Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÁTÖKIN í Lýðveldinu Kongó, Úg- anda og Súdan eru þrjár helstu „gleymdu hörmungarnar“ í heim- inum og manntjónið af völdum þeirra er miklu meira en af völdum nátt- úruhamfaranna við Indlandshaf. Sjaldan er þó fjallað um þessar stríðshörmungar í fjölmiðlunum. Þetta er niðurstaða könnunar Reuters sem leitaði álits yfir hundrað sérfræðinga á sviði neyðaraðstoðar. Skýrt er frá niðurstöðunni á frétta- vefnum AlertNet sem Reuters held- ur úti og er helgaður umfjöllun um ýmsa hörmungaratburði, hung- ursneyðir og farsóttir í heiminum. Á vefnum kemur meðal annars fram að stríðið í Lýðveldinu Kongó hefur kostað minnst tíu sinnum fleiri mannslíf en náttúruhamfarirnar við Indlandshaf í desember þótt lítið sé fjallað um stríðshörmungarnar í fjöl- miðlum utan Afríku. Áætlað er að um þrjár milljónir Kongóbúa þurfi á að- stoð að halda en fái hana ekki vegna átaka sem geisa enn í austanverðu landinu. John O’Shea, framkvæmdastjóri írsku hjálparstofnunarinnar GOAL, lýsti ástandinu í Kongó sem „mesta harmleik mannkynsins frá helförinni gegn gyðingum“. Sérfræðingarnir nefndu einnig al- næmisfaraldurinn og aðrar skæðar farsóttir, t.a.m. malaríu og berkla, sem valda milljónum dauðsfalla á ári hverju. Einn sérfræðinganna sagði að manntjónið af völdum hörmunganna og farsóttanna í Afríku væri svo mik- ið að líkja mætti því við að nátt- úruhamfarir á borð við flóðbylgj- urnar í Indlandshafi gengju yfir álfuna á hálfs mánaðar fresti. Á fréttavefnum er ennfremur greint frá því að náttúruhamfarirnar við Indlandshaf fengu meiri umfjöll- un í fjölmiðlum á sex vikum en allar tíu helstu „gleymdu hörmungarnar“ í heiminum samtals á einu ári. Er þetta niðurstaða rannsóknar á frétt- um 200 dagblaða sem gefin eru út á ensku víða um heim. Hörmungarnar sem fjölmiðlarnir „gleyma“                           3  8,+! +=("    =/2=$ ,  +". !(! #:+=%  :+ "= )%+.") ," $,+6 (   / '  1 6)  ++6:  $ +2($, %@=, )% ++% "+($:#! 6:  $,  4 !  %-  (+, $,"  , ( %! ) (=3=/, =" *=+/, '.! =, 3,:,,    ) /+:(2$,++  *2 #! 5*6 A  ++6:  $+)(+=( '+." )%=", ("+."+ ) /("/=O " ;$? () ,")  ++6: 2.$+2 7).( A"  12".$++(= )'%" ,  ,($= 2 ) " =A?="6)+6:  ; +>(,+.=R2+. 8  ) 9!#6 S6)) "## ,.#@ "$, O !$," %!(++ ( +=(!  ++6: $+!("## T  /' " $," , ( 9"$, (,@.. (%1)= =(",($,##=%@+=)"( 5' * (6(.,@6' =%/' ) $,  =2"'+."  , ,+."  2  ++6:."(++))   ++6:    ))  ! "   ++6: .,@6 .,@62    ))  - #'  * "   ++6:"  , $ 8CB;, "/2, 1 (6"= =%"" $ 1 ,   ++6: / $! ( "( +" ,  +."  8CB; "(" $," : 6'+ (=0=! )C.+.  !) 6/#! / ="" $+"" ,  =( )) "" ;  , %!( ; ++6:  +=(*+, .:" '+."  :,(  ; <  ,#6; 1 T  + 6= +" ! ++(  $+2($, %@= , =") )% ++ 6:  $, ! "## , , 5  2) '#! # => 6 #/#! 9!#6! 5*6# ? , 2 @! <'62) '#! # A 2 ' #' ' (   #!# <            !" # $ ROBERT McNamara, sem var varn- armálaráðherra Bandaríkjanna á sjö- unda áratugnum, segir að Bandaríkin og önnur kjarnorkuveldi hafi ekki fullnægt ákvæðum í alþjóðlegum samningum um bann við dreifingu kjarnorkuvopna. Hvorki Banda- ríkjamenn né Rússar hafi fækk- að að ráði í vopna- búrunum en ákvæði eru í samningunum um slíkar aðgerðir. McNamara, sem er 88 ára að aldri, sakaði Bandaríkin, Rússland og Kína um að fylgja í þessum efnum stefnu sem væri „ólögleg og siðlaus“. Liðinn væri áratugur frá lokum kalda stríðsins en Bandaríkjamenn hefðu ekki enn breytt stefnu sinni. Stjórnvöld í Washington hefðu gert áætlanir um að endurbæta þau kjarnavopn sem fyrir hendi væru og smíða nýjar gerð- ir sem hægt væri að nota til að ráðast gegn neðanjarðarbyrgjum. Ennfrem- ur væri rússneskum eldflaugum enn beint að skotmörkum í Bandaríkjun- um og í mörgum tilfellum væri bún- aðurinn, sem nota ætti ef rússnesku flaugarnar væru sendar af stað, löngu úreltur. „Það er brýnt að við losum okkur við þessi vopn eða fækkum þeim svo mikið að ekki sé gerlegt að nota þau til að eyða ríkjum,“ sagði McNamara. Ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta reynir nú að koma í veg fyrir að Norður-Kórea og Íran komi sér upp kjarnorkuvopnum. Gert er ráð fyrir að Condoleezza Rice utan- ríkisráðherra muni ræða þessi mál í heimsókn sinni til Suður-Kóreu en áð- ur sækir hún heim Afganistan, Pak- istan og Indland. Tvö síðastnefndu ríkin hafa þegar komið sér upp kjarnavopnum, hin kjarnorkuveldin eru Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland. Kjarnorku- stefnan „ólögleg og siðlaus“ San Francisco. AP. Robert McNamara RODNEY S. Melville, dómari í Kaliforníu, gaf í gærmorgun út handtökuskipun á hendur tónlistar- manninum Michael Jackson þegar hann mætti ekki í réttarsalinn í Santa Maria á réttum tíma og hót- aði að innkalla tryggingu sem sett hefur verið til að Jackson þurfi ekki að sitja inni. Nokkrum mínútum eftir að frestur Jacksons til að koma fyrir réttinn rann út kom hann á staðinn og var veiklulegur að sjá. Talsmenn hans sögðu að hann hefði fengið meðhöndlun á sjúkra- húsi vegna bakverkja. Cottage- sjúkrahúsið í Santa Ynez staðfesti að Jackson hefði verið meðhöndl- aður á sjúkrahúsinu og fengið vöðvaslakandi lyf. Jackson, sem er 46 ára, er fyrir rétti vegna ásakana um að hann hafi átt kynferðislegt samneyti við börn á búgarði sínum en gengur laus eftir að hafa sett tryggingu, þrjár milljónir dollara eða um 180 milljónir króna. Melville dómari hafnaði beiðni verjanda Jacksons, Thomas Mesereaus, um að ræða við sakborninginn í síma á bráðadeild sjúkrahússins. Síðar sagði dómar- inn hins vegar að ljóst væri að Jack- son væri veikur og hann yrði ekki handtekinn þrátt fyrir að hann hefði verið of seinn á vettvang. Klámmyndir á Netinu skoðaðar á Neverland Talsmaður Jacksons sagði að tón- listarmaðurinn hefði vaknað snemma um morguninn til að búa sig undir réttarhöldin en fengið slæman bakverk. Ekki væri ljóst hvers vegna meðferðin á sjúkrahús- inu hefði tekið svona langan tíma, þrjár stundir. Í febrúar varð að fresta réttarhöldunum í viku vegna þess að tónlistarmaðurinn fékk flensu og fór á sjúkrahús. Drengur, sem nú er fimmtán ára að aldri, hefur sakað Jackson um ósiðlegt athæfi og bar hann vitni í gær. Var það í fyrsta sinn sem drengurinn stóð augliti til auglitis við Jackson síðan hann var gestur á búgarði söngvarans, Neverland, í mars 2003. Hann lýsti því hvernig tónlistarmaðurinn hefði sýnt sér klámfengnar myndir í svefnher- bergi Jacksons. Hann var ekki spurður í gær hvort hann og söngv- arinn hefðu átt kynferðislegt sam- neyti. En drengurinn sagði frá því að hann hefði í fyrstu heimsókn sinni á búgarðinn skoðað klámsíður á Netinu ásamt Jackson og fleira fólki eftir að söngvarinn hefði stungið upp á því að drengurinn og bróðir hans svæfu í svefnherbergi gestgjafans um nóttina. Vitnið var með krabbamein er þessir atburðir áttu sér stað. Bróðir 15 ára drengsins bar einn- ig vitni og sagðist hafa séð Jackson þukla eldri bróðurinn í febrúar eða mars 2003. Hann sagðist einnig hafa skoðað klámsíður á Netinu aðra nóttina á Neverland en þá höfðu foreldrar drengjanna sam- þykkt að þeir svæfu í herbergi söngvarans. Yngri drengurinn lýsti efninu á klámsíðunum. „Það var þarna stelpa sem hafði flett upp um sig skyrtunni,“ sagði hann. Jackson hefði hvíslað einhverju í eyrað á ungum syni sínum, Prince Michael, sagt að hann væri að missa af miklu og notað síðan slang yfir kynfæri kvenna. Jackson er sakaður um að hafa níðst kynferðislega á eldri drengn- um og gefið honum áfengi. Einnig er hann sagður hafa ráðgert að taka fjölskyldu drengsins í gíslingu til að þvinga hana til að andmæla heimild- armynd í sjónvarpi þar sem sagt var að söngvarinn leyfði börnum að sofa í svefnherbergi sínu. Verjendur Jacksons segja að fjölskyldan hafi áður borið fram falskar ákærur til að hagnast á því. Dómari hótaði að láta handtaka Jackson Ung vitni segjast hafa skoðað klámmyndir með söngvaranum á búgarði hans Santa Maria í Kaliforníu, AP, AFP. Reuters Michael Jackson kemur í dómshúsið í Santa Maria í gær í fylgd með föður sínum, Joseph Jackson. Söngvarinn mætti of seint og þótti veiklulegur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.