Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÝMSIR möguleikar eru á útflutn- ingi sérfræðiþekkingar og reynslu okkar á nýtingu endurnýtanlegra orkugjafa,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir, ráðherra orkumála, á árs- fundi Orkustofnunar í gær. „Ríkis- stjórnin hefur nýlega samþykkt að auka mjög þróunaraðstoð landsins og verður verulegum hluta þeirrar aukningar varið til að styðja rann- sóknir og framkvæmdir við jarðhit- anýtingu í þróunarríkjum.“ Sagði hún að á þessum vettvangi væri nauðsynlegt að koma á fót öfl- ugu samstarfi Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands og Orkustofnunar, Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og fyrirtækisins ENEX, sem er sam- eiginlegt útrásarfyrirtæki orku- og ráðgjafarfyrirtækja um útflutning á íslenskri orkuþekkingu. Nefndi hún að ESB væri í farar- broddi þeirra sem gert hafa kröfu á stóraukna hlutdeild endurnýtan- legra orkugjafa. „Með nýlegri stækkun Evrópusambandsins til austurs, opnast möguleikar til útrás- ar fyrir íslenska þekkingu og reynslu á nýtingu jarðhitans en þar er víða að finna mikil vannýtt jarðhita- svæði,“ sagði Valgerður. „Stjórnvöld í nokkrum þessara ríkja hafa lýst áhuga á samstarfi við Íslendinga á þessu sviði og tel ég að þarna opnist verulegir möguleikar íslenskra orku- og ráðgjafarfyrirtækja fyrir aukna útrás jarðhitaþekkingar og reynslu ef vel er að verki staðið.“ Í erindi sínu ræddi Valgerður einnig um orkumál samgangna og benti á að um 90% olíunotkunar Ís- lendinga væri vegna olíunotkunar í samgöngum og vegna fiskiskipa og þessi olíunotkun orsakaði um 70% af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. „Því er afar mikilvægt að unn- ið verði að því að draga úr olíunotkun á þessu sviði og nýta innlendar orku- lindir til samgangna strax og það þykir tæknilega mögulegt og hag- kvæmt.“ Sagði hún að m.a. í þessum tilgangi hefði sérstakri skrifstofu um vistvænt eldsneyti verið komið á laggirnar hjá Orkustofnun. Tvö frumvörp í farvatninu Í ræðu sinni kom Valgerður einnig inn á rammaáætlun um virkjanir en fyrsta áfanga hennar lauk fyrir ári. Sagði hún vinnu við annan áfanga áætlunarinnar nýlega hafna og að stefnt væri að því að ljúka henni árið 2009. Sagði Valgerður að sú vinna myndi að verulegu leyti beinast að rannsóknum á jarðhitasvæðum landsins. „Á þeim vettvangi ber hæst svo- kallað djúpborunarverkefni, en unn- ið hefur verið að undirbúningi þess í nokkur ár. Nú er komið að þeim áfanga að leita eftir fjármagni til frekari rannsókna og borana og þá ekki síst úr erlendum rannsóknar- sjóðum,“ sagði Valgerður. „Ákveðið hefur verið að ríkið verði formlegur aðili að þessu verkefni og þá í gegn- um Orkustofnun, sem lögum sam- kvæmt ber að sinna grunnrannsókn- um á jarðhita. Tryggt hefur verið fjármagn til verkefnisins á þessu ári og unnið er að því að skoða fjár- mögnun á hluta ríkisins fyrir fyrsta áfanga verksins næstu tvö ár.“ Valgerður minntist í erindi sínu á smíði laga er snertu orkumál og sagði hún nú hafna að nýju lagasmíði um hitaveitur. „Engin heildstæð lög eru til um þennan mikilvæga málaflokk og er- um við eina landið á Vesturlöndum sem ekki býr við sérstök lög um hita- veitur og er stefnt að því að leggja frumvarp fram til kynningar á nú- verandi þingi sem fari til umsagnar hagsmunaaðila næsta sumar fram að haustþingi,“ sagði Valgerður. Valgerður Sverrisdóttir á ársfundi Orkustofnunar Morgunblaðið/Þorkell Valgerður: „Með nýlegri stækkun Evrópusambandsins til austurs opnast möguleikar til útrásar fyrir íslenska þekkingu og reynslu á nýtingu jarðhitans en þar er víða að finna mikil vannýtt jarðhitasvæði.“ Ýmsir möguleikar á sviði útflutnings MÁLÞING Samtaka foreldra og að- standenda samkynhneigðra (FAS) og Prestafélags Íslands, sem haldið var í gær, hefur lagt til að stjórnir Presta- félagsins og FAS skipi þriggja manna starfshóp en hlutverk hans verði að gera hjónavígsluritúal sem gildir jafnt fyrir vígslu allra hjóna óháð því hvort um gagnkynhneigða eða sam- kynhneigða er að ræða. Niðurstaða þessarar vinnu á að liggja fyrir innan þriggja mánaða. Í ávarpi á málþinginu, sem bar yf- irskriftina „Getur íslenska þjóð- kirkjan haft forystu í málefnum sam- kynhneigðra?“ sagði Harpa Njáls, formaður FAS, að hún efaðist ekki um að kirkjan gæti, ef hún hefði kjark og þor, stigið skrefið og tekið forystu á meðal þjóða í málum samkyn- hneigðra. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, varaformaður FAS, sagði að enn skorti talsvert á að afstaða kirkj- unnar varðandi viðhorf og þjónustu til samkynhneigðra væri skýr og skil- greind. „Hefur hin íslenska, lúterska kirkja sem um leið er þjóðkirkja landsins efni á að missa frá sér stóra hópa kristins fólks vegna einstreng- ingslegrar afstöðu staðnaðra við- horfa... [-] Óskar kirkjan sér þess hlutskiptis að almenningur velji þá leið að segja sig úr þjóðkirkjunni vegna stefnuleysis hennar í mál- efnum samkynhneigðra? [-] Er það eðlilegt að um leið og einstaklingur viðurkennir samkynhneigð sína sé hann að velja að vera ekki virkur og viðurkenndur einstaklingur í þjóð- kirkjunni og kristnu samfélagi þjóð- arinnar?“ spurði Ingibjörg. Sr. Sigfinnur Þorleifsson fjallaði í erindi sínu um hvort ástæða væri til að endurskoða hjónavígsluritúalið þannig að það þjónaði bæði samkyn- hneigðum og gagnkynhneigðum. Einfalt að breyta ritúalinu Sigfinnur minnti á að kirkja sem burðaðist með klafa fortíðarinnar og væri kengbeygð inni í mannskilningi þess liðna verði ekki aðeins viðskila við manneskjurnar sem hún þjóni heldur fari hún sem stofnun að við- halda sjálfri sér og eigin völdum, lífs- safinn þverri og hún þorni upp og visni. Sr. Sigfinnur benti á að í raun væri mjög einfalt að umorða hjóna- vígsluritúal íslensku þjóðkirkjunnar svo hið sama gilti fyrir alla óháð því hver ætti í hlut. Með því móti væri ekki hastað á neinn af kirkjunnar hálfu heldur væri hún opin öllum mönnum, körlum og konum, sem kæmu fram fyrir Drottinn til að þiggja blessun. Sigfinnur sýndi hversu auðveldlega mætti breyta ritúalinu: „Fyrir því skal maðurinn yfirgefa föður og móður og bindast maka sínum og þær tvær skulu verða einn maður. Þannig eru þær ekki framar tvær heldur einn maður.“ Starfshópur skipaður í framhaldi af málþingi um kirkjuna og samkynhneigða Hjónavígsluritúal fyrir alla Morgunblaðið/Árni Torfason Harpa Njáls: Efast ekki um að kirkjan geti, ef hún hefur kjark og þor, tekið forystu á meðal þjóða í málum samkynhneigðra. HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá dómi máli unglingspilts sem í fyrrasumar var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Pilturinn var dæmdur af Hér- aðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft samræði við stúlkuna, sem er fædd 1990, að minnsta kosti fjór- um sinnum þegar hún var 13 ára en hann 15 ára. Í dómi Hæstaréttar segir hins vegar að málatilbúnaður ákæru- valdsins hafi verið með þeim hætti að óhjákvæmilegt hafi verið að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðs- dómi. Hefði þess ekki verið gætt að leita skýringa stúlkunnar á ým- iss konar misræmi sem fram kom í framburði hennar og dagbókum hennar sem fyrir lágu í málinu. Ekki hefði hún heldur verið spurð nánar vegna atriða sem fram komu í framburði piltsins og hefðu átt að gefa fullt tilefni til nánari eftirgrennslunar, enda neit- aði pilturinn því ætíð að hafa átt í kynferðissambandi við stúlkuna. Ekki var aflað sérfræðilegrar álitsgerðar Í málinu lá heldur ekki fyrir greinargerð sérfræðings á sviði sálfræði eða læknisfræði um þroska og andlegt ástand stúlk- unnar. Þá hefði ekki verið aflað sérfræðilegrar álitsgerðar um and- legan og líkamlegan þroska pilts- ins á þeim tíma sem skipti máli, en hann var nýlega orðinn 15 ára þegar ætluð brot hans áttu að hafa verið framin. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Örn Höskuldsson hrl. og Steinunn Guðbjartsdóttir voru verjendur ákærða og sækj- andi Sigríður Jósefsdóttir frá rík- issaksóknara. Kynferðisbrota- máli unglings vísað frá dómi Skipverji missti fótinn UNGUR skipverji af mótor- bátnum Hauki EA-76 missti fótinn við ökkla í alvarlegu vinnuslysi um borð í bátnum um 12 mílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi í gær. Hann var sóttur af þyrlu Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og fluttur á Landspítalann þar sem hann gekkst undir aðgerð. Skipverjinn mun hafa klemmst um borð í bátnum með fyrrgreindum afleiðingum og var óskað eftir þyrlu til að sækja hann. Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Land- helgisgæslunnar kl. 13.13 og tilkynnti slysið. Hvorug þyrla Landhelgisgæslunnar var flug- hæf í gær og hafði því stjórn- stöð Gæslunnar samband við varnarliðið. Var varnarliðsþyrl- an búin að hífa hinn slasaða upp úr bátnum kl. 14.30 og lenti við Landspítalann kl. 14.50. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar er minni gæsluþyrlan TF-SIF í 500 tíma skoðun og því ekki tiltæk. Stærri þyrlan TF-LIF var hins vegar biluð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.