Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 45. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Sáru ennin
í salnum
Arnar Eggert gagnrýnir fyrir-
komulag tónlistarverðlauna | Listir
Sjálfstæðari
nemendur
Nýir kennsluhættir í einstakl-
ingsmiðuðu námi | Daglegt líf
Íþróttir í dag
Gauti bætti Íslandsmetið í 800 m
hlaupi Drífa fær ekki leikheimild með
Val Wallau býður Einari nýjan samning
KOSNINGABANDALAG helstu flokka sjíta
sem vann flest sæti á íraska þjóðþinginu í
kosningum fyrir skömmu hefur ákveðið að til-
nefna Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráð-
herraefni sitt. Þetta var haft eftir nokkrum
heimildarmönnum í gær.
Jaafari er leiðtogi Dawa-
flokksins, eins stærsta
stjórnmálaflokks í Írak.
Heimildarmaður AFP-
fréttastofunnar staðfesti,
að Adel Abdel Mahdi, nú-
verandi fjármálaráðherra í
bráðabirgðastjórn Iyads
Allawis, sæktist ekki leng-
ur eftir forsætisráðherra-
embættinu af hálfu kosn-
ingabandalagsins.
Sjíta-listinn nýtur stuðnings Ali al-Sistanis
erkiklerks, helsta trúarleiðtoga sjíta í Írak, og
hlaut 48,1% atkvæða í kosningunum 30. jan-
úar. Kúrdar gera kröfu til forsetaembættisins
og hefur Jalal Talabani, annar helstu leiðtoga
þeirra, verið nefndur í því samhengi.
Sjítar velja
Al-Jaafari
Ibrahim
al-Jaafari
Bagdad. AFP.
Leiðari/26
ÞEGAR gigtarlyfið Vioxx var tekið af markaði
hér á landi sl. haust var sjúklingum sem það
höfðu tekið áfram ávísað svokölluðum Cox-lyfj-
um, sem Vioxx tilheyrir, þrátt fyrir að alþjóð-
legar lyfjastofnanir hefðu einnig varað við notk-
un þeirra. Greiðslur Tryggingastofnunar fyrir
Vioxx færðust því yfir á önnur Cox-lyf en ekki
aðra tegund gigtarlyfja. Þetta kom m.a. fram í
erindi Ingu J. Arnardóttur, deildarstjóra lyfja-
deildar Tryggingastofnunar, á ráðstefnu SÍBS
um lyfjamál í gær. Stefán Már Gunnlaugsson,
varaformaður ungliðahreyfingar Gigtarfélags-
ins, sagði í erindi sínu á ráðstefnunni ótrúlegt
að Vioxx skyldi hafa komist á markað.
„Þegar Vioxxið var tekið út af markaði
[vegna alvarlegra aukaverkana] færðust
lyfin, þannig að ég tel að þetta sé dæmi um hvar
hefði mátt spara miklar fjárhæðir og velja
ódýrari lyf. Þessi nýju lyf eiga rétt á sér í sum-
um tilfellum en alls ekki öllum.“
Hægt að spara 100 milljónir
Inga tók í erindi sínu dæmi um magalyf og
hvernig mætti draga úr útgjöldum með því að
ávísa ódýrara sambærilegu lyfi. Þar kom fram
að ef alltaf er notað ódýrasta magalyfið af fjór-
um sambærilegum lyfjum má spara að hámarki
um 100 milljónir króna á ári en heildarkostn-
aður Tryggingastofnunar vegna lyfjaflokksins
var um 600 milljónir í fyrra.
greiðslur Tryggingastofnunar bara beint yfir í
annað sambærilegt lyf,“ sagði Inga J. Arnar-
dóttir í samtali við Morgunblaðið. Á hún þar við
svokallaðan Cox-lyfjaflokk sem varað hefur
verið við notkun á. „Ég hefði ekki trúað að
læknar myndu snúa sér beint úr Vioxx-inu og í
það næsta við hliðina sem væri sambærilegt, en
það gerðist,“ segir Inga. „Mér finnst læknar
ekki hafa verið nógu varkárir þarna. Þessi lyf
eru 5–10 sinnum dýrari en eldri bólgueyðandi
Áfram vísað á Cox-lyf
þrátt fyrir aðvaranir
Læknar ekki nógu var-
kárir, segir deildarstjóri
hjá Tryggingastofnun
Ótrúlegt/26
STÖÐVARHÚSSHELLIR Kárahnjúkavirkj-
unar í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal er 120 m
langur, 35 m hár og 14 m breiður. Mörg þjón-
ustugöng, vatnsmiðlunargöng og ranghalar
liggja að auki inni í fjallinu og er heildarlengd
ganga um fimm kílómetrar.
Stórum áfanga í byggingu virkjunarinnar
var náð í gær þegar þýska fyrirtækið VA
TECH hóf uppsetningu vélbúnaðar í stöðvar-
húsinu. Er allri jarðvinnu þar lokið og ganga-
vélasalinn eða sjálft stöðvarhúsið fyrir niður-
setningu á vélbúnaði og erum m.a. að steypa
sökkla og þjónusturými,“ segir Hermann.
Hermann segir að efnið sem búið er að grafa
úr Valþjófsstaðarfjalli sé svipað og grafið var
út úr Fáskrúðsfjarðargöngum og Hvalfjarð-
argöngum samanlagt, um þrjú hundruð þús-
und rúmmetrar af bergi. Efnið verður lagt út á
árbakka Jökulsár í Fljótsdal og mótað sem
melur, lagt moldarlagi og grætt upp.
gerð að langmestu leyti og hefst nú uppsetning
véla og tækja.
Margir verkhlutar hjá Fosskrafti hf., sem
hefur séð um alla vinnu inni í Valþjófsstaðar-
fjalli hingað til, eru vel á undan áætlun. Her-
mann Sigurðsson, aðstoðarstaðarstjóri Foss-
krafts, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær
að nú væri allri jarðvinnu lokið og búið að
sprengja út hvelfingar og gera öll göng. „Núna
erum við í steypuvinnu, erum að undirbúa
Hafist handa við að koma vélbúnaði fyrir í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Fimm kílómetrar af göngum í fjallinu
Fljótsdal. Morgunblaðið.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna for-
dæmdi í gær morðið á Rafik Hariri, fyrrver-
andi forsætisráðherra Líbanons, og krafðist
þess að fá sem fyrst í hendur skýrslu um at-
burðinn.
Í samþykkt öryggisráðsins er lýst yfir
áhyggjum og ótta við, að stöðugleikinn í Líb-
anon fari út um þúfur, en þar geisaði blóðugt
borgarastríð frá 1975 til 1990. Anne Patter-
son, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá
SÞ, sagði, að inntakið í samþykktinni í gær
væri, að önnur ríki skyldu hætta afskiptum af
Líbanon. Bandaríkjastjórn kallaði í gær heim
til skrafs og ráðagerða sendiherra sinn í Sýr-
landi, Margaret Scobey.
Fordæma morðið
á Rafik Hariri
Myrtu/14
Sameinuðu þjóðunum. AFP.
NORÐMENN hyggjast senda sérsveitir til
Afganistan og er þeim ætlað að aðstoða Banda-
ríkjamenn við að leita uppi vígamenn talibana
og félaga í Al-Qaeda-
hryðjuverkanetinu.
Jan Petersen, utanríkis-
ráðherra Noregs, greindi
frá þessu á þingi í gær.
Sérsveitarmennirnir
munu lúta bandarískri
stjórn.
Norðmenn halda úti liðs-
afla í Afganistan en sér-
sveitarmennirnir munu
ekki tengjast honum.
Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíalíska
vinstriflokksins, sagði í gær, að Norðmenn
ættu aðeins að starfa á vegum NATO, ástæðu-
laust væri að taka beinan þátt í „hryðjuverka-
stríðinu“ sem Bandaríkjaforseti hefði lýst yfir.
Thorbjørn Jagland sagði nánari upplýsingar
skorta en dagblaðið VG sagði að Verkamanna-
flokkurinn myndi styðja ákvörðunina.
Sérsveitir
frá Noregi
til Afganistan
♦♦♦
♦♦♦