Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 35
UMRÆÐAN
SKOÐANASKIPTI standa yfir
um skipulag byggðar við Lauga-
veg og þátttakendur hafa skipað
sér í tvær fylkingar – þá sem
telja nauðsynlegt að
rífa mörg gömul hús
til að reisa ný í
þeirra stað og hina
fylkinguna sem telur
að hugsanlegt nið-
urrifið stefni í menn-
ingarslys.
Sameiginlegt báð-
um er löngunin til
þess að Laugaveg-
urinn fái að blómstra
á ný sem lifandi
verslunargata og báð-
ir hóparnir telja að
sérkenni Laugavegar
beri að varðveita, að styrkur hans
í samkeppni við Kringluna og
Smáralind liggi í sögu hans og
margbreytilegu umhverfi, nálægð
við miðbæinn og fleiri atriðum af
svipuðu tagi. Báðir taka undir þá
fullyrðingu að Laugavegurinn
hafi staðnað og jafnvel hrakað
sem verslunargötu á und-
anförnum árum.
Nýbyggingarsinnar segja að úr
sér gengin hús standi götunni
fyrir þrifum. Verndunarsinnar
segja að ekki megi rífa og byggja
nýtt vegna þess að þá glatist
söguleg vídd umhverfisins.
Ég er þeirrar skoðunar að báð-
ar fylkingarnar hafi nokkuð mikið
til síns máls en þær haldi skoð-
unum sínum fram á óheppilegan
hátt. Að málflutningur þeirra
mótist um of af viðbrögðum við
skoðunum andstæðinganna.
Stöðnuð og þvermóðskufull af-
staða valdi því hins vegar að
menn koma ekki auga á kjarna
málsins þar sem hann liggur á
vígvellinum mitt á milli skotgraf-
anna þar sem hann
verður fyrir hverju
óhappinu á fætur
öðru á meðan orr-
ustan geisar.
Gömlu timburhúsin
við Laugaveg risu
kringum aldamótin
1900 og voru eins og
lög gera ráð fyrir ný-
tískuleg í upphafi en
aðeins örfáum ára-
tugum síðar, þegar
steinsteypuöldin
gekk í garð, tók við
niðurlægingartímabil
sem stóð í meira en hálfa öld.
Eftir bæjarbrunann í miðbæ
Reykjavíkur árið 1915 voru timb-
urhús talin óæskileg og æ síðan
var stefnt að því að útrýma timb-
urhúsum úr bænum og byggja
hann frá grunni úr steinsteypu.
Reykjavík hafði hins vegar frá
upphafi byggst að langmestu
leyti sem timburhúsabær. Elstu
timburhúsin sem risu í Kvosinni
upp úr miðri 18. öldinni höfðu
sýnt af sér ótrúlega aðlög-
unarhæfni. Eftir því sem bærinn
stækkaði, efnahagur og athafna-
frelsi jókst voru þessi litlu hús
stækkuð. Nýjar byggingarstefnur
settu mót á útlit þeirra og þau
aðlöguðust nýjum hlutverkum
mjög auðveldlega. Eitt besta
dæmi um þróun af þessu tagi er
Fjalakötturinn svokallaði, sem
stóð við Aðalstræti. Upphaf hans
var lítið, einlyft timburhús, sem á
einni og hálfri öld óx í mörgum
áföngum og varð að glæsilegu
stórhýsi í byrjun 20. aldar og
hýsti þá fyrsta kvikmyndahús
landsins, veitingahús, verslun og
íbúðir. Það var jafnframt fyrsta
húsið í Reykjavík með glerþaki
yfir innigarði. Þegar húsið var
150 ára gamalt var það fram-
úrstefnulegasta hús bæjarins.
Þessi gömlu timburhús sem
höfðu sýnt fram á frábæra aðlög-
unarhæfni voru samt sem áður
líka öll dæmd til niðurrifs eftir
bæjarbrunann 1915.
Um 1980 var afstaða almenn-
ings til þessa málaflokks tekin að
breytast verulega. Stórbrunar í
steinsteyptum húsum höfðu opn-
að augu manna fyrir því að slíkar
hættur voru ekki einskorðaðar
við timburhús. Torfusamtökin
sýndu rækilega fram á að jafnvel
elstu og minnstu timburhúsin
gátu öðlast reisn á ný og jafnvel
skilað góðum arði.
Frá þessum tíma má segja að
timburhúsin hafi verið náðuð.
Dauðadómurinn var felldur niður
án þess þó að séð hafi verið til
þess að þeim yrði bættur skaðinn
af hálfrar aldar afleiðingum hans.
Sem sagt; timburhús (ef til vill
steinsteypuhús líka?) hafa alla þá
aðlögunarhæfni sem þarf til þess
að hægt sé að breyta þeim og
bæta. Dauðadómur sem yfir hús-
unum við Laugaveg hékk í meira
en 50 ár hafði hins vegar þær af-
leiðingar að þau hafa verið van-
rækt og niðurlægð. Þau hafa ekki
fylgst með í hálfa öld og því þarf
núna að taka mjög stór skref til
þess að koma þeim í takt við nú-
tímann.
Tillaga mín að málamiðlun milli
þeirra fylkinga sem nú takast á
um framtíð timburhúsa við
Laugaveg er í stuttu máli þessi:
Litið verði á það sem æskilega
þróun að þeim verði breytt, þau
hækkuð og stækkuð eftir því sem
við á og þau löguð að nútíma
verslunarháttum. Við allar slíkar
breytingar verði þess vandlega
gætt að byggingarsaga hvers
húss verði sýnileg í útliti þess.
Þannig verða gömlu húsin hentug
til nútíma verslunarrekstrar og
enda þótt þau kunni að standa
nýjum verslunarmiðstöðum eitt-
hvað að baki geta þau haldið því
forskoti sem er fólgið í sérstöðu
þeirra, það er að segja hinni
sögulegu vídd og margbreyti-
leika.
Til að hrinda þessari hugmynd
í framkvæmd þarf frumkvæði frá
borgaryfirvöldum því það þarf
mjög ákveðinn vilja til þess að
bæta gömlu Laugavegshúsunum
ærumissinn og niðurlæginguna.
Vert er að benda á að fyrirtækið
Minjavernd sem er í eigu Reykja-
víkurborgar og ríkisins hefur sér-
hæft sig í verkefnum af þessu
tagi og stóð fyrir þeim end-
urbótum í Aðalstræti sem við höf-
um séð að undanförnu.
Borgarstjórn Reykjavíkur ætti
að leysa til sín nokkur gömlu
húsanna við Laugaveg, fela
Minjavernd, sem reynsluna hefur,
að endurbæta þau, endurbyggja
og búa sem best til versl-
unarrekstrar jafnframt því sem
byggingarsaga þeirra yrði varð-
veitt og gerð eins sýnileg og
kostur er. Þessi hús yrðu síðan
seld eða komið í útleigu. Einnig
þurfa stjórnendur borgarinnar að
finna leið til þess að tryggja að
endurnýjun af þeim toga sem hér
hefur verið lýst verði fjárhags-
lega fýsileg fyrir húseigendur.
Vel má vera að til þurfi fjárhags-
lega fyrirgreiðslu, styrki eða
„ívilnun“ af einhverju tagi. Þess
yrði þó líklega aðeins þörf um
skamma hríð eða þar til ljóst er
orðið að endurbygging af þessu
tagi skilar meiru en niðurrif og
nýbyggingar.
Með þessu fordæmi yrði braut-
in rudd fyrir aðra húseigendur
við Laugaveg.
Orð í belg um Laugaveg
Hjörleifur Stefánsson fjallar
um byggingar við Laugaveg ’Litið verði á það semæskilega þróun að
þeim verði breytt, þau
hækkuð og stækkuð
eftir því sem við á og
þau löguð að nútíma
verslunarháttum.
Við allar slíkar breyt-
ingar verði þess vand-
lega gætt að bygging-
arsaga hvers húss verði
sýnileg í útliti þess.‘
Hjörleifur Stefánsson
Höfundur er arkitekt.