Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NEFND á vegum bresku stjórnarinnar hvatti í gær efnaðar þjóðir til að tvöfalda aðstoðina við Afríkuríki á næstu tíu árum til að draga úr fá- tækt, binda enda á stríðsátök og sigrast á sjúk- dómum sem herja á álfuna. „Það er ekki hægt að afsaka, verja eða rétt- læta þjáningarnar sem milljónir manna verða að þola í Afríku,“ sagði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands og formaður nefndarinnar, þeg- ar tillögur hennar voru kynntar í London í gær. Viðskiptahöft verði afnumin Í 400 síðna skýrslu nefndarinnar er einnig lagt til að áhersla verði lögð á baráttuna gegn alnæm- isfaraldrinum. Hvatt er til þess að allar skuldir fátækustu ríkjanna verði afskrifaðar og að auð- ugu þjóðirnar afnemi viðskiptahöft sem skaða þau. Þá eru auðugu ríkin hvött til að setja ekki of ströng skilyrði fyrir aðstoðinni. Stjórnvöld í Afríkuríkjum eru einnig hvött til að flýta lýðræðisumbótum, uppræta spillingu og grípa til fleiri ráðstafana til að bæta stjórnarfar- ið. Blair vonar að auðugu ríkin samþykki tillögur nefndarinnar og þær verði kjarninn í nokkurs konar „Marshall-aðstoð“ við Afríku. Hann hefur sagt að þetta mál verði forgangsverkefni Bret- lands sem forysturíkis í ár á vettvangi átta helstu iðnríkja heims og í Evrópusambandinu. „Í heimi þar sem hagsældin eykst og þeim, sem njóta góðs af henni, fjölgar á hverju ári er það andstyggileg tilhugsun, sem ætti að ásækja okkur á hverjum degi, að fjórar milljónir barna í Afríku munu deyja í ár fyrir fimm ára afmælið,“ sagði Blair. Forsætisráðherrann skipaði nefndina fyrir rúmu ári og í henni sitja m.a. nokkrir afrískir ráðamenn, svo sem Meles Zenawi, forsætisráð- herra Eþíópíu, og tónlistarmaðurinn Bob Geldof. Geldof sagði skýrsluna mjög sögulega og til marks um hugrekki. Hann bætti við að ef tillög- unum yrði komið í framkvæmd myndi kostn- aðurinn aðeins jafngilda andvirði hálfrar tyggi- gúmmíplötu á dag á hvern íbúa í auðugustu löndum heims. Hvatt til að aðstoðin við Afríku verði tvöfölduð London. AP, AFP. Nefnd Blairs leggur til að skuldir fátækustu landanna verði afskrifaðar Reuters Tony Blair og tónlistarmaðurinn Bob Geldof er þeir kynntu tillögur nefndar um aukna aðstoð við Afríku á blaðamannafundi í London í gær. BRESKUR dómstóll dæmdi í gær þrettán ára dreng til lífs- tíðar vistunar fyrir að nauðga kennara sínum. Árásin átti sér stað í nóvem- ber í fyrra þegar kennarinn sat yfir drengnum í einkatíma. Eftir að hafa nauðgað kon- unni, rændi drengurinn bíl hennar og ók honum tæpa 50 kílómetra áður en hann skildi hann eftir á víðavangi. Þegar dómarinn kvað upp úrskurðinn yfir drengnum, sem er einn yngsti dæmdi nauðgari Bretlands, sagði hann miklar líkur á því að drengurinn myndi brjóta aftur alvarlega af sér. Þess vegna væri nauðsynlegt að loka hann inni í vernduðu umhverfi, þar sem hann fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. Þrettán ára fær lífstíðar- refsingu BÍLAUMFERÐ stöðvaðist og fólk staðnæmdist á gangstéttum í Madr- íd í gær þegar Spánverjar minntust þess að ár er liðið frá sprengjuárás- um á fjórar farþegalestir í borginni, mannskæðustu hryðjuverkunum í sögu Spánar. Minningarathafnirnar, sem ein- kenndust af samstöðu og sorg, hóf- ust með því að klukkum 650 kirkna Madríd var hringt við sólarupprás, á nákvæmlega sama tíma og sprengjuárásirnar voru gerðar. Lögreglumenn lögðu síðan blóm- sveiga að minnismerki um fórnar- lömb hryðjuverkanna sem kostuðu 191 lífið, auk þess sem 1.900 manns særðust. Fórnarlambanna var einnig minnst með fimm mínútna þögn á hádegi. Fólk steig þá út úr bílum sín- um eða byggingum, laut höfði á gangstéttunum og margir felldu tár. Járnbrautarlestir í öllu landinu stöðvuðust. Sjónvarpsstöðvar sýndu lista yfir þá sem létu lífið í hryðju- verkunum. Jóhann Karl Spánarkonungur og Jose Luis Rodriguez Zapatero for- sætisráðherra opnuðu almennings- garð í miðborg Madríd. Í garðinum eru 192 olífu- og kýprustré til minn- ingar um fórnarlömb hryðjuverk- anna og lögreglumann sem beið bana í apríl sl. þegar meintir skipu- leggjendur hryðjuverkanna sprengdu sig í loft upp er lögreglu- menn réðust inn í íbúð þeirra. Á meðal erlendra gesta við minn- ingarathafnirnar voru Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, og Mohammed VI Marokkó- konungur. Rannsókninni á hryðjuverkunum er ekki lokið. Tuttugu og tveir ísl- amskir öfgamenn, flestir þeirra frá Marokkó, hafa verið fangelsaðir í tengslum við hryðjuverkin og bíða ákæru. Efnt var til sérstakrar bæna- samkomu í aðalmosku Madríd í gær til minningar um fórnarlömb árás- anna. Ímam moskunnar, Mounir Mahmud, fordæmdi hryðjuverkin og vottaði spænsku þjóðinni samúð sína. „Þeir sem virða ekki mannslífið og þrá dauðann eru ekki sannir múslímar,“ sagði Mahmud. Hann þakkaði ennfremur Spánverjum fyr- ir að gera greinarmun á íslam og „fárra, fávísra manna sem við getum ekki litið á sem múslíma. Reuters Piltur lítur upp á sérstakri bænasamkomu í aðalmosku Madríd til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna sem framin voru í borginni fyrir ári. Þögn og tár þegar Spánverjar minntust hryðjuverkanna Madríd. AFP. Spánverji kveikir á kerti fyrir utan Atocha-brautarstöðina í miðborg Madríd til minningar um þá sem létu lífið í sprengjuárásunum. JANIS Karpinski, bandaríski hers- höfðinginn sem hafði yfirumsjón með Abu Ghraib-fangelsinu í Írak, segir að konur og börn hafi verið meðal fanga þar. Vitnisburður henn- ar er á meðal hundraða ann- arra gagna um Abu Ghraib sem bandarísku mannréttinda- samtökin, ACLU, birtu í fyrradag. Karpinski seg- ist iðulega hafa heimsótt yngstu fangana og að einn drengurinn hafi varla litið út fyrir að vera eldri en átta ára. „Hann sagði mér að hann væri að verða tólf ára,“ segir hún. „Hann sagði mér að bróðir sinn væri þarna með honum, en að hann langaði mikið til að hitta mömmu sína. Hann grét.“ Ekki kem- ur fram fyrir hvað drengurinn sat inni eða hvað varð um hann. Karpinski segir herinn hafa byrj- að að taka konur og börn til fanga um mitt árið 2003. Þau hafi verið færð í Abu Ghraib-fangelsið því þar hafi farið betur um þau en í fangelsi í Bagdad. Ekki kemur fram fyrir hvað þau voru tekin höndum. Karpinski var rekin úr starfi í maí í fyrra fyrir sinnuleysi en rannsókn- armenn hersins ávíttu hana og aðra yfirmenn fyrir að fylgjast lítið með aðgerðum innan veggja fangelsisins og fyrir að líða misþyrmingar þar. Áreittu unglinga Talsmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins hafa viðurkennt að unglingar hafi verið á meðal fanga í Abu Ghraib, en segja börn ekki hafa sætt misnotkun. Gögn ACLU greina hins vegar frá því að fjórir drukknir, bandarískir hermenn hafi tekið sautján ára gamla stúlku úr klefa sínum í fang- elsinu. Þeir hafi kysst hana og neytt hana til að bera brjóst sín. Þá hafi hermenn tekið sautján ára gamlan son foringja í íraska hernum, smurt líkama hans með drullu og hellt yfir hann vatni. Faðir hans hafi þurft að horfa upp á son sinn skjálfa þar sem hann stóð úti í kuldanum. Talsmenn varnarmálráðuneytis- ins hafa viðurkennt að um hundrað ,,draugafangar“ hafi verið í haldi hersins á þeim grundvelli að um „ólöglega vígamenn“ hafi verið að ræða en ekki stríðsfanga. Þannig hafi þeim verið haldið leyndum fyrir Rauða krossinum, sem fylgist grannt með meðferð stríðsfanga og herinn komist hjá því að uppfylla ákvæði í Genfarsáttmálanum um mannúðlega meðferð stríðsfanga. Börn meðal fanga í Abu Ghraib Washington. AP Janice Karpinski
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.