Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 35
UMRÆÐAN
h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
einnig fáanleg í dökkbæsuðu
-25%
Leðursófasett 3+1+1
Verð áður: 248.000.-
Tilboðsverð:
186.000.-
Hetthi - eikarlína
Sjónvarpsskenkur (br. 240cm)
Verð:
69.000.-
Vegghilla með ljósi
Verð:
29.500.-
-15%
Borðstofuborð stækkanlegt í
báða enda: 100x160(+45+45)
og sex stólar.
Verð áður: 154.400.-
Verð nú:
131.240.-
Einnig fáanlegt í dökkri eik
Hetthi
glæsileg eikarlína
leðursófasett
Vandað ítalskt
Hvítt postulín, þolir uppþvottavél og örbylgjuofn,
3 stk. saman
Verð:
3.500.-
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöð-
unni er að láta TR ganga inn
í LHÍ og þar verði höf-
uðstaður framhalds- og há-
skólanáms í tónlist í landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég
er ein af þeim sem heyrði
ekki bankið þegar vágest-
urinn kom í heimsókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson:
„Forystumennirnir eru und-
antekningarlítið menntamenn
og af góðu fólki komnir eins
og allir þeir, sem gerast
fjöldamorðingjar af hugsjón.
Afleiðingar þessarar auglýs-
ingar gætu því komið á
óvart.“
Jakob Björnsson: „Mann-
kynið þarf fremur á leiðsögn
að halda í þeirri list að þola
góða daga en á helvít-
isprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöld-
inni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu
forsetans að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon:
„Ljóst er að án þeirrar hörðu
rimmu og víðtæku umræðu í
þjóðfélaginu sem varð kring-
um undirskriftasöfnun Um-
hverfisvina hefði Eyjabökk-
um verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluað-
ferðirnar? Eða viljum við að
námið reyni á og þjálfi sjálf-
stæð vinnubrögð og sjálf-
stæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson:
„Ég hvet alla sjómenn og út-
gerðarmenn til að lesa sjó-
mannalögin, vinnulöggjöfina
og kjarasamningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
HÆSTA tilboð í lóð í Norð-
lingaholti var 17,2 milljónir. Í ósköp
venjulega einbýlishúsalóð. Hvað er
að gerast? Svarið er augljóst, í
Reykjavík hefur vantað lóðir um
nokkurra ára skeið. Hér hefur verið
rekin ákveðin og markviss lóða-
skortsstefna sem hefur leitt til þess
m.a. að lóðaverð og íbúðaverð í höf-
uðborginni hefur rokið upp úr öllu
valdi. Við sjálfstæðismenn höfum
ítrekað varað við þessari þróun, en
R-listinn lætur ekki segjast.
Sú staðreynd að verktakar bjóða
himinhátt verð í lóð undir einbýlis-
hús segir allt um það hvers lags vit-
leysa er í gangi. Það er engin leið
fyrir einstaklinga að kaupa sér lóð
og byggja hús í Reykjavík, ein-
staklingar geta ekki keppt við fjár-
magnsfyrirtæki og verktaka á lóða-
skortsmarkaði þeimsem hér ríkir.
Enda sýnir íbúaþróun í Reykjavík
að börnum á leikskólaaldri hefur
fækkað um 500 á sama tíma og þeim
hefur fjölgað í Kópavogi um sömu
tölu. Ungt fólk með börn hefur
þurft að flytja úr borginni til að fá
hentugt húsnæði á viðráðanlegu
verði. Slíkt húsnæði hefur einfald-
lega ekki verið í boði í Reykjavík í
mörg ár.
Við sjálfstæðismenn höfum ítrek-
að vakið athygli á því hvert lóða-
skortsstefna R-listans muni leiða
okkur. Reykvíkingar,
sem eiga enga mögu-
leika á að fá lóðir í
borginni, fara ein-
faldlega í önnur
sveitarfélög. Íbúa-
fjölgun í Reykjavík
er með því minnsta
um langt árabil. Til
marks um það fjölg-
aði íbúum borg-
arinnar á síðasta ári
um 343 á sama tíma
og fjölgunin í Hafn-
arfirði var um 1.000
íbúar.
Við erum að missa fjölda ungs
fólks úr borginni og munum senni-
lega gera það í enn frek-
ari mæli ef ekki tekst að
snúa þessari óheillaþró-
un við. Þótt hægt sé að
nýta lóðaskortinn til að
selja lóðir á upp-
sprengdu verði og sú að-
ferð skili einhverjum
aukatekjum inn í borg-
arsjóð í hvert skipti „er
það skammgóður verm-
ir“.
Við sjálfstæðismenn
viljum að allir, sem vilja
byggja eða kaupa sér
húsnæði í Reykjavík, eigi kost á því.
Það eina sem snúið getur
óheillaþróun í íbúðarmálum borg-
arinnar við er stóraukið framboð
lóða. Því miður bendir flest til þess
að núverandi meirihluti, R-listinn,
hafi hvorki vilja né getu til að
hverfa frá langvarandi lóðaskorts-
stefnu sinni.
Hvernig getur allt skipulag tekið
jafnlangan tíma og raun ber vitni?
Það tók R-listann fimm ár að skipu-
leggja sitt fyrsta nýbyggingarsvæði
á Grafarholti, sem hefði átt að taka
hámark tvö ár. Hve lengi hefur ver-
ið í deiglunni að skipuleggja Mýr-
argötusvæðið? Allt bendir til þess
að það verði í fyrsta lagi bygging-
arhæft árið 2009. Það kannast allir
við hina miklu umræðu um mið-
borgina, mikilvægi þess að hlúa að
henni, þétta byggð og þess háttar.
Í næstum ellefu ára valdatíð R-
listans hefur sofandahátturinn í
skipulags- og lóðamálum verið við-
varandi og með ólíkindum hvað
þétting byggðar og önnur uppbygg-
ing hefur tekið langan tíma.
Hvert hefur lóðaskortsstefna R-listans leitt okkur?
Jórunn Frímannsdóttir
fjallar um lóðaframboð ’Við sjálfstæðismennviljum að allir, sem vilja
byggja eða kaupa sér
húsnæði í Reykjavík,
eigi kost á því.‘
Jórunn Frímannsdóttir
Höfundur er varaborgarfulltrúi.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni