Morgunblaðið - 11.03.2005, Side 33
M
argt er nú rætt um
fjárhagsvanda
Ríkisútvarpsins,
m.a. í yfirgrips-
mikilli samantekt
í Morgunblaðinu nýlega (Rík-
isfjölmiðill í tilvistarkreppu,
Morgunblaðið 6.3. 2005). Þar og
víðar í þessari umræðu hefur ver-
ið talin hin mesta nauðsyn fyrir
Útvarpið að létt væri af því
„framlagi“ til Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, sem
á þessu ári er sagt
nema 118,5 millj. kr.
Látið er líta svo út
sem þetta sé hreinn
„framfærslu-
styrkur“, sem Út-
varpið hafi verið
blekkt eða kúgað til
að taka á sig, og
hvergi er á það
minnst að neitt
komi á móti „fram-
laginu“ eða Útvarp-
ið fái neitt fyrir
snúð sinn. Af þess-
um ástæðum þykir
mér ástæða til að
rifja upp nokkrar
staðreyndir um þetta mál, sum-
part sögulegar en sumpart bara
bláberar staðreyndir.
Það var Tónlistardeild Rík-
isútvarpsins sem hafði forgöngu
um að hrinda Sinfóníuhljómsveit-
inni af stokkunum 1950 að sjálf-
sögðu með samþykki yfirstjórnar
stofnunarinnar. Tilgangurinn var
fyrst og fremst sá að efla og
bæta íslenskan tónlistarflutning
Útvarpsins. Því markmiði var
náð, m.a. með tilstyrk ríkis og
Reykjavíkurborgar sem veittur
var þegar á fyrstu árunum, og í
kaupbæti kom svo opinbert tón-
leikahald sem brátt varð veiga-
mikill þáttur í tónlistarlífinu.
Hér verður ekki rakin uppvaxt-
arsaga hljómsveitarinnar, en að-
eins minnt á það, að þegar sjálf-
stæð starfsemi hennar komst í
þrot 1961 sá Ríkisútvarpið sér
hag í að taka við rekstrinum með
þeim styrkjum frá ríki og borg
sem þá voru. Þessi skipan hélst
óbreytt í meira en tvo áratugi.
Eflaust var reksturinn oft fjár-
hagslega erfiður, en þó var hon-
um haldið áfram. Það mun hafa
verið Útvarpinu nokkur léttir,
þegar lög voru sett um hljóm-
sveitina 1982 og lagður sá rekstr-
argrundvöllur hennar sem enn
stendur. Þar er kveðið á um að
hlutur Útvarpsins í rekstr-
arkostnaði hljómsveitarinnar
skuli vera 25%, en á móti veiti
hljómsveitin þjónustu „miðað við
þá hefð og venjur sem í þeim efn-
um hafa mótast á undanförnum
árum“, þ.e. meðan stjórn hljóm-
sveitarinnar var alfarið í höndum
starfsmanna Útvarpsins.
Samkvæmt lögunum var gerð-
ur samningur um þessa þjónustu
við Ríkisútvarpið. Hann hefur
síðar verið endurnýjaður og end-
urskoðaður, en í honum felst
þetta m.a.:
1. Heimild til að útvarpa beint,
eða síðar af upptökum, öllum
áskriftartónleikum hljóm-
sveitarinnar og öðrum tón-
leikum á hennar vegum.
Innifalin er þátttaka stjórn-
enda og einleikara/söngvara.
2. Heimild til að sjónvarpa tón-
leikum eða taka þá upp fyrir
Sjónvarpið til flutnings án
endurgjalds.
3. Vinna við upptökur í þágu
Ríkisútvarpsins, 25 vinnulot-
ur á ári, allt að þrjár og hálf
klst. hver lota, ásamt ótak-
mörkuðum flutningsrétti á
upptökunum.
Þessi ákvæði hefur Útvarpið
nýtt með þeim hætti að samkv. 1.
lið hefur verið útvarpað um 35
sinfóníutónleikum á ári, eða sem
svarar 80–90 klst. af útvarpsefni.
Tónleikarnir eru
glæsilegur þáttur í
íslenskum tónlist-
arflutningi Rásar 1,
og raunar ein af
helstu skrautfjöðrum
dagskrárinnar. Þetta
efni hefur einatt ver-
ið notað umfram
ströngustu heimildir,
bæði í endurflutn-
ingi og efnisskiptum
við erlendar út-
varpsstöðar.
Sjónvarpsheim-
ildin samkv. 2. lið
má heita ónýtt með
öllu. Það skal við-
urkennt að ekki eru
allir tónleikar ákjósanlegt sjón-
varpsefni, en sumir eru það. Vín-
artónleikar eru eftirsóttir í sjón-
varpi í mörgum löndum, einnig
óperutónleikar, svo að eitthvað sé
nefnt. Og oft eru einstök verk á
tónleikum sem mjög gætu lífgað
sjónvarpsdagskrá, þótt tónleik-
arnir séu ekki teknir í heild. Það
hefur komið fyrir að öðrum sjón-
varpsstöðvum hefur verið seldur
upptökuréttur að einstökum tón-
leikum. Verðið hefur
verið lágt, á aðra
milljón króna, en
gefur þó hugmynd
um þau verðmæti
sem dagskrárstjórn
Sjónvarpsins hefur
ekki hirt um að nýta
þótt þau standi því
til boða endurgjaldslaust.
Upptökutími Ríkisútvarpsins
var lengi vel nýttur aðallega til
upptöku á nýjum verkum ís-
lenskra tónskálda, og ræktu bæði
Útvarpið og hljómsveitin þannig
sjálfsagðar skyldur sínar við ís-
lenskt menningarlíf. Á síðari ár-
um hefur slaknað á þessu, og
stundum hefur Útvarpið ekki
sinnt um að nota umsaminn tíma
sinn. Hefur hljómsveitin þá ráð-
stafað honum til annarra þarfa.
Það lætur nærri að þær 25
vinnulotur sem nú eru í samn-
ingnum (upphaflega fimm vinnu-
vikur) séu um 10% af virkum ár-
legum starfstíma
hljómsveitarinnar. Þær má því
meta til fjár á rétt um 52 millj.
kr.
Verðmæti heimildanna í 1. og
2. lið hér að ofan, nýttra og
ónýttra, er erfiðara að áætla en
þær yrðu vart metnar lægra en
svo að „framlag“ Ríkisútvarpsins
mætti telja væga greiðslu fyrir
þá þjónustu sem því stendur til
boða.
Hitt er svo hörmuleg stað-
reynd að Ríkisútvarpið hefur
ekki hirt um að notfæra sér
heimildirnar nema að nokkrum
hluta, en það er framkvæmda-
atriði sem ætti að vera umhugs-
unarefni fyrir dagskrárstjórn
Ríkisútvarpsins.
Jón Þórarinsson fjallar
um stöðu Sinfóníunnar og
Ríkisútvarpsins
’Þetta efni hefur einatt veriðnotað umfram ströngustu
heimildir, bæði í endurflutn-
ingi og efnisskiptum við er-
lendar útvarpsstöðar.‘
Um „framlag“
Ríkisútvarpsins
til Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands
Jón Þórarinsson
Höfundur er fyrrverandi
starfsmaður Ríkisútvarpsins og
stjórnarmaður Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 33
n segist
rrverandi
á að hon-
á græna
liðar hafi
prengjum
uvörpum
ð skapað.
ð út fyrir
alda þeim
i,“ bætir
krafa um
krifstofu-
setja upp
mig byss-
verði þó
hætta sé
að ástand
verður á
ist götu-
æðinu frá
ks. Hann
segir að þá blasi við að einhver Írak-
anna sem þar starfi hafi komið þeim
fyrir því aðeins íraskir lögreglu-
menn fái að koma þangað.
Aðspurður um starfsskyldur sín-
ar segir Börkur að öfugt við það
þegar hann vann að almanna-
tengslum fyrir fyrirtæki á Íslandi
þá sé það ekkert sérstaklega já-
kvætt í Írak ef NATO veki of mikla
athygli fjölmiðla þar, hann eigi fyrst
og fremst að sinna upplýsinga-
skyldu þegar til hans er leitað, en sé
ekki sífellt að leita til fjölmiðla í því
skyni að koma einhverju á fram-
færi. Helgast þetta af hinu ótrygga
ástandi sem ríkir í Írak.
Írakarnir hugrakkir
Um 130 manns frá sextán löndum
starfa á vegum NATO í Írak en síð-
an bætast við fjölmargir íraskir
starfsmenn bandalagsins. Kveðst
Börkur hafa aðstoðarmann frá Sló-
vakíu við störf sín. Sá sé sérfróður
um kjarnorkuvopn en þekki lítið til
almannatengslavinnu og kunni litla
ensku. „Þannig að það er heppilegt
að hann er Slóvaki því við tölum
bara tékknesku saman,“ segir
Börkur en hann bjó um árabil í
Prag.
Börkur er spurður að því hvort
loftið í Bagdad sé ekki lævi blandið í
ljósi daglegra frétta af mannfalli,
ekki síst í röðum Íraka. Hann svar-
ar því að þetta megi að vissu leyti til
sanns vegar færa. „Ég er að vinna
með íröskum lögreglumönnum og
flestir þeirra hafa misst góða vini í
árásum undanfarið,“ segir Börkur.
Hann bendir á að þó að fimmtán
hundruð bandarískir hermenn hafi
fallið í Írak frá upphafi innrásarinn-
ar í mars 2003 hafi sami fjöldi íra-
skra lögreglumanna beðið bana á
síðustu fimm mánuðum. „Banda-
ríkjamenn hafa kvartað yfir sínum
öryggisbúnaði en írösku lögreglu-
mennirnir mega una því að aka um
á léttvopnuðum fólksbílum. Og þó
eru þeir augljóst skotmark skæru-
liða.“
Börkur segir aðspurður að það sé
vissulega erfitt að skilja hvað reki
Íraka til að taka að sér svo áhættu-
söm störf. Mjög mikill áhugi sé þó
fyrir hendi hjá Írökum að komast í
þessi störf. „Menn hafa ekki við að
taka við umsóknum. Það er eins og
þeir séu þreyttir á yfirstandandi
glæpa- og hryðjuverkaöldu og að
hinn almenni borgari sé í meira
mæli tilbúinn til að leggja sitt af
mörkum,“ sagði Börkur Gunnars-
son.
kki að
hættuna
„Ég er í raun bara í skrifstofuvinnu,“ segir Börkur Gunnarsson.
fa
son
k
david@mbl.is
o-Albanar
eð að Ha-
ð ákærður
til neinna
vegna og
Morgun-
að skýr-
naj sjálfur
a stillingu
gn sína á
ekki fyrir
o-Albana,
sá þriðji
varð milli
DK-flokks
er forseti
starf eftir
Haradinaj var á dögum gömlu
Júgóslavíu í júgóslavneska hernum
og hefur haldið því fram að tilraunir
hans í kjölfarið til að afla sér frekari
menntunar í Pristina hafi mætt mót-
stöðu hjá serbneskum yfirvöldum í
héraðinu.
Haradinaj flutti til Sviss 1989 og
eyddi þar níu árum, vann þar ýmis
störf. Hann sneri svo aftur til Kos-
ovo snemma árs 1998 um það leyti
sem UCK var að vaxa ásmegin og
farið að skerast í odda milli UCK og
öryggissveita Serba í héraðinu.
Hann tók að sér leiðtogahlutverk í
sveitum UCK en í átökunum sem
stigmögnuðust á næstu mánuðum
biðu m.a. bræður hans tveir bana.
Haradinaj þykir hafa staðið sig
vel á þeim þremur mánuðum sem
hann gegndi forsætisráðherraemb-
ættinu í Kosovo en óveðursskýin
höfðu þó verið tekin að hrannast yfir
höfði hans áður en hann tók við emb-
ættinu, orðrómur hafði komist á
kreik um að hann yrði líklega
ákærður af stríðsglæpadómstólnum
í Haag.
Karadzic og Mladic
enn frjálsir menn
Boris Tadic, forseti Serbíu, sendi í
vikunni frá sér yfirlýsingu þar sem
hann hvatti alla þá sem ákærðir hafa
verið fyrir stríðsglæpi – en flestar
ákærur dómstólsins í Haag hafa
verið gegn Serbum, annaðhvort
vegna glæpa sem voru framdir í
Bosníustríðinu 1992–95 eða í Kosovo
1998–99 – til að fylgja fordæmi Har-
adinajs og gefa sig sjálfviljugir
fram.
Raunar hafa fimm Serbar eða
Bosníu-Serbar gefið sig fram í Haag
á undanförnum mánuði en ekki allir
hafa farið sjálfviljugir eins og Har-
adinaj. Þar að auki hefur ekki verið
um „stórlaxana“ að ræða, þ.e. þá tvo
einstaklinga sem saksóknarar í
Haag hvað mest vilja koma höndum
yfir: Radovan Karadzic og Ratko
Mladic, leiðtoga Bosníu-Serba í
Bosníustríðinu. Hafa stjórnvöld í
Belgrad gjarnan verið sökuð um að
halda hlífiskildi yfir Mladic, en Kar-
adzic er aftur á móti talinn í felum í
serbneska hluta Bosníu.
ist að Serbum á ný
AP
mkringdur fjölmiðlafólki er hann yfirgaf Pristina á miðvikudag og hélt til Hollands.