Morgunblaðið - 11.03.2005, Side 56

Morgunblaðið - 11.03.2005, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ auglýsingar 569 1111 - augl@mbl.is brúðkaupsblað Morgunblaðsins Sérblað helgað brúðkaupssýn- ingunni Já fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. mars. Umsjón efnis: Guðrún Guðlaugsdóttir - 569 1248 Umsjón auglýsinga: Katrín Theódórsdóttir - 569 1105 Skil auglýsinga eru fyrir kl. 15 þriðjudaginn 15. mars Skipulagslistinn Brúðarkjóllinn Brúðarvöndurinn Hringarnir Myndatakan Veislustjórnin Tertan Gjafirnar Brúðkaupsnóttin Brúðkaupsferðin Brúðkaupsafmæli Einn á ferð ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S R O L 26 34 2 0 2/ 20 05 JOE segir að liðsmennirnir fjórir hlakki mjög til að koma aftur til landsins. „Viðtökurnar sem við fengum á Nasa síðast voru þær bestu sem við höfum nokkru sinni fengið. Þess utan gerðum við margt skemmtilegt; fórum til að mynda á Sirkus strax eftir tón- leikana, spiluðum þar fram á morg- un og skemmtum okkur kon- unglega,“ segir Joe. „Forstjóri Domino Records var á tónleikunum og leist það vel á að hann bauð okkur samning hjá fyr- irtækinu, þannig að þetta voru tímamótatónleikar í sögu hljóm- sveitarinnar,“ segir hann. Reiðubúnir til að skemmta sér Joe segist ekki alveg gera sér grein fyrir því af hverju tónlist Hot Chip eigi svo greiðan aðgang að hjörtum Íslendinga. „Mér skilst reyndar að margar íslenskar hljómsveitir séu að gera svipaða tónlist; svolítið lo-fi og fönkaða heimagerða danstónlist. Kannski tengist þetta einhverju sem er að gerast í íslensku tónlistarsenunni um þessar mundir, en ég held að Íslendingar séu bara reiðubúnir til að skemmta sér ærlega, enda snýst tónlistin okkar að miklu leyti um það.“ Hot Chip fer beint til New York að tónleikunum á Nasa loknum. Þaðan liggur leiðin til Texas, þar sem sveitin spilar á tónlistarhátíð- inni South by Southwest, sem þrjár íslenskar sveitir, Ampop, Vínyl og Ske heiðra einnig með spilamennsku sinni. „Svo komum við aftur til London, þar sem ætl- unin er að leggja lokahönd á næstu plötu. Að því loknu hyggjum við svo á mikla spilamennsku til að fylgja plötunni eftir,“ segir hann. Nýja platan í ágúst eða september Joe segir að nýja platan verði unnin á sama hátt og hin fyrri, Coming on Strong. „Stíllinn er að breytast svolítið. Sum lög eru meira í diskóstílnum, önnur meira í ætt við þjóðlagatónlist og enn önn- ur í svipuðum stíl og lögin á fyrri plötunni. Ég held að nýja platan sé framför; við erum ævintýra- gjarnari og framsæknari. Eitt lag- ið, „Colours“, sem við ætlum að flytja á Nasa, er í hálfgerðum „skynvillu“-stíl, í ætt við Can og Neu! Við ætlum að spila þrjú lög af nýju plötunni á Íslandi, auk laga af Coming on Strong og nokkurra laga af Down With Prince b- lagaplötunni.“ Joe segir að platan verði væntanlega tilbúin innan tveggja eða þriggja vikna og komi líklega út í ágúst eða september. Fengu samning eftir tónleika á Nasa Tónleikar bresku sveitarinnar Hot Chip á Airwaves í fyrra voru þeir mögnuðustu í sögu sveitarinnar. Þetta segir Joe Godd- ard í samtali við Ívar Pál Jónsson, en Hot Chip endurtekur leik- inn á Nasa í kvöld. Morgunblaðið/Árni Torfason Hot Chip skemmti sjálfum sér og áhorfendum ærlega á Airwaves. Hot Chip spilar á Nasa í kvöld. Hermigervill og Unsound (tónlist- armaðurinn KGB) hita upp og á milli atriða halda Eden & Alaska uppi stuðinu. Miðasala fer fram í 12 tónum, en húsið verður opnað kl. 22 og Hermigervill er vænt- anlegur á svið um kl. 23. ivarpall@mbl.is SÍÐASTA október komu hingað tvær hljómsveitir á vegum danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog, sem er helsta neðanjarðarútgáfa Kaupmannahafnar nú um stundir. Um var að ræða sveitirnar Power- solo og Epo-555 og léku þær þá á tónleikum á Grand Rokki. Þær eru nú komnar aftur í heimsókn og ætla að endurtaka leikinn á Grand Rokki á morgun en þá á þessi vin- sæli tónleikastaður 12 ára afmæli. Eftir það halda hljómsveitirnar áfram vestur og munu leika í New York og svo á South by South West- tónleikahátíðinni í Austin, sem ku vera ein sérstæðasta og skemmti- legasta tónleikahátíðin í dag. Þar verða og íslensku sveitirnar Am- pop, Ske og Vínyll einnig en hátíðin hefst 16. mars. Crunchy Frog er tíu ára gamalt fyrirtæki og er m.a. með Ravenott- es og Junior Senior undir sínum hatti. Fyrirtækið er rekið af hug- sjónafólkinu Jesper Reginal og Jessicu Tolf Vulpius og hefur fyr- irtækið verið að vinna sér inn nafn hægt og bítandi undanfarin ár, ein- faldlega á forsendum tónlistarinnar sjálfrar. Hún samanstendur mest- anpart af forvitnilegu neðanjarð- arrokki og Jesper og Jessica hafa m.a. lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að skáka þeim hefðbundnu hugmyndum sem fólk hefur um danska tónlist. Þannig leikur Pow- ersolo einkar sérstakt og blússkotið pönkrokk á meðan Epo-555 leggur sig eftir draumkenndri nýbylgju í anda My Bloody Valentine. Tónlist | Tvær danskar sveitir á Grand Rokki á morgun Crunchy Frog- merkið snýr aftur Danska sveitin Epo-555 leikur draumkennt nýbylgjurokk. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Einnig leika Lokbrá og Jan Mayen auk þess sem boðið verður upp á óvænt skemmtiatriði. www.crunchy.dk arnart@mbl.is DAKOTA Fanning og Robert De Niro leika aðalhlutverkin í þessum sálfræðitrylli. David (De Niro), sál- fræðingur á Manhattan, ákveður að flytja með dóttur sinni Emily (Fann- ing) í hús uppi í sveit eftir að kona hans er myrt. Andrúmsloftið er draugalegt í húsinu og brátt verður enn myrkara yfir því. Emily fer að ræða um vin sinn Charlie, sem pabbi hennar telur að sé einungis til í huga hennar enda varð Emily fyrir miklu áfalli við dauða móður sinnar. Fann- ing þykir áhrifamikil í hlutverki sínu með svart hár, stór augu og föla húð. Charlie hefur gaman af allskyns leikjum og er líka mjög afbrýði- samur út í alla sem reyna að koma upp á milli feðginanna. Þeirra á meðal er fráskilin kona á staðnum (Elizabeth Shue) og sálfræðingur Emily í New York (Famke Janssen). Dakota Fanning og Robert De Niro eru í hlutverkum feðginanna. Frumsýning | Hide and Seek Hættulegur feluleikur ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 35/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 40/100 New York Times 40/100 Variety 40/100 (metacritic)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.