Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
HÚSFYLLIR var á fundi þar
sem grunnskólarnir í Garðabæ
kynntu starf sitt foreldrum
barna sem hefja nám í grunn-
skóla næsta haust. Tæplega 150
foreldrar komu í Tónlistarskóla
Garðabæjar í gærkvöldi, og var
fundurinn ætlaður til þess að
auðvelda þeim að velja grunn-
skóla fyrir börnin sín.
Foreldrar sem rætt var við
eftir fundinn voru sammála um
að það væri erfitt að gera upp á
milli skólanna, en það væri mjög
jákvætt að hafa möguleikann á
því að velja. „Mér finnst það gefa
fólki meiri möguleika ef það hef-
ur ákveðnar skoðanir á umhverfi
sínu. Foreldrarnir þekkja börnin
sín lang best og vita í hvaða um-
hverfi þau passa best,“ segir
Hlynur Rúnarsson.
Hann og kona hans, Margrét
Haraldsdóttir, segjast þó vera
nokkuð viss um í hvaða skóla
Hafdís Katrín, dóttir þeirra, fer,
enda búa þau rétt við Flataskóla,
þar sem Margrét er reyndar
kennari. „Við búum þarna rétt
við og stelpan á auðvelt með að
labba í skólann. Mér finnst það
blasa svolítið við,“ segir Hlynur.
„En ef maður hugsar ekki um
staðsetninguna finnst mér þetta
allt mjög frambærilegir skólar,
ég ætti erfitt val ef það væri jafn
langt í alla,“ bætir Margrét við.
Staðsetningin skiptir greini-
lega miklu máli. „Við höfðum
ákveðnar hugmyndir um það sem
við vildum, sem byggist helst á
því sem drengurinn vill sjálfur,
en að sjálfsögðu komum við með
opnum huga til að heyra hvað
aðrir hafa að bjóða upp á,“ segir
Unnur Ýr Kristjánsdóttir. Bjarni
Pálsson, maður hennar, segir að
þau búi næst Flataskóla, og
þangað muni sonur þeirra, Krist-
ján Frosti, líklega fara. Í Garða-
bæ geta foreldrar barna sem
byrja í 1. bekk næsta haust valið
á milli Hofsstaðaskóla, Flata-
skóla og Barnaskóla Hjallastefn-
unnar, en Sjálandsskóli verður
svo tekinn í notkun næsta haust.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hlynur Rúnarsson og Margrét Haraldsdóttir (fyrir miðju) kynna sér hvað skólarnir hafa upp á að bjóða, ásamt Hönnu Lóu Friðjónsdóttur.
Jákvætt að hafa möguleika á vali
Mikill fjöldi foreldra sótti kynningarfund um grunnskóla í Garðabæ
UPPI er grunur um að 35 kg af hassi sem tekin
voru af 37 ára Íslendingi á landamærum Dan-
merkur og Þýskalands í lok síðustu viku hafi átt
að fara sjóleiðina til Ís-
lands, samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins. Mað-
urinn var á bílaleigubíl og
mun hafa verið á leið frá
Amsterdam og ætlað að
keyra í gegnum Þýskaland
og Danmörku með hassið í
tveimur ferðatöskum sam-
kvæmt heimildum. Hann
var hins vegar stöðvaður á
landamærum og hald lagt á fíkniefnin. Mun
hann hafa verið einn í bílnum þegar upp komst
um málið.
Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald vegna rannsóknar dönsku lögreglunn-
ar á málinu, sem telst stórt á danskan mæli-
kvarða.
Tekinn með
35 kg af hassi
í Danmörku
TVÖFALT fleiri hafa sótt um leyfi til hreindýra-
veiða fyrir þetta ár en í boði eru. Hefur orðið
sprenging í fjölda umsækjenda um hreindýraveiði-
leyfin á seinustu árum en aldrei hafa þó borist jafn
margar umsóknir og nú.
Í gærdag höfðu borist um 1.600 umsóknir en
heimilt er að veiða
800 dýr í ár líkt og
verið hefur undanfar-
in tvö ár. Árið 2003
bárust 800 umsóknir
og í fyrra voru þær
1.162.
Umsóknarfrestur
rann út á miðnætti í
gærkvöldi og eru all-
ar líkur á að fleiri umsækjendur eigi eftir að bætast
við þegar skriflegar umsóknir sem póstlagðar voru
í gær berast í hús, skv. upplýsingum Áka Ármanns
Jónssonar, forstöðumanns veiðistjórnunarsviðs
Umhverfisstofnunar.
Að sögn Áka er bæði um að ræða innlendar og
erlendar umsóknir. Áætlar hann að þegar hafi bor-
ist um 20–25 umsóknir erlendis frá. Veiðisvæðinu
er skipt upp í níu svæði og er ákveðinn kvóti á
hverju svæði. Flestar umsóknir eru um leyfi til
veiða á svæðum 1 og 2, sem eru á Fljótsdalsheiði.
Áki segist ekki hafa neina einhlíta skýringu á
þessari miklu aukningu umsókna um veiðileyfin.
Sennilegasta skýringin sé þó friðun rjúpunnar.
„Önnur gæti svo verið sú að það hefur varla verið
þverfótað fyrir matreiðsluþáttum í vetur og í fyrra-
vetur þar sem menn hafa verið að elda hreindýr og
dásama þau í bak og fyrir.“
Um 1.600 hafa
sótt um fá að
veiða hreindýr
ÖRYGGISNEFND Félags íslenskra flugumferð-
arstjóra hefur áhyggjur af flugöryggi á Keflavík-
urflugvelli vegna þess að fækkað hefur verið í flug-
vallarþjónustudeild slökkviliðsins á vellinum.
Frá og með 30. apríl mun hreinsunin heyra undir
vélamiðstöð varnarliðsins en ekki slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli. Hafa flugumferðarstjórar
áhyggjur af þeirri þróun og telja að þjónustan
muni versna. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi
varnarliðsins, segir að þjónustan verði óbreytt og
íslensku starfsmennirnir muni halda störfum sín-
um.
Kjartan Halldórsson flugumferðarstjóri segir að
snjómokstur taki nú lengri tíma vegna fækkunar-
innar. Öryggi flugfarþega sé í húfi og tafir á flugi
séu kostnaðarsamar.
Óttast um
flugöryggi
Flugumferðarstjórar/11
DÚETTINN Plat, sem gaf út
fyrstu breiðskífuna sína í jan-
úar síðastliðnum hjá lítilli
bandarískri útgáfu, hefur náð
undraskjótum árangri. Einkar
jákvæðir dómar hafa birst um
plötuna undanfarið í ýmsum
miðlum og er sveitin á vin-
sældalista bandarískra há-
skólastöðva. Plat er á leið vest-
ur í apríl og fer þá í mánaðar
hljómleikaferðalag til að fylgja
þessum árangri eftir./46
Ekkert plat
„ÞAÐ er bara sumarveður úti,“
sagði lögreglan á Seyðisfirði í gær-
kvöldi eftir að hitinn hafði farið í 16
stig fyrr um daginn. Veðrið var með
besta móti miðað við árstíma og fólk
í fínasta sumarskapi. Sólin lét samt
ekki sjá sig og var þungskýjað. Öku-
menn juku hraðann aðeins að sögn
lögreglunnar enda þjóðvegurinn
auður í fyrsta sinn í langan tíma.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni var 13 stiga hiti á
flugvellinum á Egilsstöðum og 12
stiga hiti í Neskaupstað. Ástæðan
fyrir þessum mikla hita sé hnúka-
þeyr; loftið hafi verið hlýtt og rakt á
vestanverðu landinu. Þegar vind-
urinn fari austur yfir hálendið kólni
það en hlýni hraðar þegar niður sé
komið fyrir austan. Sú hlýnun orsaki
meiri hita og þurrt loft.
Samkvæmt yfirliti á vef Veður-
stofunnar yfir veður í Evrópu í gær
var einungis heitara á Malaga á
Spáni í gær, 18 stig. Í dag kólnar og
spáð er hita í kringum frostmark.
Sumarhiti á Seyðisfirði
♦♦♦
♦♦♦
SÆTTIR náðust milli forystu Framsóknar-
flokksins og Kristins H. Gunnarssonar á
kvöldverðarfundi þingflokks framsóknar-
manna í gærkvöldi. Ákveðið var að Kristinn
taki aftur sæti í tveimur þingnefndum á veg-
um flokksins, sjávarútvegsnefnd og umhverf-
isnefnd og verði varaformaður í báðum nefnd-
unum. Einnig tekur hann sæti í Íslandsdeild
þingmannanefndar EFTA.
Magnús og Birkir víkja sæti
Til að rýma fyrir Kristni mun Magnús Stef-
ánsson víkja sæti úr umhverfisnefnd og Birk-
ir Jón Jónsson víkur úr sjávarútvegsnefnd og
EFTA-nefndinni. Að sögn Hjálmars Árna-
sonar, formanns þingflokks Framsóknar-
flokksins, buðust Magnús og Birkir Jón til að
víkja sæti. Hjálmar segir að hann og Kristinn
Hann segist einnig reikna með að næsta
haust verði skipað upp á nýtt í nefndir þings-
ins. „Þá reikna ég með að skipað verði út frá
sömu stöðu og ég hafði, þó það þurfi ekki
endilega að þýða að ég verði í nákvæmlega
sömu nefndum.“
hafi verið að ræða saman allt frá því kjör-
dæmisþing framsóknarmanna í Norðvestur-
kjördæmi var haldið í haust. „Það hefur leitt
til þess að við höfum ákveðið að hann taki sæti
til að byrja með í tveimur nefndum,“ sagði
Hjálmar.
Misklíð liggi í fortíðinni
„Við ætlum fyrri misklíð að liggja í fortíð-
inni en horfa samhent og bjartsýn til fram-
tíðar,“ segir Hjálmar.
Kristinn segir þetta vera ágæta niðurstöðu.
„Menn eru sammála um að láta liðið vera liðið
og vinna saman að framgangi mála eins og áð-
ur var. Staða flokksins var auðvitað þannig að
menn sáu að það var nauðsynlegt að greiða úr
þeim vandamálum sem uppi voru,“ segir
Kristinn.
Sættir tókust milli forystu Framsóknar og Kristins H. Gunnarssonar
Tekur aftur sæti
í þingnefndum
Morgunblaðið/Þorkell
Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árna-
son kveðjast að loknum kvöldverðarfundi
þingflokks framsóknarmanna.