Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ATHYGLISVERT er viðtalið við
Svanhildi Árnadóttur, forseta bæj-
arstjórnar Dalvíkurbyggðar, í Mbl.
miðvikud. 2. mars, þar sem hún segir
að nauðsynlegt sé að ná sem bestri
sátt um lokun Húsabakkaskóla. Nú
liggur sú ákvörðun fyr-
ir hjá bæjarstjórninni,
og mér er spurn, hvar
skyldi forsetinn sjá sátt
um hana nema hjá hús-
körlum sínum, þeim
Arngrími V. Bald-
urssyni og Jónasi M.
Péturssyni, ásamt þeim
fulltrúum í samstarfs-
flokknum þeirra sem
studdu þetta óhæfu-
verk, þ.e. Valdimar
Bragasyni bæjarstjóra
og Guðbjörgu Ingu
Ragnarsdóttur?
Kannski meðal foreldra
og kennara? Ég spyr þetta fólk, hafið
þið tekið eftir uppsögnum á við-
skiptum við fyrirtæki og stofnanir í
byggðarlaginu, eða öðrum þeim mót-
mælum sem uppi hafa verið gegn
málsmeðferð ykkar? Urðuð þið aldr-
ei vör við mótmælastöður og þá kröfu
okkar foreldra og starfsfólks skólans
að þið gerðuð okkur fullnægjandi
grein fyrir þeirri þörf sem þið teljið
vera á lokun skólans, og sýnduð okk-
ur því sannfærandi rök fyrir því hver
sparnaðurinn af þessu á að vera?
Eða þótti ykkur þessi krafa e.t.v.
ekki sanngjörn? Eruð þið e.t.v. ekki
enn búin að nudda úr augunum þessa
þrjátíu milljón króna glýju sem þið
sýktust af við lestur skýrslunnar frá
HA, skýrslu sem allir nema þið sem
pöntuðuð hana hafa löngu séð í gegn-
um? Eruð þið svo föst í málefnalegu
kviksyndi ykkar og firringu að þið
sjáið ekki reiðina og sorgina sem þið
hafið nú valdið? Því það fór eins og
ég óttaðist, þið berið á því fulla
ábyrgð að búið er að særa þetta sam-
félag djúpu holsári sem ógjörningur
verður að græða nema á löngum
tíma. Það er búið og gert og ég óska
ykkur öllum til hamingju með
frammistöðuna! Þið hafið nú öll gerst
ómerkingar orða ykkar, og vísa ég
þar í málefnasamning þann sem varð
til þegar flokkar ykkar stofnuðu til
meirihlutasamstarfs í bæjarstjórn-
inni. Ég vísa einnig til þess sem fram
kom hjá núverandi bæjarstjóra í síð-
ustu kosningabaráttu hans, að ekki
skyldi hróflað við Húsabakkaskóla á
þessu kjörtímabili, og að ásakanir
um að slíkt væri hugsanlega í far-
vatninu hjá flokki hans
væru fjarri öllum
sanni! (Mér varð því á
að kjósa Framsókn-
arflokkinn í síðustu
sveitarstjórnarkosn-
ingum og grundvall-
aðist sú ákvörðun á
þessu kosningaloforði.
Það frumhlaup mitt
hefur nú bitið mig held-
ur illa í bakið.) Ef þið
vilduð nú aðeins opna
augu ykkar fyrir því
andrúmslofti sem ríkir
umhverfis ykkur, hald-
ið þið að þið hafið unnið
til góðs að sundra þessu litla bæj-
arsamfélagi með þessum hætti?
Verður hagur þess betri þegar fólk
tekur að tínast á braut (bæði vegna
þess að fólk mun tapa vinnu sinni og
einnig vegna þess að þar sem Húsa-
bakkaskóla nýtur ekki lengur við er
farið það akkeri sem hefur haldið
mér og fleirum í búsetu í þessu
byggðarlagi)? Með vísan í erindi fé-
lags foreldra og velunnara Húsa-
bakkaskóla til fræðsluráðs, dags.
18.10. 04, og „svar“ fræðsluráðs (sem
okkur þykir harla klént og lætur enn
mörgum veigamiklum spurningum
illa eða ósvarað, undirritað af for-
manni ráðsins og skólamálafulltrúa)
dags. 9.12. 04, eruð þið öll sammála
því sem fram kemur í svarbréfinu að:
„Allur samdráttur hefur neikvæð
áhrif á rekstrargrundvöll fyrirtækja
og stofnana sveitarfélagsins yfirleitt
en sem betur fer er slíkt ástand oft-
ast tímabundið og hefur tilhneigingu
til að jafna sig.“ (Spurning okkar sem
þetta átti að svara var: „Hvaða áhrif
hefur fækkun starfa og brottflutn-
ingur af svæðinu, sem óhjákvæmi-
lega kæmi til við lokun Húsabakka, á
rekstrargrundvöll verslunar- og
þjónustufyrirtækja hér í Dalvík-
urbyggð?“) Ætli forráðamenn þess-
ara fyrirtækja séu glaðir með þessa
léttúðugu afstöðu til afkomu þeirra?
Eða þá starfsfólk þeirra? Á hve
löngum tíma teljið þið að þetta
ástand muni „jafna sig“? Má skilja
fræðsluráð svo að þetta geri ekki svo
mikið til, og eruð þið þá sammála
því? Þar sem þið hafið enn alls ekki
sýnt okkur fram á hver raunveruleg-
ur sparnaður þessa verknaðar getur
orðið, og t.d. ekki svarað mörgum
einstökum atriðum í erindi okkar til
fræðsluráðs er varða fjárhagslega
útreikninga, auk þess sem það vinnu-
ferli fræðsluráðs í aðdraganda máls-
ins sem ákvörðun ykkar nú byggist á
er skv. úrskurði félagsmálaráðu-
neytis kolólöglegt vegna ítrekaðra
brota á rétti áheyrnarfulltrúa, er
með öllu útilokað að kalla þessa nið-
urstöðu málsins réttmæta. Ef þið
viljið kalla eftir sátt í þessu máli, þá
er boltinn hjá ykkur sjálfum, og um
það tvennt að ræða að þið sýnið okk-
ur ítarlegar og raunsannar tölur um
þennan sparnað og virðið okkur
þannig svars þar um, eða afturkallið
ákvörðun ykkar frá því 1. mars sl. Að
lokum þetta: Finnst ykkur virkilega
sæma forseta bæjarstjórnar og bæj-
arstjóra að senda okkur tóninn fram
í sal á sjálfum bæjarstjórnarfund-
unum, eins og gerst hefur þrásinnis í
vetur, þar sem við fáum náðarsam-
legast að sitja í þægilegu þagn-
arbindindi og erum því ekki í aðstöðu
til andsvara?
Opið bréf til nokkurra
bæjarstjórnarfulltrúa –
skólamál í Dalvíkurbyggð
Þorkell Ásgeir Jóhannsson
fjallar um Húsabakkaskóla ’Ef þið viljið kalla eftirsátt í þessu máli, þá er
boltinn hjá ykkur sjálf-
um, og um það tvennt að
ræða að þið sýnið okkur
ítarlegar og raunsannar
tölur um þennan sparn-
að og virðið okkur þann-
ig svars þar um, eða aft-
urkallið ákvörðun ykkar
frá því 1. mars sl. ‘
Þorkell Ásgeir
Jóhannsson
Höfundur á börn í Húsabakkaskóla.
Á AKUREYRI er löng hefð fyrir
rekstri vinnustaða þar sem fatlað
fólk getur unnið eftir þeirri getu
sem hver og einn hefur til að bera.
Plastiðjan Bjarg var stofnuð af
Sjálfsbjörgu, félagi
fatlaðra árið 1968. Þar
var fyrst verndaður
vinnustaður fyrir fé-
lagsmenn Sjálfs-
bjargar. Svæð-
isskrifstofa um málefni
fatlaðra tók við rekstri
staðarins árið 1993 og
honum var breytt í
starfsþjálfunarstað
fyrir fatlaða. Iðjulund-
ur var stofnaður árið
1981. Staðurinn var
verndaður vinnu-
staður, fyrst og fremst
fyrir þroskahefta. Svæðisskrifstofa
um málefni fatlaðra sá um rekst-
urinn. Frá árinu 1996 varð Ak-
ureyrarbær rekstraraðili beggja
staðanna samkvæmt þjónustusamn-
ingi við félagsmálaráðuneyti um
málefni fatlaðra. Þessir tveir vinnu-
staðir voru sameinaðir árið 1999
undir nafninu Plastiðjan Bjarg –
Iðjulundur (PBI). Eftir að Ak-
ureyrabær tók við rekstrinum urðu
ýmsar breytingar. Má þar nefna að
nú einskorðast möguleikar á starfs-
þjálfun og starfsendurhæfingu ekki
eingöngu við fatlað fólk heldur líka
þá sem fá endurhæfingarlífeyri frá
Tryggingastofnun og einstaklinga
sem eru án atvinnu og
eru í tengslum við
Svæðisvinnumiðlun
Norðurlands eystra
eða félagsþjónustu Ak-
ureyrarbæjar.
Starfsendurhæfing
eða atvinnuleg end-
urhæfing er fyrir þá
sem þurfa að end-
urhæfa sig til starfa.
Ástæður þess geta ver-
ið af ýmsum toga, s.s.
sjúkdómar, slys eða
langtímaatvinnuleysi.
Algengt er að starfs-
endurhæfing sé jafnhliða eða taki
við af læknisfræðilegri endurhæf-
ingu eða meðferð á sjúkrastofnun.
Gerður er greinarmunur á starfs-
endurhæfingu annars vegar og
starfsþjálfun hins vegar. Rætt er
um starfsendurhæfingu þegar ein-
staklingar hafa einhverja reynslu af
atvinnulífi frá fyrri tíð en starfs-
þjálfun þegar einstaklingar hafa
litla vinnureynslu, oftast eru þeir
ungir að árum. Í báðum tilvikum
þarf að meta getu og hæfileika
hvers einstaklings og þær hindranir
sem við er að stríða, síðan þarf að
setja einstaklingsmiðuð markmið.
Starfsmenn á PBI vinna ýmis
verk í léttum iðnaðarstörfum.
Framleiðslan er fjölþætt. Má nefna
raflagnaefni, lambamerki, kerti,
vinnuvettlinga og mjólkursíur.
Einnig geta starfsmenn fengið
þjálfun við skrifstofustörf, í verslun,
í eldhúsi og við ræstingar á vinnu-
staðnum sjálfum og í húsnæði fé-
lagssviðs Akureyrarbæjar.
Í tengslum við starfsendurhæf-
ingu er einnig hægt að stunda
starfstengt nám í Fjölmennt, t.d.
ensku, tölvunám og lífsleikni ásamt
fleiru. Alls geta 24 einstaklingar
verið í starfsþjálfun eða starfsend-
urhæfingu í einu.
Reynslan hefur sýnt að alltaf eru
einstaklingar sem ekki vilja eða
geta farið á almennan vinnumarkað.
Fyrir þá þarf að vera hægt að
stunda fasta, örugga atvinnu sem
hæfir getu einstaklingsins. Nú eru
28 einstaklingar í verndaðri vinnu á
Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi.
Vinnutíminn er mismunandi, allt frá
fjórum tímum í viku að tuttugu tíma
vinnuviku.
Heildarstarfsmannafjöldi á vinnu-
staðnum er um 75 starfsmenn. Eng-
inn biðlisti er nú til að komast í
starfsendurhæfingu.
Á undanförnum árum hafa orðið
viðhorfsbreytingar hvað varðar
vinnu fatlaðs fólks. Sífellt meiri
áhersla er lögð á að sem flestir
komist út á hinn almenna vinnu-
markað, fái störf sem hæfa áhuga
og getu einstaklinga og þann stuðn-
ing sem hver og einn þarf á að
halda.
Mikil og góð samvinna er meðal
starfsfólks Atvinnu með stuðningi
(AMS) á Akureyri og Plastiðjunnar
Bjargs – Iðjulundar. Algengt er að
einstaklingar komi fyrst í starfs-
þjálfun eða starfsendurhæfingu á
vinnustaðinn og njóti síðan aðstoðar
AMS við atvinnuleit og stuðning á
almennum vinnumarkaði.
Gagnrýnt hefur verið að ekki sé
nægjanlegt framboð í starfsend-
urhæfingu og á sú gagnrýni fylli-
lega rétt á sér. Líka hafa þær skoð-
anir komið fram að til lítils sé að
þjálfa fólk í plastiðnaðarstörfum,
þau hafi ekki þjálfunargildi hvað
varðar áframhaldandi störf í þjóð-
félaginu. Þetta er ekki sú reynsla
sem greinarhöfundur hefur. Það
sem verið er að þjálfa eru ekki ein-
stakar framleiðsluaðferðir heldur
miklu fremur atriði eins og vönduð
vinnubrögð, góðar starfsvenjur, að
mæta á réttum tíma, sýna leikni í
félagslegum samskiptum og fleira
má telja upp. Allt atriði sem hafa
mikið yfirfærslugildi til áframhald-
andi þátttöku í atvinnulífi eða námi.
Á Akureyri eru góðir möguleikar
á að afla sér menntunar á öllum
skólastigum. Það er hins vegar ógn-
arstórt skref fyrir marga sem þurfa
að skipta um ævistarf vegna fötl-
unar eða annarra aðstæðna að afla
sér menntunar án stuðnings eða
undirbúnings. Það er brýnt verkefni
að veita þeim einstaklingum sem
ekki treysta sér í skóla góðan und-
irbúning og veita nauðsynlega eft-
irfylgd eftir að nám er hafið. Það er
einnig brýnt að tryggja að starfs-
endurhæfingarferli hefjist svo fjótt
sem kostur er og að ekki myndist
eyða í það ef árangur á að nást. Þar
geta vinnustaðir eins og Plastiðjan
Bjarg – Iðjulundur komið að og að-
stoðað einstaklinga við að finna út
hvaða starfsgetu þeir hafa og hvaða
möguleikar eru til áframhaldandi
náms og starfa.
Plastiðjan Barg – Iðjulundur er
aðili í Samtökum um vinnu og verk-
þjálfun; SVV. Vefur SVV er
www.hlutverk.is.
Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur
– fjölmennur vinnustaður
Ólöf Leifsdóttir fjallar
um endurhæfingu ’Starfsendurhæfing eða atvinnuleg endur-
hæfing er fyrir þá sem
þurfa að endurhæfa
sig til starfa.‘
Ólöf Leifsdóttir
Höfundur er iðjuþjálfi og
forstöðumaður Plastiðjunnar
Bjargs – Iðjulundar.
SÍÐUSTU fréttir af lóðauppboði
borgarinnar á Norðlingaholti eru
hreint út sagt ótrúlegar. Lóða-
gjöld fyrir meðalstóra íbúð í fjöl-
býli eru komin í 5–6
milljónir króna, undir
raðhús og parhús 10–
11 millj. kr. og undir
einbýlishús um 15
millj. kr. Lóðagjöldin í
framhaldi af lóðaupp-
boði, sem borgin var
með á sama stað í júní
á síðasta ári, voru 2,7
millj. kr. fyrir íbúð í
fjölbýli, 4,3 millj. kr.
fyrir íbúð í raðhúsum
og parhúsum og 6,7
millj. kr. fyrir lóð
undir einbýlishús.
Íbúðaverð snarhækk-
aði strax í kjölfar
fyrsta lóðauppboðs
borgarinnar árið 2000
en þá hækkaði lóða-
verð á einni nóttu um
140%.
Borgarfulltrúar R-
listans fullyrða að
hækkun íbúðaverðs í
Reykjavík á und-
anförnum árum teng-
ist nánast ekkert
langvarandi lóðaskorti
í Reykjavík, segja
raunar að framboð á
lóðum hafi ekkert með
verð þeirra að gera.
Telja ef eitthvað er að aukið fram-
boð lóða hækki lóðaverðið. Þar
með snúa þeir öllum viðurkennd-
um hagfræðikenningum á hvolf.
Þeir sem græða vegna lóða-
skorts- og uppboðsstefnu borg-
arinnar er borgin sjálf og þeir
byggingaverktakar sem selja lóðir
á Norðlingaholti í samvinnu við
borgaryfirvöld. Þeir sem tapa eru
íbúar borgarinnar. Sérstaklega
það fólk sem er að kaupa sína
fyrstu íbúð. Skuldsetning þessa
fólks er gífurleg og mánaðarleg
greiðslubyrði eykst sífellt.
30 lóðir í sérstaka
sölumeðferð
Nú á að úthluta/selja 30 lóðir
undir einbýlishús í Breiðholti.
Vandræðagangur R-listans vegna
sölu þeirra lóða er broslegur.
Setja á fast verð á lóðirnar og
byggingafyrirtæki fá ekki að
sækja um, eingöngu einstaklingar.
Búast má við því að 2–3 þús.
manns sæki um og að 30 nöfn
verði dregin úr potti. Síðan er gef-
ið til kynna að þeir
sem fái lóðirnar byggi
þar hús og búi þar.
Það verður fróðlegt
að fylgjast með því
hvort R-listinn reyni
að fá því framgengt
að nöfnum þeirra sem
fái lóðirnar verði
þinglýst á lóðirnar
eða húsin. Ætlar R-
listinn að setja á fót
eftirlitsnefnd á veg-
um borgarinnar, sem
fylgist grannt með
því, e.t.v. mán-
aðarlega, að þeir sem
kaupa þessar fáu lóðir
að lokum, byggi þar
og flytji inn í húsin?
Þegar R-listinn
stendur frammi fyrir
lóðaskortinum og
þeirri óhugnanlegu
þróun sem nú á sér
stað á íbúðamark-
aðnum veit hann ekki
sitt rjúkandi ráð.
Reynt er að búa til
hinar ótrúlegustu
reglur, reglur sem
einkenndu okkar
þjóðfélag fyrir 50 ár-
um, þegar flest var af
skornum skammti.
Eyðum lóðaskortinum
Borgarstjóri segir ítrekað að
það að fá úthlutað lóð séu gæði.
Þeir sem hugsa þannig munu aldr-
ei leggja áherslu á að auka fram-
boð lóða verulega.
Það sem stöðvar það stöðn-
unartímabil sem ríkt hefur í lóða-
málum borgarinnar í tíð R-listans
er ákvörðun borgaryfirvalda um
að auka framboð lóða verulega og
tryggja eðlilegt framboð lóða und-
ir sérbýli og fjölbýli. Með þeim
hætti er hægt að lækka lóðaverð
og um leið húsnæðiskostnað fjöl-
skyldna í Reykjavík.
Gjaldþrota
lóðastefna
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
fjallar um lóðaframboð
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
’Ætlar R-listinn að setja á
fót eftirlitsnefnd
sem fylgist
grannt með því
að þeir sem
kaupa þessar
fáu lóðir byggi
þar og flytji inn
í húsin?‘
Höfundur er oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórn.