Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Avena Sativa Fyrir góðan svefn PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Fjarðarkaupum Borgartúni 24 Lyfjaval Hæðarsmára Lyfjaval Þönglabakka Spurningakeppni | Hin árlega spurningakeppni UMF Neista hófst nýverið á Djúpavogi. Öllum fyr- irtækjum, félögum og samtökum er heimilt að skrá lið til leiks og þetta ár- ið eru liðin orðin 14. Fyrsta keppn- iskvöldið áttust við Vísir A og Búta- saumur annars vegar og Hreppurinn og Við Voginn hins vegar. Vísismenn sáu og sigruðu Bútasauminn og Hreppararnir báru sigurorð af Við Voginn í fyrri umferðinni. Sigurveg- ararnir áttust svo við og sigraði lið Hreppsins. Í gærkvöld áttust svo við Ósnes og Helgafell annars vegar og Vísir B og Hótel Framtíð hins vegar. Úrslit má finna á vef Djúpavogs- hrepps, djupivogur.is. Spyrill í keppninni er Björn Hafþór Guð- mundsson sveitarstjóri. Honum til aðstoðar er Sólný Pálsdóttir, frétta- ritari Morgunblaðsins á Djúpavogi, og Albert Jensson er tímavörður. Blakmót Hugins | Góumót Hugins í blaki verður haldið í íþróttahúsinu á Seyðisfirði laugardaginn 12. mars. Gert er ráð fyrir að það byrji kl. 10 og verði langt fram eftir degi, nánar auglýst síðar. Einvörðungu konur keppa á mótinu og eru 10 lið frá 8 stöðum þegar búin að skrá sig sem telst frábær þátttaka. Borgfirskur vefur | Ráðinn hefur verið nýr fréttamaður fyrir frétta- síðuna borgarfjordureystri.is, en fréttaskrifum hefur lítið verið sinnt um hríð, sem að sögn vefjarins helg- ast m.a. af því að vefumsjónarmað- urinn hefur ekki verið á staðnum í vetur. Nýi fréttamaðurinn heitir Þröstur Fannar Árnason og er sagð- ur ungur og upprennandi Borgfirð- ingur. Er því von til að innan skamms komist í loftið skemmtileg og lifandi fréttasíða. Egilsstaðir | Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum (LME) frumsýnir í kvöld söngleikinn Slappaðu af eftir Fel- ix Bergsson, í leikstjórn Snorra Emilssonar. Söngleikurinn gerist á sjöunda áratugnum og fjallar um baráttu tveggja unglingaklíka, vinstri og hægri, ástir og átök og sameig- inlega kvenréttindabaráttu. Leikritið tekur á alvarlegum málefnum á gamansaman hátt. Tónlistin í leikritinu er val- in með tilliti til tíðarandans og má þar finna þekkta slag- ara á borð við Signed, Sealed, Delivered, Stop! In The Name Of Love, Rescue Me og vitanlega titillagið Slappaðu af! Aðalleikarar sýningarinnar eru Katrín Huld Káradóttir, Stefán Smári Jónsson, Pétur Ármannson og Hólmfríður Rut Einarsdóttir. Gerð leikmyndar annast Bergsteinn Ingólfsson, Guð- mundur H. Stefánsson, Hildur Evlalía Unnarsdóttir, Böðv- ar Pétursson, Bergþór Þorsteinsson og Dagur Björnsson Um búninga sjá Elísabet Karlsdóttir, Harpa Sif Gunn- laugsdóttir, Anna Margrét Óladóttir og Aldís Hauksdóttir. Hljóðmaður er Steinar Pálmi Ágústsson og ljósamenn eru Bergsteinn Ingólfsson og Bergvin Snær Andrésson Sýningar verða sjö talsins í Valaskjálf og hefst sýningin í kvöld kl. 20. Slappaðu af á fjalir leikfélags Menntaskólans Ljósmynd/NME Slappaðu af á fjalirnar Ástarsena Hákonar Unnars Jóhannssonar og Hildar Unnarsdóttur. Egilsstaðir | Íbúaþing verður hald- ið á Fljótsdalshéraði á morgun, laugardag, undir yfirskriftinni Hér- aðsþing – Fljótsdalshérað til fram- tíðar. Á íbúaþinginu verða íbúarnir og þeirra hugmyndir í öndvegi og þar gefst þeim og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta tækifæri til að taka þátt í að móta framtíðarsýn Fljóts- dalshéraðs á breyttum tímum. Meðal málefna sem tekin verða til umfjöllunar eru umhverfis- og skipulagsmál og Fljótsdalshérað sem gott samfélag fyrir alla. Sókn- arfæri Fljótsdalshéraðs verða til umræðu ásamt fræðslu-, frístunda- og menningarmálum. Skipulagsmál verða einnig tekin fyrir, sérstaklega heildarmynd Fljótsdalshéraðs, þjónustukjarnar, umhverfi, útivist, umhverfisgæði og miðbær Egils- staða. Samgöngur, hálendið, nátt- úruvernd og dreifbýlið verða auk þess sérstaklega til umræðu á þinginu. Íbúaþingið verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum og stendur yfir frá kl. 10 til 18. Íbúar móta sitt sveitarfélag Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Móta eigið umhverfi Nú geta ungir og gamlir, undarlegir, venjulegir og skemmtilegir haft markverð áhrif á samfélag sitt á íbúaþingi. Rýnt í samfélagið Neskaupstaður | Nesskóli var á dögunum vígður við hátíðlega at- höfn. Fór vígsluathöfnin fram í sal skólans að viðstöddu fjölmenni. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri fór yfir byggingasögu og afhenti svo Ólafi H. Sigurðssyni skóla- stjóra húsið formlega sem veitti því viðtöku fyrir hönd þeirra stofn- ana sem Nesskóli hýsir, en það eru grunnskóli, tónskóli og almenn- ingsbókasafn. Árið 1998 hófust framkvæmdir við byggingar við gamla skólann, sem var byggður 1930 og fyrir margt löngu orðinn of lítill. Nýja byggingin rúmar um 400 nemend- ur, en þeir eru í dag um 330 tals- ins. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina var um 570 milljónir króna. Ólafur H. Sigurðsson er skólastjóri grunnskólans, Margrét Björnsdóttir forstöðumaður bókasafnsins og Ágúst Ármann Þorláksson er skólastjóri Tón- skólans. Nesskóli vígður eftir umbætur Morgunblaðið/Ágúst Blöndal       AUSTURLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.