Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 43 MINNINGAR ✝ Sveinn Gamal-íelsson fæddist á Hamri í Svarfaðar- dal 4. maí 1910. Hann lést á líknar- deild Landkostsspít- ala 2. mars 2005. Foreldrar hans voru Gamalíel Hjartar- son, f. 20. febrúar 1879, d. 30. október 1969, bóndi á Upp- sölum, Hamri, Hjaltastöðum og Skeggstöðum í Svarfaðardal, og kona hans Sólveig Hallgrímsdóttir, húsfreyja, f. 14. janúar 1869, d. 7. desember 1936. Sveinn átti einn bróður, Hannes, f. 27. júlí 1906, d. 25. desember 1996. Þeir bræður ólust upp í Svarfaðardal þar sem Gamalíel faðir þeirra var bóndi þar til kona hans féll frá á árinu 1936. Gam- bændaskólann á Hólum í Hjalta- dal 1934–1936 og lauk búfræði- námi þaðan 1936 en fluttist þá til Reykjavíkur. Í fyrstu vann hann á Vífilsstaðabúinu hjá Birni Kon- ráðssyni sem þar var bústjóri. Síðar vann hann við skógrækt og ýmis jarðræktarstörf hjá Her- manni Jónassyni ráðherra, sem þá átti mikið land í Fossvogi. Þá vann hann í Mjólkurstöðinni í Reykjavík um árabil en lengst af starfaði hann sem bygginga- verkamaður á höfuðborgarsvæð- inu. Síðustu tíu starfsár sín vann hann hjá BYKO í Kópavogi eða fram á árið 1978. Næstu nokkur ár þar á eftir starfaði hann sem innheimtumaður hjá Tímanum og Málningu hf. Um langt árabil starfaði Sveinn mikið að félagsmálum. Hann var í trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar og sat í miðstjórn ASÍ um tíma. Þá starfaði hann mikið í Fram- sóknarflokknum og var um tíma í stjórn Framsóknarfélags Kópa- vogs. Útför Sveins verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. alíel fluttist þá til Reykjavíkur. Sveinn kvæntist 28. október 1944 Guð- björgu Ketilsdóttur frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum, f. 13. mars 1911, d. 30. jan- úar 1989. Fyrstu tvö búskaparár sín leigðu þau á Gunnarsbraut 40 en keyptu síðan íbúð í Eskihlíð 12b í Reykjavík og bjuggu þar þar til þau flutt- ust á árinu 1955 í Kópavog og bjuggu á Kópavogsbraut 20 æ síðan. Þau Sveinn og Guðbjörg eignuðust tvö börn, Sólveigu, f. 17. nóvem- ber 1945, og Gamalíel, f. 18. des- ember 1946. Eiginkona Gamalíels er Vilborg Gunnlaugsdóttir, f. 9. mars 1947. Sveinn stundaði nám við Mér er kliður sá kær; ég vil koma honum nær, hann er öndvegi íslenskra dala, orti Hugrún um Svarfaðardalinn. Svarfdælingurinn Sveinn Gamalíels- son hefur kvatt þetta líf á 95. aldurs- ári og er sjónarsviptir að honum. Sveini kynntist ég tiltölulega seint á æviskeiði hans, eða þegar hann var um áttrætt. Leiðir okkar lágu saman þegar ég var formaður í Samtökum Svarfdælinga í Reykjavík, en Svarf- aðardalurinn var honum afar hug- leikinn. Á sama tíma mættumst við á öðrum stað, meðal framsóknar- manna í Kópavogi, þar sem hann tók mér opnum örmum. Sveinn var stundum svolítið umdeildur, hann var reyndur úr verkalýðshreyfing- unni og var fylginn sínum skoðunum. Hann var jafnframt dálítið stríðinn og hafði oft lúmskt gaman af því að æsa menn pínulítið upp í umræðunni þegar sá gállinn var á honum. Ef til vill var ég svolítið heppinn að þekkja hann ekki síður sem sveitunga minn, sem bar svo sterkar taugar heim í Svarfaðardalinn. Ljóðlínur Egils Bjarnasonar í Svarfdælingasöng sín- um eiga vel við um Svein: Og aldrei neinn bregðast þeim átthögum skal, er ætt sína rekur í Svarfaðardal. Bestu þakkir fyrir skemmtilegar stundir og innilegar samúðarkveðjur til Sólveigar dóttur Sveins og ann- arra vandamanna. Stefán Arngrímsson. Látinn er í hárri elli einn af frum- byggjum Kópavogs, Sveinn Gamal- íelsson. Sveinn var einn af „fastagest- um“ okkar í Gjábakka frá opnun staðarins 1993. Hann var mættur í hádegismatinn nær því á hverjum virkum degi. Sveinn var afar þægi- legur maður í umgengni, dagfars- prúður og nægjusamur. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum, m.a. á rekstri Gjábakka. Sveinn var kíminn og hlýr í viðmóti og oft örlaði á stríðnislegri glettni í augum hans. Hann var víðlesinn og stálminnug- ur. Athafnaþráin blundaði í brjósti hans og kom stundum upp á yfirborð- ið og var þá skemmtilega fram sett. Starfsmenn Gjábakka kveðja Svein með söknuði og þakka honum samfylgdina með ljóðlínum úr kvæði Valdimars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Aðstandendum vottum við samúð. Blessuð sé minning Sveins Gam- alíelssonar. F.h. starfsmanna Gjábakka, Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Mín fyrstu kynni af Sveini urðu þegar ég gekk til liðs við Framsókn- arflokkinn í Kópavogi. Félagsaðstaða okkar var þá í Hamraborginni í sal þar á þriðju hæð. Sveinn var einn af þessum „gömlu mönnum“ í flokknum og hann tók einstaklega vel á móti mér. Hann var hugsjónamaður og maður framkvæmda sem sannast best á því að hann vildi finna húsnæði í miðbænum með betra aðgengi. En Sveinn var formaður Framness sem er eignarhaldsfélag á samkomusal framsóknarmanna. Það er á engan hallað þegar honum er þakkað það að við fluttum úr þriðju hæð í Hamra- borginni á jarðhæð við hlið SPK á Digranesveginum. Ég var svo hepp- inn að vera með honum í stjórn Framness í nokkur ár. Hann reyndist mér alltaf vel og var skemmtilegur maður. Ég minnist hans með hlýhug og veit að það gera fjölmargir aðrir framsóknarmenn. Fyrir hönd okkar allra vil ég senda fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur okkar. Bless- uð sé minnig hans. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi. SVEINN GAMALÍELSSON ✝ Sigurður Jónssonfæddist í Reykja- vík 21. maí 1930. Hann lést á heimili sínu 1. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ei- ríksson loftskeyta- maður og Ingibjörg Gísladóttir húsmóðir. Systkini hans eru Ei- ríkur og Sigurborg. Sigurður kvæntist 12. júlí 1952 Þóru T. Ragnarsdóttur, f. 24. febrúar 1931. Þau eignuðust fimm börn, sem eru: 1) stúlkubarn (fætt and- vana) 6. apríl 1953. 2) Ragnar Ólaf- ur, f. 6. mars 1955, maki Sigrún Ögmundsdóttir, börn þeirra eru Erla, Þóra Lilja og Svanberg Ingi. 3) Ingibjörg, f. 3. febrúar 1956, börn hennar eru Sigurður, Rann- veig Þóra og Davíð Þór. 4) Lára Björk, f. 4. ágúst 1957, maki John Lee Elkins, börn þeirra eru Svein- björg Veronika, Sara Rebekka, Christoph- er Brian og Ólafia May. 5) Guðrún Jóna, f. 22. september 1958, maki Reynir Ástvaldsson, börn þeirra eru Sóley, Harpa María, Ingi Þór, Reynir Gunnar (látinn) og Ástvaldur Kristján. Einnig ólu Sigurður og Þóra upp 6) Sigurð, dótt- urson sinn. Langafa- börnin eru fjögur: Sindri Snær, Kristinn Esra, Tinna Karen og Kári Freyr. Fyrstu starfsár sín var Sigurður til sjós sem loftskeytamaður. Hann var rafvirki að mennt og meiri- hluta starfsævi sinnar vann hann við sölu og þjónustu fjarskipta- og fiskileitartækja. Útför Sigurðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Þessar laglínur hljóma í huga mér er ég sest við að skrifa minningarorð um ástkæran tengdaföður minn, Sig- urð Jónsson, sem lést 1. mars sl. Það er ótrúlega stutt milli lífs og dauða. Við vitum að dag einn skiljast leiðir en erum aldrei viðbúin að ást- vinur sé hrifinn frá okkur fyrirvara- laust. Sitjum eftir berskjölduð með brjóstið fullt af sorg, söknuði og minningum. Sigurður var sérlega traustur og umhyggjusamur fjöl- skyldumaður, hann var kletturinn sem stóð af sér alla storma og áföll. Allir gátu treyst á hans stoð og styrk. Sigurður og Þóra voru sérlega samhent hjón, það leyndi sér ekki að milli þeirra ríkti vinátta og virðing ásamt ástinni sem þau báru greini- lega til hvort annars. Á yngri árum byggðu þau sér sælureit í Skorradal, þar undu þau öllum stundum og síð- ustu sumrum að mestu leyti. Sigurð- ur var hár og glæsilegur maður, hafði skemmtilega frásagnarhæfi- leika, kom vel fyrir sig orði, sérlega spaugsamur og gat gert grín að sjálf- um sér. Hann hafði ákveðnar skoð- anir og stóð fast á þeim hvort sem aðrir voru sammála eða ekki. Ég kom í fjölskylduna fyrir 23 árum og mætti frá fyrstu tíð hlýju og velvild. Viðmót Sigga og Þóru var slíkt að mér hefur liðið eins og ég væri dóttir þeirra. Sigurður var mjög barngóður og hændust flest börn að honum. Hann var vinsæll og virtur meðal barnabarnanna sem leituðu óhikað til hans ef þau vantaði ráð eða visku. Afi gat ávallt hjálpað á einhvern hátt. Börnin okkar Ragnars voru svo lánsöm að búa í mikilli nálægð við Sigga afa og Þóru ömmu, því er skarðið stórt en minningarnar þeim mun meiri. Ég vil þakka Sigga, mínum kæra tengdaföður, samfylgdina. Ég trúi að hann taki á móti mér með bros á vör og glettnum athugasemdum er minn tími kemur. Elsku Þóra mín, þinn missir er mestur, ég bið guð að styrkja okkur ástvinina í sorg okkar. Takk fyrir allt, elsku vinur. Þín tengdadóttir, Sigrún. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar minnst er á afa er hláturinn og hvernig bumban hristist þegar hann hló. Besta minningin er frá Birki- teigi 12 þegar hann hleypti köngulónum inn á kvöldin svo þær þyrftu ekki að sofa úti í kuldanum. Ein áramótin þegar ég var lítil létu afi og pabbi mig kveikja í flugeldi, ég man að ég grét „þangað til hann sprakk“ en þeir hlógu. Takk, afi minn, fyrir allar stund- irnar sem við áttu saman og takk fyr- ir allar góðu minningarnar sem þú skildir eftir! Ég elska þig, afi minn, nú ertu engill. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín sonardóttir, Erla. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Það er svo margs að minnast og hvar á að byrja? Þú varst alltaf til staðar, til að ræða málin, til að taka þau alvarlega, en sjá að ekkert er of alvarlegt til að ekki megi sjá ljósa hlið á tilverunni. Hjarta þitt var svo stórt. Þú varst fastur fyrir í skoð- unum þínum en opinn fyrir sýn ann- arra, heiðarleiki skipti þig öllu. Hlý- leika þínum fylgdi alltaf góðlátleg stríðni og stutt var í hlátur og kímni. Heimili ykkar Þóru var og verður heimili hlýleika, enda reist af sam- hug ykkar beggja. Svo ekki sé talað um Þórukot þar sem sumarparadís var í sífelldri byggingu og ætíð hug- myndir um breytingar og endurbæt- ur. Þetta var ykkar griðastaður þar sem tekið var vel á móti öllum. Þótt farið væri að síga á seinni hluta æv- innar varst þú ekki á því að leggja árar í bát og lifðir lífinu lifandi til hins síðasta. Við viljum þakka fyrir allar stundirnar sem við fengum að eiga með þér. Það verður undarlegt að heyra þig ekki segja lengur: Þú ert alltaf velkomin og mundu svo að fara varlega. Við biðjum góðan guð að styrkja og blessa Þóru og fjölskylduna. Sigurborg og Berglind. Hann pabbi dó í morgun. Ein- hvern veginn komu orð Ragnars son- ar Sigga vinar míns mér ekki að óvörum. Um morguninn hafði ég, einhverra hluta vegna, fengið yfir mig mikla þörf fyrir að tala við vin minn Sigurð Jónsson. Venjulega hringdi ég í gsm-númerið hans. Núna lét ég ekki nægja að hringja í það heldur heimilissímann og gsm- símann hennar Þóru líka. Ekkert svar. Þar lét ég staðar numið og hugsaði mér að hringja í vin minn um kvöldið en Ragnar varð fyrri til. Sigurður var glaðlyndur, átti til hnyttin tilsvör, á stundum hrjúfur, leiðst beinskeyttari framkoma en flestum en undir yfirborðinu leynd- ist viðkvæm og hlý sál. Starfsvettvangur hans var við sölu og þjónustu siglinga- og fiskleitar- tækja fyrir íslenska flotann. Það var á þeim vettvangi sem leiðir okkar lágu saman. Siglinga- og fiskleitartækjafram- leiðandinn JRC var lengstum birg- irinn hans Sigga. Einn umboðs- mannafund JRC sat ég ásamt Sigga. Þar kom skýrt fram hvílíkt traust yf- irmenn marine-deildar JRC báru til Sigga. Þeir kölluðu hann til til að taka þátt í að útskýra það nýjasta sem verið var að kynna. Fundurinn endaði með huggulegu samkvæmi, matur og drykkur vel útilátinn. Með einu litlu atviki fékk Siggi stóran hóp viðstaddra til að hlæja mikið. Einn starfsmaður JRC í Amsterdam, ung kona, var þarna í sínu fínasta pússi. Á annarri öxlinni skartaði hún lit- fögru fiðrildi, tattói. Einhver hafði orð á fegurð þess. Hún gaf lítið út á það en sagði: Ég er með annað. Siggi var snöggur til, beygði sig og gerði siglíklegan til að lyfta pilsfaldi henn- ar um leið og hann spurði: Má ég sjá hitt. Þótt samverustundum hafi fækk- að héldum við góðu sambandi sím- leiðis og hittumst af og til á Skóla- veginum, í Þórukoti eða Ráðagerði. Um leið og Sigga er þökkuð sam- fylgdin færum við Þóru og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Finnur Jónsson og fjölskylda. SIGURÐUR JÓNSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA ÞORKELSDÓTTIR frá Siglufirði, Freyjugötu 39, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. mars. Unnur Einarsdóttir, Rafn Baldursson, Guðrún Einarsdóttir, Hjörtur Páll Kristjánsson, Þorkell Einarsson, Rut Marsibil Héðinsdóttir, Gerður Einarsdóttir, Þorsteinn Sveinbjörnsson, Ólafur Hjalti Einarsson, Sólveig Victorsdóttir, Sveinn Ingvar Einarsson, Karin Margareta Johansson, Pálmi Einarsson, Jóhanna Einarsdóttir, Gísli Guðmundsson, Ari Einarsson, Berglind Jónsdóttir, Snorri Páll Einarsson, Elín Lára Jónsdóttir, Unnur Helga Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.