Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hallgrímur AxelGuðmundsson
fæddist að Grafar-
gili í Önundarfirði
23. apríl 1943. Hann
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi 4.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Ólöf Jóhanna Bern-
harðsdóttir, f. 24.
feb. 1916, d. 20.
febrúar 1996, og
Guðmundur Hall-
grímsson, f. 27. júní
1915, bóndi og
skíðakennari frá
Grafargili. Systkini Hallgríms
eru: 1) Garðar Helgi Guðmunds-
son f. 17. október 1945, verkfræð-
ingur, kvæntur Gun Guðmunds-
son, d. 2. nóvember 2004. Börn
þeirra eru Ingrid Jóhanna, Anna
Karolina, Þór Egill, Charlott og
Amanda. Garðar er búsettur í
Tyrklandi. 2) Aðalsteinn Snævar
Guðmundsson, f. 25. ágúst 1950,
viðskiptafræðingur, kvæntur
Hrönn Kristjánsdóttur. Börn
þeirra eru Ársæll, Anna Rakel og
Ólafur Snævar. 3) Kristín Salóme
skólann í Reykjavík og lauk námi
sem húsasmiður 1964. Meistara-
réttindi hlaut hann 1967. Árið
1968 fór Erla kona hans í fram-
haldsnám í Danmörku og vann
hann við smíðar þar á meðan.
Síðar fluttu þau til Svíþjóðar og
þar lauk hann m.a. kennaraprófi
við Háskólann í Gautaborg árið
1970. Fjölskyldan flutti svo til
Hafnarfjarðar 1974 og hóf hann
þá kennslu við Flensborgarskóla
og síðar við Iðnskólann í Hafn-
arfirði. 1989–90 flutti fjölskyldan
aftur til Svíþjóðar þegar Hall-
grímur fór í hönnunarnám við há-
skólann í Karlstad. Hann starfaði
mikið að félagsmálum kennara og
sat þar oft í stjórnum. Hann hlaut
fjölmarga styrki fyrir frum-
kvöðlastörf sín. Hann vann að
uppbyggingu verknámsdeilda í
hinum ýmsu framhaldsskólum og
gerð kennslugagna. Bæði þýddi
hann og samdi námsefni sem og
sveinspróf.
Hallgrímur var meðlimur í
Karlakórnum Þröstum í Hafnar-
firði. Hann ferðaðist mikið innan-
lands sem utan. Hallgrímur
greindist með MND-sjúkdóminn
fyrir tæpum þremur árum en
starfaði við Iðnskólann fram á
vorið 2004.
Hallgrímur verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Guðmundsdóttir, f.
21. mars 1959, gift
Magnúsi Harðarsyni.
Börn þeirra eru Dav-
íð, Hörður og Birgir.
Hallgrímur kvænt-
ist 3. júlí 1965 Erlu
Friðleifsdóttur
þroskaþjálfa, f. 29.
jan. 1943. Foreldrar
hennar eru Guðrún
Ingvarsdóttir, f. 8.
ágúst 1921, og Frið-
leifur Egill Guð-
mundsson, skrifstofu-
stjóri í Hafnarfirði, f.
22. júlí 1920, d. 21.
maí 1988. Börn Hallgríms og Erlu
eru 1) Friðleifur, f. 26. mars
1965, auglýsinga- og margmiðl-
unarfræðingur. 2) Guðmundur
Örvar, f. 1. október 1971, sjón-
fræðingur, maki Sigríður Arnar-
dóttir, f. 1971. Dóttir þeirra er
Urður Vala, f. 2003. 3) Alma, f.
22. apríl 1976, flugumferðar-
stjóri, maki Hákon Orri Ásgeirs-
son, f. 1974.
Hallgrímur gekk í skóla á Flat-
eyri og síðan í Reykjaskóla. Hann
stundaði nám í húsasmíði við Iðn-
Það er bjart yfir minningunum
frá þeim dögum þegar Erla kynnti
Hallgrím (Halla) fyrir fjölskyld-
unni. Við bræður hennar töldum
víst að eitthvað spennandi væri í
gangi því hún var komin með ný
áhugamál, skíðaferðir og jeppaferð-
ir. Og skýringin kom holdi klædd í
þessum hávaxna, myndarlega og
glaðværa bóndasyni vestan frá Ön-
undarfirði sem var við nám í húsa-
smíði í Iðnskólanum í Reykjavík.
Þau hófu búskapinn í risinu yfir
fjölskylduíbúðinni á Ölduslóð 5 í
Hafnarfirði haustið 1964. Við dáð-
umst að hagleik Halla við að ljúka
innréttingum á loftinu, sem notað
hafði verið hálfkarað frá því fjöl-
skyldan flutti í húsið þremur árum
fyrr. Þarna var greinilega völundur
að verki. Svo fæddist ungu hjón-
unum elsti sonurinn, þau fluttu í
leiguíbúð í Kópavogi og síðan á
Skúlaskeið í Hafnarfirði, en sam-
gangur var áfram mikill í fjölskyld-
unni og þannig hefur það verið í yfir
fjörutíu ár.
Halli var mjög góður skíðamaður
og æfði með skíðadeild Ármanns
þegar leiðir þeirra Erlu lágu saman.
Guðmundur faðir hans hafði á sín-
um yngri árum farið á skíðaskóla í
Noregi og ásamt búskapnum á
Grafargili í Önundarfirði hafði hann
starfað sem skíðakennari á Vest-
fjörðum. Skíðamennskan var greini-
lega í genunum. Árið 1965 gekk
Halli á Þórisjökul með tveimur okk-
ar máganna ásamt hópi manna úr
Hafnarfirði. Flestir í hópnum voru
hjálparsveitarmenn. Halli var sá
eini sem lagði á brattann með skíði
um öxl. Sumir undruðust að hann
skyldi nenna að dröslast með níð-
þung skíði og skó upp þessar bröttu
brekkur. Þegar tindinum var náð og
búið að njóta útsýnisins á þessum
heiðríka síðsumardegi spennti Halli
á sig skíðin. Það er okkur ógleym-
anlegt sem á horfðum að sjá þennan
færa skíðamann fara í tignarlegu
svigi niður fannhvítan jökulinn. En
þetta lýsir mörgu í fari Halla. Hann
lagði mikið á sig við undirbúning
hvers verkefnis en gat síðan notið
ríkulegs árangurs.
Halli starfaði við húsasmíðar
fyrstu árin eftir að hann lauk iðn-
námi, en sneri sér síðan að kennslu.
Hann var þó áfram mjög eftirsóttur
í ýmiss konar smíðaverk í frístund-
um og á sumrin, enda ákaflega
verklaginn og útsjónarsamur, bæði
við nýbyggingar og viðhald húsa.
Þar naut tengdafjölskyldan elju
hans og kunnáttu í stórum verkum
og smáum. Hann hafði mikinn
áhuga á hönnun svo og nýtingu ís-
lensks byggingarefnis og kom það
m.a. vel í ljós þegar hann byggði,
eigin höndum, fjölskylduhúsið við
Hraunbrún og notaði íslenskt lerki í
eldhúsinnréttinguna. Hann var mik-
ill áhugamaður um tæknisögu,
verkmenningu og verklag fyrri tíma
og hafði gaman af að miðla nýfengn-
um fróðleik til vina og vandamanna.
Hann hvatti m.a. ítrekað til að elsti
vatnsstokkurinn ofan við Hafnar-
fjörð yrði varðveittur og endur-
byggður, en talaði þar fyrir daufum
eyrum ráðamanna.
Halli og Erla gengu mikið um
hraunin umhverfis Hafnarfjörð og
suður með sjó og skoðuðu bæjar-
rústir, verbúðir og fjárbyrgi. Við í
stórfjölskyldu Erlu nutum leiðsagn-
ar hans í stuttum ferðum og löngum
um slóðir liðinna kynslóða. Þau
Erla nutu fegurðar hraunsins á öll-
um árstímum og fluttu m.a. nokkra
hraunsteina og gróður heim í garð
og hlutu viðurkenningu Fegrunar-
félags Hafnarfjarðar.
Halli og Erla höfðu mikla ánægju
af að ferðast um landið. Þau fóru
flest sumur með börnin í tjaldferðir
og ferðir í fjallaskála, gjarnan við
veiðivötn þar sem hægt var að
renna fyrir silung. Oft voru þessar
ferðir farnar í samfloti við aðra í
fjölskyldunni. Halli var kappsamur
og athugull í fjallgöngum og kann-
aði oft hellisskúta, gil og fjallsrana í
leiðinni á tindinn meðan flest okkar
hinna í fjölskyldunni héldum okkur
við troðnar slóðir. Á síðari árum
voru það helst unglingarnir sem
gátu fylgt honum eftir í prílinu. Þótt
MND-sjúkdómurinn væri þá þegar
farinn að setja mark sitt á Halla lét
hann sig ekki muna um að hlaupa
upp á topp Heklu og Snæfellsjökuls
sumarið 2003.
Það var erfitt fyrir jafnkappsfull-
an mann og Halla að þurfa að horf-
ast í augu við ólæknandi tauga-
hrörnunarsjúkdóm. Af dæmafárri
hetjulund og æðruleysi mætti hann
örlögum sínum og heyrðist aldrei
kvarta. En hann ákvað að gefa ekk-
ert eftir, afneita óvininum og standa
meðan stætt væri. Erla og börnin
stóðu þétt við bakið á honum og
gerðu allt sem þau gátu til að gera
honum kleift að lifa sem eðlilegustu
lífi, vera sem mest heima á Hraun-
brún og njóta þeirrar tilbreytingar
sem möguleg var. Þannig fóru þau
Erla með félögum hans í Karla-
kórnum Þröstum á kóramót í Wales
í fyrrasumar, þótt hann gæti ekki
lengur sungið með. Og í nóvember
sl. fóru þau hjón með dóttur og
tengdasyni í helgarferð til London.
Í janúar sl. vildi hann endilega taka
gönguskíðin með sér í helgarferð í
Biskupstungur.
Halli var einkar hógvær í fram-
göngu og vandur að virðingu sinni.
Hann var ráðhollur og raungóður,
glaðvær og greiðvikinn. Þegar
þrekið minnkaði og tjáskipti við
aðra urðu erfiðari var gott að eiga
tónlistina að vini. Halli hlustaði alla
tíð mikið á tónlist og fyrir utan
karlakórasöng hafði hann sérstakt
yndi af góðum djassi og sótti tón-
leika þegar tækifæri gáfust.
Nú þegar leiðir skilja, í bili, er
okkur efst í huga þakklæti fyrir
rúmlega 40 ára vináttu og einstaka
gestrisni, þakklæti fyrir hjálpsemi
við fjölskyldur okkar í smáu sem
stóru og sérstakar þakkir fyrir
óbrigðula þolinmæði og umhyggju
fyrir tengdaforeldrunum alla tíð. Ef
það væri til tengdasonarorða hefði
Halli átt að verða fyrstur til að
hljóta hana. Blessuð sé minning
Hallgríms Axels Guðmundssonar.
Egill Rúnar, Ingvar Birgir og
Guðmundur Ómar
Friðleifssynir.
Þótt vitað hafi verið að hverju
stefndi er ákaflega erfitt að trúa því
að hann Halli sé nú farinn frá okk-
ur, hann sem hefur verið svo stór
hluti af lífi okkar í svo langan tíma.
Minningarnar hrannast upp. Sú
fyrsta er um 11 ára stelpu sem beið
þess í ofvæni að sjá kærastann
hennar stóru systur. Og það urðu
svo sannarlega engin vonbrigði þeg-
ar hann birtist og reyndist vera
bæði sætur og skemmtilegur og auk
þess átti hann Willisjeppa sem var
nú ekki amalegt. Fjölskyldan tók
honum opnum örmum og fljótlega
kom í ljós að Halli var ákaflega
hjálplegur á allan hátt. Að fá smið í
hópinn var frábært og alltaf var
hann til í að hjálpa öðrum, hvort
sem um var að ræða að koma fyrir
uppþvottavél í gömlu eldhúsi, skipta
um þak eða jafnvel byggja heilt ein-
býlishús.
Halli hafði alla tíð mikinn áhuga á
hönnun, enda hafði hann næmt
auga smiðsins og listræna hæfileika
sem þau verk sem eftir hann liggja
bera glöggt vitni um. Hann hafði
mikinn áhuga á djasstónlist og þátt-
taka hans í karlakórnum Þröstum
veitti honum einnig mikla ánægju.
Eitt helsta áhugamál Halla var hins
vegar útivist af ýmsu tagi og var
hann mikið fyrir að fara í göngu-
ferðir og vildi hann þá helst fara
ótroðnar slóðir þvert yfir úfin hraun
og yfir illkleif fjöll. Ferðalögin sem
við höfum farið með þeim Erlu og
Halla og krökkunum eru nánast
óteljandi og minningarnar um
skemmtilegar stundir saman heima
og heiman eru dýrmætur fjársjóður
fyrir okkur. Nú seinni árin hefur
stórfjölskyldan farið saman í eina
ferð á sumri og þá gjarnan upp í
óbyggðir, og í þeim ferðum hljóp
Halli án þess að blása úr nös með
unga fólkinu upp á fjöll og jökla
langt á undan þeim sem voru á svip-
uðu reki og hann. Ári eftir að hann
greindist með þann illvíga sjúkdóm
sem nú hefur lagt hann að velli
gekk hann til dæmis bæði á Heklu
og Snæfellsjökul. Það var engu lík-
ara en að hann væri einfaldlega
ekki tilbúinn til að viðurkenna fyrir
sjálfum sér að hann væri veikur og
því hélt hann áfram allt til hins síð-
asta að ferðast og njóta þeirrar
ánægju sem lífið hafði upp á að
bjóða. Í okkar augum var hann
sannkölluð hetja sem ekki gafst upp
fyrr en í fulla hnefana. En hann stóð
ekki einn í þeirri baráttu sem hann
háði, því við hlið hans stóðu Erla og
krakkarnir traust og örugg og gerði
fjölskyldan allt fyrir hann sem
þurfti að gera svo til hjálparlaust.
Og litli sólargeislinn hún Urður
Vala gaf afa sínum ómældar
ánægjustundir.
Nú að leiðarlokum þökkum við
honum Halla fyrir allt sem hann
gerði fyrir okkur og allar ánægju-
stundirnar. Elsku Erla, Friggi,
Örvar, Alma, Sirrý, Hákon og Urð-
ur Vala, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þóra Lovísa, Hallur, Þorsteinn
Arnar og Guðrún.
Starfsmenn Iðnskólans í Hafnar-
firði sjá nú á bak mætum samstarfs-
manni, Hallgrími Guðmundssyni
kennara. Hallgrímur lét af störfum
vegna heilsubrests á sl. vori. Hann
hafði starfað áratugum saman við
skólann og var vafalítið í framvarð-
arsveit þeirra kennara sem gerðu
skólann að því sem hann er í dag.
En skólinn hefur vaxið og eflst síð-
ustu árin fyrir verk slíkra manna.
Hallgrímur var vestfirskrar ætt-
ar, fæddur í Önundarfirði og honum
fylgdi myndarskapur átthaganna til
orðs og æðis. Það var sem fylgdi
honum reisn og prýði fjallanna í Ön-
undarfirði og fólksins þar. Hann bar
svipmót þeirra og varðveitti upp-
runa sinn vel en einmitt það lýsir oft
hvern mann við geymum. Þetta
sýndi sig m.a. í því hvað allt sem ís-
lenskt var, land, þjóð og tunga, átti
sterkar rætur í honum og kom fram
í ást hans á íslensku landi og þjóð-
menningu.
Í kennslu var Hallgrímur ástríðu-
fullur og lagði sig fram um að skila
nemendum til aukins þroska og
verkþekkingar. Í þeim efnum var
ekki komið að tómum kofunum því
Hallgrímur var einstaklega hæfur í
störfum sínum og mikill hagleiks-
maður.
Hann leitaðist við meðan hann
starfaði að kennslu að gera námið
aðgengilegra og áhugaverðara fyrir
nemendur sína. Hafa margir mikið
af honum lært í þeim efnum.
Um hagleik hans og verksnilli
vitnar allt handverk sem hann lætur
eftir sig og ber þess vitni að þar var
völundur á ferð.
Hallgrímur var ljúfur maður í
umgengni og félagslyndur. Við sam-
starfsmenn hans nutum þeirra
kosta hans og góðs vilja við að halda
uppi og efla samstöðu og fé-
lagsþroska innan skólans. Gleði
hans yfir að taka þátt í samverum
okkar mátti sjá í óvenjulegum
glampa augna hans og sýndi að þar
var gengið fram af lífi og sál. Hann
var söngvinn og glaður í hópi vina
og samstarfsmanna.
Fyrir fáum árum tók að bera á
því að Hallgrímur gekk ekki heill til
skógar. Hörmulegur sjúkdómur
hafði heltekið hann og ljóst var frá
upphafi að því stríði gæti aldrei
lyktað nema á einn veg. Aðeins tím-
inn var óviss. Það hefur verið mikil
reynsla að fylgjast með hetjulegri
baráttu Hallgríms við þennan ill-
skeytta sjúkdóm sem smátt og
smátt gekk nær honum og nær og
svipti að lokum þennan glæsilega
mann flestu því sem hafði prýtt
hann. Æðruleysi hans var einstakt
og aðdáunarvert. Það var lærdóms-
ríkt að fylgjast með því hvernig
honum tókst að varðveita anda sinn
heilan og gleði sálarinnar þótt heils-
an brysti sem gerði honum æ örð-
ugra um vik. Hann hafði einsett sér
að gera sjálfum sér og öðrum þetta
stríð ekki erfiðara en þyrfti. Það er
e.t.v. einmitt í slíkum nauðum, í
slíkum eldi sem á það reynir hvern
mann við geymum, rétt eins og gull-
ið sem prófast í eldi.
Hetjuleg barátta hans og fram-
ganga öll í veikindunum hlýtur að
verða okkur sem eftir stöndum á
lífsins strönd eftirminnileg og eft-
irbreytniverð.
Við færum Hallgrími bestu þakk-
ir fyrir samfylgdina og sendum
konu hans og fjölskyldu allri inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi þeir
huggast sem hryggðin slær.
Samstarfsfólk við Iðnskólann
í Hafnarfirði.
„Að heilsast og kveðjast það er
lífsins saga.“ Til þessara orða verð-
ur mér hugsað nú. Ég minnist þess
er ég kom til starfa hjá Iðnskól-
anum í Hafnarfirði 1999 og heilsaði
einum af mínum frábæru sam-
starfsmönnum þar, honum Hall-
grími Guðmundssyni, kraftmiklum
og hraustum. Þá datt mér ekki í hug
að við félagar hans myndum kveðja
hann í dag aðeins sex árum seinna.
Þegar „ungur“ kennari hefur
störf er honum margur vandi á
höndum, og gildir þá jafnan einu þó
einstaklingurinn telji sig hafa
nokkra menntun og reynslu með í
farteskinu. Þannig var mér allavega
farið þegar ég fetaði mínar fyrstu
annir í kennslunni. Frá byrjun
þurfti ég að takast á við að kenna
ýmsa áfanga í byggingagreinunum.
Þá var gott að geta leitað til
reyndra og velviljaðra samstarfs-
manna. Hallgrímur var einn þeirra,
hann hafði gríðarlega reynslu og
mikinn metnað fyrir kennslu verk-
menntagreina. Hallgrímur hafði
kennt um langa hríð byggingagrein-
ar, þýtt námsbækur og námsefni, og
gert viðbótarnámsefni af stakri al-
úð. Oft leitaði ég í smiðju til hans og
alltaf voru bæði leiðsögn hans og
gögn jafn auðfengin. Stundum
fylgdi hvatning um að ég héldi verk-
inu áfram og jafnvel bætti um bet-
ur. Þannig áttum við samleið frá
fyrstu önn í IH. Við fylgdumst að í
kennslunni, síðan í félagi fagkenn-
arra í tré- og byggingagreinum
(FTB), þar sem hann var mjög virk-
ur og hafði verið formaður um
skeið. Síðar ferðuðumst við saman á
vegum FTB innan lands og utan og
áttum skemmtilegar stundir. Í
starfi mínu í IH og fyrir FTB rakst
ég víða á verk Hallgríms í þágu
verkmenntanna.
Já, kæri Hallgrímur, við áttum
skemmtilega samleið, og skiptumst
oft á skoðunum um möguleika verk-
menntunar á Íslandi og þú fylgdir
þinni skoðun jafnan eftir af eldmóði
og þekkingu. Síðan ertu greindur
með MND og mikil og erfið barátta
hefst. Ég fylgdist með ótrúlegum
dugnaði þínum á þeirri erfiðu leið.
Þar kom að þú gast ekki lengur tjáð
þig með orðum, en sýndir þá hvað
þér fannst og þótti um einstök mál
með höfuðhreyfingu og andlits-
dráttum og jafnan brosi, og skoðun
þín orkaði ekki tvímælis. Áhuginn
og velviljinn voru alltaf fyrir hendi.
Samveran var gefandi fyrir mig og
vil ég nú þakka þér og þinni stór-
kostlegu fjölskyldu þessar stundir.
Það eru menn eins og þú sem
aldrei gefa upp viljann til lífsins,
sem minna okkur hin á hvers virði
lífið er.
Sértu kært kvaddur að leiðarlok-
um, kæri vinur.
Erlu konu þinni, börnum og ást-
vinum sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Henrý Þór.
Það kom illa við okkur félaga í
Karlakórnum Þröstum er við frétt-
um andlát félaga okkar, Hallgríms
Guðmundssonar. Fráfall hans kom
reyndar ekki á óvart, því hann hefur
átt í baráttu við ólæknandi sjúkdóm
um tveggja ára skeið.
Hallgrímur var góður félagi.
Hann vann sér traust og virðingu
félaga með prúðmennsku og ósér-
hlífni í störfum fyrir karlakórinn.
Hann sat í stjórn kórsins í mörg ár
og starfaði með okkur eins lengi og
hann gat. Sumarið 2004 fórum við í
söngferð til Wales og Hallgrímur og
Erla komu með okkur. Þá var Hall-
grímur orðinn mjög máttfarinn og
gat ekki sungið með okkur, en hann
vildi vera með eins lengi og nokkur
kostur var. Það er háttur sannra fé-
laga. Hann kom til starfa sl. haust
við að koma skipulagi á allt það sem
skrifstofan í Þrastaheimilnu hefur
að geyma. Nú er aðgengið allt ann-
að, þökk sé Hallgrími.
Í dag syngjum við yfir félaga okk-
HALLGRÍMUR AXEL
GUÐMUNDSSON