Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þetta er ekkert mál ef þú gengur í Frjálslynda flokkinn, Árni minn, viltu ekki líka fá hliðar-
göng fyrir hrútana í úteyjar?
Formenn skíðadeildaÍR og Víkings teljaað æfingaraðstaða
skíðaíþróttafólks versni
við flutninginn. Þeir segja
að um helmingur reyk-
vískra unglinga, sem æfa
skíðagreinar, stundi æf-
ingar í Henglinum.
Of skammur fyrirvari
Skíðadeild Víkings hef-
ur haft aðstöðu í Sleggju-
beinsskarði frá 1938. Að
sögn Jensínu Magnúsdótt-
ur, formanns skíðadeildar
Víkings, hefur lokun
skíðasvæðisins í Henglin-
um verið yfirvofandi þetta
kjörtímabil. Hún benti á
að auk ÍR og Víkings hafi skíða-
fólk úr öðrum félögum æft þar og
eins fjöldi annarra skíðaiðkenda.
Jensína taldi fyrirvara lokunar-
innar of skamman, því ekki sé búið
að byggja upp aðstöðu í Bláfjöllum
til að taka við starfi félaganna af
Hengilssvæðinu. Hún óttast að
lokun Hengilssvæðisins muni
fækka þeim dögum sem hægt er
að æfa á skíðum á höfuðborgar-
svæðinu. Þar er framleiddur snjór
með tveimur snjóbyssum, sem
veldur því að hægt hefur verið að
hefja æfingar fyrr en annars stað-
ar. Þá er veðurfar annað í Hengl-
inum en í Bláfjöllum og í Skála-
felli. Oft hafi verið opið á
Hengilssvæðinu þegar hefur verið
lokað vegna veðurs á hinum skíða-
svæðunum tveimur.
Að sögn Jensínu stunda um 90
manns æfingar á vegum skíða-
deildar Víkings, auk ættingja
keppnisfólksins og annarra sem
gjarnan nýta svæðið.
OR hefur falast eftir landi ÍR
ÍR hefur haft skála í Hamragili
frá vorinu 1956, að sögn Auðuns
Kristinssonar, formanns skíða-
deildar ÍR. Hann segir að um 40
börn og unglingar stundi reglu-
lega skíðaæfingar á vegum ÍR,
auk fylgdarfólks. Alls séu virkir
skíðaíþróttamenn á svæðinu 100–
120 manns auk almennings.
Auðunn tekur illa í lokun Heng-
ilssvæðisins og nefnir sömu
ástæður og Jensína, betra veður-
far en í Skálafelli og Bláfjöllum,
auk snjóframleiðslunnar. Telur
Auðunn að 15–20 æfingadagar
muni tapast á hverju ári við flutn-
inginn og það séu mikilvægir dag-
ar fyrir keppnisfólk. Þá sé snjó-
framleiðslan mikilvæg. „Þetta er
lykillinn að rekstri skíðasvæða í
Evrópu og Ameríku í dag. Það er
sagt að 80% af snjó á skíðasvæð-
um í Evrópu sé framleiddur,“
sagði Auðunn.
„Þetta lítur undarlega út þegar
sagt er að það kosti a.m.k. 150–200
milljónir að flytja okkur upp í Blá-
fjöll. Það er miklu til kostað til að
spara rúmar 20 milljónir á ári og
tapa æfingadögum,“ sagði Auð-
unn. „Það læðist að manni grunur
um að annað búi á bakvið. Orku-
veitan hefur verið að falast eftir
landi sem ÍR á þarna og þeir hafa
verið að bora í kringum það. Það
hafa verið hugmyndir um að
leggja lagnir frá borholunum um
landið okkar.“ Auðunn segir að
OR hafi boðist til að kaupa landið
af ÍR og á mörkum landsins sé afl-
mikil borhola.
Auðunn taldi einnig að setja
mætti spurningarmerki við flutn-
ing skíðaliðanna í Bláfjöll og frek-
ari uppbyggingu þar. Bláfjöll séu
á vatnsverndarsvæði sem t.d.
valdi því að ekki megi dreifa þar
áburði til uppgræðslu og aukin
umferð geti verið varhugaverð út
frá því sjónarmiði.
Hagkvæmt að flytja
Ingvar Sverrisson, varaformað-
ur ÍTR og formaður stjórnar
Skíðasvæða höfuðborgarsvæðis-
ins, segir að samningum um flutn-
inga aðstöðu ÍR og Víkings í Blá-
fjöll ólokið. Hann telur kostnaðinn
hlaupa á 50–100 milljónum, eftir
því hve mikið verður flutt af tækj-
um og húsum. Byggingarsvæði er
til reiðu við hliðina á skálum
Breiðabliks og Hauka og þar kem-
ur til greina að ÍR og Víkingur fái
aðstöðu, að sögn Ingvars. Honum
finnst einnig koma til greina að
skíðaskálar verði samnýttir í
auknum mæli, því dregið hafi úr
því að skíðafólk gisti í skálunum
enda stutt að fara til borgarinnar.
Ingvar segir viðræðunefnd ÍTR
og íþróttafélaganna vera að ræða
málið og eigi niðurstaða að liggja
fyrir í maílok. Ingvar sér ekkert
því til fyrirstöðu að ÍR og Víking-
ur geti farið að æfa í Bláfjöllum á
næsta æfingatímabili. Það sé nóg
pláss í Bláfjöllum til að bæta við
þessum tveimur skíðadeildum.
Ingvar telur mikilvægi snjó-
framleiðslu í Hengli ofmetið. Hún
sé eingöngu fyrir barnabrekkur,
en ekki æfingasvæði íþróttafólks.
Í ár hafi einungis verið opið einum
degi lengur þar en í Bláfjöllum.
Að Skíðasvæðum höfuðborgar-
svæðisins standa 12 sveitarfélög
og reka þau Bláfjöll og Skálafell.
Að sögn Ingvars vildu þau ekki
bæta Hengilssvæðinu við, en ÍTR
hefur annast rekstur þess hingað
til. Ingvar segir rekstrarlegar
ástæður ráða mestu um lokun
Hengilssvæðisins. Eigi að halda
rekstri þess áfram muni það kosta
miklar endurbætur á tækjum og
aðstöðu, m.a. hafi skíðalyftur í
brekkum verið reknar á undan-
þágum undanfarin ár.
Fréttaskýring | Ráðgert að loka áratuga-
gömlu skíðasvæði í Henglinum í vor
Óhagkvæmur
rekstur
Formenn skíðadeilda ÍR og Víkings
telja aðstöðuna versna við flutninginn
Frá skíðasvæði Víkings.
Æfingaraðstaðan verður
flutt í Bláfjöll
Skíðasvæðinu í Henglinum
verður lokað í vor. Skíðadeildum
ÍR og Víkings, sem hafa haft æf-
ingaraðstöðu í Hamragili og
Sleggjubeinsskarði, verður boðið
að flytja starfsemi sína í Bláfjöll.
Tillaga R-listans þessa efnis var
samþykkt í Íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur 11. febr-
úar síðastliðinn. Í bókun kemur
fram að Hengilssvæðið sé ein-
göngu notað sem æfingasvæði og
kosti 22 milljónir á ári.
gudni@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt rúmlega tvítugan mann
í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi
fyrir nærri 20 afbrot sem flest voru
framin í fyrra
Ákærði var m.a. dæmdur fyrir
innbrot og þjófnaði, fíkniefnabrot,
nytjastuld, auðgunarbrot, hylmingu,
gripdeildir og brot á umferðarlög-
um.
Í einu tilviki braust hann inn í
íbúðarhús í Hafnarfirði ásamt öðr-
um og stal munum að verðmæti um
1,5 milljónir kr. Einnig braust hann
inn í íbúðarhús í Kópavogi í fyrra-
sumar og stal haglabyssu, skart-
gripum, fatnaði, myndavél og sjón-
auka, samtals að verðmæti um 900
þúsund kr.
Braust inní Blóðbankann
Þá fór maðurinn seint í fyrrasum-
ar í heimildarleysi inn í húsnæði
Blóðbankans við Barónsstíg og stal
ferðatölvu og þremur borðtölvum
ásamt tölvuskjám og ýmsum öðrum
fylgihlutum, samtals að verðmæti
486 þúsund krónur.
Maðurinn var einnig sakfelldur
fyrir hylmingu með því að hafa haft
í vörslu sinni fartölvu að verðmæti
200 þúsund krónur þrátt fyrir að
hafa verið ljóst að um þýfi væri að
ræða.
Ásgeir Magnússon héraðsdómari
dæmdi málið. Verjandi var Jón
Höskuldsson hdl. og sækjandi Dag-
mar Arnardóttir frá lögreglustjór-
anum í Reykjavík.
Síbrotamaður dæmdur