Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 17/2 kl 20 - UPPSELT Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Fö 4/3 kl 20 Lau 5/3 kl 20, Su 13/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20 Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 20/2 kl 14 Su 27/2 kl 14 Su 6/3 kl 14 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau SÝNINGAR HALDA ÁFRAM EFTIR PÁSKA AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20 - UPPSELT Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT Fi 3/3 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 Fi 10/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 Allra, allra síðustu sýningar AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Aðalæfing mi 23/2 kl 20 - 1.000 Frumsýning fi 24/2 kl 20 - UPPSELT Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 26/2 kl 20, Mi 2/3 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 20/2 kl 20. Su 27/2 kl 20, Fi 3/3 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Forsýning í kvöld kl 20 - kr. 1.000 Aðalæfing fi 17/2 kl 13 - kr. 1.000 Frumsýning fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ Í samstarfi við Mími-símenntun Í kvöld kl 20 - Helga Ögmundardóttir Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið og Litla svið geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “SNILLDARLEIKUR” • Föstudag 18/2 kl 20 LAUS SÆTI Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 VS Fréttablaðið 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Áfram LA!“ S.A. Viðskiptablaðið Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 18.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 19.2 kl 20 Örfá sæti Sun. 20.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 26.2 kl 20 Örfá sæti Fös. 04.3 kl 20 Nokkur sæti Lau. 05.3 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Frumsýning 19.feb uppselt Mið. 23.2 nokkur sæti laus Fös 25.2 Lau 26.2 Sun 27.2 Upplýsingar og miðapantanir í síma 555 2222 www.hhh.is Brotið sýnir eftir þórdísi Elvu ÞorvaldsdótturBachmann Það sem getur komið fyrir ástina 3. sýn. 18. feb. kl 20 – Uppselt • 4. sýn. 20. feb. kl. 19 – Uppselt 5. sýn. 25. feb. kl. 20 – Örfá sæti laus • 6. sýn. 27. febrúar kl. 19 – Örfá sæti laus 7. sýn. 4. mars kl. 20 – Örfá sæti laus • 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Örfá sæti 9. sýn.12. mars kl. 19 – Örfá sæti laus. Ekki er hleypt inn í salin eftir að sýningin hefst Tosca – Vetrarkvöld með Puccini og Verdi, í Laugarborg mið. 23. febrúar kl. 20.30 Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór og Kurt Kopecky, píanó flytja aríur og dúetta úr Toscu og úr öðrum óperum eftir Puccini og úr óperum eftir Verdi. Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. Rauð tónleikaröð #4 Anton Bruckner ::: Sinfónía nr. 8 Hljómsveitarstjóri ::: Petri Sakari Sími 545 2500 I www.sinfonia.is Bruckner og Sakari Petri Sakari stýrir frumflutningi á 8. sinfóníu Bruckners hér á landi. Bruckn- er kallaði verkið „leyndardóm- inn“ sinn enda verkið töfrandi og stórfenglegt. HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR KL. 19.30 Samverustund Vinafélagsins hefst kl. 18.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnisskrá kvöldsins. Verð 1000 kr. Súpa og brauð innifalið. FYRSTU tónleikar af 6 áformuðum á vormisseri „15:15“ raðarinnar fóru fram á laugardag við síðkomula en allgóða aðsókn. Engin gafst tón- leikaskráin, hvað þá munnlegar kynningar, en á misserisskrá mátti þó skilja að tvö verk væru í boði. Eitthvað hlaut að hafa breytzt í millitíð- inni, því ekki varð undirritaður var við fleiri en eitt verk. Það stóð í um 50 mínútur; að mestu „kollektífur“ hópspuni, enda nótur sýnilega af skornum skammti. Auk þess sást stjórnandinn, Pétur Grétarsson, aðeins setja samspilinu púlsrænar skorður í örfáum stuttum köflum. Ég hafði aðeins heyrt slagverks- hópinn einu sinni áður, og einungis með erlend verk eftir Crumb og Takemitsu. Í þetta sinn var allt hins vegar heimakokkað, en titillaust. Nafn hópsins virtist því miklu síður tengt bæheimska smámeistaranum Jirí Antonin Benda (1722–95) en samheitinu yfir flækju, hóp eða þvögu. Sbr. „allt í einni bendu“. Stemmdi það líka betur við afslappað viðhafnarleysi hópsins gagnvart stallsettri listmúsík, sem líklega er bæði styrkur hans og veikleiki. Fullyrt hefur verið að spuni sé bara hraðasta aðferðin við tónsmíð- ar, og er freistandi að fallast á það þegar snjöll djasssóló eða snarstefj- unarkennd orgelverk hins unga Bachs koma upp í hugann. Annað mál er að tryggja sannfærandi heild- arsvip þegar margir spinna saman, þótt enginn skyldi útiloka slíkt að fyrra bragði. Hér sem í öðru sköp- unarferli hlýtur [sam]æfingin að gera meistarann. Enda fékk maður fljótt hugboð um að Bendumenn væru að þróa spónnýja grein, mitt á milli skrifaðs og óskrifaðs, er gæti átt eftir að skila athygliverðum árangri – og jafnvel efnt fornan framúrstefnudraum um „nie erhörte Klänge“. Uppsettir hljóðnemar gerðu hópn- um kleift að læra af staðbundinni reynslu, hljóðstýra útkomunni eftir á og jafnvel gefa hana út. En þótt slík útgáfa gefi kannski lítið í aðra hönd, þá sýndi fyrirkomulagið alltjent fram á óvenjufrjóa lausn á eilífðar- vanda dvergvaxins tónlistarmarkað- ar, þar sem upplagastærðir eru í músarmynd og hver dagskrá nýtist varla nema í eitt skipti á sviði. Og hvernig var svo verkið? Því er ekki fljótsvarað, enda reyndist hljóð- heimurinn svo margleitur að hrað- skáld hefði leikandi getað ort langt ljóð upp úr margvíslegum hug- myndatengslum hans, allt frá hroll- vekju til hláturs. En þó að afurðin stæðist tæplega ítrekaða hlustun af hljómdiski (a.m.k. ekki óklippt), hélt margt furðugóðri athygli, og varð á köflum m.a.s. vart við ákveðna við- leitni til formbyggingar er lofaði góðu um framhaldið. TÓNLIST Borgarleikhúsið Slagverkshópurinn Benda (Eggert Páls- son, Pétur Grétarsson og Steef van Oost- erhout slagverk; Snorri S. Birgisson pí- anó). Gestir: Jóel Pálsson kontrabassa- klarínett og David Bobroff kontrabassa- básúna. Laugardaginn 12. febrúar kl. 15.30. Slagverkstónleikar Pétur Grétarsson Ríkarður Ö. Pálsson STRÆTI Jims Cartwright hefur ýmsa kosti sem gera það að ákjósan- legu verkefni fyrir metnaðargjarnt framhaldsskóla- leikfélag. Persón- ur hans eru dregnar einföld- um dráttum, text- inn er safaríkur án þess að vera upphafinn og formið er laust í reipunum þannig að auðvelt er að stytta og hagræða og laga verkið að aldri og þörfum hópsins. Margrét Sverrisdóttir hefur notfært sér þetta, og meira að segja skotið inn í sýninguna tveimur atrið- um úr Bar Par til að allir þátttakend- ur fái eitthvað bitastætt að glíma við. Þetta er aðdáunarverð afstaða til hópsins og form verkanna gerir þetta mögulegt. Nýsköpun er líka í forgrunni í leik- rýminu, en hópurinn hefur lagt undir sig hráslagalegan iðnaðarsal og breytt í leikhús sérstaklega fyrir sýn- inguna. Leikmyndin er byggð á vinnupöllum sem teikna á einfaldan hátt húsin við götuna sem nafn verks- ins vísar til, og myndar mjög þénan- lega umgjörð um allar þær litlu sögur sem sagðar eru af fólkinu sem verkið fjallar um, vonlausa, atvinnulausa lág- stéttarbreta sem drepa óhamingju sinni á dreif eina kvöldstund með áfengi og skyndikynnum. Það sem lukkast best í sýningunni er hve mörgum leikaranna hefur tek- ist með hjálp leikstjóra síns að gera efnið „að sínu“, þannig að iðulega var eins og hér væri á ferðinni verk um norðlenska ógæfuunglinga á djamm- inu en ekki norður-ensk fórnarlömb thatcherismans. Engin tilraun var þó blessunarlega gerð til að staðfæra eitt né neitt, þessi áhrif stöfuðu einungis af áreynslulausri innlifun og afslöpp- uðum leikstíl sem lagður er til grund- vallar. Þó bragðmikill texti Cart- wrights bjóði sífellt heim hættu á óhemjuskap og leikrænni sjálfsfróun var hér greinilega hart taumhald á slíku. Jafnvel mætti segja að örlítið meira stjórnleysi hefði gefið sýning- unni meiri lit og kraft án þess að það kæmi að sök. Þá var líka alveg ljóst að hinir ungu leikarar áttu mun auðveld- ara að koma skopinu í verkinu til skila heldur en þeim þáttum þess sem dramatískari eru, nokkuð sem meiri reynsla og leikrænt sjálfsöryggi á eft- ir að bæta úr hjá þeim sem halda áfram að leggja stund á leiklist. Hópurinn er nokkuð jafngóður og því er það frekar hversu hlutverkin bjóða upp á mikil tilþrif sem ræður því hverjir sitja í minninu. Mikael Þorsteinsson er í fyrirferðarmiklu hlutverki byttunnar Scullery og kemst vel frá því að halda sýningunni saman. Sigurlaug Dagsdóttir átti yndislegt atriði í hlutverki hinnar af- gömlu Mollyar. Joey og Claire sem fara í mótmælasvelti til höfuðs vonsku heimsins voru fallega leikin af Mikael Þór Ásgeirssyni og Söndru Kristins- dóttur. Að lokum verður að geta Sylv- íu Smáradóttur sem gerði djammboll- una Dor verulega fyndna og aumkunarverða. Stræti er, að því ég best veit, frum- raun Margrétar sem leikstjóra, og kemst hún vel frá því. Það er því rétt að óska henni til hamingju með það, Pýramusi og Þispu með metnaðar- fulla og skemmtilega sýningu og Hús- víkingum með efnilega unglinga og nýtt leikhús sem þeir ættu að heim- sækja hið bráðasta. LEIKLIST Pýramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík Höfundur: Jim Cartwright, þýðandi: Árni Ibsen, leikstjóri: Margrét Sverrisdóttir. Húsavík 12. febrúar 2005. Stræti Þorgeir Tryggvason Jim Cartwright VINAFÉLAG Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands býður til sam- verustundar í Sunnusal Hótels Sögu á morgun klukkan 18.00, en þar mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur fjalla um átt- undu sinfóníu Antons Bruckners sem verður flutt í fyrsta sinn á Ís- landi á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar kl. 19.30 sama kvöld. Verð er 1.000 kr. og er súpa, brauð og kaffi innifalið. Vinafélag Sinfóníuhljómsveit- arinnar var stofnað árið 2002. Markmið þess er að efla áhuga á starfi Sinfóníu- hljómsveitar Ís- lands og mynda tengsl við þá sem bera hag hennar fyrir brjósti. Vinafélag Sinfón- íuhljómsveit- arinnar styrkir fjárhagslega ákveðin verkefni tengd hljómsveit- inni. Á þessu starfsári naut gerð heimildamyndar um tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Þýskalands í desember 2003 stuðn- ings úr sjóðum félagsins. Í október sl. hélt Vinafélagið umræðufund í Iðnó um stöðu Sinfóníunnar í sam- tímanum og hyggst áfram vera vettvangur fyrir umræðu um mál- efni hljómsveitarinnar. Allir eru velkomnir, en áhuga- samir eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvubréf á net- fangið vinafelag@sinfonia.is eða hringja í síma 545 2500. Fjallað um Bruckner Árni Heimir Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.