Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 21 ERLENT HARMUR ríkti í gær í bænum San Jose á Bohol, einni af Filippseyjum, þegar borin voru til grafar 10 börn sem dóu úr matareitrun á miðviku- dag, hér sjást móðir og dóttir henn- ar við kistu eins fórnarlambsins. Alls létu 30 börn úr bænum lífið, þau voru á aldrinum 7–13 ára. Um 80 börn eru enn á sjúkrahúsi en tal- ið að þau nái sér. Börnin munu hafa borðað karamelluhúðaðar kassava- rætur sem götusali hafði á boð- stólum við grunnskóla bæjarins en sælgæti af þessu tagi er afar vin- sælt í landinu. Að sögn sérfræðinga er hugsanlegt að ræturnar hafi ekki verið steiktar nógu vel en þá geta þær valdið blásýrueitrun. Einnig er kannað hvort ræturnar hafi verið mengaðar skordýraeitri. AP Sorg í San Jose TUNG Chee-hwa, æðsti embætt- ismaður Hong Kong, tilkynnti formlega í gær að hann hygðist láta af embætti. Kínversk stjórn- völd skipuðu hann í embættið fyr- ir átta árum eftir að Kínverjar fengu yfirráð yfir bresku nýlend- unni fyrrverandi. Tung kvaðst láta af embættinu af heilsufarsástæðum en margir fréttaskýrendur í Hong Kong telja að kínversk stjórnvöld hafi í raun knúið hann til að segja af sér þar sem þau treysti honum ekki lengur til að stjórna. Mikil óánægja hefur verið með störf hans í Hong Kong vegna efnahagssam- dráttar, meintra pólitískra mis- taka hans og af- skipta kín- verskra ráðamanna. Tung sagði að aðstoðarmaður sinn, Donald Tsang, ætti að taka við embættinu en ekki væri vitað hvort hann yrði skipaður til tveggja eða fimm ára. Tung var skipaður í embættið til fimm ára fyrir þremur árum. Leiðtogi Hong Kong segir af sér Hong Kong. AFP. Tung Chee-hwa SAMTÖK múslíma á Spáni, Ísl- amska ráðið, gáfu í gær út trúar- lega tilskipun, eða fatwa, gegn Osama bin Laden, leiðtoga hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda. Hryðjuverkin í Madríd 11. mars í fyrra, þegar 191 lét lífið, voru fram- in í nafni al-Qaeda. Í fimm síðna yfirlýsingu frá ráðinu segir að hryðjuverk bin Lad- ens og stuðningsmanna hans stang- ist á við íslam. „Bin Laden, al- Qaeda og allir þeir sem reyna að réttlæta hryðjuverk á grundvelli Kóransins brjóta í bága við íslam.“ Ráðið bætti við að hryðjuverk væru „algjörlega bönnuð“ sam- kvæmt íslam og öllum múslímum bæri að fordæma þau. Því mætti ekki líta á bin Laden og liðsmenn al-Qaeda sem múslíma. Ráðið hvatti einnig íslamska klerka, sem búsettir eru á Spáni, að fordæma hryðjuverk á bænafund- um múslíma í dag þegar Spánverjar minnast þess að ár er liðið frá sprengjutilræðunum í Madríd. Talið er að öfgamenn frá Mar- okkó, sem styðja bin Laden, hafi framið hryðjuverkin. „Við höfum hvatt trúarleiðtoga til að fordæma hryðjuverk opinberlega og biðja sérstaklega fyrir fórnar- lömbum hryðjuverka,“ sagði Mansour Escudero, framkvæmda- stjóri spænsku múslímasamtak- anna. Þá hafa þau samið yfirlýsingu þar sem þau „þakka spænskum stjórnvöldum og þjóðinni fyrir af- stöðu þeirra til múslíma“ eftir hryðjuverkin 11. mars. Um hálf milljón múslíma býr á Spáni, þeirra á meðal um 230.000 innflytjendur. Spænskir músl- ímar fordæma bin Laden Madríd. AFP. ÞÝSKAR konur, Pia Habekost og Esther Thomsen, skoða myndir í farsíma á CeBIT-upplýsingatæknisýningunni í Hannover í Þýskalandi, mestu sýn- ingu sinnar tegundar í heiminum. Sýningin var opnuð almenningi í gær og henni lýkur á miðvikudaginn kemur. Alls sýna yfir 6.000 fyrirtæki nýjustu vörur sínar á tæknisýningunni. AP CeBIT-sýningin opnuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.