Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Umsjónarmaður hefur vik-ið að því í fyrri þáttumað svo virðist sem mun-urinn á forsetningunum
að og af sé ekki ávallt skýr. Þannig
er stundum farið rangt með orða-
samböndin gaman/gagn/skemmt-
un/skömm … er að e-u og hafa
gaman/gagn/skemmtun/skömm …
af e-u og enn fremur er orða-
samböndunum að gefnu tilefni og í
tilefni af e-u oft ruglað saman. Um-
sjónarmaður hefur það eftir glögg-
um mönnum að óvissan um notkun
að og af komi einnig fram í því að
notkun forsetningarinnar að hefur
aukist á kostnað fs. af og einnig þar
sem hún á hvergi heima. Sem dæmi
um þetta má nefna: verðlaunahöf-
undur að ævisögu (16.12.04); eig-
andi að verslun og upphafsmaður
að óeirðum, og í gögnum frá einum
stærsta banka landsins er hiklaust
talað (og ritað) um rétt að e-u, t.d.
eignarétt [svo] að hlutafé og kaup-
rétt að hlutabréfum. Í slíkum dæm-
um hefur okkur dugað fram til
þessa að nota eignarfall, t.d. eigandi
verslunar og upphafsmaður óeirð-
anna og leikmenn á sviði fjármála
munu vafalaust telja sig eiga rétt á
e-u. Um þetta má segja: Sjaldan fer
betur þá breytt er.
Ensk áhrif á íslensku blasa við
öllum þeim sem sjá og heyra vilja.
Í sumum tilvikum er slíkt góss lítt
lagað að íslensku og ætla má að
þeir sem það nota beiti því sem
nokkurs konar slangri. Sem dæmi
þessa má nefna: vera sjúr (á e-u),
e-ð meikar ekki sens, seifa skjal,
taka sjensinn, díla við e-n og dán-
lóda e-ð. Slík málbeiting getur ekki
talist til fyrirmyndar en hún er að
því leyti meinlaus að ætla má að
hún sé í flestum tilvikum ein-
staklingsbundin, hún er ekki hluti
af viðurkenndu málfari. Hið sama
á við um ýmsar ambögur sem auð-
fundnar eru í fjölmiðlum, t.d.: Fór
hann svo aftur inn í húsið og tók
sér þar líf (mbl.is/frettir 1.1.2005).
Merkingin er hér ‘stytta sér aldur,
svipta sig lífi, fremja sjálfsmorð’ og
það blasir við að um er að ræða af-
bökun af enska orðasambandinu to
take one’s life.
Umsjónarmaður telur hins veg-
ar að óbein eða leynd áhrif ensku á
íslensku séu ekki síður mikilvirk
en slettur og slangur. Með leynd-
um áhrifum á umsjónarmaður við
að notuð eru íslensk orð en reglur
um setningaskipan og setn-
ingafræði eru brotnar eða þær
sveigðar að þeim reglum sem eiga
við um ensku. Hér skal einungis
vikið að einu dæmi af þessum toga
þótt af mörgum sé að taka.
Tilvísunarorðin sem og er vísa
ávallt til nafnorða í íslensku, t.d.:
Þetta er maðurinn, sem ég talaði
við. Í ensku hins vegar geta tilvís-
unarorð vísað til setninga og sagn-
orða. – Nú er orðið algengt að tilvís-
unarorð í íslensku séu notuð að
ensku lagi, t.d.: Hann virðist raunar
forðast kenningastagl sem er að
vissu leyti skiljanlegt (Mbl.
11.12.04) og Ég held að starfið hafi
sett niður [svo], sem er sárgrætilegt
(Mbl. 16.1.05). – Í fyrra dæminu vís-
ar sem til orðasambandsins forðast
kenningastagl en í því síðara til
orðasambandsins setja niður, þ.e.
setja ofan. Slíka notkun er ekki að
finna í vönd-
uðum heim-
ildum; elstu
dæmi sem und-
irritaður hefur
rekist á af þess-
um toga eru frá
20. öld. Dæmi af
þessu tagi eru
algeng í talmáli
og á síðum dag-
blaðanna eins og
áhugasamir lesendur geta gengið
úr skugga um og ætternið leynir
sér ekki: He said it could be
dangerous which is true = Hann
sagði að það gæti verið hættulegt
sem er rétt, þ.e. … og er það rétt/og
það er rétt. Umsjónarmanni finnst
þetta nýmæli ekki til fyrirmyndar.
Nú er rétt og skylt að taka það
fram að umsjónarmanni virðist
danska og þýska fara svipaða leið
og enska hvað þetta atriði varðar
svo að ekki er loku fyrir það skotið
að áhrifin kunni einnig að vera
dönsk og þýsk. En það breytir því
ekki að slík málbeiting styðst ekki
við íslenska málvenju.
Úr handraðanum
Kunningi umsjónarmanns telur
að notkun ýmissa orðasambanda
með stofnorðinu blaði sé nokkuð á
reiki og full þörf sé á að gera
nokkra grein fyrir þeim. Umsjón-
armaður kannaði þau dæmi sem
hann á í fórum sínum og þóttist
strax sjá að notkunin væri býsna
margslungin. Í grófum dráttum
virðist mega skipta slíkum dæmum
í þrennt:
(1) brjóta e-ð/(e-u) í blað (sjald-
gæft) ‘minnast e-s sérstaklega, taka
til e-s’: Ég brýt það í blað hve veðrið
var vont á kosningadaginn; ég brýt
því í blað hve fallega maðurinn
söng.
(2) brjóta blað í e-ð/e-u ‘þáttaskil
verða í e-u’: Með samþykktinni er
brotið blað í íslenska stjórn-
málasögu/(íslenskri stjórn-
málasögu); Árið 1960 var mynduð
svo kölluð viðreisnarstjórn sem
braut blað í efnahagsmálum Íslend-
inga; Með tilboðinu var brotið blað í
íslenskri tryggingasögu. – Elsta
dæmi um svipað orðafar er frá fyrri
hluta 19. aldar: Eg ætla annars að
brjóta blað í söguna um … (1850).
Líkingin vísar til þess er brotið er
upp á blað í bók til að sýna hve langt
lesandi er kominn. Í nútímamáli
mun afbrigðið brjóta blað í e-u al-
gengast en afbrigðið brjóta blað í
e-ð er eldra og enn algengt.
(3) brjóta í blað (í e-u). 1. ‘þátta-
skil verða í e-u’: Með atkvæða-
greiðslunni er brotið í blað í ís-
lenskri stjórnmálasögu; … þó að
Valtýskan ætti þátt í að brjóta í blað
í Íslandssögunni á fyrsta áratug
tuttugustu aldar. 2. ‘enda e-ð; ljúka
e-u, hætta e-u; segja ekki meira’:
Nú fer eg að brjóta í blað, brýt eg
svo í blað með … kveðjum (1844). –
Í eldra máli merkir orðasambandið
brjóta blaði ‘segja ekki meira, slá
botn í bréf’: Og brýt eg hér blaði að
sinni en það mun tæpast lengur not-
að. Sömu merkingar en yngra er af-
brigðið brjóta í blað (< brjóta blað í
e-ð/e-u) en í slíkum dæmum virðist
líkingin vísa til þess er menn ‘ljúka
skriftum, hætta að skrifa’ (og brjóta
þá blað/bréf saman). Í nútímamáli
er merkingin ‘marka þáttaskil,
valda straumhvörfum’ einhöfð og
þar vísar líkingin trúlega til þess er
‘brotið er upp á blað í bók er hætt er
lestri’ (svo að menn muni hvert þeir
voru komnir). Brotið blað markar
þannig skil (milli þess sem lesið er
og ólesið) og er þá yfirfærð merking
auðskilin.
Í nútímamáli virðist afbrigðið
brjóta blað í e-ð/e-u vera algengast,
ekki síst í þolmynd: brotið hefur
verið blað í e-ð/e-u. Hér er notkun
þolfalls og þágufalls nokkuð á reiki
en þolfallið virðist eldra enda eðli-
legt með sögninni brjóta. Til gam-
ans má geta þess að slíkur sveigj-
anleiki í notkun falla er algengur í
íslensku, t.d.: skjaldbakan grefur
egg sín í sandinn/(sandinum), karl-
inn gróf gullmolann í garðinum sín-
um og alkunna er að sumir grafa
pund sitt í jörðu (en enginn í jörð/
jörðina).
Umsjónarmaður
telur hins vegar
að óbein eða
leynd áhrif
ensku á ís-
lensku séu ekki
síður mikilvirk
en slettur og
slangur.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 47. þáttur.
STOFNUN Samfylkingarinnar
er merkilegur atburður í íslenskri
stjórnmálasögu. Þá tókst að sam-
eina fjóra stjórn-
málaflokka í einum og
binda enda á áratuga
átök jafnaðar- og fé-
lagshyggjufólks.
Flokkurinn er um
margt frábrugðinn
gömlu flokkunum.
Hann er ekki stofn-
aður um einn tiltekinn
málaflokk. Að upp-
byggingu líkist hann
meira jafnaðarmanna-
flokkum í hinum nor-
rænu löndunum. Hann
er í eðli sínu regnlíf-
arsamtök og innan hans rúmast
fjölbreytt flóra skoðana og stefnan
er mótuð með lýðræðislegri hætti
en áður hefur þekkst í íslenskum
stjórnmálaflokkum. Af þessum
ástæðum m.a. þolir flokkurinn að
takast á um formann sinn í hópi
allra flokksmanna.
Stjórnmálaskoðanir og stefnur
þurfa að vera í látlausri endurnýj-
un. Síbreytilegt samfélag kallar á
ný viðbrögð og vinnubrögð. Á síð-
ustu áratugum hefur orðið umtals-
verð stöðnun í íslenskum stjórn-
málum. Örar breytingar í atvinnu-
og efnahagsmálum, utanrík-
ismálum, umhverfismálum og jafn-
réttismálum hafa kom-
ið íslensku
stjórnmálaflokkunum í
opna skjöldu. Sama
má segja um marg-
víslegar breytingar í
heilbrigðismálum,
mannlegum sam-
skiptum, stöðu fjöl-
skyldunnar og skipt-
ingu tekna og eigna.
Fyrir bragðið hefur
löggjafarvaldið mátt
þola marga pústra frá
framkvæmdavaldinu
og stöðugt orðið háð-
ara embættismannakerfinu við
hvers konar lagasetningu um flókna
málaflokka, sem kalla á mikla sér-
fræðiþekkingu. Gagnvart þessari
þróun hafa stjórnmálaflokkarnir
verið óviðbúnir. Þeir hafa ekki unn-
ið heimavinnuna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hef-
ur greint þessa þróun betur en
flestir aðrir. Í starfi sínu í Samfylk-
ingunni hefur hún lagt mikla
áherslu á skipulögð vinnubrögð og
stöðuga þróun í stefnumótun. Í
þessari vinnu hefur hún fylgt lýð-
ræðislegum starfsaðferðum út í
hörgul og fengið til samvinnu stór-
an hóp flokksmanna. Hún hefur
haft forystu fyrir framtíðarhópi,
sem að undanförnu hefur unnið að
drögum nýrrar stefnu fyrir Sam-
fylkinguna. Hún hefur kallað til
hæfa einstaklinga og borið mál
undir fjölmenna fundi. Allir hafa átt
þess kost að taka þátt. Þetta starf
verður grundvöllur Samfylking-
arinnar í næstu framtíð og vopn
hennar til að takast á við ný verk-
efni í síbreytilegu samfélagi og und-
irstaða þess að geta tekist á við
andstæð öfl og gert flokkinn trú-
verðugan.
Í mínum huga er Ingibjörg Sól-
rún stjórnmálamaður nýrra tíma.
Ég treysti henni til að gera sátt-
mála við þjóðina um varðveislu og
eflingu velferðarsamfélagsins og
um náið samstarf við launþega-
hreyfinguna. Einnig til að tryggja
atvinnulífinu svigrúm til athafna og
útrásar. Í þeim sáttmála verður at-
hygli athafna- og efnamanna vakin
á því, að þeir bera mikla ábyrgð
gagnvart samfélaginu, sem hefur
alið þá og gert þeim kleift að ná ár-
angri. Þar verður einnig lögð
áhersla á það, að ekkert samfélag
þrífst með sómasamlegum hætti,
nema allir viðurkenni nauðsyn sam-
hjálpar, jafnaðar og jafnréttis. Sag-
an sýnir, að misrétti nagar rætur
siðmenningar og samfélaga.
Til að geta verið virkur stjórn-
málamaður nýrra tíma þarf mikla
þekkingu á málefnum eigin sam-
félags og alþjóðamálum. Það þarf
hæfileika til að túlka skoðanir og
koma þeim á framfæri svo allir
skilji. Það þarf hæfileika til að
starfa með öðrum, einstaklingum
og stórum hópum, og það þarf dug
og þor.
Þegar stjórnmálamenn komast til
valda á ráðherrastólum þurfa þeir
að vera ráðherrar allrar þjóð-
arinnar, ekki bara flokksins. Þessi
skilningur er fyrir hendi hjá Ingi-
björgu Sólrúnu.
Ég veit að Ingibjörg Sólrún lítur
á það sem frumskyldu ráðamanna,
að gæta almannahagsmuna og að
þeir eigi ekki að nota embætti sín
til að hygla sínu fólki eða veita því
forgang að stöðum og gæðum.
Ráðamenn verði að móta afstöðu
sína út frá hagsmunum heildar-
innar en stjórnist ekki af sérgæsku.
Hún hefur sagt eitthvað á þá leið,
að hún fari ekki til fólks og biðji
það að sverja sér trúnaðareiða.
Þess vegna fari hún ekki heldur til
fólks að innheimta útistandandi
skuldir, þ.e. að hún segi því, að það
eigi sér skuld að gjalda vegna þess
að hún hafi einhvern tímann gert
eitthvað fyrir það og nú sé komið
að skuldadögum. Hún hefur lýst
því, að hún vilji að allir sitji við
sama borð, lúti sömu leikreglum og
að verðleikar fólks og fyrirtækja fái
að njóta sín. Þeir, sem hafi eitthvað
fram að færa og hafi trú á sjálfum
sér, biðji bara um sanngirni, – hinir
biðji um greiðasemi og forgang.
Ingibjörg Sólrún hefur sýnt það
og sannað, að hún er fulltrúi nýrra
tíma hinnar samhentu forystu þar
sem leiðtoginn vinnur með fólkinu,
hlustar á fólkið og tekur mið af
skoðunum þess og vilja. Þetta er
auðvitað lýðræðið í hnotskurn, önd-
vert við hinn óskeikula leiðtoga,
sem mælir fram leikreglur sam-
félagsins, án samráðs, og krefst
hlýðni og undirgefni.
Hvers vegna Ingibjörg Sólrún?
Árni Gunnarsson fjallar um for-
mannskjör Samfylkingarinnar ’Í mínum huga er Ingibjörg Sólrún
stjórnmálamaður
nýrra tíma.‘
Árni Gunnarsson
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
EKKERT okkar
valdi það hlutskipti að
verða hluti af minni-
hlutahópi í þjóðfélag-
inu. Ekkert okkar
ákvað að þegar við yrð-
um stór, ætluðum við
að verða geðveik eða
öryrkjar, af því það
væri svo gott! Síður en
svo, öll áttum við stóra
drauma um að verða
dýralæknar, flugmenn,
slökkviliðsstjórar eða
eitthvað enn stærra og
meira!
Við hefðum svo
gjarnan viljað hafa ein-
hver úrræði eins og
fyrirætlað Hlutverka-
setur til staðar, þegar
við vorum að veikjast;
stað þar sem við hefð-
um fundið okkur verk-
efni við hæfi, verkefni
sem skipta máli, fengið
félagsskap af öðrum í
svipuðum sporum, haft
einhvern farveg fyrir
reynslu okkar og
þekkingu á veikindum
og bata; stað þar sem
við hefðum getað lagt
okkar af mörkum, og
uppskorið einhverja
vellíðan, þessa góðu líð-
an sem hlýst af því að
hafa skilað einhverju af
sér til annarra eða
þjóðfélagsins í heild.
Það að hafa hlutverki
að gegna er hverjum
manni nauðsyn. Við
þrífumst ekki án þess
að hafa hlutverk í sam-
félaginu okkar, hvort
sem það samfélag er
fjölskyldan okkar, stór-
fjölskylda, vinnustaður eða starfs-
þjálfun/starfsendurhæfing.
Hlutverk okkar, hvort sem það er
nú að vera móðir, kona, meyja eða
eitthvað annað eins og til dæmis for-
stjóri ríkisfyrirtækis, er mikilvægt.
Það má vera að það virðist ekki
veigamikið fyrir utanaðkomandi, en
þó er hvert starf/hlutverk jafnmik-
ilvægt og hvert annað.
Hlutverk okkar undirritaðra virð-
ist kannski við fyrstu
sýn vera það, að vera í
áskrift að „laununum“
okkar frá Trygg-
ingastofnun ríkisins, og
lítið annað. En þegar
betur er að gáð, höfum
við veigamikil hlutverk.
Við erum fjölskyldufólk,
við höfum bæði hefð-
bundna og óhefðbundna
menntun, við erum
manneskjur, við erum
makar, við erum uppal-
endur, við erum fyr-
irlesarar, við erum að
miðla reynslu okkar, og
síðast en ekki síst, erum
við aðeins öðruvísi en
annað „venjulegt“ fólk!
Í tilefni þess að ár er
liðið frá því að starfs-
hópurinn Hugarafl hélt
kynningarfund fyrir al-
menning höfum við
ákveðið að halda mál-
þing í samstarfi við ÍSÍ,
Íþrótta- og Ólympíu-
samband Íslands, 13.
mars næstkomandi í
fundarsal ÍSÍ í Laug-
ardal, kl. 14:30. Aðalfyr-
irlestur þingsins fjallar
um áhrif hreyfingar á
þunglyndi, og fyrirles-
ari er Ingibjörg Jóns-
dóttir, lektor í Svíþjóð,
og doktor í lífeðlisfræði,
og mun hún í fyrirlestri
sínum kynna nýjustu
rannsóknir sínar í þess-
um málaflokki. Þar að
auki munu þau Þórólfur
Árnason, fyrrverandi
borgarstjóri, og Berg-
lind Nanna Ólínudóttir,
Hugarafli, koma með
innlegg.
Við vonum að sem
flestir sjái sér fært að mæta, húsið
opnar klukkan 14 og er fyrirlesturinn
opinn öllum, í samræmi við stefnu
Hugarafls að miðla fræðslu og þekk-
ingu til allra.
Annars konar
þekking skiptir
máli
Berglind Nanna Ólínudóttir
og Jón Ari Arason fjalla
um minnihlutahópa
Berglind Nanna
Ólínudóttir
’Hlutverk okk-ar, hvort sem
það er nú að
vera móðir,
kona, meyja eða
eitthvað annað
eins og til dæm-
is forstjóri rík-
isfyrirtækis, er
mikilvægt.‘
Höfundar eru meðlimir í
starfshópnum Hugarafli.
Jón Ari Arason