Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 31

Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 31 UMRÆÐAN NÚ KEMUR í ljós hvort Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir er mennta- málaráðherra eða bara réttur og sléttur þjónn gamla tímans. Póli- tísku samráði flokkshesta er beitt til að niðurlægja Ríkisútvarpið með þeirri aðferð sem notuð var til að ráða fréttastjóra. Ríkisútvarpið er þjóðargersemi. Menningarstofnun sem almenningur hefur ríka hags- muni af að sé varðveitt og vel við haldið. Þessi ráðning er aðför að öllu því sem slík stofnun stendur fyrir. Útvarpsstjóri af- salar stofnuninni sjálf- stæði með þeim orðum að álit fulltrúa al- mannavaldsins vegi þyngra en umsagnir annarra. Mennta- málaráðherra er æðsti yfirmaður Rík- isútvarpsins og þar með hæstsetti fulltrúi þeirra almannahags- muna sem útvarps- stjóri vísar til. Hvað gerir mennta- málaráðherra? Ég skal játa að ráðherra er vandi á höndum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft 20 ár til að efla al- menningsútvarp, tryggja sjálfstæði þess og koma í veg fyrir svona hneyksli með því að setja réttar leik- reglur um RÚV. Þetta síðasta tilvik er hins vegar, því miður, í rökréttu samhengi við það sem áður hefur tíðkast undir forystu Sjálfstæð- isflokksins í menningarmálum. Í því felst vandi ráðherrans: Að brjótast undan ofurvaldi hefðarinnar um pólitíska íhlutun, eða koðna niður sem stjórnmálamaður og láta yfir sig ganga. Er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiðtogi eða þjónn? Stefán Jón Hafstein fjallar um ráðningu fréttastjóra RÚV Stefán Jón Hafstein ’Þetta síðasta tilviker hins vegar, því miður, í rökréttu samhengi við það sem áður hefur tíðk- ast undir forystu Sjálfstæðisflokksins í menningarmálum.‘ Höfundur er formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar. Hvað gerir menntamálaráðherra vegna RÚV?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.