Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Ómar Kasparov sigrar Nigel Short í úrslitum Reykjavík Rapid-mótsins í fyrra. RÚSSINN Garrí Kasparov, sem al- mennt er talinn öflugasti skákmaður heims, sagði í gær að hann væri hættur þátttöku á stórmótum en í janúar ákvað hann að hætta við að tefla um heimsmeistaratitilinn, að sögn AFP-fréttastofunnar. Yfirlýs- ingin í gær kom þó á óvart en Kasp- arov var þá nýbúinn að vinna hið sterka mót í Linares á Spáni enda þótt hann tapaði síðustu skákinni. „Ég mun halda áfram að tefla skák vegna þess að það er bráð- skemmtilegt en ekki lengur tefla sem atvinnumaður,“ sagði Kasparov á blaðamannafundi í Linares. „Ég ætla að halda áfram að tefla fjöltefli eða hraðskákir en ekki neitt annað.“ Kasparov sagði að mótið í Linares væri það besta í heimi „og ég vildi hætta hérna“ bætti hann við áður en hann gekk úr salnum. Hann var áður spurður hvort hann gæti nefnt einhverja sem gætu fetað í fótspor hans. Kasparov hik- aði en nefndi síðan Úkraínumanninn Sergei Karjakín sem er 15 ára og Norðmanninn Magnus Carlsen, 13 ára. En síðan sagði hann tímann myndu leiða í ljós hvort þeir hefðu jafn mikil áhrif og hann og Bobby Fischer hefðu haft á skáklistina. Gagnrýnir FIDE Heimsmeistarinn fyrrverandi sagðist hafa tekið þessa ákvörðun vegna þess að hann hefði verið undir miklu álagi síðustu árin og sakaði hann Alþjóðaskáksambandið, FIDE, um að hafa ekki stutt sig. Hann hefur árum saman átt í hörð- um deilum við FIDE og stofnaði 1993 ásamt nokkrum öðrum stór- meisturum Samband atvinnumanna í skák (ACP) og háði einvígi við Bretann Nigel Short um heims- meistaratitil í nafni samtakanna. Kasparov sagðist nú vilja lifa sínu eigin lífi. „Árið 2002 gekk ég í lið með FIDE í Prag til að reyna að ná fram einingu um heimsmeist- araeinvígin,“ segir Kasparov á vef- síðunni Chessbase News. „Und- anfarin tvö og hálft ár hafa menn fjórum sinnum skipulagt keppni um einn og sameiginlegan titil en í hvert sinn hefur tímafresturinn runnið út án þess að tryggt væri fé til að halda keppnina.“ Hann sagði að skákheim- urinn væri í kreppu og hann teldi að með því að draga sig í hlé gæfi hann öðrum skákmeisturum tækifæri til að takast á við vandann. Kasparov er 41 árs gamall, fædd- ur í borginni Bakú í Aserbaídsjan. Hann varð á sínum tíma yngsti heimsmeistari sögunnar, 22 ára, er hann sigraði landa sinn, Anatolí Karpov, á níunda áratugnum. Enda þótt Kasparov hafi tapað titlinum í hendur Anatolí Kramník árið 2000 er hann sem fyrr stigahæsti skák- meistari heims en það hefur hann verið samfleytt síðan 1984. Margir álíta hann sterkasta skákmann sög- unnar. Árið 1997 tapaði Kasparov einvígi við skáktölvuna Deep Blue en sex árum síðar varð jafntefli í einvígi hans við Deep Blue Junior og X3D Fritz. Barátta gegn Pútín Kasparov gaf í skyn að hann myndi nú einkum helga sig skrifum um skák og sinna stjórnmálum. „Allt heiðvirt fólk ætti að sameinast gegn einræði,“ sagði hann. Kasp- arov hefur að sögn AP-fréttastof- unnar verið framarlega í flokki þeirra sem berjast gegn stefnu Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta sem margir saka um að þrengja að lýðræði og frjálsri fjölmiðlun. Á fundinum í Linares sagði Kasparov að forsetinn væri „einræðisseggur“. Hópur er nefnist 2008-nefndin: Frjálst val og Kasparav starfar með hefur fullyrt að Pútín og menn hans hafi falsað úrslit síðustu kosninga. Hefur verið rætt um að Kasparov myndi e.t.v. bjóða sig fram til for- seta í Rússlandi þegar kjörtímabil Pútíns rennur út 2008. Garrí Kasparov hættur þátttöku í stórmótum Segist ætla að helga sig skák- skrifum og stjórnmálum 22 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Falleg og björt 94 fm íbúð á 2. hæð á einum vinsælasta stað á Seltjarnarnesi. Komið er inn í stórt hol og gólf er með náttúrusteini. Stofan er parketlögð, rúmgóð með stórum gluggum og góðu útsýni. Eldhúsið er rúmgott með stórum borðkrók, sprautulakkaðri innréttingu og náttúrusteini á gólfi. Baðherbergið er með baðkari, flísalagt og t.f. þvottavél. Tvö svefnherbergi eru í íbúð- inni, bæði með svölum. Opið hús í dag kl. 14-16. Úlfur tekur á móti gestum. Sími 897 3044. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 MELABRAUT 2, SELTJ. Sunnudagur 13.03.05 GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR FANN HARLEY DAVIDSON DRAUMAHJÓLIÐ SITT Á GUGGENHEIM-SAFNINU Í NEW YORK Í VÍKING MEÐ GRETTI JÓN HÁMUNDUR MARINÓSSON OG EYÞÓR GUÐJÓNSSON Í Tímariti Morgunblaðsins um helgina er rætt við Jón Hámund Marinósson og Eyþór Guðjónsson, sem lagt hafa í víking með teikni- myndina Þjóðsögu um Gretti – spegill á íslenskt samfélag Fagurkeri á glansandi gæðingi Olivier Dintinger fánaberi Frakklands í Reykjavík Hver er Fred Dalton Thompson? Kaffi - þjóðardrykkur landans Miður aldur fær á sig nýjan svip Meðal efnis HELGI Ólafsson stórmeistari hefur oft teflt við Kasparov og segir að yfirlýsingin marki tímamót í skák- heiminum. „Þetta er afdrifarík ákvörðun,“ segir Helgi. „Hvenær kemur annar slíkur meistari fram á sjónarsviðið? Hann er stórkostleg- ur skákmaður, afrekaskráin er ótrúleg og skákstíllinn mjög glæsi- legur. Arfleifð hans er mikil, ekki bara í skákinni sjálfri, hann hef- ur líka skrifað skákbækur sem eru meist- araverk. Ég er reyndar á þeirri skoðun að þetta geti hugsanlega breytt skákmóta- haldi í heim- inum. Það kæmi mér ekkert á óvart þó að mótshaldarar færu að líta hýrara auga stutt mót eins og til dæmis Reykjavik Rapid-mótið í fyrra. Það var „skák-sjó“ sem laðar fleira fólk að en þessar löngu, erf- iðu skákir. Það má segja að Kasparov hafi haft mest áhrif allra á umræður um skák og það er gífurleg eftirsjá að honum. Hann hefur staðið sig frá- bærlega þó að maður hafi haft mis- jafnar skoðanir á alls konar stússi sem hann hefur verið í.“ Helgi nefnir í þessu sambandi einvígið við Nigel Short 1993 og þá ákvörðun þeirra að kljúfa sig út úr FIDE-keppninni. „Afrekaskrá- in er ótrúleg“ Helgi Ólafsson SKEMMTIKRAFTURINN Dave Allen, sem varð frægur fyrir að sitja í leðurstól í sjón- varpssal með logandi sígarettu og viskíglas og segja brandara, er látinn. Hann varð 68 ára gamall og fréttavefur breska ríkis- útvarpsins, BBC, hefur eftir umboðs- manni hans að Allen hafi lát- ist í svefni eft- ir að hafa átt við veikindi að stríða. Allen var írskur og fékk fyrst tækifærið árið 1959 þegar hann tók þátt í hæfileikakeppni hjá BBC. Hann ferðaðist með Bítl- unum um Bretland og Frakk- land en varð síðan frægur fyrir sjónvarpsþætti sína. Hann þótti oft ósvífinn og gerði oft gys að kaþólskum klerkum sem þótti dæmalaust athæfi á Írlandi þar sem kirkjan hafði enn geysimik- il völd og áhrif. Dave Allen látinn Dave Allen BRESKIR fjölmiðlar sögðu frá því á þriðjudag að sextugur Breti hefði læknast af insúlínháðri sykursýki eftir að hafa fengið frumuígræðslu. Hann þurfi ekki lengur á insúlín- sprautum að halda og geti lifað eðlilegu lífi. Maðurinn, Richard Lane, hefur þjáðst af sykursýki í þrjá áratugi og þurfti daglega á fimm insúlínsp- rautum að halda en insúlínháð syk- ursýki gerir sjúklinga háða insúl- ínsprautum ævilangt. Aðgerðin sem um ræðir felst í því að frumur, sem framleiða insúlín, eru teknar úr brisi frumugjafa. Þeim er svo sprautað í lifur sjúk- lingsins þar sem þær framleiða in- súlín, sem hjálpar við að stjórna blóðsykursmagni líkamans. Lane gekkst undir þrjár frumu- ígræðslur áður en þessi árangur náðist, þá fyrstu í september og þá síðustu í janúar. Talsmenn King’s College sjúkra- hússins í London segja þennan ár- angur marka upphaf nýs tímabils fyrir fólk sem þjáist af innsúl- ínháðri sykursýki. Þeir taka þó fram að þetta sé ekki fullkomin að- gerð. Þrír hafi gengist undir hana við spítalann en aðeins Richard Lane hafi náð þessum góða árangri. Ástráður B. Hreiðarsson, yf- irlæknir á göngudeild sykursjúkra á LSH, segir of mikið að segja að Richard Lane hafi læknast af syk- ursýkinni, of stutt sé síðan frum- urnar voru græddar í hann. Ástráð- ur segir sykursýki verða til vegna þess að líkaminn hafni frumum sem framleiði insúlín. Með frumu- ígræðslunni sé verið að sprauta frumum í líkama, sem vitað sé að muni hafna þeim því hann bregðist við þeim sem aðskotahlutum. Rann- sóknir hafi sýnt að fólk sem gangist undir frumuígræðslur af þessu tagi þurfi aftur á insúlínsprautum að halda að nokkrum mánuðum liðn- um. Enn fremur segir Ástráður að Lane þurfi að taka ónæmisbælandi lyf sem geti haft alvarlegar auka- verkanir eins og ýmiss konar sýk- ingar í för með sér. Hann dregur þó ekki úr mikilvægi árangurs aðgerð- arinnar og segir hann merkilegan áfanga í baráttunni við sykursýki. Segjast hafa læknað mann af sykursýki Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.