Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 53
Þjóðleg
handverksnámskeið
vorönn 2005
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN • Laufásvegi 2, 101 Reykjavík
Upplýsingar og skráning mánud. til fimmtud. kl. 9.00-16.00
Símar: 895 0780 • 551 7800 • Fax 551 5532
hfi@heimilisidnadur.is • www.heimilisidnadur.is
● Baldýring
● Eldsmíði
● Hekl
● Jurtalitun
● Keðjugerð
(víkingakeðjur)
● Myndvefnaður
● Möttulsaumur
● Orkering
● Prjón:
handstúkur og
íleppar
● Prjón: Sjöl, hyrnur
og dúkaprjón
● Sauðskinnsskór
● Skartgripagerð
(perlufestar)
● Skyrtu- og
svuntusaumur
● Spjaldvefnaður
● Tálgun
● Tóvinna
● Vefnaður
● Vattarsaumur
● Víravirki
● Útsaumur,
● Útskurður
● Þjóðbúningar
karla
● Þjóðbúningar
kvenna
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 53
DAGBÓK
Alþjóðlegu sjálfboða- og skiptinemasam-tökin AFS (American Field Service) áÍslandi halda aðalfund sinn í dag kl. 13 íKornhlöðunni á Bernhöftstorfu. Í kjöl-
far aðalfundarins halda samtökin málþing sem
ber yfirskriftina „Er friður bara hugtak? – Hvað
þýðir hlutleysi í stríði?“ Þar sem leitast verður við
að svara spurningum um samskipti ólíkra menn-
ingarheima og umburðarlyndi fyrir ólíkum skoð-
unum.
AFS starfa á sviði alþjóðlegrar fræðslu og sam-
skipta. Markmið AFS er að auka kynni og skiln-
ing milli ólíkra þjóða og menningarheima. Til að
vinna að þessu markmiði hefur AFS meðal annars
staðið fyrir nemendaskiptum á milli landa. Þótt
rekja megi sögu samtakanna aftur til ársins 1914,
voru þau formlega stofnuð árið 1947 af bandarísk-
um sjálfboðaliðum sem óku sjúkrabílum á vígvöll-
um Evrópu í heimsstyrjöldunum fyrri og síðari.
Til að efla vináttu milli Bandaríkjamanna og þjóða
Evrópu að stríði loknu seldi sveitin sjúkrabílana
og notaði fjármunina til að hefja nemendaskipti.
Frumkvöðlar AFS trúðu því að aukin kynni og
skilningur á milli þjóða gætu minnkað líkur á að
hörmungar stríðsins endurtækju sig og töldu að
nemendaskipti væru ein leið til þess.
Sérstakur gestur málþingsins í dag er Edwin
Masback, einn af stofnendum AFS, en hann ók
sjálfur sjúkrabíl í seinni heimsstyrjöld. Edwin
segir alþjóðleg og þvermenningarleg vistaskipti
afar mikilvæg, en samtökin hjálpa um tíu þúsund
manns á ári. „Ísland er einstakt land í starfi AFS,
en Íslendingar senda mælanlegan hluta þjóðar-
innar, a.m.k. eitt prósent þjóðarinnar, út í vista-
skiptaverkefni,“ segir Edwin. „Íslendingar eru
langduglegasta vistaskiptalandið miðað við höfða-
tölu. Þá tróna AFS á Íslandi alveg á toppnum
hvað varðar frammistöðu, rekstur og þjónustu við
nemendurna.“
Hvað þýða vistaskipti fyrir þátttakendur?
„Fólk sem tekur þátt í svona skiptaverkefnum
verður fyrir lífsbreytandi reynslu. Það fer út í lífið
á nýjum forsendum. Þetta er menntandi reynsla.
Fólk kemur aftur úr vistaskiptum og mjög margir
sem hafa verið í AFS fara út í alþjóðasamskipti.
Þetta víkkar sjóndeildarhringinn hjá fólki og ger-
ir það færara um að þrífast í samfélagi sífellt
meiri hnattvæðingar, bæði menningarlegrar og
efnahagslegrar. Það gagnast líka samfélaginu vel
að fólk ferðist og dvelji erlendis.
Það er líka köllun að taka þátt í þessu. Ég hef
starfað innan AFS sem trúnaðarmaður síðan 1947
og síðan ég hætti störfum hjá fyrirtækinu mínu
hefur þetta verið mitt aðalstarf. Maður lærir eitt-
hvað nýtt í hvert skipti sem maður fer á svona
fund.“
Vistaskipti | Einn af stofnendum AFS heimsækir aðalfund og málþing samtakanna
Íslendingar virkir í vistaskiptum
Edwin Masback
fæddist á White Plains í
New York-ríki árið 1917.
Hann brautskráðist frá
Phillips Academy og
Yale-háskóla árið 1942.
Edwin gekk til liðs við
AFS árið 1942 og var
sendur til Mið-Austur-
landa og seinna til
Ítalíu, þar sem hann ók
sjúkrabílum fyrir AFS.
Edwin var einn af stofnendum alþjóðlegs
skólastyrkjaverkefnis AFS og hefur starfað
lengi innan stjórna AFS frá árinu 1947.
Edwin starfaði sem forstjóri verslunarfyrir-
tækis í bandaríkjunum og ferðast nú um heim-
inn og kynnir AFS.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 12. mars,verður sextugur Kristján
Gunnþórsson, Seljahlíð 5c, Akureyri.
Hann og eiginkona hans, Jónína S.
Helgadóttir, verða að heiman á afmæl-
isdaginn.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Mánudaginn 14.mars verður sjötugur Karl Ás-
grímsson, Brekkubyggð 39, Garðabæ.
Af því tilefni taka hann og eiginkona
hans, Oddbjörg Júlíusdóttir, á móti
vinum og vandamönnum sunnudaginn
13. mars í Borgartúni 18 milli kl. 15 og
18.
50 ÁRA afmæli. Á morgun, 13.mars, verður fimmtug Ástríður
Sólrún Grímsdóttir, sýslumaður í
Ólafsfirði. Hún tekur á móti ættingj-
um, vinum og félögum sunnudaginn 13.
mars í Hlégarði, Mosfellsbæ, milli kl.
18 og 21.
má til sanns vegar færa að jafnvel
hans smæsti bróðir, Velvakandi, búi
yfir vissum slagkrafti, því þegar leit-
að hefur verið að undanförnu til
hans með málfarsathugasemdir,
hafa ætíð fylgt sterk viðbrögð í kjöl-
farið. Slær þar líklega öll met, er
fundið var að rangri meðferð á nafni
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar, þá brá svo við að villan hvarf
eins og dögg fyrir sólu og hefur ekki
sést síðan! Áður var fundið að rangri
meðferð á nafni hinnar langþjáðu
Sankti Pétursborgar, eftir að hún
hafði fengið sitt upprunalega nafn að
nýju: fjölmiðlungum þótti sjálfsagt
að stytta það niður í „Pétursborg“,
og aðfinnslur þar að lútandi báru að-
eins tímabundinn árangur, áður en
allt féll í sama far aftur. Athygli vek-
ur að gáfumaðurinn Árni Bergmann
hefur ekki séð sér fært hingað til að
fara rétt með nafn hennar.
Loks hefur árangurinn af að-
finnslum um rangt starfsheiti á að-
alritara SÞ verið sá að orðið hefur á
ný heyrst í fréttum Stöðvar 2 en
hinsvegar hefur RÚV haldið áfram
að hjakka á „framkvæmdastjóran-
um“ og breyting á því ekki í vændum
því þar hafa menn ekki lagt sig eftir
að sinna aðfinnslum utan úr bæ.
Ábendingum um rétt starfsheiti
yfirmanns SÞ er hér með lokið, en
Sú danska aðferð
ENN sér Þ.Ö.S, titlaður „fram-
kvæmdastjóri“ hjá Flugmálastjórn,
en hefur víst aldrei stjórnað þar
neinum framkvæmdum fremur en
Kofi Annan hjá SÞ, sig knúinn til
þess að kveða sér hljóðs (Mbl 5/3/05)
um þá skoðun sína að það sé engum
til skammar að vera kallaður „fram-
kvæmdastjóri“ þótt rétt starfsheiti
hans hafi árum saman verið „aðalrit-
ari“, mun betra að nota „kollega“ en
„starfsbróðir“ enda er útlenskan svo
frábær og fangar hugtakið mun bet-
ur en hið hrörlega íslenska orð. Orð-
inu ráðherra þykir honum svo sjálf-
sagt að umbylta eftir nýjustu tísku-
straumum, o.s.frv. En glöggt á litið
verður ekki betur séð en að hér sé á
ferðinni „sú danska aðferð“ í mál-
farsefnum, sumsé að það sé fásinna
að halda uppi hreintungustefnu, og
að aum sé sú útlenskusletta að ekki
sé hún svo miklu flottari og fínni, og
sjálfgefið að nota hana fremur en
gamla danska orðið. Eflaust hefur
Þ.Ö.S. nú tileinkað sér að heilsa
mönnum með „hæ“ og „bæ“, enda
ólíkt þjálli en hinar snautlegu ís-
lensku kveðjur sem notaðar hafa
verið óspart um aldir.
En nóg um Þ.Ö.S. í bili.
„Mikill er máttur Moggans“ og
undirritaður hlakkar til að eiga aftur
innskot hjá Mbl þegar þörfin á þeim
knýr næst dyra.
En greyið hann Þórður, við hvað á
hann að fást þangað til? Jú, honum
hefur í pistlum sínum tekist að sýna
fram á yfirgripsmikla þekkingu sína
á slettubeygingum í íslensku. Væri
nú ekki tilvalið fyrir hann að koma
skipulagi á þessi fræði, og taka t.d.
fyrir dæmigerðan frasa úr nútíma-
máli: „Hann fókuseraði stíft á póst-
módernísku konseptin sem öll voru
brilljant“, og beygja þetta vandlega í
öllum kynjum, tölum og föllum!
Fræðirit um efnið væri hvalreki á
fjörur málfarsáhugamanna, og færi
þá vart hjá því að Þ.Ö.S mundi skipa
sér á bekk með Bibbu á Brávallagöt-
unni sem eitt merkasta málfars
„átoritet“ samtímans.
Björn Jónsson.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
af glæsilegum
herraskóm frá
Ný sending
Smáralind • Kringlunni
Mikið úrval
Fréttir á SMS
VOR 2005
Sölustaðir: sjá www.bergis.is