Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 35 UMRÆÐAN h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR einnig fáanleg í dökkbæsuðu -25% Leðursófasett 3+1+1 Verð áður: 248.000.- Tilboðsverð: 186.000.- Hetthi - eikarlína Sjónvarpsskenkur (br. 240cm) Verð: 69.000.- Vegghilla með ljósi Verð: 29.500.- -15% Borðstofuborð stækkanlegt í báða enda: 100x160(+45+45) og sex stólar. Verð áður: 154.400.- Verð nú: 131.240.- Einnig fáanlegt í dökkri eik Hetthi glæsileg eikarlína leðursófasett Vandað ítalskt Hvítt postulín, þolir uppþvottavél og örbylgjuofn, 3 stk. saman Verð: 3.500.- Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höf- uðstaður framhalds- og há- skólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystumennirnir eru und- antekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvít- isprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kring- um undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökk- um verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og út- gerðarmenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar HÆSTA tilboð í lóð í Norð- lingaholti var 17,2 milljónir. Í ósköp venjulega einbýlishúsalóð. Hvað er að gerast? Svarið er augljóst, í Reykjavík hefur vantað lóðir um nokkurra ára skeið. Hér hefur verið rekin ákveðin og markviss lóða- skortsstefna sem hefur leitt til þess m.a. að lóðaverð og íbúðaverð í höf- uðborginni hefur rokið upp úr öllu valdi. Við sjálfstæðismenn höfum ítrekað varað við þessari þróun, en R-listinn lætur ekki segjast. Sú staðreynd að verktakar bjóða himinhátt verð í lóð undir einbýlis- hús segir allt um það hvers lags vit- leysa er í gangi. Það er engin leið fyrir einstaklinga að kaupa sér lóð og byggja hús í Reykjavík, ein- staklingar geta ekki keppt við fjár- magnsfyrirtæki og verktaka á lóða- skortsmarkaði þeimsem hér ríkir. Enda sýnir íbúaþróun í Reykjavík að börnum á leikskólaaldri hefur fækkað um 500 á sama tíma og þeim hefur fjölgað í Kópavogi um sömu tölu. Ungt fólk með börn hefur þurft að flytja úr borginni til að fá hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Slíkt húsnæði hefur einfald- lega ekki verið í boði í Reykjavík í mörg ár. Við sjálfstæðismenn höfum ítrek- að vakið athygli á því hvert lóða- skortsstefna R-listans muni leiða okkur. Reykvíkingar, sem eiga enga mögu- leika á að fá lóðir í borginni, fara ein- faldlega í önnur sveitarfélög. Íbúa- fjölgun í Reykjavík er með því minnsta um langt árabil. Til marks um það fjölg- aði íbúum borg- arinnar á síðasta ári um 343 á sama tíma og fjölgunin í Hafn- arfirði var um 1.000 íbúar. Við erum að missa fjölda ungs fólks úr borginni og munum senni- lega gera það í enn frek- ari mæli ef ekki tekst að snúa þessari óheillaþró- un við. Þótt hægt sé að nýta lóðaskortinn til að selja lóðir á upp- sprengdu verði og sú að- ferð skili einhverjum aukatekjum inn í borg- arsjóð í hvert skipti „er það skammgóður verm- ir“. Við sjálfstæðismenn viljum að allir, sem vilja byggja eða kaupa sér húsnæði í Reykjavík, eigi kost á því. Það eina sem snúið getur óheillaþróun í íbúðarmálum borg- arinnar við er stóraukið framboð lóða. Því miður bendir flest til þess að núverandi meirihluti, R-listinn, hafi hvorki vilja né getu til að hverfa frá langvarandi lóðaskorts- stefnu sinni. Hvernig getur allt skipulag tekið jafnlangan tíma og raun ber vitni? Það tók R-listann fimm ár að skipu- leggja sitt fyrsta nýbyggingarsvæði á Grafarholti, sem hefði átt að taka hámark tvö ár. Hve lengi hefur ver- ið í deiglunni að skipuleggja Mýr- argötusvæðið? Allt bendir til þess að það verði í fyrsta lagi bygging- arhæft árið 2009. Það kannast allir við hina miklu umræðu um mið- borgina, mikilvægi þess að hlúa að henni, þétta byggð og þess háttar. Í næstum ellefu ára valdatíð R- listans hefur sofandahátturinn í skipulags- og lóðamálum verið við- varandi og með ólíkindum hvað þétting byggðar og önnur uppbygg- ing hefur tekið langan tíma. Hvert hefur lóðaskortsstefna R-listans leitt okkur? Jórunn Frímannsdóttir fjallar um lóðaframboð ’Við sjálfstæðismennviljum að allir, sem vilja byggja eða kaupa sér húsnæði í Reykjavík, eigi kost á því.‘ Jórunn Frímannsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.