Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Júlíus Helgi Guð-mundsson fædd- ist í Garðhúsum í Garði 6. júlí 1932. Hann lést af slysför- um 27. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Guðmund- ur Friðbjörn Eiríks- son, f. 1. nóvember 1903, d. 28. mars 1971, og Jenný Kam- illa Júlíusdóttir, f. 30. október 1906, d. 5. október 1976. Systkini Júlíusar Helga eru: Eiríkur, f. 24. nóv. 1927, Guðrún, f. 24. maí 1930, Agnes Ásta, f. 26. okt. 1933, d. 30. nóv. 1982, Knútur, f. 31. des. 1935, og Vilhelm, f. 15. júlí 1937. Júlíus Helgi kvæntist 5. nóv. 1960 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sólveigu Óskarsdóttur, f. í Reykjavík 2. júlí 1938. Foreldrar hennar eru Ólafía Katrín Guð- mundsdóttir, f. 27. mars 1918, d. 7. apríl 1995, og Óskar Jóseps- son, f. 19. mars 1907, d. 7. maí 1987. Börn Júlíusar Helga og Sól- veigar eru: 1) Óskar, f. 12. maí 1960, maki Linda Birgisdóttir, f. 7. maí 1961, dætur þeirra eru Sólveig, f. 19. ág. 1987, Selma, f. 9. júlí 1990, og Sandra, f. 1. des. 1999. 2) Friðbjörn, f. 12. okt. 1967, maki Sveinbjörg Gunn- laugsdóttir, f. 28. feb. 1969. Börn þeirra eru Heiður Björk, f. 19. des. 1987, Gunnlaugur Helgi, f. 17. nóv. 1992, og Garðar Helgi, f. 23. des. 1996. 3) Agnar Trausti, f. 22. mars 1971, unnusta Neli Traskeviciute, f. 27. júní 1974, sonur hennar Povilas Traskevicius, f. 2. nóv. 1995. 4) Kjartan Guðmundur, f. 13. nóv. 1971, maki Helena Piechnik, f. 9. ág. 1966, sonur þeirra Júlíus Stanislaw, f. 3. maí 1996. Júlíus Helgi var fæddur og uppalinn í Garði og bjó þar alla tíð. Ungur að árum hóf hann að stunda sjómennsku með föður sínum. Á þrítugsaldri fór hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík og að námi loknu varð hann skip- stjóri á Hólmsteini GK 20 til árs- ins 1996 og gerði hann út ásamt bræðrum sínum fram til dauða- dags. Útför Júlíusar verður gerð frá Útskálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku afi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þínar afastelpur, Sólveig, Selma og Sandra. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns með örfáum orðum. Júlíus Helgi ólst upp í Garðinum og hugur hans virðist alltaf hafa leitað til sjáv- ar og starfaði hann alla tíð sem sjó- maður. Júlíus, eða Júlli eins og hann var kallaður, var ekki mikið fyrir að sitja kyrr og auðum höndum, hann hafði ávallt þörf fyrir að hafa eitt- hvað fyrir stafni og hafði ómælda ánægju af því að dútla eitthvað í bátnum sínum. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera mikið í kringum hann og flesta daga hefur hann komið við á heimili mínu og heilsað upp á heimilisfólkið. Júlli var mikill barnakarl og hændust börnin mín mjög að honum. Ósjaldan hafa þau fengið að vera með í viðgerðum eða öðru því sem hann tók sér fyrir hendur og margar nætur hafa þau fengið að gista á Smáraflöt hjá hon- um. Í gegnum árin hefur fjölskylda mín farið í sumarbústaðaferðir með honum og Sólveigu, og unun hefur verið að horfa á Júlla búa sig á veið- ar með börnunum því spenningur- inn var sá sami hjá honum og þeim. Ég þakka þér fyrir samfylgdina og kveð þig með söknuði. Sveinbjörg. Elsku afi. Lífið hefur komið mér í opna skjöldu. Á einu kvöldi breyttist svo mikið, mér fannst allt hafa verið tekið af mér og heimsins verstu til- finningar helltust yfir mig. Ég vakn- aði við rödd þína þegar þú komst í heimsókn um morguninn og sofnaði með hugsanir um þig fljúgandi í kollinum um kvöldið. Það er svo margt sem ég skil ekki og mun aldr- ei skilja. En þó ég kveðji þig með sárum söknuði leynist veikt bros falið á bak við tárin. Vegna þess að ég veit að þú ert ánægður og er viss um að þú horfir stoltur niður á það sem þú af- rekaðir í lífinu. Allar þær stundir sem ég átti með þér voru mér alla tíð ómetanlegar og eru orðnar miklu verðmætari núna. Þetta eru stundir sem ég á aldrei eftir að gleyma og eiga eftir að nýtast mér á ferð minni í gegnum lífið. Ég man svo vel þegar ég var í grunnskóla og átti að taka viðtal við gamla manneskju. Auðvitað valdi ég þig enda mikill viskubrunnur. Við- talið, sem átti að taka tíu mínútur og byggjast upp á fimm spurningum, endaði með því að taka allt kvöldið því mér fannst svo gaman að hlusta á þig. Þér fannst auðvitað ekki leið- inlegt að tala. Ég man líka þegar ég sat hjá þér í heilan dag og þú kennd- ir mér að fara með frímerki eða þeg- ar þú kenndir mér að borða harðfisk með miklu smjöri. Síðastliðin ár fórum við að deila mikið um stjórnmál og var það eitt það skemmtilegasta sem ég gerði. Enda vorum við með gjörsamlega andstæðar skoðanir og bæði frekar tapsár. Það á eftir að verða tómlegt að hafa þig ekki til staðar. Núna á enginn eftir að hringja í mig og spyrja hvernig hafi gengið að keyra á milli og hvernig veðrið hafi verið. Eða biðja mig um að fara inn í Ís- lendingabók að leita að skyldmenn- um. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér svona vel og orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að hafa þig í lífi mínu svo lengi. Ég er stolt af því að vera afabarnið þitt og er glöð yfir að þú hafir haft áhrif á líf mitt og skoð- anir. Mér þykir svo vænt um þig og ég mun aldrei gleyma þér. Heiður Björk. Fallinn er frá með sviplegum hætti góður og traustur vinur til margra ára, Júlíus Guðmundsson skipstjóri. Kynni okkar Júlíusar hóf- ust fyrir um þrjátíu og sex árum þegar ég tók að mér bókhald og uppgjör útgerðarfyrirtækisins Hólmsteins en hann og bræður hans höfðu tekið við rekstri þess eftir lát föður þeirra. Júlíus var lengst af skipstjóri á m/b Hólmsteini en fór í land fyrir um tíu árum af heilsufars- ástæðum. Hugurinn var þó alltaf bundinn við sjómennsku og útgerð, því hann hafði veg og vanda af út- gerð bátsins eftir að hann kom í land og sá um uppgjörin við áhöfn- ina eins og hann hafði ávallt gert áð- ur. Af þeim sökum hittumst við reglulega, oftast tvisvar í hverjum mánuði, öll þessi ár því ég sá um pappírsmálin og því kynntist ég þessum heiðursmanni vel. Júlíus var ekki allra, en hafði góða nánd og var einstaklega traustur. Það segir sína sögu um Júlíus að um langt árabil var hann alltaf með sömu áhöfn og það á tímum þegar yfirleitt var mikið um breytingar í áhöfnum netabáta sem ekki voru í tísku þá. Hann hafði sína sérvisku í ýmsu er laut að útgerðinni eins og títt er um þá sem sjóinn stunda og vakti það oft kátínu mína að kynnast þeirri hlið hans. Tók hann því ætíð með jafnaðargeði þegar ég reyndi að stríða honum með þessari hátt- semi hans. Við Júlíus höfðum báðir áhuga á stangveiði og áttum saman nokkrar góðar stundir við þá iðju en þar var Júlíus einnig mikil aflakló. Við félagarnir í Lionsklúbbnum Ásbirni í Hafnarfirði stöndum ávallt í mikilli þakkarskuld við Júlíus fyrir rausnarsemi hans. Á sínum tíma fórum við félagarnir ekki alltaf hefð- bundnar leiðir í fjáröflun til að standa straum af framlögum til mannúðarmála. Eitt sinn fórum við þess á leit við Júlíus hvort við kæm- umst í svo sem einn róður í þeim til- gangi að selja aflann ef einhver yrði. Tók hann þessari málaleitan ákaf- lega vel og fór með okkur félagana í einn róður á ári nokkur ár í röð og sá til þess að vel aflaðist. Hann hafði gaman af þessum landkröbbum en leiðbeindi okkur á allan hátt bæði við veiðar og meðferð aflans. Munu ávallt fylgja góðar minningar og þakklæti okkar fyrir þessar sam- verustundir með Júlíusi og áhöfn hans. Við samferðamenn Júlíusar mun- um varðveita minningu góðs drengs og söknum hans sárt en sárari er söknuður ástvina. Ég sendi Sól- veigu, strákunum og fjölskyldum þeirra, svo og ástvinum öllum, mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Gylfi Gunnarsson. JÚLÍUS HELGI GUÐMUNDSSON Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minn- ingar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. MinningargreinarÁstkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON frá Naustum, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 5. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. mars kl. 13.30. Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Ari Erlingur Arason, Magnús Ólafsson, Anna Þóra Baldursdóttir, Lilja Rósa Ólafsdóttir, Þorvaldur Benediktsson, Herdís Ólafsdóttir, Torfi Sverrisson, Þórey Ólafsdóttir, Benedikt Sigurbjörnsson, Helga Steinunn Ólafsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, DAGMARAR AÐALHEIÐAR JÚLÍUSDÓTTUR, Lindarsíðu 2, Akureyri. Gunnar Öxndal Stefánsson, Áslaug Jónasdóttir, Viðar Öxndal Stefánsson, Reynir Öxndal Stefánsson, Þorbjörg Ágústsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, SIGURLAUGAR KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR, Sóltúni 2, Reykjavík. Jóhann Scheither, Leifur N. Dungal, Ragnar Ólafsson og fjölskyldur. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR, áður til heimilis í Miðtúni 2. Sérstakar þakkir starfsfólks á hjúkrunarheim- ilinu Eir fyrir góða umönnun. Guðmundur Hlíðar Björnsson, Anna Hlín Guðmundsdóttir, Birna G. Björnsdóttir, Björn Karlsson, Stefanía G. Björnsdóttir, Jón Helgason, Haraldur Björnsson, Ingibjörg Gísladóttir, barnabörn og langafabörn. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Hamraborg 18, lést fimmtudaginn 3. mars. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 15. mars kl. 13.00. Guðrún Sigurðardóttir, Kristinn Vermundsson, Sigurborg Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Oddný Sigurðardóttir, Ólafur B. Guðmundsson, Jóna Gunnarsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Linda Garðarsdóttir, Þorbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þór Sigurðsson, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.