Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Kristján Heimsókn Jón Már Héðinsson skólameistari sæmdi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur æðsta heiðursmerki MA, gulluglunni. HEFÐ er fyrir því í Menntaskólanum á Akureyri að sæma menntamálaráðherra sem heimsækja skólann í fyrsta sinn í ráð- herratíð sinni æðsta heiðursmerki skólans, gulluglunni. Á því var engin undantekning síðdegis í gær þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sótti skólann heim. „Ég hef verið að reyna að tæla hana til að koma í allan vetur,“ sagði Jón Már Héðinsson skólameistari sem samkvæmt hefðinni sæmdi ráðherra heiðursmerki skólans, nældi gulluglu í barm fyrir fund með kennurum, nemendum og öðru starfsfólki skól- ans. Þorgerður Katrín lauk fundaröð sinni í framhaldsskólum landsins í MA í gær, þeim 28. í röðinni þar sem fjallað hefur ver- ið um styttingu náms í framhaldsskóla. „Það er við hæfi að enda hér í þessu mikla menntasetri sem Menntaskólinn á Akureyri er,“ sagði ráðherra. Hún sagði fyrri fundi hafa verið dýrmæta, margar góðar ábendingar borist frá skólafólki og þær hefðu skilað sér. „Það hefur margt mjög athyglisvert komið fram, fundirnir verið gagnlegir, engar halelújasamkomur því skoð- anaskipti hafa verið lífleg.“ Engar halelúja- samkomur Lauk fundaferð um styttingu náms í framhaldsskólum í MA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 25 MINNSTAÐUR Ármúla 15 • sími 515 0500 - fax 515 0509 www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is Grandahverfi - Vesturbær Erna Valsdóttir, löggiltur fasteignasali Páll Höskuldsson, Gsm 864 0500 Guðmundur Valtýsson, Gsm 865 3022 Til okkar hefur leitað viðskiptvinur sem vill kaupa rað-, par- eða einbýlishús helst við Aflagranda. Afhendingatíminn getur verið allt að sex mánuðir. Því viljum við koma þeim skilaboðum til þín, að það vilja fleiri búa í þínu húsi en þig grunar. AKUREYRI SUÐURNES Reykjanesbær | Útlit er fyrir að framkvæmt verði fyrir 18 milljarða króna í Reykjanesbæ og næsta ná- grenni á þessu ári. Er það þrefalt meira en reiknað var með á sama tíma á síðasta ári. Eru þetta helstu niðurstöður Framkvæmdaþings sem Reykjanesbær efndi til. Fulltrúar helstu stofnana, fyr- irtækja og verktaka gerðu grein fyrir áformuðum framkvæmdum á þessu ári á Framkvæmdaþingi sem Reykjanesbær efndi til í fyrradag. Reykjanesbær leggur liðlega 330 milljónir í nýbyggingar og viðhald, aðallega við gatnagerð í hinu nýja Tjarnahverfi en einnig eru nokkrir fjármunir lagðir í nýtt íþróttasvæði ofan Reykjaneshallar og lagfær- ingar á Njarðarbraut. Fram kom hjá Viðari Má Aðalsteinssyni, fram- kvæmdastjóra umhverfis- og skipu- lagssviðs bæjarins, að búið er að út- hluta öllum lóðum í Tjarnahverfi í Innri-Njarðvík en þar verða 540 til 550 íbúðir. Vinna við gatnagerð og lagnir er langt komin og malbikun gatna hefst í næsta mánuði. Eign- arhaldsfélagið Fasteign fram- kvæmir fyrir 1,4 milljarða í Reykja- nesbæ á þessu ári. Félagið er að byggja Akurskóla í Tjarnahverfi, hús fyrir Íþróttaakademíu og inni- sundlaug við Sundmiðstöðina í Keflavík, auk minni verkefna. Gert er ráð fyrir að vinna við breikkun seinni hluta Reykjanes- brautar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar hefjist á þessu ári en Vegagerðin fer einnig í nokkur smærri verkefni. Talsverðar fram- kvæmdir eru áformaðar á vegum Flugmálastjórnar á Keflavík- urflugvelli en þó einkum á vegum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og var gerð grein fyrir þeim á Fram- kvæmdaþingi. Áætlað er að fram- kvæmt verði fyrir 1,6 milljarða á þessu ári. Stærsta einstaka framkvæmdin í Reykjanesbæ á þessu ári er bygg- ing Reykjanesvirkjunar sem Hita- veita Suðurnesja tekur í notkun á næsta ári. Framkvæmt verður fyrir 7,3 milljarða í ár en virkjunin í heild mun kosta um 11 milljarða. Verktakar bjartsýnir Gríðarleg aukning er í fram- kvæmdum verktaka og einkaaðila frá fyrra ári, einkum vegna upp- byggingar í Tjarnahverfi. Fyrstu íbúðirnar sem Húsanes byggir verða settar í sölu á næstunni og af- hentar í sumar. Fleiri verktakar eru að byggja í hverfinu og víðar í bæn- um. Þannig eru framkvæmdir að hefjast á svæði sem Búmenn hafa fengið úthlutað í Tjarnahverfi. Árni Sigfússon áætlaði í samantekt á nið- urstöðum Framkvæmdaþingsins að verktakar og einstaklingar myndu framkvæma fyrir 6,8 milljarða á þessu ári sem eru margföld umsvif miðað við það sem verktakar áætl- uðu á sama tíma í fyrra. Stjórnendur verktakafyrirtækj- anna voru ánægðir með lóðafram- boð og gang mála í Reykjanesbæ þegar þeir gerðu grein fyrir áform- um sínum. Halldór Ragnarsson hjá Húsanesi sagði að þjónustan væri góð í Reykjanesbæ og metnaður bæjarins til fyrirmyndar. Hann velti því fyrir sér hvers vegna fólk og fyrirtæki veldu ekki Reykjanesbæ til að setja sig niður þegar það væri að huga að flutningi frá höfuðborg- inni, til jafns við til dæmis Selfoss, Akranes, Voga og Grindavík. Taldi hann að bæjarbúar gætu leitað hluta skýringarinnar hjá sjálfum sér. Umræðan um bæinn væri nei- kvæð svo líkja mætti við grátkór í fullu starfi. Taldi hann nauðsynlegt að blása til sóknar og byggja upp já- kvæða ímynd. Vildi að fyrirtækin í bæjarfélaginu legðust á eitt um að styðja slíkt framtak. Einar Guðberg Gunnarsson hjá Meistarahúsum sagðist finna að þeirrar öldu hækkunar á fast- eignaverði sem riðið hefur yfir höf- uðborgarsvæðið væri farið að gæta í Reykjanesbæ. Fyrirspurnir um íbúðir væru að aukast. Hraðari uppbygging en bæjarstjóri gerði ráð fyrir Þegar Árni Sigfússon bæjarstjóri tók saman niðurstöður Fram- kvæmdaþingsins kom í ljós að útlit er fyrir að framkvæmt verði fyrir 18 milljarða króna á árinu í Reykja- nesbæ, á flugvallarsvæðinu og á vegum Vegagerðarinnar á Suð- urnesjum. Eru það þrefalt meiri framkvæmdaáform en voru á þinginu fyrir ári. Tók Árni fram að hann teldi sig frekar fara varlega í þetta mat og nefndi fjölda fram- kvæmda sem hugsanlega hæfust en ekki væru teknar með í niðurstöður þingsins. Sagði hann niðurstöð- urnar koma sér skemmtilega á óvart, uppbyggingin væri hraðari en hann hefði átt von á. Lýsti hann sérstakri ánægju með hversu vel verktakarnir og einkaað- ilar hefðu tekið við sér. Hann sagð- ist hafa verið að spá því að eftir jafn hraða uppbyggingu og nú stæði yfir tæki það tíu ár fyrir bæjarfélagið að ná fjárfestingu sinni til baka, með fjölgun íbúa og auknum tekjum. Nefndi hann Kópavog og fleiri bæj- arfélög í því sambandi. „Mér sýnist að hér geti þetta gerst á skemmri tíma, eða 3–5 árum,“ sagði bæj- arstjóri og vísaði til hraðrar upp- byggingar í Tjarnahverfi. Framkvæmt fyrir 18 milljarða í Reykjanesbæ á árinu Áform um þrefalt meiri framkvæmdir en í fyrra Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tjarnahverfi Flutt verður inn í fyrstu íbúðirnar í Tjarnahverfi í haust. Sýning | Joris Rademaker opnar sýningu í Gallerí +, í Brekkugötu 35 á Akureyri laug- ardaginn 12. mars kl. 14. Titill sýningarinnar er „Energy patterns“ og eru til sýnis þrjú ný verk. Sýningunni lýkur 20. mars. Galleríið er opið laugar- og sunnudaga milli kl. 14 og 17 og aðra daga eftir samkomulagi. Fyrsta sýning af þremur | Guðrún Jóns- dóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir opna á morg- un, laugardaginn 12. mars kl. 14, sýningu á Kaffi Karólínu. Þetta er fyrsta sýningin af þremur sem þær standa fyrir. Guðrún og Þorbjörg reka verslunina „Frúin í Hamborg“ sem selur varn- ing og fatnað eldri en 30 ára. Næstu vikur mun Frúin í Hamborg standa fyrir sýningum á myndum sem eiga það sameiginlegt að hafa allar áður verið í annarra manna eign og tengjast ákveðnum tískusveiflum fyrri tíma. Uppsetn- ingin er þrískipt og er sú fyrsta tengd myndum sem prýddu mörg heimili upp úr 1970. Þá verða sýndar ljósmyndir frá 1930 til 1960 sem og hand- málaðar, sem flestar tengjast Mývatnssveit. Hans einkasonur verður svo kynntur til sög- unnar á laugardag fyrir páska. Allar myndirnar eru til sölu. Kosta ekki undir 1.000 kr. og ekki yf- ir 35.000. Sýningarnar þrjár eru frá 12. mars til 3. apríl. Hver sýning stendur yfir í viku.    Snjór framleidd- ur í Hlíðarfjalli BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi í gær fyrir sitt leyti að ráð- ast í uppsetningu og rekstur bún- aðar til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli nú á árinu 2005. Fjármögnun stofnkostnaðar var vísað til stjórnar Vetraríþróttamið- stöðvar Íslands. Fram voru á fund- inum lagðar áætlanir um stofn- og rekstrarkostnað. Einnig staðfest- ingar KEA, Hölds ehf. og Veitinga- hússins Greifans um þátttöku fyr- irtækjanna í rekstrarkostnaði búnaðarins fyrstu fimm árin. Bæjarráð fagnaði því frumkvæði sem fyrirtæki á Akureyri sýna með þátttöku í rekstrarkostnaði við snjó- framleiðsluna. „Ástæða þess að við förum út í þetta er einfaldlega sú að við viljum að Akureyri haldi stöðu sinni sem miðstöð vetraríþrótta á landinu. Breytingar á veðurfari og snjóalög- um undanfarin ár gera að verkum að það er fyllilega þess virði að gera þessa tilraun og ég vona að hún gangi vel,“ sagði Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri. Hann sagði mjög jákvætt að fyrirtæki í bænum myndu taka þátt í verkefninu. „Það er jákvætt að þau leggja þessu lið með þátttöku í rekstri á búnaðin- um.“ Áætlaður stofnkostnaður við snjóframleiðslubúnaðinn er 80 til 100 milljónir króna og árlegur rekstrarkostnaður um 8 milljónir króna. SÝNINGIN Matur-inn 2005 verður haldin nú um helgina, dagana 12. til 13. maí í Verk- menntaskólanum á Akureyri. Um er að ræða matvæla- og léttvínssýningu þar sem norðlensk fyrirtæki eru í forgrunni, en matvælafram- leiðsla er fjölbreytt á Norðurlandi sem og tengdar greinar. Alls taka 25 sýnendur þátt. Í tengslum við sýninguna verður lands- keppni matreiðslumanna, Matreiðslumaður ársins, haldinn og nú í 11. sinn. Keppnin fer fram í kennslueldhúsi VMA og mæta 17 kepp- endur til leiks og hafa sjaldan verið fleiri, þannig að búast má við hörkuspennandi keppni. Jafnframt keppa nemar í framleiðslu, matreiðslu og kjötiðnaði. Margar uppákomur verða á svæðinu meðan á sýningu stendur, fulltrúar líkamsræktarstöðvanna keppa í heilsusamlokugerð og kunnir einstaklingar keppa í matreiðslu. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 11.    Matarhátíð í VMA SÝNING á verkum Errós verður opnuð í dag, laugardaginn 12. mars, í Listasafninu á Akureyri og stendur hún til 8. maí. Meginuppi- staðan á sýningunni eru átta risa- stór málverk úr myndröðinni Lista- sagan sem gerð voru 1991–1992. Til að gefa innsýn í vinnuaðferðir og hugmyndaheim Errós má einnig sjá fjögur verk þar sem hann klipp- ir saman myndir annarra lista- manna frá ýmsum tímabilum 20. aldar. Sýningin er gerð í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Í frétt frá safninu segir að Erró hafi alltaf verið óhræddur við að takast á við nýja tækni og í mynd- röðinni Listasagan noti hann sams- konar aðferð og iðnhönnuðir, net möskva til að ramma inn hverja mynd. „Í verki eins og t.d. Magritte endursegir Erró okkur listasöguna; hann sýnir okkur brot af þekktustu myndum súrrealistans Magritte (1898–1967), ásamt persónum sem voru honum nákomnar.“ Öll verkin á sýningunni bjóða upp á margskonar túlkun – „Þótt frummerking myndanna sé skýr í huga Errós þá eru túlkunarmögu- leikum áhorfandans lítil sem engin takmörk sett og það er í raun þekk- ing hans, menning og andagift sem mestu ræður um hvernig hann les eða upplifir verkin,“ segir í frétt frá Listasafninu. Listasafnið á Akureyri Listasaga Errós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.