Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 61 DÖRTHE Eickelberg er leikstjóri myndarinnar Fairies and Other Tales, heimildamyndar um álfatrú á Íslandi. Hún er nú stödd hér á landi ásamt Katinku Kocher myndatökumanni, sem gerði myndina með henni, í tilefni af frumsýningu myndarinnar í Goethe-Zentrum í dag. „Mig lang- aði alltaf til að heimsækja Ísland, náttúrufegurðarinnar vegna,“ seg- ir Eickelberg, spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að gera myndina. „Ég var hálfpartinn með Ísland á heilanum. Þegar ég fór í bókabúð lá leiðin beint í ferðalagadeildina til að finna efni um Ísland,“ segir hún. Þannig komst hún að raun um að á Íslandi væri sterk álfatrú. „Það fannst mér heillandi, enda felst hálfgerð þversögn í því, þar sem Íslendingar eru mjög nútíma- leg og frjálslynd þjóð, að hún skuli halda sig við þessa heiðnu trú. Þetta var ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera myndina,“ segir hún. Eickelberg og Kocher komu hingað fyrst í nóvember 2002 og dvöldu í einn mánuð við kvik- myndatökur. „Þar sem skjólstæð- ingar okkar, álfarnir, voru ósýni- legir og forðuðust myndavélar í ofanálag, ákváðum við að nota teikningar til að leiða þá fram í dagsljósið. Þegar við komum hins vegar heim til Þýskalands, eftir tökurnar, komumst við að því að 70% upptaknanna voru skemmd,“ segir Eickelberg. Hálfu ári seinna komu þær aftur til landsins og tóku allt upp aftur. „Þá sagði fólk við okkur: „Kom það ykkur virki- lega á óvart, að myndavélarnar skyldu bila, eftir að hafa tekið myndir af hólum og hæðum án þess að spyrja leyfis?“ Við fengum því miðil, Hermund Rósinkranz, til að vísa okkur veginn og leiðbeina okkur um álfaheima. Fyrsta töku- daginn sagði hann við okkur að við myndum festa á filmu eitthvað yfirskilvitlegt, þótt við sæjum það ef til vill ekki þegar það gerðist. Hann reyndist sannspár,“ segir hún. Myndin hefur verið sýnd á kvik- myndahátíðum víðsvegar um heiminn og hlotið afar góða dóma. Meðal annars hefur hún verið sýnd í Brasilíu, Taívan, Ítalíu, Sviss, Spáni og til stendur að sýna hana í Kóreu. „Við erum mjög spenntar að sjá viðbrögð Íslend- inga,“ segir hún. Kvikmyndir | Þýsk heimildamynd um íslenska álfa frumsýnd Myndavélafælin myndefni Morgunblaðið/Jim Smart Fairies and Other Tales verður sýnd í Goethe-Zentrum, Laugavegi 18, kl. 20 og 22 í dag. Aðgangur er ókeypis.  J A M I E F O X X ÁLFABAKKI LIFE AQUATIC VIP KL. 5.30-8-10.30. BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL KL. 2-3.45-6.15. BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL KL. 12-2.30-4-6.30. BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL KL. 2-4-6. BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL KL. 2-4. LIFE AQUATIC KL. 1.30-4-5.30-8-10.30. COACH CARTER KL. 12-1.30-4-5.30-8-10.40. LEMONY SNICKETS KL. 1.30-3.45. LEMONY SNICKETS KL. 12-2-4. HITCH KL. 3-5.30-8-10.20 RAY KL. 5.20-8-10.30. CLOSER KL. 6-8. THE INCREDIBLES KL. 1.30-3.45-6. THE INCREDIBLES KL. 2-6. CONSTANTINE KL. 3-5.30-8-10.30. B.I. 16 ÁRA CONSTANTINE KL. 6-8.15-10.30. B.I. 16 ÁRA CONSTANTINE KL. 10.10. B.I. 16 ÁRACONSTANTINE KL. 8-10.20. B.I. 16 ÁRAMILLION DOLLAR BABY KL. 8-10.30. WHITE NOISE KL. 8.15-10.30. B.I. 16 ÁRAPHANTHOM OF THE OPERA KL. 6-8-10. B.I. 10. PHANTHOM OF THE OPERA VIP KL. 2. KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK Flott mynd. Töff tónlist (HOPE með Twista, BALLA með Da Hood & Mack 10). Byggð á sannri sögu. Með hinum eina sanna töffara, Samuel L. Jackson l tt y . ff t li t ( i t , ). y ri . i i t ff r , l . Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna Heimsins stærsti söngleikur birtist nú á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn! Óperudraugurinn Mynd eftir Joel Schumacher. Byggt á söngleik Andrew Lloyd Webber.  Mbl.  DV HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS Sló í gegn í USA Magnaður spennutryllir með Keanu Reeves og Rachel Weisz í aðalhlutverki.  Ó.H.T. RÁS 2  M.M. Kvikmyndir.com MÍNUS og Brain Police verða með tvenna tónleika á Gauki á Stöng í dag, bæði fyrir alla aldurshópa og hina líka. Jón Björn Ríkharðsson, trommuleikari í Brain Police, segir það mikilvægt að sinna yngri aldurs- hópnum. „Ég man eftir því að þegar ég var lítill var ekkert gert fyrir þennan aldurshóp. Maður hugsar bara til bernskuáranna og vill gera betur. Vonandi að sem flestir krakk- ar nýti sér það, mæti á svæðið og hafi gaman af,“ segir hann. Nýr gítarleikari í Brain Police „Þetta verður líka frumsýning á nýjum gítarleikara. Gítarleikarinn okkar frá upphafi, Gunnlaugur Lár- usson, er hættur í hljómsveitinni. Í staðinn fyrir hann er kominn Búi Bendtsen, sem hefur gert garðinn frægan með Fídel og Manhattan,“ segir hann en Búi er líka útvarps- maður á X-FM. „Þetta er búið að styrkja bandið og mannskapurinn er jákvæður. Allir eiga það sameig- inlegt að ætla að ná langt.“ Tónlist | Mínus og Brain Police Fyrir alla aldurshópa Mínus og Brain Police spila á Gauki á Stöng milli 17 og 19 í dag fyrir alla aldurshópa. Ókeypis inn. Sérstakir gestir Solid I.V. Kl. 23 spila sveitirnar tvær með Dr. Spock, Nilfisk og Days of Our Lives. Aðgangseyrir 1.200 kr. ingarun@mbl.is Úr verður mikið gengi þegar hljómsveitirnar Mínus og Brain Police stilla sér upp saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.