Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 51 LEIKKONAN Stefanía Thors hefur um árabil búið og starfað í Prag í Tékklandi eftir að hafa lokið þar námi í leiklist við ríkislistaskólann. Stefanía hefur vakið athygli fyrir sýningar sínar þar sem hún vinnur með ýmsa miðla, og kemur yfirleitt fram ein. Í fyrra frumsýndi hún í Prag sýninguna Comparatively Peaceful Existence eða Tiltölulega friðsæl tilvera sem Rebekka A. Ingimundardóttir leikstýrði og hannaði búninga og leikmynd við og vakti sýn- ingin mikla athygli. Stefanía hefur farið víða með sýninguna undanfarið ár en nú hefur eitt þekktasta leikhúsið í Prag, Palac Akropolis, boðið Stefaníu að sýna þar. Sýningar hefjast á mánudaginn og verða síðan mánaðarlega í sumar. „Palac Akropolis er glæsilegt leikhús og tónleikasalur sem Sigur Rós spilaði í þegar þeir komu hér til Prag fyrir rúmum 2 árum,“ sagði Stefanía í samtali við Morgunblaðið. „Rebekka er komin til Prag til að vinna með mér og endurgera verkið af þessu tilefni en það má segja að þetta hafi komið til vegna fjölda áskorana og jákvæðra dóma um sýn- inguna. Sýningarnar verða mánaðarlega í sumar og Íslendingar eru að sjálfsögðu vel- komnir ef þeir eiga leið um Prag.“ Stefanía kveðst einnig verða á ferðinni um Evrópu í sumar með sýninguna en henni hefur verið boðið að sýna á ýmsar leiklistarhátíðum í Evrópu. „Það er nóg að gera hjá mér þetta árið en ég verð með 3 frumsýningar og hef fengið 2 styrki frá Prag-borg og tékkneska mennta- málaráðuneytinu,“ segir Stefanía. „Ég er að vinna að og skrifa pólitískan ka- barett í formi söngleiks og þar blandast saman söngur, leikhús og kvikmynd. Það er unnið með ýmsum listamönnum frá Prag. Ekki ein- ungis leikhúsfólki. Svo er ég að starfa með með leikhópi sem nefnist Second Hand Women en það er hópur leikkvenna sem kominn er yfir þrítugt! Það er mjög skemmtilegur hópur.“ Og Stefanía gerir það ekki endasleppt því 15.–19. maí tekur hún að þátt í leiklistarhátið- inni 4 days in emotion sem haldin er árlega og fer fram þetta árið í dýragarðinum í Prag. „Ég verð með fjórar innsetningar á hátíðinni og í einni þeirra verð ég í selagryfjunni.“ Leiklist | Stefanía Thors sýnir í Palac Akropolis Tiltölulega friðsæl tilvera í Prag Stefanía Thors leikkona starfar í Prag. www.palacakropolis.cz EFTIR atkvæðagreiðslu fé- lagsmanna í Bandalagi þýð- enda og túlka og yfirferð dóm- nefndar hafa eftirfarandi 5 bækur verið tilnefndar til Ís- lensku þýðingaverðlaunanna: Fjárhættuspilarinn eftir Fjodor Dostojevskí í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur (sjálfsævisöguleg skáldsaga um spilafíknina); Lágmynd eft- ir Tadeusz Rozewicz í þýðingu Geirlaugs Magnússonar (ljóða- bók eftir eitt fremsta núlifandi ljóðskáld Pólverja); Snjórinn á Kilimanjaro og fleiri sögur eftir Ernest Hemingway í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar (safn kunnustu smásagna Hem- ingways í einni bók); Vernon G. Little eftir DBC Pierre í þýð- ingu Árna Óskarssonar (Book- er verðlaunabók frá 2003 um ungan mann í vondum málum eftir fjöldamorð í skólanum) og Örlögleysi eftir Imre Kertész í þýðingu Hjalta Kristgeirs- sonar (sjálfsæviösguleg skáld- saga nóbelsverðlaunahafa um vistina í víti fangabúða nasista séða með saklausum augum unglingsins). Bandalag þýðenda og túlka er regnhlífasamtök allra þýð- enda og túlka sem starfa hér á landi og hefur að markmiði að auka vitund og þekkingu á starfi þýðenda og túlka. Íslensku þýðingaverðlaunin verða afhent við hátíðlega at- höfn á Gljúfrasteini 23. apríl af forseta Íslands. 5 bækur til- nefndar til þýðinga- verðlauna GEISLAPLATAN Sálmar lífsins er komin út að nýju hjá Dimmu ehf. Flytjendur eru Sig- urður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunn- arsson orgelleik- ari, en platan markaði upphaf samstarfs þeirra fé- laga og hlaut afbragðs góðar viðtökur þegar hún kom fyrst út árið 1999. Um hana sagði m.a.í gagnrýni að tónlistin og flutningurinn væri „með eindæm- um hrífandi“ og annars staðar var tal- að um „gulli sleginn sálmaspuna“. Í kjölfar Sálma lífsins fylgdu síðan plöt- urnar Sálmar jólanna og Drauma- landið, sem kom út sl. haust. Þess má geta að Dimma hefur tekið við eldri útgáfum á verkum Sigurðar Flosasonar, þ. á m. eru tríóplöturnar tvær Himnastiginn og Djúpið, en auk þess Raddir þjóðar sem hann hljóðrit- aði í samvinnu við Pétur Grétarsson og var tilnefnd til norrænu tónlist- arverðlaunanna. Dimma gefur Sálma lífsins út, en Smekkleysa sér um dreifingu í versl- anir. Viðmiðunarverð kr. 1.990,- Sálmar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.