Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 55 DAGBÓK Íslendingasögur I-III Heimskringla I-III Tilboð 7.980 kr. 7.000 kr. afsláttur Tilboð 2.980 kr. 4.000 kr. afsláttur Tilboð 7.980 kr. 9.000 kr. afsláttur Tilboð 4.900 kr. 12.000 kr. afsláttur Tilboð 4.980 kr. 15.000 kr. afsláttur Tilboð 6.990kr. 8.000 kr. afsláttur Stórvirki á gjafverði Við bjóðum til fermingarveislu Lækjargötu 2a, sími 511 5001, opið k l . 10–22 alla daga. Tækni. Norður ♠KG75 ♥Á92 ♦ÁD65 ♣ÁK Suður ♠ÁD10842 ♥5 ♦G732 ♣63 NS melda sig upp í sex spaða án af- skipta AV. Vestur kemur út með lauf. Sagnhafi leggur niður trompásinn í öðrum slag og austur hendir hjarta. Hvernig myndi lesandinn spila? Ef tígullinn er 3-2 þarf engar áhyggjur að hafa, því vörnin má fá slag á tígul. Hættan er sú að annar mót- herjinn sé með fjórlit og fái tvo slagi á tígul. Það er góð og gild hugmynd að leggja niður tígulásinn fyrst til að verj- ast kóng blönkum, en hins vegar eru meiri líkur á því að kóngurinn sé í fjór- lit og það má ráða við slíka stöðu með réttri tækni. Til að byrja með er hjartað trompað út, vestur aftrompaður og síðari lauf- slagurinn tekinn. Í ljósi þess að austur átti ekkert tromp er líklegra að hann sé með tígullengdina og því er nú litlum tígli spilað að gosanum heima. Hafi austur byrjað með kónginn fjórða, verður hann að dúkka. Gosinn á þá slaginn og síðan er tígli spilað að blind- um og dúkkað til austurs ef vestur fylgir ekki lit. Snúum dæminu við og segjum að vestur hefði ekki fylgt lit í fyrsta tromp, en þá er hann líklegri til að vera með lengd í tígli. Eftir hreinsun á hlið- arlitum væri nú best að spila tígli á drottningu og síðan litlum tígli úr borði og dúkka til vesturs ef hann reynist eiga fjórlit. Þetta er ekki flókin tækni, eftir á að hyggja, en sú fyrsta hugsun að leggja niður tígulás getur hæglega leitt hina bestu spilara á villigötur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 Rc6 4. Rc3 Bc5 5. a3 a5 6. e3 O-O 7. Rge2 Ba7 8. O-O d6 9. Rd5 Rxd5 10. cxd5 Re7 11. d4 Rg6 12. h3 f5 13. dxe5 dxe5 14. b4 axb4 15. axb4 f4 16. Rc3 Bd7 17. Kh2 Df6 18. Re4 Df5 19. g4 Df7 20. d6 Bc6 21. b5 Bxb5 22. Rg5 Dd7 23. dxc7 fxe3 24. Dxd7 Bxd7 25. fxe3 Hxf1 26. Bxf1 Re7 27. Bc4+ Kf8 28. Ba3 Bc6 29. Bc5 b6 Staðan kom upp á meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Jóhann Helgi Sigurðsson (2061) hafði hvítt gegn Lenku Ptácní- kovu (2280). 30. Bxe7+! Kxe7 31. Hxa7! Hc8 hvítur hefði vakið upp drottningu eftir 31... Hxa7 32. c8=D. 32. Ba6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Furugerði 1, Norðurbrún 1 og Hæð- argarður 31. | Vetrarferð verður hinn 17. mars. Farið verður að Gullfossi og Geysi, borðað á Hótel Geysi. Lagt verður af stað frá Norðurbrún 1 kl. 9.30 og síðan teknir aðrir farþegar. Skráning í Furugerði í s. 553-6040, í Norðurbrún í s. 568-6960 og í Hæð- argarði í s. 568-3132. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 13. mars, fjórði dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fyr- irhugað er að námskeið í stafgöngu hefjist 15. mars kl. 9, leiðbeinandi Halldór Hreinsson, upplýsingar og skráning í síma 588-2111. Sinfónu- hljómsveit Íslands býður eldri borg- urum á tónleika 18. mars kl. 10.30. Miðar á skrifstofu FEB, Faxafeni 12. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gönguhópur fer frá Kirkjuhvolskjall- aranum kl. 10.30. Félagsstarf Gerðubergs | Föstudag- inn 18. mars kl. 16 verður opnuð í Bog- anum listmunasýning Maríu Jóns- dóttur frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, m.a. syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar. Allir velkomnir. Hraunsel | Á morgun verður lagt af stað á Hótel Örk kl. 16 frá Hraunseli. Komið verður við á Höfn, Hjallabraut 33 og Hrafnistu. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Gönguhópur Háaleitishverfis fer frá Hæðargarði 31 alla laugardags- morgna hvernig sem viðrar. Boðið upp á teygjuæfingar og vatn að göngu lokinni. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. Upplýsingar í síma 568-3132. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist verður í dag í sal IOGT í Stangarhyl 4. Spila- mennskan hefst kl. 20. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund alla laugardaga kl. 20. Einnig eru bænastundir alla virka morgna kl. 7–8. Allir velkomnir. Kristniboðssalurinn | Samkoma í kvöld kl. 20.30 á Holtavegi 28. „Rísið upp og óttist ekki.“ Upphafsorð og bæn: Guðrún Birna Guðlaugsdóttir. Fjölbreytt dagskrá og söngur, KSS- bandið, Hermann Ingi og fleira. Hug- leiðing: Hanna Gísladóttir. Sjoppa og kaffi á könnunni. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is MENNINGARFRÖMUÐIRNIR Guðrún Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir opna í dag kl. 14 sýningu á Kaffi Karólínu í Listagilinu á Akureyri. Þetta er fyrsta sýningin af þremur sem þær Guðrún og Þorbjörg standa fyrir, en þær reka saman fornverslunina „Frúin í Hamborg,“ þar sem finna má ýmiss konar gamalt dót og fatnað. Á sýningunum er að finna myndir sem eiga það sameiginlegt að hafa allar áður verið í annarra manna eign og tengjast ákveðnum tískusveiflum fyrri tíma. Mynd- irnar á fyrstu sýningunni, þeirri sem nú er opnuð, tengjast munum sem prýddu mörg heimili upp úr 1970, t.d. drengurinn með tárið o.s.frv. Eins gefur að líta útsaums- myndir frá sama tímabili. Allar myndirnar á sýningum Guðrúnar og Þorbjargar eru til sölu. Sýningarnar þrjár standa frá 12. mars til 3. apríl. Hver sýning stendur yfir í viku. Frúrnar í Hamborg á Kaffi Karólínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.