærðu, m.a. amfetamín og kókaín
auk 8,40 ml af vökva og 78½ töflu af
karlhormónum með anabólískri
verkun.
Ákært fyrir inn-
flutning á um
1.000 e-töflum
GÆSLUVARÐHALD tæplega þrí-
tugs manns sem játaði að hafa orðið
eiginkonu sinni að bana í íbúð þeirra
í Hamraborg í Kópavogi aðfaranótt
1. nóvember sl. var í gær framlengt
til 15. apríl næstkomandi.
Gæsluvarðhald mannsins rann út í
gær en lögreglan í Kópavogi fór
fram á framlengingu þess og féllst
Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna
í gærmorgun. Rannsókn málsins er
ólokið hjá lögreglu.
Gæsla fram-
lengd vegna
manndráps
ÍSLENDINGURINN og Norðmenn-
irnir tveir sem björguðust þegar
fiskiskip sökk úti fyrir strönd Sóm-
alíu á austurströnd Afríku sl. mið-
vikudag eru væntanlegir með
fyrsta flugi frá landinu, væntanlega
á fimmtudag.
Að sögn Geirs Solvåg, fram-
kvæmdastjóra hjá Ervik Havfiske,
útgerðarfélagi skipsins, varð mis-
skilningur þess valdandi að mönn-
unum varð haldið lengur í Sómalíu
en efni stóðu til. Geir sagði í samtali
við Morgunblaðið að gert hefði ver-
ið ráð fyrir að mennirnir héldu
heim í fyrradag en vegna misskiln-
ings eða seinagangs hjá stjórnvöld-
um í Puntlandi, sem er í norður-
hluta Sómalíu, hefði ekkert orðið af
því. Nú væri gert ráð fyrir að menn-
irnir kæmust frá landinu á fimmtu-
dag eða með fyrsta flugi þaðan.
Geir kvaðst ekki hafa öruggar
upplýsingar um orsök þess að fiski-
skipið Marie sökk. Hann vissi þó að
vélarrúmið hefði fyllst af sjó en
ekki væri vitað hvað olli því. Í
fyrstu fréttum af slysinu var sagt að
15 manns hefði verið bjargað en
Geir sagði að síðar hefði komið í
ljós að þeir voru 16. Eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær var öll-
um um borð bjargað.
Íslenska sendiráðið í Osló hefur
verið í sambandi við norsku utan-
ríkisþjónustuna. Samkvæmt upp-
lýsingum frá utanríkisráðuneytinu
þykir Norðmönnum engin ástæða
til þess að blanda sér í málið.
Fer með
fyrsta flugi
frá Sómalíu
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Viðskipti 12/13 Umræðan 24/25
Erlent 14/15 Minningar 28/36
Höfuðborgin 17 Hestar 25
Akureyri 18 Dagbók 40/43
Suðurnes 19 Kvikmyndir 44
Landið 18/19 Fólk 44/49
Daglegt líf 20/21 Bíó 46/49
Listir 22 Ljósvakar 50
Forystugrein 26 Veður 51
* * *