Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 Kr. 39.900 Fallegar, ódýrar fermingargjafir Kr. 29.900 Kr. 19.500 Kr. 22.500 Kommóður, snyrtiborð og stólar í úrvali www.1928.is Haltu bara áfram að lemja á Dóra, Össi litli, ég skal líta eftir formannsstólnum, góði. Hjarta- og æðasjúk-dómar kosta vel-ferðarkerfi Evr- ópu 233 milljarða evra árlega, sem samsvara um 19 þúsund milljörðum ís- lenskra króna eða 19 billj- ónum. Þetta kemur m.a. fram í handbók sem evr- ópsku hjartasamtökin (European Heart Net- work-EHN) gáfu nýverið út í samvinnu við bresku hjartasamtökin og Háskól- ann í Oxford. Miða þessar tölur við bæði beinan og óbeinan kostnað sem rekja má til hjarta- og æðasjúk- dóma. Í bókinni er sýnt fram á kostnað hjarta- og æða- sjúkdóma á hagkerfið í Evrópu, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem tölur af þessu tagi eru teknar sam- an. Talið er að árlegur beinn kostn- aður heilbrigðiskerfisins í Evrópu vegna hjarta- og æðasjúkdóma nemi um 169 milljörðum evra eða um 14 þúsund milljörðum króna. Í viðbót við framangreindan beinan kostnað af hjarta- og æða- sjúkdómum er ótalinn óbeinn kostnaður sem samfélagið borgar vegna vinnutaps og minni fram- leiðslugetu sem áætlað er að nemi árlega 35 milljörðum evra eða um 2.800 milljörðum króna. Einnig er ótalinn kostnaður sem þjóðfélagið greiðir vegna umönnunar sjúk- linga utan heilbrigðiskerfisins. Talið er að árlegur kostnaður þess nemi 29 milljörðum evra eða um 2.300 miljörðum króna. Engar tölur hafa verið teknar saman á Íslandi yfir kostnað af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Samkvæmt skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands frá 2000, sem vitnað er til í fylgiskjöl- um við Heilbrigðisáætlun til ársins 2010, kemur fram að bandarísku hjartaverndarsamtökin hafa reiknað út kostnað af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi og samkvæmt þeim útreikningum er árlegur kostnaður af völdum þessara sjúkdóma í kringum 326,6 milljarðar dollara. Með mann- fjöldatölur á Íslandi og í Banda- ríkjunum og tíðnitölur á dauðsföll- um vegna kransæðasjúkdóma og heilablóðfalla bæði hér á landi og í Bandaríkjunum er gróflega hægt að umreikna þessar fjárhæðir í ís- lenskar fjárhæðir. Samkvæmt þeim útreikningum er árlegur þjóðfélagslegur kostnaður vegna hjarta- og æðasjúkdóma 11,8 millj- arðar íslenskra króna. Inn í þess- um tölum er allur kostnaður heil- brigðisþjónustu sem og lyfja auk tapaðrar framleiðni af völdum sjúkleika og hærri dánartíðni. Þess má geta að samkvæmt upplýsing- um Tryggingastofnunar ríkisins námu útgjöld TR vegna hjarta- og æðasjúkdóma tæpum 1,2 milljörð- um króna árið 2002 og rúmum 1,3 milljörðum árið 2003, en það er í kringum 22% af heildarlyfjaút- gjöldum TR. Herjar á fólk á besta aldri Samkvæmt upplýsingum hand- bókarinnar eru hjarta- og æða- sjúkdómar þeir sjúkdómar sem draga flesta til dauða í Evrópu, en árlega deyja yfir 4,35 milljónir Evrópubúa af hjarta- og æðasjúk- dómum. Einnig kemur fram að fleiri konur deyja vegna hjarta- og æðasjúkdóma en karlar. Eru lík- urnar á að að deyja vegna hjarta- og æðasjúkdóma mun meiri hjá þeim sem búa í Mið- og Austur- Evrópu samanborið við Norður- og Vestur-Evrópu. Dánartíðni vegna þessara sjúkdóma eru síðan hærri í Vestur-Evrópu en í Suður- Evrópulöndunum. Að sögn Ástrósar Sverrisdóttur, fræðslufulltrúa Hjartaverndar, eru hjarta- og æðasjúkdómar enn ein algengasta dánarorsökin hér- lendis, en árlega deyja um 500 Ís- lendingar af völdum þeirra. Að- spurð hvernig kynjaskiptingin sé hérlendis segir hún hana nokkuð jafna, en konur virðast almennt frá hjarta- og æðasjúkdóma um tíu ár- um seinna en karlar. Hún bendir á að hjarta- og æðasjúkdómar herja á fólk á besta aldri, oft öllum að óvörum. Forstig undirliggjandi æðakölkunar og háþrýstings geta verið einkennalaus og því segir hún mikilvægt að fólk láti mæla helstu mælanlegu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma ekki seinna en um fertugt og fyrr ef ættarsaga er til staðar. Samkvæmt tölum Landspítala – háskólasjúkrahúss voru gerðar rúmlega þúsund hjartaþræðingar og um 620 kransæðavíkkanir árið 2003, sem að mati Guðmundar Þorgeirssonar, hjartalæknis á LHS, er nálægt því að sinna þeirri þörf sem fyrir hendi er. Hann segir hlutföllin milli fjölda kransæðaað- gerða og kransæðavíkkana annars vegar og skurðaðgerða hins vegar hafa verið að breytast á síðustu ár- um. Þannig sé þróunin sú að sjúk- lingar sem áður fóru í skurðað- gerðir fari nú í kransæðavíkkun, sem feli í sér minna inngrip og styttri spítalalegu. Spurður hvern- ig hann telji þörfina fyrir aðgerðir verða á komandi árum segir Guð- mundur erfitt að spá fyrir um það, enda sé um að ræða flókið sampil þar sem m.a. sé horft til aldurs og reykinga fólks. Fréttaskýring | Þjóðfélagslegur kostn- aður vegna hjarta- og æðasjúkdóma Herja jafnt á bæði kynin Í kringum 22% af heildarlyfjaútgjöldum TR fara í hjarta- og æðasjúkdómalyf Reykingar margfalda áhættuna á að deyja úr kransæðastíflu. Ennþá algengasta dánarorsökin hérlendis  Árlegur beinn kostnaður heil- brigðiskerfisins í Evrópu vegna hjarta- og æðasjúkdóma er tal- inn nema um 169 milljörðum evra eða um 14 þúsund millj- örðum króna. Reikna má með að heildar þjóðfélagslegur kostn- aður vegna hjarta- og æðasjúk- dóma hérlendis nemi tæpum 12 milljörðum. Áætlað er að samtals um 500 Íslendingar látist árlega af völdum þessara sjúkdóma sem eru enn algengasta dán- arorsökin. silja@mbl.is BRESKA dagblaðið Sunday Mail hefur greint frá því að breskur ríkis- starfsmaður seldi jurtina Salvia Divinorum til Íslands en úr plönt- unni er unnið fíkniefni sem hefur verið lýst sem löglegum staðgengli kannabisefna. Plöntunnar er ekki getið í reglugerð um ávana- og fíkni- efni og er meðferð þess því ekki bönnuð hér á landi. Lögregla hefur ekki orðið vör við neyslu þess. Salvia Divinorum er ekki heldur bönnuð í Bretlandi en skv. frétt Sunday Mail hefur breska innan- ríkisráðuneytið áhuga á því að banna plöntuna, líkt og gert hafi verið í Ástralíu, Danmörku og Finn- landi. Það gæti hins vegar tekið mörg ár að koma því á. Fregn Sunday Mail fjallar því ekki um afskipti lögreglu af ríkis- starfsmanninum heldur þóttist blaðamaður þess ætla að kaupa af honum nokkra skammta og féllst hann á að selja honum plöntu og nokkur þurrkuð lauf á 25 pund, um 3.000 íslenskar krónur. Ríkisstarfs- maðurinn sagði honum að áhrifin af Salvia Divinorum væru svipuð og af kannabis og LSD en lögreglan léti hann hins vegar alveg í friði. Þá fengju menn ekki timburmenn af því að reykja eða tyggja plöntuna, en þannig er hennar neytt. Hann viður- kenndi þó að Salvia væri hugsanlega hættuleg. Í fréttinni kemur fram að neyt- endur hafi þjáðst af ofskynjunum, sjóntruflunum og geðsjúkdómum. Stórir skammtar af efninu geta valdið meðvitundarleysi og tapi á skammtímaminni. Sé efnið notað í langan tíma geti það leitt til þung- lyndis, ofsóknarkenndar og endur- hvarfa. Sérfræðingur í fíkniefnum hjá Háskólanum í Glasgow segir að skammtímaáhrif Salvia Divinorum séu stórlega ofmetin, í raun sé þetta svikamylla. „Þú getur fengið sömu áhrif með því að drekka nokkra kaffibolla. Á hinn bóginn er neyslan hættuleg þar sem rannsóknir skort- ir á fylgikvillum sem neysla Salvia Divinorum veldur.“ Breskur ríkisstarfsmaður seldi fíknijurt til Íslands GERT er ráð fyrir að ljúka viðtölum við þá 10 umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps á morgun, fimmtudag, og skila umsögnum um þá til útvarpsráðs sem metur þá á fundi sínum 1. mars. Bogi Ágústsson, yfirmaður frétta- sviðs, og Guðbjörg R. Jónsdóttir starfsmannastjóri eru þessa dagana að ræða við umsækjendurna og munu umsagnir þeirra liggja fyrir þegar útvarpsráð heldur næsta fund sinn. Að loknu mati hjá útvarpsráði fer málið til útvarpsstjóra sem ræð- ur fréttastjóra. Fréttastjóra- efni í starfs- viðtölum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.