Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 13. mars, verður kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20. Slíkar kvöldvökur eru haldnar í kirkjunni einu sinni í mánuði og jafnan valið ákveðið umfjöllunar- efni hverju sinni. Að þessu sinni verður fjallað um ástina og hjónabandið og reynt að svara þeirri spurningu hvernig gott hjónabandi eigi að vera. Það er hljómsveit kirkjunnar sem að venju spilar og kór Fríkirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Að lokinni kvöldvöku verður svo kaffi og spjall í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Gospelnámskeið í Hafnarfjarðarkirkju HELGAR-gospelnámskeið hófst í Hafnarfjarðarkirkju og Strand- bergi í samstarfi Hafnarfjarð- arkirkju og Hafnarfjarðarbæjar í gær. Það mun halda áfram laug- ardaginn 12. mars frá kl. 10–16 og sunnudaginn 13. mars frá kl. 10–13. Það er Óskar Einarsson, hljóm- listarmaður, sem leiðir tónlistar- starf og Gospelsveit Hvítasunnu- kirkjunnar sem er aðal leiðbeinandi og leiðtogi á nám- skeiðinu ásamt Hrönn Svans. Gospelnámskeiðið mun enda á opnum og ókeypis tónleikum sem hefjast í kirkjunni kl. 14 á sunnu- daginn kemur og á eftir er opið hús í Strandbergi. Kvennakirkjan í Árbæjarkirkju KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Árbæjarkirkju sunnu- daginn 13. mars kl. 20.30. Séra Sigríður Guðmundsdóttir prédikar og er umfjöllunarefnið boðun Mar- íu. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. Fimmtudaginn 17. mars kl. 20 heldur Kvennakirkjan örþing í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð, undir yfirskriftinni: Fyr- irmynd mín og framtíðarsýn. Þrjár konur lýsa fyrirmyndum sínum og hvernig þær eru öðrum fyrirmyndir, þær ræða einnig um framtíðarsýn sína sem útivinnandi konur og hvernig vinna þeirra, nám og heimilisstörf togast á. Frummælendur verða: Margrét J. Hallgrímsson hjúkrunarfræðingur, Rósa Björg Guðmundsdóttir kokk- ur og Þóra Björnsdóttir hjúkr- unarforstjóri. Kaffi og kleinur verða á boðstólum. Hjálp, ég er að eldast! Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskirkju næstkomandi sunnu- dag kl. 10 mun Þórir Guðbergsson félagsráðgjafi flytja erindi sem hann nefnir: Hjálp, ég er að eld- ast! Það eru mikil umskipti í lífinu þegar árin færast yfir, börnin fara að heiman, starfsdeginum lýkur, að ekki sé talað um ef heilsan bil- ar. Er hægt að búa sig undir þessi umskipti? Hvernig er hægt að lifa auðugu lífi þegar aldurinn færast yfir? Þórir hefur langa reynslu af því að vinna með öldruðum auk þess sem hann hefur tekið fjölda viðtala og ritað bækur um efnið. Allir, bæði ungir og gamlir, eru velkomnir á fyrirlesturinn. Að fyrirlestrinum loknum, kl. 11, hefst messa í umsjá sr. Sig- urðar Pálssonar og barnastarf í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Kvöldmessa í Laugarneskirkju NÚ ER komið að kvöldmessu marsmánaðar í Laugarneskirkju, 13. mars kl. 20.30. Að þessu sinni eru það leiðtogar í hópi leikmanna sem annast alla þjónustu. Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri stjórnar guðs- þjónustunni og prédikar, Hafdís M. Einarsdóttir kórfélagi og leið- togi í 12-sporastarfinu flytur trúarvitnisburð sinn og fleiri koma að þjónustunni. Sem fyrr er það djasskvartett Gunnars Gunn- arssonar sem leikur, þar eru auk hans þeir Matthías M. Hemstock, Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson. Kór Laugarneskirkju leiðir sönginn. Að guðsþjónustu lokinni er boðið til fyrirbæna við altarið og kaffidrykkju í safn- aðarheimilinu. Athugið að djassinn hefst í hús- inu kl. 20 svo gott er að koma snemma í góð sæti og njóta alls frá byrjun. Kristniboðsvika KRISTNIBOÐSVIKU Kristniboðs- sambandsins lýkur nú um helgina með samkomum í kvöld og á morgun í húsi KFUM og K á Holtavegi 28. Samkomurnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Sagt er frá kristniboði í máli og myndum. Hugleiðingar fluttar út frá Guðs orði o.fl. Línuhappdrætti og veitingar eru í boði. Í kvöld kl. 20.30 mun Guðrún Birna Guðlaugsdóttir, kennari, hefja samkomuna með orðum og bæn. KSS-bandið leikur og syng- ur, Hermann Ingi Ragnarsson seg- ir frá lífi sínu í Ísrael og Hanna Gísladóttir íhugar orðin „rísið upp og óttist ekki“. Eftir samkomuna er sjoppan opin. Á sunnudag hefst samkoman kl. 17. Hún ber yfirskriftina Kristni- boð og fjölskyldan. Þráinn Har- aldsson, guðfræðinemi, hefur upp- hafsorð og bæn. Guðný Jónsdóttir, sem var nýlega í Eþíópíu, sýnir myndir. Rannveig Káradóttir leik- ur á flautu og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson er með hugleið- ingu. Eftir samkomuna verður boðið upp á eþíópískan mat. Sölu- borðið er á sínum stað og dregið verður í hinu vinsæla línuhapp- drætti. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomurnar. Sunnudagaskóli Norðfjarðarkirkju BARNASTARF sunnudagaskólans verður á morgun, sunnudag, í kirkjunni kl. 11. Sunnudagaskól- inn á Eskifirði kemur í heimsókn. Söngur, gleði og gaman. Á eftir fáum við okkur eitthvað í gogginn saman. Börn og foreldrar, ömmur og afar, allir velkomnir. Umsjónarmenn og sókn- arprestur. Freddie og Carroll Filmore í Frí- kirkjunni Kefas SUNNUDAGINN 13. mars verða hjónin Freddie og Carroll Filmore í Fríkirkjunni Kefas. Samkoman hefst kl. 14 og eru allir velkomnir. Tvískipt barnastarf er fyrir 1–6 ára og 7–12 ára á samkomutíma. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Ráðherrar og þingmenn lesa úr Passíusálmunum 9. FEBRÚAR sl., á öskudag kl. 18:00 hófust stuttar helgistundir í Grafarvogskirkju sem eru alla virka daga föstunnar, í 31 skipti alls. Síðasta stundin mun verða 23. mars nk. Hver helgistund stendur yfir í fimmtán mínútur. Þessar helgistundir bera yf- irskriftina „Á leiðinni heim.“ Fólk getur komið við í Grafarvogs- kirkju að loknum vinnudegi og hlustað á lestur úr einum pass- íusálmi í hvert sinn. Að þessu sinni lesa ráðherrrar og alþing- ismenn lesa úr Passíusálmunum. Í næstu viku munu þingmenn- irnir og ráðherrarnir Einar K. Guðfinnsson, Rannveig Guðmunds- dóttir, Guðni Ágústsson, Jónína Bjartmarz og Þórunn Sveinbjarn- ardóttir lesa. FYRIR lokaumferð Linares ofur- mótsins hafði rússneski skáksnilling- urinn Garry Kasparov (2804) vinn- ingsforskot á Veselin Topalov (2757). Þeir mættust í síðustu umferð þar sem Búlgarinn snjalli hafði hvítt. Eft- ir að Kasparov hafði með vandaðri taflmennsku jafnað taflið glutraði hann því niður og eftirfarandi staða kom upp að loknum 26. leik svarts: Það er auðvelt að sitja heima og velta þessari stöðu fyrir sér með tölvuforrit fyrir framan sig en öllu örðugra er að taka ákvörðun yfir borðinu í úrslitaskák á stærsta móti ársins. Hins vegar er kjarni stöðunn- ar einfaldur. Það er óumflýjanlegt að báðir aðilar þurfa að ýta peðum sín- um áfram á báðum vængjum borðs- ins á meðan hvítur er sá eini sem taka mun frumkvæði að því að breyta peðastöðunni á miðborðinu. Þegar peðastaðan á vængjunum er orðin ljós er eina vinningsáætlun hvíts að búa til reit fyrir hvíta kónginn á ann- aðhvort e5-reitnum eða f5. Vandinn liggur í að finna svarið til að ná þess- um markmiðum. 27. h4? Sýnt hefur verið fram á að óvitur- legt var að ákvarða stöðu h-peðsins með þessum hætti. 27. Kg4 hefði unn- ið þar eð þá hefði hann haft þann möguleika að leika h-peðinu fram um einn reit eða tvo eftir hentugleika. 27... g6? Tapleikurinn. 27... h6 hefði haldið jöfnu þar sem eftir 28. Kg4 g6 nær hvítur ekki tökum á fyrrnefndum lyk- ilreitum vegna þess að það er gagn- kvæm leikþröng. Eftir textaleikinn þvingar hvítur fram vinning. 28. b4 b5 29. Kf4 h6 30. Kg4! og svartur gafst upp þar sem eftir 30... a6 31. a3 er svartur nauðbeygður til að gefa vald kóngsins af f5 reitnum með 31...Kf7 og þá vinnur hvítur eftir 32. h5! g5 33. exd5 exd5 34. Kf5. Úr- slitin í skákinni þýddu að þeir luku báðir keppni með 8 vinninga af 12 mögulegum en Kasparov var úr- skurðaður sigurvegari þar sem hann hafði unnið oftar með svörtu. Loka- staðan mótsins varð þessi: 1.-2. Garry Kasparov (2804) og Veselin Topalov (2757) 8 vinninga af 12 mögulegum 3. Viswanathan Anand (2786) 6½ v. 4. Peter Leko (2749) 6 v. 5. Michael Adams (2741) 5½ v. 6.-7. Francisco Vallejo Pons (2686) og Rustam Kasimdzhanov (2678) 4 v. Flestum að óvörum hélt Kasparov blaðamannafund skömmu eftir að skák hans var lokið gegn Topalov. Hann tilkynnti þar að þetta hefði ver- ið síðasta kappskák hans og ferli hans sem atvinnuskákmanni væri lokið. Þessa ákvörðun hefði hann tekið áður en mótið hófst. Vissulega væri mögu- leiki að hann tefldi áfram en þá ekki sem atvinnumaður í alvöru keppnum. Hann kvaðst hafa velt þessari ákvörðun fyrir sér í þó nokkurn tíma en hafi ekki undir neinum kringum- stæðum viljað hætta taflmennsku í jafn lélegu formi og hann hafi verið í fyrir hálfu ári. Það hefði þess vegna verið gott að sigra á rússneska meist- aramótinu sl. haust og nú á ofur- mótinu í Linares. Ástríða hans fyrir skáklistinni sé enn til staðar og það hafi hjálpað honum að ljúka ferlinum með stæl. Að hans sögn er hann mað- ur stórra markmiða og nauðsynlegt sé fyrir hann að keppa að einhverju. Hann verði að hafa eitthvað til að sanna og til þess þarf áræði. Í dag hinsvegar sér hann ekki fram á að geta sett sér nokkur markmið né náð að uppfylla drauma sína sem atvinnu- maður í skák. Staða heimsmeistarans í skák sé í miklu uppnámi og það standi skákinni fyrir þrifum. Á síð- ustu tveim árum hafi hann lagt mikið á sig til þess að Prag-samkomulagið næði fram að ganga og að til yrði einn heimsmeistari. Hinsvegar hafi öllum, að því er virðist, þótt gott að hann kæmist ekki aftur í færi við heims- meistaratignina. Þegar það hafi legið fyrir að FIDE hafi í janúar sl. hætt enn á ný við einvígi hans við handhafa heimsmeistaratitils þeirra hafi hann tekið endanlega ákvörðun um að hætta eftir mótið í Linares. Þessi enn eina kalda vatnsgusa hefði leitt til þess að honum hafi fundist að hann væri ekki lengur hluti af skákheim- inum. Hann hefði helst kosið að fá tækifæri til að tefla einvígi við Kram- nik og sigra áður en hann hefði sest í helgan stein. Örlögin hinsvegar spunnu sinn vef á annan veg. Að- spurður kvaðst hann ætla að skrifa meira um skák, ljúka ritröð sinni um heimsmeistarana í skák og skrifa bók þar sem skák væri notuð til að hjálpa fólki að taka ákvarðanir í lífinu. Bókin á að koma út á fimmtán tungumálum en vinnuheitið á ensku er ,,How life imitates chess“. Einnig kvaðst hann sinna stjórnmálum ,,eins og allir heið- virðir menn sem berðust gegn ein- ræðisherranum Putin“. Þessi ákvörðun Kasparovs er rök- rétt og það var vel til fundið að hún var tekin eftir gott gengi á jafn öflugu móti eins og Linares. Alþjóðlegi skákheimurinn er í mikilli kreppu og sérstaklega eru heimsmeistaramálin í lamasessi. Þó að Garry hafi átt sinn þátt í að koma þeim málum í þennan farveg verður það ekki tekið af hon- um að hann er besti skákmaður sem uppi hefur verið. Þó að allur saman- burður sé erfiður þá er það skoðun höfundar þessara lína að taflmennska hans hafi verið engu lík. Hann var alltaf skrefi á undan andstæðingnum og bestu skákir hans bera vitni um gríðarlega hæfileika, reiknigetu og ótrúlega ástríðu. Á þessum tímamót- um er virðingarvert að skoða síðustu skákina sem hann vann sem atvinnu- skákmaður en það var í tíundu skák hans á Linares mótinu. Hvítt: Michael Adams (2741) Svart: Garry Kasparov (2804) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. Be2 Dc7 8. Dd2 b5 9. a3 Bb7 10. f3 Rc6 Upp er komin óalgeng staða í Sikil- eyjarvörn en þá byrjun hefur Kasp- arov beitt með frábærum árangri all- an sinn feril. Næsti leikur hvíts orkar tvímælis. 11. O-O-O b4! 12. axb4 Rxb4 13. g4 Be7 14. g5 Rd7 15. h4 Rc5 16. Kb1 Hb8! 17. h5 O-O 18. g6 Bf6 19. Hdg1 Ba8! Frábær leikur sagði Kasparov eft- ir skákina. Undirbúningur fyrir stór- skotaliðsárás meðfram b-línunni er hafinn. Næsti leikur hvíts lokar fyrir g-línuna. 20. Bg5?! Be5 21. gxh7+ Kxh7 22. Rb3?? Þó að svartur hafi vissulega staðið betur að vígi þá var þessi afleikur óþarfi. Flétta svarts er einföld og áhrifarík. 22... Rxc2! 23. Rxc5 Ra3+ 24. Ka2 Dxc5 25. Ra4 Rc2! 26. Kb1 Hvítur gat ekki þegið drottninguna vegna mátsins á b2. Eftir textaleikinn bíður hans ekki mikið betri örlög. 26... Da3 og hvítur gafst upp. Skákmót öðlinga Skákmót öðlinga, 40 ára og eldri, hófst á afmælisdegi Bobby Fischers, miðvikudaginn 9. mars. Teflt er í fé- lagsheimili TR í Faxafeni 12 og mættu 18 keppendur á miðvikudag- inn. Enn er hægt að skrá sig til leiks en næsta umferð fer fram miðviku- daginn 16. mars. Ólafur S. Ásgríms- son hefur haft umsjón með þessum mótum mörg undanfarin ár og hægt er að skrá sig í mótið með því að hafa samband við hann í síma 895-5860. Sjö umferðir verða tefldar og er um- hugsunartíminn 90 mínútur á 30 leiki og svo 30 mínútur til að ljúka skák- inni. Mótinu lýkur 27. apríl með hrað- skákmóti og verðlaunaafhendingu. Kasparov sigrar í Linares og er hættur sem atvinnuskákmaður SKÁK XXII. Linares mótið Kasparov og Topalov urðu jafnir og efstir 22. febrúar–10. mars 2005 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Kasparov á hinum tilfinninga- þrungna blaðamannafundi. Topalov sigraði Kasparov í lokaumferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.