Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR F rá því að Íslensku tón- listarverðlaunin voru fyrst veitt fyrir rösk- lega tíu árum hafa þau jafnan vakið um- tal, stundum úlfúð. Tónlist er mik- ið tilfinningamál, hvort heldur um er að ræða flytjendur eða hlust- endur, og þegar hún er svo sett upp í keppnisform er eins og verið sé að varpa olíu á eld. Til eru þeir sem telja verð- launaafhendingar fyrir „árangur“ í tónlist fráleitar og einnig eru til þeir sem einblína fast á hvers kyns lista og verðlaun sem einasta mælikvarð- ann á hvað er gott og hvað vont í þeim efnum. Einhvers konar milli- vegur er þó affarasælastur, því að þótt það sé í eðli sínu ekki hægt að keppa í tónlist er það „duldi“ til- gangurinn sem skiptir öllu máli. Athygli er vakin á tónlistinni, fólk heyrir af henni og um hana og viss hvatning fylgir svona viðburði. Helsta sönnunin fyrir þessu er Músíktilraunir sem hafa verið öfl- ugt hreyfiafl í íslenskri grasrót- artónlist og fóstrað tugi efnilegra tónlistarmanna allt síðan þær voru fyrst haldnar árið 1982. Íslensku tónlistarverðlaunin þjóna þar með vissum tilgangi en það er ekki þar með sagt að fram- kvæmd þeirra sé hnökralaus, því fer fjarri reyndar. Umfjöllun um tónlist á Íslandi og afskipti af henni lýtur ákveðnu lögmáli sem kennt hefur verið við samfélag nálægðarinnar. Kostir og gallar fylgja þessu ástandi, gallinn er sá helstur að stundum hefur maður á tilfinningunni að maður sitji við 280.000 manna spennuþrungið kvöldverðarborð, þar sem ekkert má segja og menn koma sér undan viðkvæmum og þörfum málefnum líkt og köttur sem trítlar í kringum heitan graut. Oft þróast hlutirnir líka þannig að sami maðurinn er í mörgum – fljótt á litið – ósamrým- anlegum hlutverkum. Höfundur viðhorfs var þannig í einni val- nefndinni fyrir téð tónlistar- verðlaun (listi yfir valnefndir hef- ur verið gerður opinber á www.visir.is), ræddi þá um þau í útvarpi og skrifaði svo fréttir af þeim í þetta blað. Og nú ætlar hann að stíga fram og gagnrýna þau, og megi þetta verða rýni til gagns. Fyrir það fyrsta hagar það sér nokkuð undarlega hvernig staðið er að tilnefningum til verð- launanna. Tónlistarmönnum er þannig gert að skila verkum sín- um í ákveðnu upplagi, fyrir ákveð- inn tíma, og greiða með þeim þátt- tökugjald. Það er því ekki verið að velja bestu útgefnu íslensku plötu ársins, heldur bestu íslensku plöt- una sem skilað hefur verið inn á skrifstofu FÍH í tæka tíð. Þessu til varnar hefur verið sagt að það kosti jú eitthvað að halda hátíðina og þetta sé fyrst og fremst hátíð „bransans“. Þessar röksemdir ganga hins vegar ekki upp því að í kjölfar verðlaunanna er alltaf talað um „besta íslenska“ og „bestu íslensku“ hitt og þetta. „Besta íslenska platan“ frá því í fyrra gæti þess vegna verið niðri í rekka í Tólf tónum, þar sem lista- maðurinn hafði ekki efni á að borga innritunargjaldið. Réttara væri auðvitað að nefnd sæti við það árið um kring að vega og meta allar þær íslensku útgáfur sem teljast opinberar. Þannig væri hægt að finna út úr því hvað kæm- ist næst því að vera „best“ í stað þess að hætta á að það sé hlaupið á hundavaði í gegnum tugi platna nokkrum dögum fyrir þann tíma sem tilnefningar eru gerðar opin- berar. Einnig má setja spurningar- merki við það að aðilar að Samtóni skuli velja sigurvegarana í leyni- legri kosningu. Hér er bæði hætta á að menn velji „sína menn“ auk þess sem aðild að Samtóni er eng- in trygging fyrir því að menn séu að fylgjast sérstaklega grannt með íslensku tónlistarlífi. Þríflokkun popptónlistarinnar í ár var þá tilraun sem gekk engan veginn upp og mikilvægt að hún sé slegin strax af. Líklega var þetta gert til að ota fleiri plötum inn í huga væntanlegra kaupenda, forða poppplötum frá því að týn- ast því að einatt virðist „skrýtna“ tónlistin fá tilnefningar til verð- launa. Fleiri gylltir límmiðar eru þá alltaf líklegir til að fanga grun- lausa kaupendur. Ef áðurnefnd fagnefnd, sem starfaði árið um kring, sæi um að velja plötu ársins ætti ekki að þurfa svona æfingar, því að hún myndi þá sjá um að velja bestu plötu ársins, án tillits til geira og án tillits til þess hvort menn hafi handbært innritunargjald. Auk þessa býður íslenskt tónlistar- samfélag engan veginn upp á svona vafasamar skiptingar, plöt- urnar eru hreinlega ekki það margar. Ljóst er að hér hafa markaðs- hagsmunir ráðið og gildir þá einu hvort tónlistin er góð eða ekki. Það er bjánalegt að þurfa að taka það sérstaklega fram að þótt tón- list þrífist á margan hátt á mark- aðslegum forsendum á hún ekki gæði sín undir þeim. Oft er þá talað um að verð- launahátíðin sé öðrum þræði – jafnvel fyrst og fremst – einhvers konar uppskeruhátíð eða árshátíð bransans. Sá þáttur er reyndar skemmtilegasti hluti verð- launanna en svona tal er um leið nokkuð hræsnislegt. Einhver hluti „bransans“ situr ávallt heima með sárt ennið og eftir því sem á hátíð- ina líður fjölgar sárum ennum úti í salnum. Eðli málsins samkvæmt getur svona hátíð ekki snúist um fölskvalausa gleði og bakklapp. Ég tek það svo skýrt fram að lokum að Íslensku tónlistar- verðlaunin eru til margra hluta nytsamleg, en aðstandendur mættu þó gjarnan íhuga ofan- greinda þætti fyrir næstu umferð. Íslensku tónlistar- verðlaunin Íslensku tónlistarverðlaunin þjóna þar með vissum tilgangi en það er ekki þar með sagt að framkvæmd þeirra sé hnökralaus, því fer fjarri reyndar. VIÐHORF Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ✝ Halldóra Helga-dóttir fæddist á Akureyri 15. apríl 1932. Hún lést 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valý Ágústs- dóttir, f. 1904, d. 1999, bryta Bene- diktssonar og konu hans, Halldóru Hall- dórsdóttur og Helgi kennari Ólafsson, f. 1899, d. 1976 á Akur- eyri, kennara og sjó- manns Jóhannssonar og konu hans Guð- laugar skáldkonu Guðnadóttur, bónda í Villinganesi. Systkini Halldóru eru: Hörður, f. 1927, Herdís, f. 1928, Ólafur, f. 1930, Guðlaugur, f. 1934, Anna, f. 1936, Hálfdán, f. 1937 og Gissur, f. 1942. Halldóra giftist Friðrik Sigur- björnssyni lögfræðingi, f. 2.9. 1923, d. 14.4. 1986. Börn þeirra eru 1) Friðrik, f. 1951, kvæntur Laufeyju Elsu Sól- veigardóttur, f. 1955. Þeirra börn eru Þorsteinn, f. 1978, Friðrik Sigur- björn, f. 1986, Ólaf- ur Árni, f. 1988, Sól- veig Ásta, f. 1990, og Halldór, f. 1992. 2) Þorvaldur, f. 1952, kvæntur Elísabetu Brekkan, f. 1955. Þeirra börn eru Est- rid, f. 1978, sem á dótturina Elísabetu Estrid, f. 2003, Frið- rik Brendan, f. 1983, og Ásmundur Patrik, f. 1984. 3) Unnur Ásta, f. 9.5. 1956, d. 1998. Hennar börn eru Halldóra Helga, f. 1978, og Anton, f. 1991 Halldóra var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri, hjúkrunarnemi, síðar sjúkraliði á Landakoti um árabil. Útför Halldóru verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Bernskuheimilið var húsið Sól- vangur ofan við Lystigarðinn á Ak- ureyri. Systkinahópurinn var stór, átta systkini. Þar var og föðuramm- an Guðlaug Guðnadóttir, peysufata- klædd skagfirsk skáldkona sem tók í nefið. Faðirinn var barnaskólakenn- ari og jafnframt var stundaður bú- skapur, með nokkrar kýr sem mjólk- uðu vel og mjólkina báru systkinin heim til broddborgara sem sögðust hvergi fá betri mjólk. Móðirin Valý var glæsileg dugnaðarkona sem rak búið með reisn og vann allt á þessu stóra heimili auk þess sem hún vakti um nætur og saumaði föt á börnin. Á hverju ári voru kostgangarar á Sól- vangi, menntaskólapiltar í fæði og húsnæði, margir mætir menn. Barnahópurinn þótti fríður, systkin- in samhent og glaðlynd. Þar var Dóra fremst í flokki, ávallt skemmti- leg, hjálpsöm, glaðlynd , gáskafull og hugrökk. Á Akureyri bernskunn- ar var allt fullt af krökkum í leik og gleði. Á frostkyrrum vetrardögum var skautað á Pollinum eða rennt sér á sleða og skíðum. Öskudagurinn var ofarlega í bernskuminningunum og kaupmaðurinn sem tímdi ekki að gefa börnunum sælgæti og lokaði á öskudaginn og hlaut að launum eft- irmælin í vísunni þar sem stendur, „hann lipur var og laginn að loka á öskudaginn“. Dóra ávann vér virð- ingu með áræði sem jaðraði við fífl- dirfsku og sótti bolta sem fest höfðu á hálum þökum hárra húsa til þess að krakkarnir gætu haldið áfram í boltaleiknum. Hún var köttur liðug og fim og stundaði sund og leikfimi. Aðalvin- konurnar voru Sigga á Eyrarlandi, Sigrún Gilla og Magga Schram. Þær voru skátar og fóru um helgar í skátabúningunum í tjaldútilegur með bakpoka og nesti. Ævintýrferð- ir fram í Eyjafjörð og eins langt og þær gátu fengið far með mjólkurbíl- um um víðfeðmar norlenskar sveitir, á skátamótin í Vaglaskógi og lands- mót sem voru stórviðburðir æskunn- ar. Útbúnaðurinn var keyptur fyrir eigið aflafé sem fengið var með því að tína feita skoska ánamaðka í Lystigarðinum og selja laxveiði- mönnum. Hún var í sveit í Hólkoti í Staðarhreppi Skagafirði, hjá Nóru, Steindóri og Sólbergi og hundinum Kúra. Dóra, sem ávallt var mikill dýravinur, kenndi Kúra að syngja og hann tók undir og gólaði þegar hún söng fyrir hann eitthvert uppháhaldslag á bæjarhólnum þar sem sér vítt yfir sveitir Skagafjarð- ar, Héraðsvötn og Hegranes. Þegar bændur óku möl í nýjan veg í Sæmundarhlíðinni fékk Dóra orð í eyra þegar hún ók hestakerru og sigraði í glæfralegum kappakstri að malargryfjunni sem endaði með því að keppinautarnir veltu kerrum sínum. Þá stóðst hún ekki mátið þegar vegavinnukarlarnir tóku sér hádegislúr og læddist að þeim og tók af þeim pottlokin og þeytti út í móa. Henni fyrirgafst stríðnin því hún þótti fyrst og fremst skemmtileg og áræðin. Dóra var 18 ára þegar hún gifti sig unnusta sínum Friðrik Sigur- björnssyni og var það æskulýðs- frömuðurinn og skáldið séra Friðrik Friðriksson sem gifti þau í Víðimýr- arkirkju í Skagafirði 12. ágúst 1950. Þau bjuggu fyrstu árin í skjóli tengdaforeldra á Fjölnisvegi 2 þar sem henni fæddust tveir synir og ár- ið 1953 fluttu þau til Bolungarvíkur þar sem Friðrik hafði verið skipaður lögreglustjóri. Árin í Bolungarvík urðu tíu viðburðarík og skemmtileg ár. Þau tóku þátt í félagslífi og menningarlífi sem stóð með blóma og eignuðust þar sína bestu vini. Dóra var formaður Sjálfstæðis- kvennafélagsins Þuríðar sundafyllis um langt árabil. Og formaður skemmtinefndar slysavarnafélags- ins. Leiklist var í hávegum höfð í Bol- ungarvík á þessum árum og kven- félagið, ungmennafélagið og svo Leikfélag Bolungarvíkur stóðu að skemmtunum og leiksýningum í Fé- lagsheimilinu. Dóra lék í leikritum, þar sem bolvíska stórstjarnan Siggi Frigg, gamanleikari á heimsmæli- kvarða, sigraði hjörtu áhorfenda í hverri sýningunni á fætur annarri. Hápunkturinn var kannski leikritið Arabískar nætur sem Friðrik samdi og Bolvíkingar fóru með í sigurför um alla Vestfirði. Heimili Halldóru og Friðriks í lögreglustjórabústaðnum í Mið- stræti var gestkvæmt menningar- heimili. Þar logaði eldur í arni í bókaherbergi og sérstök tónlistar- kvöld voru haldin þar sem vinir komu saman, tónskáld var kynnt með erindi og síðan var hlýtt á tón- verk þess og svodrukkið kaffi á eftir. Vinirnir voru margir og sumir stór- brotnir persónuleikar. Dóra var hláturmild og smitaði aðra af lífs- gleði sinni. Hún þótti sérlega glæsi- leg kona og var áskrifandi að danska tímaritinu „Tidens kvinner“ og lét sauma sér föt sem þar voru flottust. Hún stundaði sólböð og synti í sjón- um við Sandinn í Bolungarvík. Á sumrum var ekið með alla famil- íuna á stórum grænum Chevrolet yf- ir Þingmannaheiði og allar hinar vestfirsku heiðarnar suður, í sum- arbústaðinn Brekkukot sem sendur á Kiðafelli í Kjós. Þar undu þau löngum á sumrum meðan börnin voru að komast á legg. Gönguferðir, náttúruskoðun og útivist var áhuga- mál þeirra hjóna. Fjallaferðir á Esju og Völu og göngur í fjörunni í niður við Ós og inn á Eyri. Þegar þau fluttu suður og Friðrik gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu þá voru einnig farnar vetrarferðir og gist í Kjósinni. Þá var setið við arin- eldinn og hlustað á upplestur úr góðri bók þegar vindurinn gnauðaði úti og skafbylur blindaði sýn. Fjöl- skyldan var mjög samhent og dótt- irin Unnur Ásta myndlistarkona bjó lengst af hjá foreldrum sínum. Í rúman áratug starfaði Halldóra sem sjúkraliði á Landakoti. Hún eignað- ist marga góða vini meðal sjúkling- anna og samstarfsfólks. Þegar Jak- ob í Rifgirðingum vildi selja nokkrar smáeyjar norðan við Röstina í Breiðafirði varð úr að þau Friðrik keyptu þessar eyjar, sem heita Stóru Tungeyjar. Þannig hófst nýr kafli í lífi þeirra. Litla eyjahúsið í Ólafsey, í hvönninni innan um fugl og sel, var þeirra Paradís. Þar undu þau löngum í fríum með börn og buru og tíkurnar tvær Kolu og Klaustru, máluðu málverk eða lásu bækur og nutu nálægðar við nátt- úruöflin þar sem tilbrigði himinsins og sjávarföllin eru undirtónar í symfóníu sköpunarverksins. Kaflaskil urðu 1986 þegar Friðrik lést fyrir aldur fram úr krabba- meini. Það syrti í álinn þegar á hana féllu víxlar vandalausra manna og aftur gaf á bátinn þegar Halldóra missti heimili sitt, sem hún unni mjög, þegar hús hennar, Harrastað- ir, brann. Allt þetta var þó lítilræði í samanburði við það sem á eftir kom, sjúkdóminn sem fangelsaði hana í tvo áratugi, rændi hana málinu, minningum og nú síðast lífinu. Dóra átti mikla lífshamingju, en hún kynntist einnig sorginni sem hún tók með sama æðruleysi og hugrekki og þegar hún sem barn fetaði brött þök hárra húsa og sótti bolta til þess að leikurinn gæti haldið áfram. Elísabet Brekkan og Þorvaldur Friðriksson og fjölskyldan á Fjölnisvegi 2. Við vorum átta Sólvangssystkinin á Akureyri, fimm strákar og þrjár stelpur. Dóra er fyrst okkar til að kveðja. Foreldrar okkar, Helgi Ólafsson kennari og Valý Ágústs- dóttir, voru traustir uppalendur, sem lögðu, með sanngjörnum aga, áherslu á reglufestu og trúmennsku. Við nutum þess einnig að alast upp með afa og ömmu á heimilinu, sem auðguðu veganesti okkar út á lífs- brautina með umburðarlyndi og væntumþykju. Áhugi Dóru hneigðist snemma til hjúkrunar- og líknarstarfa, og eftir gagnfræðapróf fékk hún inngöngu í Hjúkrunarskóla Íslands. Við upphaf hjúkrunarnámsins var Dóra trúlofuð Friðriki Sigurbjörnssyni lögfræð- ingi, en þau gengu í hjónaband 1950. Við fæðingu frumburðarins, Frið- riks 1951, hætti Dóra námi við hjúkrun. 1953 fæddist annar sonur, Þorvaldur, og 1956 dóttir, Unnur Ásta, dáin 1998. Um árabil áttu Friðrik og Dóra heimili í Bolungarvík, þar sem Frið- rik gegndi starfi lögreglustjóra, en lengst af var heimili þeirra á Harra- stöðum við Skerjafjörð. Heimili þeirra var ávallt sérlega hlýlegt og bar sterkan vott um listrænan smekk húsráðenda. Friðrik átti gríð- arlega umfangsmikið bókasafn, sem setti áberandi svip á heimilið, og Dóra setti ekki síður sitt mark á með frumlegri smekkvísi og persónuleg- um léttleika í allri framgöngu, sem á stundum gat jaðrað við galsa. Friðrik, sem lést langt um aldur fram árið 1986, var einstaklega fróð- ur um allt, sem laut að náttúrufræð- um, og þá sama hvort um var að ræða jarðfræði, grasafræði eða dýrafræði. Friðrik og Dóra reistu sér sumarbústað í landi Kiðafells í Kjós og þar dvöldu þau löngum með fjölskyldunni við náttúruskoðun, skógrækt og lestur góðra bóka. Til að njóta enn betur návistar við nátt- úruna festi fjölskyldan kaup á eyjum við innanverðan Breiðafjörð, og þar byggðu hjónin traust hús í fögru umhverfi þar sem hægt var að fylgj- ast með gróðri, sjófuglum og sel. Til ferðalaga út í eyjuna var notaður lít- ill plastbátur með utanborðsmótor, og ef þörf var á vílaði Dóra ekki fyrir sér að fara á bátnum milli lands og eyjar. Sögur af þessum sjóferðum bera með sér, að í einhverjum til- vikum hafi verið teflt á tæpt vað í tvísýnu veðri á vanbúnu fari, hlöðnu farangri og vistum. Eftir að börnin uxu úr grasi tók Dóra aftur upp áhugamál sitt við umönnun sjúkra, lærði til starfs sjúkraliða og öðlaðist réttindi á þeim vettvangi. Hún vann til margra ára sem sjúkraliði á öldrunardeild HALLDÓRA HELGADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.