Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma mín. Ég trúi ekki að nú sé kom- ið að kveðjustund. Að þú sért farin og ég geti aldrei farið og heimsótt þig aftur á Sunnubrautina. Ég er búin að vera að rifja upp allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Og þegar ég gisti hjá ykkur þegar pabbi, mamma, Bjarni og Magga fóru til Danmerk- ur. Það var grátið aðeins fyrsta dag- inn en svo gleymdi ég mér alveg því það var svo gaman að vera hjá ykk- ur. Þó að við værum þarna í Kópa- SIGRÍÐUR SÓLVEIG RUNÓLFSDÓTTIR ✝ Sigríður SólveigRunólfsdóttir fæddist á Dýrfinnu- stöðum í Skagafirði 23. nóvember 1925. Hún lést á heimili sínu á Sunnubraut 48 í Kópavogi 1. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 8. mars. voginum fannst mér ég vera í sveitinni því að þarna var hægt að fara um allt í feluleikjum, fara í fjöruferðir og margt fleira. Oft fórum við í sund og þegar við komum heim fengum við alltaf hjá þér ristað brauð og kókómalt. Og ég mátti alltaf setja eins mikið kókómalt og ég vildi þangað til að mjólkin var orðin dökk- brún. Ég var eitt af mörg- um barnabörnum þín- um sem fengu húsaskjól hjá þér á Sunnubrautinni þegar við þurftum að fara til borgarinnar og fara í framhaldsskóla. Ég veit ekki um betri stað sem ég hefði getað verið á. Það gerði mér miklu auðveldara fyr- ir að þurfa að fara að heiman. Þarna var alltaf margt um manninn og öll herbergi full. Við sátum saman mörg kvöld og spiluðum og þú varst alltaf eins og ein af stelpunum. Ég og þú horfðum svo alltaf saman á alla landsleiki í handbolta sem þú hafðir svo gaman af. Mér fannst þú alltaf svo mikil gella þegar þú klæddir þig í pelsinn góða og við frænkurnar fór- um með þér að versla og þú eldaðir alltaf eins og þú værir enn þá með 15 börn í heimili. Hjá þér skorti okkur aldrei neitt. Sunnubrautin var mitt annað heimili þá fjóra vetur sem ég var hjá þér. Alltaf gat ég leitað til þín ef eitthvað amaði að og þú hafðir jafnan ráð við öllu. Enginn hefði get- að átt betri ömmu. En núna ertu komin til afa sem þú misstir fyrir svo löngu síðan, það hafa verið fagnaðar- fundir. Ég á eftir að sakna þín svo sárt, elsku amma mín. Ég mun alltaf bera nafnið þitt með stolti og geyma minninguna um þig í hjarta mínu að eilífu. Sigríður Sólveig Runólfsdóttir. Það fá engin orð lýst því hversu sárt það var að missa þig. Þú varst alltaf svo góð og hlý og það var svo gaman að heyra þig hlæja. Þú spil- aðir óteljandi marga Ólsen Ólsen við okkur, jafnvel þó að við kynnum spil- ið ekki almennilega til að byrja með, og varst alltaf tilbúin að kenna okkur ný spil. Sunnubrautin, þar sem þú og afi óluð upp börnin ykkar fimmtán, var okkur sem griðastaður og var ætíð opin gestum og gangandi. Það var sjálfsagt að sjá þig sitja í stól og taka á móti okkur eftir að við höfðum skokkað upp stigann þegar við kom- um í heimsókn og verður skrýtið að það eigi ekki eftir að gerast aftur. Þú og afi skilduð eftir ykkur stóra arfleifð og munum við ætíð halda minningu ykkar á lofti. Elsku amma, við kveðjum þig með trega og hryggð en það er huggun að vita að nú ertu hjá afa og þið eigið eftir að vaka yfir okkur. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og takk fyrir að hafa verið amma okkar. Þangað til við hittumst á ný. Þú brostir við brosi sólar - það bros kom frá göfugu hjarta - svo sagði þú: „En sá ylur ég elska sólskinið bjarta. Þú elskaðir allt hið góða og það allt sem blessun veitir og hjartnanna harma stillir og hatri í kærleik breytir. Við þökkum þér alla ástúð á umliðnu tímans safni. Við kveðjum með klökkum huga og kveðjum í drottins nafni. (H. H.) Þínar dótturdætur Sunna Rós og Steinunn María. Elsku amma Sigga. Við munum sakna þess að geta ekki lengur labb- að eða hjólað í heimsókn til þín. Það var alltaf gaman að koma á Sunnu- brautina þegar haldið var upp á af- mælisdaga þína eða afa Ingólfs því það var alltaf svo mikið af frændum og frænkum til að leika við. Það var líka alltaf hægt að tala við þig þegar við áttum að gera verkefni um Kópa- vog í skólanum. Vonandi líður þér vel á himnum. Ingólfur Árni og Einar Páll. Það er skrítið hvernig þetta er, ég var að spyrja mömmu út í lífið og til- veruna þegar amma Gréta kom og sagði okkur að þú værir farin til Ing- ólfs langafa að hvíla þig. Ég hlakkaði svo til að fara með nýfædda systur mína í heimsókn til þín og segja þér frá henni. Elsku Sigga langamma, ég er búin að segja litlu systur allt um þig og hvað það var gaman að koma og heimsækja þig og þegar þú sagðir mér sögur frá því í gamla daga. Það var sko margt öðruvísi þá en er í dag. Ég lofa að segja henni þetta allt aft- ur þegar hún verður eldri og ég veit að þú og langafi fylgist með okkur á himninum og sjáið okkur stækka á hverjum degi. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku Sigga langamma við syst- urnar kveðjum þig með söknuði, lof- aðu að hvíla þig hjá langafa. Þín barnabarnabörn Tinna Rán og litla systir. Mig langar til að minnast ömmu minnar, hennar ömmu Siggu. Mér finnst alltaf jafn gaman að segja fólki frá því að amma mín hafi eign- ast fimmtán börn. Flestum bregður við að heyra töluna og margir hvá og spyrja hvort það hafi ekki örugglega verið nokkrir tvíburar, en það eru fá- ir sem geta toppað þetta. Eftir að hafa sjálf eignast barn geri ég mér grein fyrir því hvað þetta var mikil vinna og hvað hún amma Sigga var ótrúlega dugleg að koma öllum þess- um börnum til manns. Ég minnist helst ömmu minnar frá árunum sem ég fékk að búa hjá henni í Kópavoginum þegar ég var í menntaskóla og einnig að hluta til í háskólanum. Amma Sigga leyfði okkur frænkunum að búa hjá sér í stóra húsinu sínu í Kópavoginum. Hún þurfti að leggja heilmikið á sig með því að fá aftur unglinga inn á heimilið, miklu meira en ég gerði mér grein fyrir þá. En hún naut þess líka að kynnast okkur enn betur og henni fannst líka virkilega skemmti- legt að hafa líf og fjör í kringum sig. Oftar en ekki spiluðum við vist eða kana og amma Sigga var virkur þátt- takandi í spilaklúbbnum á Sunnu- brautinni. Árin í Kópavoginum voru skemmtileg og alltaf var fjör og fullt af fólki, sem gerði það að verkum að það var einfaldlega langskemmtileg- ast að vera heima hjá ömmu Siggu en að hanga annars staðar. Þó heimsóknirnar yrðu færri með árunum þá hugsa ég til þess með söknuði að geta ekki lengur kíkt til þín í Kópavoginn og spjallað við þig í smástund. Elsku amma Sigga, ég kveð þig með söknuði en veit að þú ert komin á góðan stað. Lilja Bjarklind Kjartansdóttir. Þegar ég frétti að Sigríður væri látin, komu upp í hugann margar góðar minningar frá æskudögum. Þær voru margar stundirnar sem ég og systir mín eyddum á heimili hennar og Ingólfs með börnunum þeirra, alltaf var tekið á móti okkur sem aufúsugestum. Þó margt væri í heimili var alltaf pláss fyrir okkur, ég hef oft hugsað til þessara daga og ylja minningarnar mér um hjarta- rætur. Það er merkilegt að hugsa til þess hversu yfirveguð þessi kona var og glaðlynd alla daga með sinn stóra barnahóp, aldrei man ég eftir því að hafa heyrt frá henni annað en falleg orð og fengið frá henni hlýtt viðmót. Eftir að maður fullorðnaðist og stofnaði fjölskyldu, er manni enn betur ljóst hversu merkilegt þetta heimili var, allir virtust hafa sitt verk að vinna annaðhvort inni á heimilinu eða við hænsnabúið og fengum við stundum að taka þátt í að hreinsa egg og fengum þá laun fyrir. Stund- um er talað um að þegar fólk sé orðið mjög fullorðið finnist því að það hafi alltaf verið sól í æsku, en einmitt svoleiðis líður mér þegar ég hugsa til þeirra stunda sem ég átti inni á heimili Sigríðar og Ingólfs eða utan, því oft lékum við okkur í fjörunni eða úti á sjó á bátum sem þau áttu og við fengum að leika okkur á svo oft sem okkur langaði. Það var gaman að sigla út í Arnanes til að tína ber og þá höfðum við með okkur nesti, það voru skemmtilegar stundir. Ég man líka eftir því að áður en það kom sjónvarp heim til okkar, vorum við alltaf velkomnar inn til þeirra til að horfa á sjónvarpið og í þá daga var ekki sjónvarp á hverju heimili eins og er í dag. Ég man líka mjög vel eft- ir öllum sumarblómunum sem plant- að var á hverju vori í garðinn í hring um húsið, morgunfrúnum og hádeg- isblómunum, þetta var eins og augnakonfekt, ég man þegar dæt- urnar Katrín og Elísabet, sem voru vinkonur okkar, voru að lýsa fyrir okkur hvernig hádegisblómin hegð- uðu sér. Okkur fannst þetta rosalega merkilegt og við biðum stundum eft- ir því að þau opnuðu sig, bara til að sjá þetta undur. En fyrst ég er farin að tala um blómin verð ég að minn- ast á öll litlu börnin sem fæddust eft- ir að við kynntumst fjölskyldunni, því þegar það fæddist lítið barn fengum við stundum að fara með á fæðingarheimilið til að sækja Sigríði og litla barnið sem komið var í heim- inn. Þar sem við vorum yngstar í okkar fjölskyldu fannst okkur þetta stórmerkilegt og gátum við setið löngum stundum með barnið eða horft á það. Ég hef nú stiklað á stóru í minn- ingum okkar um þessa merkilegu konu og fjölskyldu, en við eigum margar fleiri minningar, góðar minningar um æskuárin sem tengj- ast þessari fjölskyldu sem eru okkur dýrmæt eign, en við vildum með þessum fátæklegu orðum þakka fyr- ir okkur og votta börnum Sigríðar og Ingólfs samúð okkar. Takk fyrir allt og allt. Kveðja frá Ellu systur minni og móður okkar, Önnu Margréti Vest- mann. Anna Jóna Guðjónsdóttir. Á einu andartaki breytist lífið. Að missa ástvin er ólýsanlegt, ég segi þér vinur, tilveran hrynur, sorgin óendanleg Ég finn tárin koma, ég fæ verk í hjartað. Það vantar svo margt, það vantar stóran part. Farin í friði. farin á fund englanna, farin í ferðalagið, farin að hitta afa Fallega sál þín lifir að eilífu. Anna María og Guðni Páll. HINSTA KVEÐJA Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIRÍÐUR JÓNASDÓTTIR BLÖNDAL, Stóragerði 38, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 8. mars. Magnús Blöndal, Jónas Blöndal, Sigríður G. Blöndal, Arnþór Blöndal, María G. Blöndal, Sigurður Blöndal, Berglind Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í flip- aröndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Undirskrift Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningar- greinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.