Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 36
ÁSDÍS Ósk Valsdóttir sölufulltrúi
hjá Remax fasteignasölu í Mjódd
afhenti á dögunum Ullu Magnús-
son, formanni SOS-barnaþorp-
anna, styrk að upphæð krónur 260
þúsund. Ásdís Ósk ákvað á síðasta
ári að verja vissri upphæð af
þóknun fyrir hverja fasteign sem
hún selur til SOS-barnaþorpanna.
Styrkurinn verður nýttur í ís-
lenska húsið í nýja SOS-barna-
þorpinu í Úkraínu.
Ásdís Ósk skorar á aðra sem
standa í fasteignasölu að gera
slíkt hið sama, segir í frétta-
tilkynningu.
Styrkur til SOS-
barnaþorpanna
36 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR AFMÆLI
Flestum lands-
mönnum mun það
kunnugt að löngum
hefur þess þótt gæta
að rígur nokkur væri
milli Eyrbekkinga og
Stokkseyringa. Sumir
hafa blásið að þeim
glæðum. Aðrir borið
klæði á vopn.
Undirritaður, sem
er Eyrbekkingur, ját-
ar það fúslega að hon-
um finnst landslag
fegurra á Stokkseyri.
Strandlengjan með
grasi vöxnum hólmum
og fjölbreyttum gróðri setur hug-
þekkan svip á umhverfið. Fjallasýn
svipuð í báðum plássum. Mikill og
stöðugur samgangur var jafnan
milli þorpanna og nutu báðir stað-
irnir fjölþættra menningarstarfa
sömu manna. Má þar t.d. nefna
bræðurna Jón Bjarna, Ísólf, Pálm-
ar, Júlíus og Gísla Pálssyni menn-
ingarfrömuði.
Í dag er það samt annar Stokks-
eyringur sem mér er efst í huga.
Það er fulltrúi sígrænna sólarlanda,
góðvildar og gleði, daglegur gestur
og heimamaður í miðbæ Reykjavík-
ur, síkátur, með bros á vör og
glettni í augum, Gunnar Hjálmtýs-
son. Hann er 85 ára í dag.
Ég hefi áður vakið athygli á
þætti Bernhöftanna í merku fram-
lagi þeirra til glaðlegra og betra
lundarfars. Þess gætir fljótlega á
fyrri hluta nítjándu aldar er Bern-
höftarnir setjast að í Bankastræti
og hefja bakstur sinn og brauða- og
kökugerð, að mörgum þeirra fylgir
létt lund og jákvætt hugarfar.
Ég átti því láni að fagna að eiga
góðkunningja, Ludvig Hjálmtýs-
son, en hann átti til Bernhöftanna
að telja. Fjölþætta hæfileika mun
hann einnig hafa sótt til Hjálmtýs,
föður síns, en hann var kunnur at-
hafnamaður sem tók virkan þátt í
félagsstarfsemi, m.a. leikstarfsemi.
Eiginkona hans, María Hansen, ein
hinna mörgu Bernhöftssystkina,
tók jafnan þátt í leiksýningum
kvenfélaga í Reykjavík. Diddú,
söngkona, er lifandi eftirmynd
hennar. Ég efast um að gaman-
semi, gleðihlátrar og jafnvel hlátra-
sköll hafi nokkurs staðar hljómað
af slíkri einlægni og innileik eins og
GUNNAR
HJÁLMTÝSSON
á samkomum þeirra
systkina. „Lífsgleði
njóttu, svo lengi kost-
ur er“ má segja að
hafi verið kjörorð
þeirra.
Það er Gunnar
Hjálmtýsson sem
gleðiboðskapur dags-
ins er helgaður. Marg-
ur Reykvíkingur hugs-
ar hlýlega til hans í
dag. Þakkar sólskins-
bros hans og létta
lund. Minnist ánægju
hans og starfsgleði við
gatnahreinsun mið-
bæjarins, á Lækjartorgi og rúnt-
inum. Hvernig hann sveiflaði kúst-
inum léttilega og sópaði bréf-
sneplum, gosdrykkjarumbúðum,
flöskutöppum og öðru rusli í vagn-
inn sem hann ók og með fylgdu
glaðbeittar athugasemdir: Á ekki
að fara úr skónum þegar búið er að
pússa svona vel? Að minnsta kosti
bursta þá vel.
Mér verður oft hugsað til þess
hve mjög bæjarbúar skulda þeim
samtíðarmönnum, sem lýstu upp
umhverfi sitt og alfarleið með gam-
ansemi og glettni. Hugsum okkur
alla fýlupúkana og þrúgandi
skammdegisþunga sem lagði lág-
skýjaþunglyndisbólstra yfir allan
sjóndeildarhringinn og réð daglát-
um. Auðvitað réðu daprar kring-
umstæður, veikindi og basl mestu
um skapferli og viðmót, en þá ræt-
ast orð Einars Benediktssonar:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,/ sem dropi breytir veig
heillar skálar.
Heimili Gunnars, foreldra hans
og systkina stóð lengi á Sólvalla-
götu. Gunnar hefir jafnan verið
umvafinn ást og umhyggju fjöl-
skyldu sinnar. Það sannaðist líka
sl. laugardag er ættingjar hans
héldu honum samsæti á heimili
Þórs Magnússonar, fyrrverandi
þjóðminjavarðar. Þar söng Páll
Óskar við undirspil Moniku Abend-
roth sem lék á hörpu. Slíkan hörpu-
leik heyrir maður ekki fyrr en á
himnum.
Vigdís, fyrrum forseti, heiðraði
afmælisbarnið með nærveru sinni.
„Og skólskinið ljómaði um bæ-
inn.“
Pétur Pétursson þulur.
FRÉTTIR
Elsku amma.
Það er bæði sárt og
skrítið að þurfa að
kveðja þig, en samt er
mér efst í huga þakk-
læti. Ég er þakklátur fyrir það hvað
við fengum að hafa þig lengi og
hvað þú fékkst að fara með mikilli
reisn. Ég er líka þakklátur fyrir all-
ar stundirnar sem ég fékk að eyða
með þér, þá sérstaklega þegar ég
var yngri og þú passaðir okkur
bræðurna. Ég er líka stoltur af þér
og því sem þú afrekaðir í lífinu,
hélst myndarlegt heimili og ólst
upp góð og dugleg börn.
Þú varst góð, glæsileg og
skemmtileg kona og frábær amma.
Minning þín mun lifa í mér og hin-
um afkomendum þínum og það er
notaleg tilhugsun að vita að þú vak-
ir yfir okkur.
Takk fyrir allt og Guð blessi þig,
Haukur.
Hildur Björnsdóttir, föðursystir
mín, var einstaklega aðlaðandi og
skemmtileg frænka. Eðlislæg glað-
værð, gott skopskyn og alúðleg
framkoma heillaði þá sem umgeng-
ust hana og ávann henni fjölda
tryggra vina. Fyrstu bernskuminn-
ingar mínar tengjast heimsóknum
til Hildar og Gísla Kærnested og
barna þeirra, þegar þau bjuggu á
Sólvallagötunni í nágrenni við Önnu
ömmu mína, móður Hildar. Það var
kostur að geta komið við á nokkrum
heimilum frændfólks og heimsótt
ömmu og síðan nokkur systkini föð-
ur míns heitins í einni og sömu ferð
í Vesturbæinn. Vinátta við þau var
snemma innsigluð og mótaðist fyrst
og fremst af umhyggjusemi þeirra í
minn garð.
Um 1950 var gert átak til að leysa
húsnæðisörðugleika í bænum með
byggingu íbúðarhúsa í Bústaða-
hverfinu, þar sem alþýðufólki gafst
kostur á að eignast húsnæði með
hagstæðum lánum, sem Reykjavík-
urbær hafði milligöngu um. Fjöl-
skylda mín settist þá að við Bú-
staðaveginn en Hildur og Gísli og
börn fluttu í Hólmgarðinn, næstu
götu við, og var stutt að skjótast á
milli húsa. Í þessu nýja hverfi, sem
reis upp á grænum grundum og
langt úr kallfæri við aðra bæjar-
hluta, voru samankomnar nokkur
hundruð fjölskyldur víðsvegar að
úr Reykjavík og urðu nú að stofna
nýtt nágrannasamfélag. Við þær
aðstæður var mikill styrkur að vita
af ættingjum og nánum vinum
skammt frá. Þannig hófst samgang-
ur milli heimilanna með tíðum,
gagnkvæmum heimsóknum. Ófáar
voru ferðirnar, sem ég fór með
móður minni og stjúpa í heimsókn
til Hildar og Gísla, þar sem ég gat
lagt við eyru og hlustað eftir orð-
ræðu fullorðna fólksins um landsins
gagn og nauðsynjar. Auk þess var
spennandi að hitta frændur mína þá
Óla Björn og Anton Örn, sem voru
nokkru eldri og ég leit talsvert upp
HILDUR B.
KÆRNESTED
✝ Hildur Björns-dóttir Kærnested
fæddist í Reykjavík
27. nóvember 1916.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Sóltúni
2, 31. janúar síðast-
liðinn og var jarð-
sungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 8. febrúar.
til. Systurnar Ásthild-
ur Birna og Sigrún
Gróa, sem yngri voru,
nutu einnig alúðar for-
eldranna á traustu
bernskuheimili. Hild-
ur var margvíslegum
kostum búin til að
skapa fjölskyldu sinni
myndarlegt heimili af
mikilli smekkvísi. Og
þess nutu gestir henn-
ar í ríkum mæli.
Gísli Kærnested var
burt kallaður í blóma
lífsins. Það var á ferm-
ingardaginn minn
1957 að tengdafólk og nánir vinir
áttu síðast samfundi með honum.
Nokkrum dögum síðar varð hann
bráðkvaddur, hné niður og varð ör-
endur er þau hjónin voru á leið inn í
kvikmyndahús á sunnudagskvöldi.
Skiljanlega urðu þá mikil umskipti í
lífi Hildar, er hún þurfti að sjá fyrir
börnunum ein. Hún hóf störf í Út-
vegsbankanum og vann þar um ára-
tugaskeið. Er mér það kunnugt af
ummælum samstarfsfólks og við-
skiptavina, að Hildur hafi verið frá-
bær starfskraftur og einstaklega
góður fulltrúi fyrir bankann, sam-
vizkusöm, jákvæð og velviljuð öll-
um.
Hildur fór ekki dult með að hún
hefði á þessum erfiðleikatímum og
oft síðar átt góða að, einkum móður
sína, systkini sín og maka þeirra, og
nefndi þá gjarnan Sigríði systur
sína og Bjarna Benediktsson eig-
inmann hennar sérstaklega. Hún
gat þess líka að Jóhann Hafstein
hefði sem bankastjóri Útvegsbank-
ans reynzt sér einstaklega vel, að
taka sig í vinnu, einstæða móður,
sem litla sem enga reynslu hafði af
störfum utan heimilis.
Hildur var vinmörg og starfaði
um langt árabil í Oddfellowreglunni
í félagsskap góðra vinkvenna, sem
hún mat mikils.
Það var alltaf skemmtilegt að
heyra systurnar úr Ánanaustum,
þær Ástu, Hildi, Sigríði og Auð-
björgu, rifja upp atvik úr Reykja-
víkurlífinu eins og það var í upp-
vexti þeirra. Á seinni árum
fræddist ég enn betur af Hildi um
líf foreldra hennar og systkina
heima í Ánanaustum. Barnahópur-
inn var stór og heimilisfaðirinn
skipstjóri, sem var úti á sjó mestan
hluta ársins. Börnin urðu því að
taka höndum saman um heimilis-
haldið og umönnun yngri systkina
með ömmu Önnu. Svo komu áföllin
hvert af öðru. Systir kölluð brott af
sjúkdóms völdum, nýgift. Þrír
bræðurnir fórust nokkrum árum
síðar í sjóslysum með fárra vikna
millibili. Síðan önnur systir og svo
faðirinn. Á örfáum árum var þetta
stóra skarð höggvið í ástvinahóp-
inn. Sjálf missti Hildur eiginmann
sinn á bezta aldri og Óli Björn son-
ur hennar lézt af völdum hjarta-
sjúkdóms rúmlega fertugur. Aðrir
nánir ættingjar og vinir hurfu á
brott með sviplegum hætti. Æðru-
leysið og kjarkurinn, trúin og kær-
leikurinn hefur verið áberandi í fari
frændfólks míns og verið því mikil
stoð, þegar verst gegndi.
Seinustu árin átti Hildur við
sjúkdóm að stríða og lá lengi rúm-
föst. Fyrir nokkrum árum dvaldist
hún um skeið á líknardeild Landa-
kotsspítala. Enga manneskju hef ég
heyrt ræða jafnopinskátt um vilja
sinn til að deyja, og láta um leið í
ljós innilega gleði sína yfir vænt-
anlegum endurfundum við horfna
ástvini á æðra tilverustigi. Hildur
dó ekki þá og flutti á hjúkrunar-
heimilið Sóltún, þar sem hún átti
nokkur æviár enn og andaðist 88
ára gömul. Við Steinunn vottum
börnum og öðrum vandamönnum
Hildar samúð okkar um leið og við
kveðjum með hlýju þessa góðu
frænku mína og biðjum henni Guðs
blessunar á endurfundum við
horfna ástvini.
Markús Örn Antonsson.
Gengin er mæt kona, Hildur
Björnsdóttir frá Ánanaustum, sem
ung giftist móðurbróður mínum
Gísla Kærnested og tók þá upp ætt-
arnafn hans. Hildur var því hluti af
tilverunni allt frá því ég man fyrst
eftir mér, en afar miklir kærleikar
voru með þeim systkinum Sigrúnu
móður minni og Gísla. Kom þar
m.a. til að aðeins þau tvö náðu full-
orðinsaldri úr stórum systkinahópi.
Var mikill samgangur á milli heim-
ila mömmu og pabba og Gísla og
Hildar og nutum við krakkarnir
þess ríkulega með gagnkvæmum
heimsóknum, við til þeirra í hvert
sinn er komið var til Reykjavíkur,
fyrst á Sólvallagötu síðan í Hólm-
garðinn og þau til okkar að Klepp-
járnsreykjum í Borgarfirði.
Það var því svart skýið sem fyrir
sólu dró vorið 1957 þegar Gísli féll
frá, aðeins 42 ára gamall, og Hildur
stóð eftir með fjögur börn, það
yngsta á fjórða ári. Úr varð að Hild-
ur kom til okkar í Reykholtsdalinn
með þær Ásthildi og Sigrúnu Gróu
þetta örlagaríka vor og allt kapp
var lagt á að lifa sem eðlilegustu lífi
í skugga þessa mikla harmleiks.
Þrátt fyrir ungan aldur gerði ég
mér vel grein fyrir hve erfið sporin
hennar Hildar voru þetta sumar og
í raun aðdáunarvert hvernig hún
tókst á við lífið og gjörbreyttan hag.
Í minningargrein sem Bjarni
heitinn Benediktsson ritaði um
Gísla svila sinn lýsir hann einkar
vel því lífsmynstri sem Hildur og
Gísli bjuggu við, segir þau ekki hafa
verið efnuð en haft til að bera mikið
samlyndi og hollustu hvort við ann-
að. Orðrétt sagði Bjarni „Heimili
þeirra var ætíð fallegt enda ríktu
þar gestrisni og höfðingslund.“ Vel
mælt, eins og Bjarna var von og
vísa. Þáttur Hildar í heimili þar
sem saman fóru gestrisni og höfð-
ingslund var stór, það fundum við
vel sem þess nutum.
Enn er mér minnisstætt símtal
snemma að morgni í júlímánuði árið
1970 þegar mamma hringdi og
sagði mér þá sorgarfregn að Bjarni
og Sigríður kona hans hefðu brunn-
ið inni í sumarhúsi á Þingvöllum
ásamt dóttursyni sínum. Enn knúði
því sorgin dyra hjá Hildi, í þetta
sinn sá hún á bak elskulegri systur,
mági og litlum sólargeisla þeirra.
Haustið 1981 fæ ég enn erfitt
símtal, þegar Hildur hringir og seg-
ir að Óli Björn, elsti sonur sinn hafi
veikst mjög alvarlega. Skömmu síð-
ar lést hann, aðeins 43 ára að aldri.
Hildur missir þarna son sinn liðlega
fertugan og hafði áður misst mann
sinn álíka gamlan. Við höfðum á
orði hve mikið væri á eina mann-
eskju lagt, en með ólíkindum var
hvað hún Hildur var sterk og
hvernig hún gat í raun haldið lífs-
hlaupinu áfram þrátt fyrir ítrekuð
stór áföll. Komu þar án efa til
mannkostir góðir og döpur reynsla
frá unga aldri, en á þrítugsaldri
missti Hildur 5 systkini sín. Lengi
má víst manninn herða.
Síðast hitti ég Hildi rétt fyrir síð-
ustu jól. Þótti mér þá ljóst að
hverju stefndi, en allt til hins síð-
asta var hún einstaklega viðræðu-
góð og minnug á liðna tíð. Samveru-
stundir með henni, nú síðustu ár á
Landakoti og í Sóltúni skildu mann
ríkari eftir.
Fyrir hönd bræðra minna og fjöl-
skyldna okkar allra flyt ég þeim
Antoni, Ásthildi, Sigrúnu og Sirrý
og fjölskyldum þeirra einlægar
samúðarkveðjur. Kveðjur sendum
við og til eftirlifandi systkina Hild-
ar og alls frændgarðs hennar og
vina. Blessuð sé minning konunnar
sterku Hildar Kærnested.
Óli H. Þórðarson.
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið
í fliparöndinni – þá birtist valkostur-
inn „Senda inn minningar/afmæli“
ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um – mælt í Tools/Word Count).
Minningargreinar