Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 31 MINNINGAR ast komum við Trausti til þín í haust og við nutum þess svo sannarlega að vera með þér. Við áttum alveg ynd- islegar stundir saman sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu ásamt öll- um hinum gömlu góðu minningunum sem ég á um þig og afa. Nú ertu kom- in til hans og það veit ég eitt að þið eigið eftir að fylgjast vel með okkur og verðið ávallt hjá okkur og minning ykkar verður alltaf í hjarta mínu. Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. Með kæri þökk fyrir allt og Guð blessi þig, amma mín. Hugrún Harpa og Trausti. Nú þegar ég horfi til baka og hugsa um allar stundirnar sem við áttum saman er margs að minnast. Ég man að ég var nú ekki hár í loft- inu þegar ég fór að gista hjá ykkur afa á Akureyri. Þú hafðir lúmskt gaman af þegar við afi vorum að spila og svindla hvor á öðrum. Ef það komu upp vafaatriði þá tókst þú alltaf minn málstað. Ég man móttökurnar sem ég fékk þegar ég kom í heimsókn. Borðið svignaði undan veitingum og þannig var það alla tíð, þú varst ekki lengi að búa til veislu. Ég man eitt sinn þegar ég var gutti að þið afi voruð að keyra mig til Dal- víkur. Það sprakk dekk undir bílnum og við afi fórum út til að skipta um dekkið. Þegar við vorum búnir að taka dekkið undan bílnum tókst þú eftir nauti sem var baulandi úti á túni. Það stangaði girðinguna með horn- unum og lét öllum illum látum. Þú fórst að reka á eftir okkur afa og sagðir að nautið færi alveg að koma, það væri svona æst af því að við vær- um á rauðum bíl! Okkur afa fannst þetta svo fyndið að við skellihlógum það sem eftir var leiðarinnar. Ég man þegar ég fermdist að þið gáfuð mér stóran pakka. Í vikunni á undan sýndir þú mér hann, þú varst nefnilega spenntari en ég. Ég man hvað þú fussaðir og sveiað- ir yfir því að ég væri að fara á sjóinn. Þetta var nokkuð sem þú vildir að ég gerði ekki og þannig var það alltaf, þótt ég væri búinn að vera á sjónum í nær 15 ár þá spurðir þú nú reglulega hvort ég færi ekki að koma í land. Ég man þegar ég sagði þér frá því að ég væri búinn að kaupa íbúð í hverfinu þínu. Þú varst svo ánægð að það væri ekki nema eitt raðhús á milli okkar og við gætum komið oft í heim- sókn hvort til annars. Ég man hvað þú talaðir oft um dætur mínar tvær. Alltaf þegar ég hringdi í þig sagðir þú mér einhverjar sögur af þeim frá því að þær voru síð- ast í heimsókn. Ég þakka þér, amma mín, allar þær stundir sem við áttum saman. Þær voru margar og mikið var nú hlegið. Ég mun ætíð sakna þín og geyma minninguna um þig í hjarta mér. Kristján Gísli Gunnarsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Þínar langömmustelpur, Magnea Björg og Guðrún Ragna. Allt er í heimi hverfult, hratt flýgur stund, lán er valt. Góðar og glaðar stundir þú geyma við hjarta skalt. ( Ómar Ragnarsson) Gengin er kær vinkona, Elín Frið- riksdóttir. Ljóðið sem hér er haft að yfirskrift minnir á, að við leiðarlok, þegar sökn- uður og tregi sækja á, er jafnan best að dvelja við og minnast alls þess góða og dýrmæta sem við fengum að lifa og njóta með samferðafólki okkar á meðan lífsgangan varði, eða að muna eins og svo vel er orðað að: Engir dagar koma aftur en fegurð þeirra lifir hjá þér eins og ljós í rökkri, eins og blóm á fjalli. (Þórarinn Guðm.) Elín og eiginmaður minn heitinn, sr. Þórhallur Höskuldsson voru systrabörn. Ég kynntist Elínu ung að árum og varð snemma ljóst hvílík mannkostakona var þar á ferð. Dugn- aður hennar, ósérhlífni og myndar- skapur var einstakur. Hún var höfð- ingi heim að sækja, umhyggjan fyrir fjölskyldu hennar var mikil og aug- ljós. En jafnframt slíku atgervi var hún einstaklega ljúf og elskuleg kona, æðrulaus, stillt í fasi og ætíð reiðubú- in að rétta öðrum hjálparhönd. Góð- vildin og hlýjan einkenndu hana. Með slíku fólki er jafnan gott að vera. Heimili mitt hefur oft á tíðum verið umsvifamikið og gestkvæmt. Þá rétti hún mér gjarnan hjálparhönd þegar mikið var um að vera. Snilld hennar og þekking á matar- og brauðgerð var slík að orð fór af og var hún oft kölluð til, til þess að annast og að- stoða við veislur og mannfagnaði. Börnunum mínum var hún afar kær. Þau nefndu hana alltaf Ellu frænku. Hún sýndi þeim ætíð áhuga og lét sér annt um velferð þeirrra. Síðasta kvöldið sem hún lifði vor- um við saman á heimili Huldu og Gests. Þau höfðu efnt til „fjölskyldu- þorrablóts“. Mér er mjög dýrmætt að hafa átt þessa kvöldstund með henni. Henni virtist líða vel, margt var rætt og glatt á hjalla. En talið barst einnig að erfiðum veikindum hennar sl. ár og ljóst var að framundan var þrauta- ganga. Við því var henni hlíft en hún lést í svefni þessa nótt. Hulda mín og Gestur gáfu okkur öllum þessa síðustu samverustund sem var í samræmi við einstaka alúð þeirra og umhyggju einkum hin síð- ari árin þegar heilsubrestur Elínar gerði vart við sig og kraftar tóku að þverra. Fyrstu orðin sem komu í huga er mér barst andlátsfregn hennar voru: „Allt sé hjá yður í kærleika gjört.“ (I Korintubréf 16.14 ) Þannig reyndist hún ástvinum sín- um, fjölskyldu og samferðafólki. Það er gott að minnast hennar þannig og þakka það sem hún var mér og fjölskyldu minni og þá hlýju og góðu mynd sem hún skilur eftir í huga mér og barna minna. Ásamt börnum mínum sendi ég hlýjar samúðarkveðjur til sona henn- ar og fjölskyldna þeirra og annarra ástvina. Við biðjum þeim Guðs bless- unar og að þeim sé gefin sú vissa að: „Ljós vors lífs lifir með Guði.“ Blessuð sé minning Elínar Frið- riksdóttur. Þóra Steinunn Gísladóttir. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins. (Orðskv. Salómons) Það er margs að minnast þegar ég kveð mæta og góða konu, Elínu Frið- riksdóttur, eða Ellu frænku eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni. Við vorum systradætur og hún var okkur öllum elskuleg frænka. Það var mjög náið og kærleiksríkt sam- band á milli fjölskyldnanna og mikill samgangur, styrk ættarbönd og ára- tugalöng vinátta. Ella frænka var vel gerð og heil- steypt, hreinskilin og viðræðugóð. Hún var reglusöm og iðin við störf sín, dugnaðarforkur, vinnusöm og ósérhlífin. Umhyggja fyrir öðrum var henni í blóð borin. Þannig reyndist hún for- eldrum sínum einstök, annaðist þau árum saman af alúð, natni og mikilli fórnfýsi. Hún var framúrskarandi gestrisin og hjálpsöm og naut ég og fjölskylda mín öll þess ríkulega, ekki síst þegar veisluhöld voru framundan, þar hafði hún mikla þekkingu og reynslu sem hún gat miðlað af. Ella frænka var kona sem tók mótlæti í lífinu af þolgæði og æðru- leysi og hélt ótrauð áfram. Henni var ekki tamt að fjölyrða um heilsu sína, var jafnan yfirveguð, þrátt fyrir mik- ið álag veikinda til langs tíma en þó sérstaklega síðastliðið ár. Ég þakka af hjarta allt það sem Ella mín var aldraðri móður minni en þær voru mjög nánar alla tíð. Hún kveður hana nú með miklum sökn- uði. Ég mun geyma myndina af frænku minni rólegri og hlýrri að vanda kvöldið fyrir andlátið þar sem hún var stödd á heimili mínu, það er mér afar kært og mikils virði. Ekki átti ég von á því þegar við kvödd- umst að þetta væri hinsta kveðjan þó svo ég vissi að heilsan væri ekki góð. Það er mjög erfitt að hugsa til þess að hún sé farin. Elsku Ellu minni þakka ég fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Drengjunum okkar þótti mjög vænt um hana og fylgdist hún ætíð með þeim af áhuga. Við þökkum allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Alúðarþakkir færi ég hjúkrunar- fræðingum Heimahlynningar fyrir alla þeirra umhyggju, sem Ella mat svo mikils og talaði oft um. Megi Guð blessa störfin þeirra. Góð og traust kona hefur lokið far- sælu lífshlaupi sínu. Innilegar sam- úðarkveðjur til frænda minna, Reyn- is, Gunnars, Steindórs og fjölskyldna þeirra, Huldu systur hennar og kærrar frænku minnar. En dauðans hönd, þó ströng sé hún og sterk, hún stenst ei Drottins eilíft kraftaverk. (M. Joch.) Guð blessi minningu hennar. Hulda Kristjánsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA GYÐA ODDSDÓTTIR, Stóragerði 21, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 6. febrúar, verður jarð- sungin frá Seljakirkju fimmtudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Gunnar Guðvarðarson, Hafsteinn Guðvarðarson, Mercedita Guðvarðarson, Ólafur Guðvarðarson, Kristín F. Welding, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KETILSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist mánudaginn 7. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Gunnlaugur Jóhannsson, Unnur Gottsveinsdóttir, Björn Jóhannsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Albert Guðlaugsson, Örn Jóhannsson, Dagný Lilliendahl, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega, ELSA DÓRÓTHEA JÓNSDÓTTIR, Bergstaðastræti 29, andaðist á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 26. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Drop- laugarstaða. Fyrir hönd aðstandenda, Sæunn M. Sæmundsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RÓSBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Nesvegi 67, frá Hellisandi, lést aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar sl. á Grund dvalar- og hjúkrunarheimilinu. Jarðarförin verður gerð frá Neskirkju föstu- daginn 18. febrúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Erla Eggertsdóttir, Gunnsteinn Karlsson, Stefanía Sigrún Nielson, Einer R. Nielson, Rósa Hallgeirsdóttir, Lárus H. Lárusson, Guðmunda Hallgeirsdóttir, Kjartan Hallgeirsson, Soffía Magnúsdóttir, Halla Hallgeirsdóttir, Gunnar Bergmann, Oddný Hólmbergsdóttir, Jón Guðmundsson, Björg Gunnsteinsdóttir, Magnús Helgason, Guðrún Rósa Gunnsteinsdóttir, Carsten Fausböll, Eggert R. Nielson, Michelle Nielson, Elsa R. Nielson, langömmubörn og langalangömmubörn. Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, GRÍMUR SAMÚELSSON, Hlíf, Ísafirði, lést mánudaginn 14. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 11.00. Óðinn Grímsson, Magndís Grímsdóttir, Jóhannes Guðnason, Steinunn Grímsdóttir, Þór Gunnlaugsson, Snorri Grímsson, Árný H. Herbertsdóttir, Samúel Grímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hann Biggi er dá- inn. Þessi orð voru sögð við mig næstsíðasta dag ársins er leið. Hann Biggi vinur minn á sam- býlinu er dáinn, ég fann til í hjart- anu, eitthvað hafði verið frá mér tekið, ég fann svo vel, akkúrat þá, hvers virði hann var mér, þessi elskulegi maður sem ekki fór mik- ið fyrir, þessi elskulegi maður sem átti það til að hella uppá sterkt kaffi og færa mér bolla, þessi elskulegi maður sem alla jafna gekk hljótt um og elskaði heima- sveitina sína Skagafjörðinn og bað okkur oft að skutla sér á Krókinn. FRIÐRIK FR. HANSEN ✝ Friðrik Friðriks-son Hansen fæddist á Sauðár- króki 2. júní 1947. Hann lést á heimili sínu á Hvammstanga 30. desember síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Sauðár- krókskirkju 15. janúar. Það hryggir mig að ég var ekki búin að koma því í verk að fara í heimsókn, síð- ast þegar ég kíkti til Bigga heilsaði hann mér glaðlega og þegar ég fór, spurði hann hvort ég væri nokkuð að fara á Sauðárkrók. Ég bið algóðan Guð að fagna honum Bigga, að taka vel á móti honum og leyfa honum að kíkja á Krókinn þegar hann langar til. Ég er þakklát fyrir að fá að kynnast þessum manni, sem er nú laus undan sjúkdómi sem hefti hann á svo margan hátt, Þakka þér, Biggi minn, samveruna hér í Húnaþingi og alveg sérstaklega þessi afbragðs góðu kynni í sumar, Guð leiði þig á þessum nýju stræt- um sem þú gengur nú, vonandi bera þau keim af Skagafirðinum, hafðu þökk fyrir allt. Þín vinkona, Gunna. Guðrún Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.