Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag hentar einstaklega vel fyrir rannsóknir af einhverju tagi. Kaf- aðu djúpt og reyndu að komast til botns í því sem þú veltir fyrir þér. Svarið er þarna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hugsanlegt er að þú þurfir að horfast í augu við mátt tiltekins hóps í dag. Veltu markmiðum þínum fyrir þér og mark- miðum hópsins, ef þau eiga saman er það fínt, ef ekki skaltu halda þína leið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þig langar til þess að bæta tengslin við foreldra eða yfirmanneskju í dag. Reyndar ertu að skipuleggja framtíð þína upp á nýtt og stefnu þína í lífinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú sérð hvað má betur fara í málefnum sem tengjast ferðalögum, æðri menntun, samskiptum við útlönd og útgáfu. Þú leitar nýrra lausna á gömlum vanda- málum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu vel og vandlega yfir fjármálin, ekki síst viðfangsefni tengd dánarbúum, sköttum og tryggingum. Komdu öllu í lag sem þú mögulega getur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér tekst að koma miklu til leiðar í dag ef þú tekur höndum saman við aðra. Ekki vera gagnrýnin og ekki reyna að breyta náunganum. Ekki heldur leyfa öðrum að ráðskast með þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig langar til þess að koma umbótum til leiðar á vinnustað eða bæta samskiptin við samstarfsfólk. Þú áttar þig á hag- kvæmari leiðum til þess að ná sameigin- legum markmiðum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gríptu tækifæri sem þér gefst í dag til þess að virkja sköpunarkraft þinn, ekki síst ef börn eiga hlut að máli. Hvað sem þú gerir verður öðrum og þér til hags- bóta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn í dag er kjörinn til þess að losa sig við drasl sem safnast hefur fyrir í kjöllurum, geymslum og háaloftum. Brettu upp ermarnar og láttu vaða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert einstaklega sannfærandi í sam- tölum við annað fólk í dag. Þú getur talið fólki trú um nánast hvað sem er, haft áhrif, markaðssett og selt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú áttar þig á gildi þess að koma sér upp góðu tengslaneti. Þú áttar þig á leiðum til þess að sameina fólk og vinna að breytingum til hins betra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert til í að rannsaka eitthvað af kost- gæfni í dag. Þú kemst til botns í öllu sem þú kærir þig um. Þrautseigjan borgar sig á degi sem þessum. Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Þú ert án efa djörf, hugrökk og áköf persóna. Þú teygar bikarinn í botn. Líklega hefur þú margs konar hæfileika, sem þýðir að erfitt er fyrir þig að einbeita þér að einhverju einu. Þú hendir þér út í hringiðuna því ævintýri og nýjungar eiga einstaklega vel við þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 fen, 4 þref, 7 dunda, 8 málgefin, 9 hlaup, 11 jaðar, 13 elska, 14 landsmenn, 15 raspur, 17 stertur, 20 málmur, 22 svæfill, 23 rönd, 24 at- vinnugrein, 25 barin. Lóðrétt | 1 eyja við Ísland, 2 úrræði, 3 mjög, 4 jötunn, 5 ójafnan, 6 heigull, 10 hálfbogni, 12 blett, 13 blóm, 15 persónutöfrar, 16 hundrað árin, 18 tómum, 19 ögnin, 20 ró, 21 tóbak. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gamaldags, 8 aflát, 9 fegin, 10 uxa, 11 lærir, 13 neita, 15 skáld, 18 gatan, 21 afl, 22 úrill, 23 ættin, 24 fals- laust. Lóðrétt | 2 amlar, 3 aftur, 4 dúfan, 5 gegni, 6 gafl, 7 anda, 12 ill, 14 efa, 15 skúr, 16 árita, 17 dalls, 18 glæða, 19 titts, 20 nánd.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Kaffi Hljómalind | Big Kahuna leikur óháð nýbylgjupopp í kvöld kl. 21. Laugarborg | Söngskemmtun með Sopr- anos og Ara Jóhanni Sigurðarsyni kl. 16 í dag. Aríur, dægurflugur og annað eyrna- konfekt. Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó. NASA | Von Magnet í dag kl. 17. Ókeypis inn. Grafík með tónleika á miðnætti. Salurinn | 13 SONONYMUS – Tónleikar kennara Tónlistarskóla Kópavogs kl. 13. Á efnisskrá er tónlist eftir Hilmar Þórðarson fyrir einleikshljóðfæri og tölvu. Smekkleysa plötubúð – Humar eða frægð | Hljómsveitin Miri kl. 15. Stúdentakjallarinn | Hanoi Jane og Glasamar further then far far leika á tón- leikum ásamt Þóri kl. 22. Skemmtanir Breiðin Akranesi | Tilþrif í kvöld. Cafe Catalina | Addi M. spilar og syngur. Café Kulture | Dj’s Steinunn & Silja. Classic Rock | Hljómsveitin Fimm á Richt- er ásamt Geira Sæm í kvöld. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skvettu- ball kl. 20 í Gullsmára 13. Léttsveit Harmónikufélags Rvk. leikur. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Kringlukráin | Rúnar Júlíusson með stór- dansleik kl. 23. Vélsmiðjan, Akureyri | Danshljómsveitin Friðjón Heldur leikur. Myndlist Café Kulture | Mila Pelaez sýnir olíumynd- ir. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Ey- gló Harðardóttir – Innlit – Útlit. Gallerí + Akureyri | Joris Rademaker – Energy patterns. Gallerí Auga fyrir auga | Pinhole-ljós- myndaverk eftir Steinþór C. Karlsson. Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds- dóttir – „Augnablikið mitt!“ Gallerí Tukt | Sýningaropnun á ljós- og stuttmyndum nemenda í Fornámsdeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Gerðuberg | Síðasta sýningarhelgi Sigríðar Salvarsdóttur í Vigur í Boganum. Næsta sýning í Boganum opnuð föstudaginn 18. apríl en þá mun María Jónsdóttir sýna m.a. klippimyndir og verk úr muldu grjóti. Ljós- berahópurinn – Hratt og hömlulaust. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minnismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallsteinn Sigurðs- son er myndhöggvari marsmánaðar. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Steinlaug Sigur- jónsdóttir sýnir olíu og vatnslitamyndir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir, form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garðars- dóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund Jarðar. Listasafn Einars Jónssonar | Opið laugar- daga og sunnudaga kl. 14–17. Höggmynda- garðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 -1945. Rúrí – Archive – endangered waters. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Blaða- ljósmyndarafélag Íslands – Mynd ársins 2004 á efri hæð. Ragnar Axelsson – Fram- andi heimur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vestur- sal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI, samvinnuverk- efni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Aðföng, gjafir og önnur verk eftir Sigurjón. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Maya Petersen Overgärd – Hinsti staðurinn. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi galleríi. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hugarheimur Ástu. Handverkssýningar Handverk og hönnun | Pétur B. Lúth- ersson húsgagnaarkitekt og Geir Odd- geirsson húsgagnasmiður sýna sérhann- aða stóla og borð sem smíðuð eru úr sérvalinni eik. Á sýningunni er einnig borð- búnaður eftir Kristínu Sigfríði Garðars- dóttur keramiker sem hún hannar og fram- leiðir. Studio os | Kertasýning. Bækur Gerðuberg | Þetta var nú ósvikin saga – Ráðstefna til heiðurs H.C. Andersen. Á ráðstefnunni, sem stendur frá kl. 10.30– 13.30, munu Annette Lassen, Jónína Ósk- arsdóttir, Kristín Unnsteinsdóttir og Mar- grét Tryggvadóttir flytja fyrirlestra sem allir tengjast danska rithöfundinum H.C. Andersen. Ókeypis aðgangur. Söfn Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1200 ár. Ómur, Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýn- ingarnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar, og Íslendingar í Ricc- ione – ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Opið frá kl. 11–17. Þjóðmenningarhúsið | Handritin, Þjóð- minjasafnið – Svona var það, Heimastjórn- in 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895– 1964) er skáld mánaðarins. Kvikmyndir Goethe-Zentrum | Nýjasta þýska kvik- myndin um íslensku álfana – frumsýning kl. 20. Dörthe Eickelberg leikstjóri og Katinka Kocher tökumaður verða viðstaddar. Ætli þær hafi náð að festa þá á filmu? Myndin er á álfamáli og ensku. Ókeypis aðgangur. Bæjarbíó | Picnic at Hanging rock kl. 16. Mannfagnaður Fóstbræðraheimilið | Stokkseyringafélag- ið í Reykjavík heldur árshátíð sína í kvöld. Húsið opnað kl. 19 og hátíðin hefst kl. 20. Hótel Holt | Árlegur hátíðarkvöldverður Fransk-íslenska verslunarráðsins verður á morgun á Hótel Holti. Heiðursgestur kvöldsins verður Sturla Böðvarsson sam- göngumálaráðherra og Nicole Michelang- eli, sendiherra Frakklands á Íslandi. Flora Mikula, matreiðslumeistari og eigandi veit- ingastaðarins Flora sem er í 8. hverfi Par- ísar, hefur umsjón með matreiðslunni. Skráning í síma 510 7101 eða í tölvupósti á info@france.is. UNICEF Ísland | Landsnefnd UNICEF á Ís- landi fagnar eins árs afmæli sínu í dag. Af því tilefni verður barnaafmæli í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna að Skaftahlíð 24, kl. 15 og 16. Heimsforeldrar og aðrir velunn- arar boðnir velkomnir. Börn eru sérstak- lega velkomin. Einnig verður kynntur nýr bæklingur um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem dreift verður til allra 6. og 7. bekkinga á landinu næstu daga í samstarfi við Námsgagnastofnun. Fréttir Blóðbankinn | Hinn 14. mars nk. mun Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, minnast landssöfnunar félagsins sem fram fór árið 1997 með þeim hætti að gefa blóð. Því hvetur Neistinn aðstandendur hjart- veikra barna og aðra til að minnast þessa dags með okkur með því að mæta í blóð- bankann og gefa blóð. Fundir ADHD-samtökin | Aðalfundurinn ADHD- samtakanna verður haldinn miðvikudaginn 16. mars kl. 20 á Sjónarhól, Háaleitisbraut 13, í fræðslusalnum á 4. hæð. Dagskrá: Skýrsla stjórnar, reikningar lagðir fram til samþykktar, formannskjör, stjórnarkjör og önnur mál. Bergmál líknar- og vinafélag | Bergmál líknar- og vinafélag verður með opið hús sunnudaginn 13. mars, kl. 16, í húsi Blindra- félagsins, Hamrahlíð 17. Gestir fundarins eru: Helga Soffía Konráðsdóttir, Hörður Torfason og Sigmundur Júlíusson. Þriggja rétta matseðill. Látið vita um þátttöku til stjórnar. Eineltissamtökin | Fundir á þriðjudögum kl. 20 í húsi Geðhjálpar Túngötu 7. Kornhlaðan | Fræðslu- og aðalfundur Fræðslusamtakanna um kynlíf og barn- eignir verður fimmtudaginn 15. mars kl. 17– 19 í Kornhlöðunni, Lækjarbrekku. Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir hafa framsögu um kynhegðun íslenskra ungmenna. Venjuleg aðalfundarstörf. Krabbameinsfélagið | Aðalfundur Krabba- meinsfélags Reykjavíkur verður miðviku- daginn 16. mars kl. 20 í húsakynnum fé- lagsins í Skógarhlíð 8. Að loknum aðal- fundarstörfum flytur Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, erindi sem hann nefnir „Vinnuvernd og tóbaksvarnir“. Kaffiveitingar verða að loknum fundi. Nýir félagsmenn velkomnir. ReykjavíkurAkademían | Fundur um Virkj- un lands og þjóðar kl. 12 í JL-húsinu, Hring- braut 121, 4. hæð. Á fundinum verður kynnt ný Gallupkönnun þar sem fram kemur af- staða landsmanna til þekkingariðnaðar, stóriðju o.fl. atvinnugreina. Frummæl- endur: Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Jón Ágúst Þorsteinsson frumkvöðull og framkvæmdastjóri. Vinstrihreyfingin grænt framboð | Félags- fundur um Laugaveginn í dag að Suður- götu 3 kl. 14. Frummælendur: Björk Vil- helmsdóttir og Jón Torfason. Allir velkomnir. Kynning Heilsustofnun NLFÍ | Baðhús Heilsustofn- unar er opið á laugardögum frá kl. 10–18. Þar er sundlaug, blaut- og þurrgufa, heitir pottar og víxlböð. Einnig leirböð, heilsuböð og sjúkranudd sem þarf að panta fyrir- fram. Matstofan er opin alla daga. Upplýs- ingar í síma 846 0758 virka daga kl. 8–16. Málþing ÍSÍ íþróttamiðstöðin | Opið málþing á veg- um Hugarafls og Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands verður sunnudaginn 13. mars kl. 14.30 í fundarsal ÍSÍ í íþrótta–miðstöð- inni Laugardal, við hliðina á Laugardals- höllinni. Fundarefni verður áhrif hreyfingar á þunglyndi. Aðalfyrirlesari verður Ingi- björg H. Jónsdóttir, lektor við Institut för Stressmedicin í Svíþjóð. Námskeið Kópavogsdeild RKÍ | Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur námskeiðið „Slys á börnum“ dagana 15. og 17. mars kl. 19–22. Maður lifandi | Námskeið sem fjallar um aðdraganda þess að stofna eigið fyrirtæki verður haldið 14. mars kl. 17–21. Leiðbein- andi er Martha Árnadóttir BA í stjórnmála- fræði og MA-nemi í mannauðsstjórnun. Ráðstefnur ITC samtökin á Íslandi | Ráðsfundur ITC verður í dag á Kaffi Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13 með úrslitakeppni í mælsku- og rökræðukeppni ITC Melkorku, Reykjavík, og ITC Stjörnu, Rangárþingi. Venjuleg fundarstörf, óvissuferð og hátíðarkvöld- verður. Fundurinn öllum opinn. Skráning á itc@simnet /s. 848 8718. Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer á morgun kl. 18 frá Toppstöðinni við Elliðaár og gengur í Elliðaárdalnum. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. HLJÓMSVEITIN Pól-ís heldur tón- leika í kvöld á Café Rósenberg, en forsprakki hennar er Szym- on Kuran fiðlu- leikari. Sveitin leikur djass frá Balkanskaga og Austurlöndum nær. Tónleikarnir hefjast kl. 22, en sérstakur gesta- leikari sveitar- innar í kvöld er Ólafur Gaukur. Austrænn djass á Rósenberg Morgunblaðið/RAX Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.